Morgunblaðið - 31.12.1992, Qupperneq 1
seei,flaaM38aa .rs auoAauTMMia aiQA.iai<!UOHOM
9 öí
VERSLUN: Odýrari gjafir undir jólatrénu í ár /3
FJÁRMÁL: Hófleg bjartsýni og aukinn hagvöxtur í OECD /4
Jltorjfliiilribifeifr
vœsKipn/ArviNNUUF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
BLAÐ
c
Verðbréfamarkaður
Hlutabréfasala í desember
nálægt 1 milljarði
HLUTABRÉFASALAN í desember verður líklega nálægt einum
milljarði, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Ráð-
gjafar Kaupþings. Þá eru meðtalin hlutabréfaútboð í desember en
þau hafa að stórum hluta verið keypt af lífeyrissjóðum og öðrum
stærri fjárfestum. Þar til viðbótar koma kaup einstaklinga sem
hyggjast nýta sér skattaafslátt. Síðustu daga hefur verið mikil
örtröð hjá verðbréfafyrirtækjunum eins og jafnan á þessum tíma
árs. Telja forráðamenn verðbréfafyrirtækjanna að sala nú fyrir
áramótin sé svipuð og í fyrra.
„Það er ekki ósennilegt að sala
hlutabréfa í desember verði á bil-
inu 800-1000 milljónir," sagði
Svanbörn Thoroddsen, forstöðu-
maður hjá Verðbréfamarkaði ís-
landsbanka. „Hins vegar hefur
verið mjög erfitt að átta sig á
veltutölum hjá verðbréfafyrirtækj-
unum. Okkur hefur sýnst að helm-
ingur sölunnar hafi verið hjá hluta-
bréfasjóðum og hinn helmingurinn
í einstökum hlutafélögum. Af
SÖLUGENGI DOLLARS Síðustu fjórar vikur
OO.UU IU. 63,92 ttA qn >
Jr
f=J!
fj
ul,UU
60,50
60,00
59,50 L i I l l
I I I I I 2.de$. 9. 16. 23. 30.
hlutafélögum hefur langmest sala
verið í Eimskipi en þar á eftir
kemur íslandsbanki, einkanlega
gegnum Eignarhaldsfélag Iðnað-
arbankans. Síðan hefur selst vel
af hlutabréfum í Granda. Það virð-
ist vera að eftirspurnin sé mest
eftir hlutabréfum í stærstu fyrir-
tækjunum. Þar er hluthafafjöldinn
mestur og menn virðast sjá fyrir
að markaður með bréf þessara
fyrirtækja verði virkari en í smærri
fyrirtækjum og bréfin því seljan-
legri.“
Svanbjörn benti á að hluta-
bréfavísitalan hefði hækkað um
4% í desember vegna hækkunar á
gengi hlutabréfa í stærstu fyrir-
tækjunum sem hefðu mest vægi í
vísitölunni.
Hjá Kaupþingi hefur mikil sala
farið fram síðustu daga gegnum
síma til einstaklinga sém hyggjast
nýta sér skattaafsláttinn en einnig
eru boðin til sölu hlutabréf á veg-
um fyrirtækisins hjá sparisjóðun-
um og Búnaðarbankanum. Stefán
Halldórsson sagði að hlutabréf í
Auðlind hefðu selst fyrir nálægt
30 milljónir króna í desember og
seld hlutabréf í Jarðborunum væru
nálægt 20 milljónum. Einnig hefðu
selst hlutabréf í útboði Marel fyrir
25 milljónir og fyrir 112,5 milljón-
ir í KEA. Hann sagði að önnur
hlutabréf hefðu selst fyrir um 39
milljónir í mánuðinum en í því
sambandi kynni að gæta nokkurr-
ar ónákvæmni. „Hlutabréf í Eim-
skipi hafa selst mest en einnig
hefur mikið verið spurt um Olíufé-
lagið. Þá má nefna Útgerðarfélag
Akureyringa, Marel og Sæplast.“
Sigurbjörn Gunnarsson,
deildarstjóri hjá Landsbréfum,
sagði að sala hefði verið mjög góð
milli jóla og nýárs. Um 70% kaup-
enda hefðu keypt bréf í hlutabréfa-
sjóðum og 30% í einstökum félög-
um. Vinsælustu félögin hefðu ver-
ið Eimskip, Flugleiðir, Olís og 01-
íufélagið. Hann kvaðst telja að
salan milli jóla og nýárs væri svip-
uð og í fyrra en hins vegar hefði
sala fyrri hluta mánaðarins verið
heldur minni.
Eins og venja er á gamlársdag
munu verðbréfafyrirtækin hafa
opið fram yfir hádegi í dag til að
anna mikilli eftirspurn.
110 félög hafa hlotið
staðfestingu ríkisskattstjóra
Hjá ríkisskattstjóra fengust þær
upplýsingar að 106 hlutafélög
hefðu hlotið staðfestingu þannig
að einstaklingum væri heimilt að
draga kaupverð hlutabréfa í þess-
um félögum frá tekjuskattsstofni.
Að auki lágu fyrir umsóknir frá
4-5 félögum þannig að búist var
við að 110 félög myndu endanlega
fá staðfestingu ríkisskattstjóra.
Það skilyrði þarf að vera fyrir
hendi að félögin hafi að lágmarki
18,5 milljóna hlutafé og fjöldi hlut-
hafa þarf að vera a.m.k. 25. Þá
má engar hömlur leggja á við-
skipti með hlutabréfin og ársreikn-
ingar félaganna eiga að vera öllum
aðgengilegir.
nh--í
GENGI NOKKURRA
GJALDMIÐLA
jan. til des. 1992
13,98%
breyting frá
áramótum
'j F m'a M J 'j Á s'o N d'
STERLINGSPUND
-7,43% breyting
frá áramótum
JFMAMJJÁS0ND
Dönsk KRÓNA Kr. j
10,2765 10,50 |
■
9.4070
y,UU Í
9,24% breyting 0,10 | 8 50 1
frá áramótum 8,50 |
'j F m'a M J 'j A S 'O N d|8'25|
Japanskt YEN Kr. 1
13,87% brevtinq j
frá áramótum
0,50 {
0,49 |
0,48 |
A // |
//^i A llXy 0,46 [
XT NwjrV T 0,45 ;
0,45093 ^ II u,<w ;
U,HO
0,42 í
0,41 |
'j F M'A M J'j Á S'O N n' V’™ 1 u i
Þýskt MARK
39,6895
36.5938
8,46% breyting
frá áramótum
J F m'a Mj'j Á s'o N D1
ECU
- - r
77.4934
74.5303
3,98% breyting
frá áramótum
rj F m'a M j'j Á s'o N D
HAGKVÆMASTI
KOSTURINN
ÞEGAR
ALLS ERGÆTT.
SAGA
BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga
C*',I A CC Business Class lækkarðu
ferðakostnað til muna með
því að eiga kost á heimferð strax og þú
hefur lokið viðskiptaerindum þínum.
Þe/'r scu/ reikuu cheit/ii) til et/ciei relja
eilltcif Sdgct Business C/ass ’
Mundu einnig að eitt og sama fargjald með
Saga Business Class getur gilt milli margra
áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo
ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er
tekist á við verkefni sem bíða þín heima.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
SSE)