Morgunblaðið - 31.12.1992, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI
Hófleg bjartsýni og aukinn
hagvöxtur 1993 í OECD
i
Á íslandi eru horfur á minni neyslu og auknum spamaði árið 1993. Vonlaust er þó að skulda-
söfnun stöðvist fyrr en árið 1994 eða 1995
eftir Sigurð B.
Stefánsson
Á árinu 1993 bíða íslendinga
margvísleg úrlausnarefni í efna-
hagsmálum. Þó er ekki svo að skilja
að nýja árið færi með sér einhvern
sérstakan nýjan vanda. Úrlausnar-
efnin eru gamalkunn og þau má
draga saman í eina setningu: Gæta
þarf þess að útgjöld þjóðarbúsins
fari ekki fram úr tekjum og skuldir
hætti að aukast.
Það sem er nýtt á árinu 1993 eru
aðstæðurnar. Þær eru ókunnuglegar
og framandi. Atvinnuleysi er um 4%
og gæti orðið 5% eða meira á næsta
ári. Skuldir í landinu, þ.e. skuldir
ríkissjóðs, sveitarfélaga, heimila og
fyrirtækja, eru himinháar og þær
munu halda áfram að aukast árið
1993 hvernig sem á verður haldið
og sennilegast á árinu 1994 líka
nema eitthvað mikið komi til. Skuld-
ir heimilanna gætu orðið 240-250
milljarðar króna á árinu 1993 eða
um fimmtungi hærri en ráðstöfunar-
tekjur heimilanna á því ári. Erlendar
skuldir gætu vaxið í 220-230 ma.kr.
og orðið um 70-80% hærri en út-
flutningstekjur ársins sem eru áætl-
aðar um 130 ma.kr. Horfur eru á
að árið 1993 verði sjötta árið í röð
þar sem útflutningstekjur lækka og
stefna þær í að verða nærri 15%
lægri en árið 1987 þegar þær urðu
hæstar.
Mikilvægast er að lækka
útgjöld þjóðarbúsins
1993 og 1994
Meginviðfangsefni stjórnvalda
næstu tvö ár verður að lækka út-
gjöld þjóðarbúsins þannig að þau
verði ekki umfram tekjur og skuldir
hætti að aukast. Að þessu verður
að vinna við þær aðstæður að skuld-
ir eru hærri en nokkru sinni fyrr og
atvinnuleysi meira en í áratugi. Hlið-
stæðan vanda hefur verið tekist á
við fyrr, en aldrei í því opna sam-
félagi upplýsinga og samanburðar,
bæði innan þjóðar og milli landa, sem
við búum í nú.
Sívaxandi samskipti við erlendar
þjóðir (nú síðast t.d. beinn verðsam-
anburður í jólaversluninni á vöruúr-
vali og verði í smásöluverslun hér
heima og í erlendum búðum) og
síaukinn samanburður íslendinga á
kjörum okkar og kjörum í hálauna-
löndunum í kring hefur leitt til þess
að útgjöld heimila hér eru fremur
sniðin að neysluvenjum þar en eigin
buddu. En samanburður á fram-
leiðslu- eða tekjuhlið okkar þjóðar-
bús og nálægra þjóða leiðir sífellt
betur í Ijós þann mikla mun sem er
á framleiðni - og raunar einnig til-
kostnaði - milli fyrirtækja á íslandi
og fyrirtækja í nálægum löndum.
Hagnaður fyrirtækja á íslandi er
að jafnaði miklu minni hlutfallslega
en annars staðar. Samt eru launin
sem fyrirtæki hér geta greitt líka
mun lægri. Þetta þýðir einfaldlega
að hver vinnandi hönd á íslandi
skapar ekki jafnmikil verðmæti og
gert er í nærliggjandi löndum. Þess
vegna eru tekjur fyrirtækja lægri
og launþegar bera minna úr býtum.
Eins og sakir standa er mikið um-
hugsunarefni hvort fullur skilningur
sé meðal þjóðarinnar á þessum mis-
mun milli framleiðslukerfis okkar
og nálægra þjóða. Tilkall íslendinga
til sambærilegra kjara og í hátekju-
löndunum mun leiða til þess að erfið-
ara reynist en ella að hægja á
skuldasöfnun í útlöndum. Að hafa
samið útgjöld okkar að tekjum há-
launalandanna án þess að eignast
jafnskilvirkt framleiðslukerfi og
þeirra mun einnig leiða til þrýstings
á gengi krónunnar á næstu misser-
um.
Ástæða er til bjartsýni í
flestum ríkjum OECD árið
1993
Víkjum nú að þjóðarbúskap í ná-
grannalöndunum áður en lengra er
haldið. í aðeins þremur af helstu
viðskiptalöndum íslendinga var
framleiðsla á árinu 1992 minni en á
fyrra ári, þ.e. í Bretlandi, Finnlandi
. og í Svíþjðð. Því fer þess vegna víðs
fjarri að hægt sé að tala um efna-
hagssamdrátt á Vesturlöndum í
heild jafnvel þótt hagvöxtur árið
1992 hafi verið ívið minni en oft
áður. í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og Japan, sem vega þyngsi í heims-
viðskiptum, er alls staðar vænst
aukinnar framleiðslu á árinu 1993
eins og árið 1992. Verðlækkun á
eignamarkaði og meiri skuldir en
endranær, einkum í Japan, Banda-
ríkjunum, Bretlandi og á Norður-
löndum, hafa þó áhrif á efnahags-
þróun á þann veg að léngri tíma
tekur að vinna sig út úr „efnahags-
lægðinni" en venja er til.
Þrátt fyrir mikinn barlóm í erlend-
um (og innlendum) fjölmiðlum er
veruleg ástæða til bjartsýni í efna-
hagsmálum í flestum ríkjum OECD
á árinu 1993. Líklegt er að hagvöxt-
ur verði um 2% á árinu 1993 að
jafnaði í ríkjum OECD en var um
1,5% árið 1992. í austurhluta Evr-
ópu er framleiðsla nú tekin að
glæðast og bjartsýni að aukast. Árið
1993 verða í fyrsta sinn í meira en
hálfa öld fleiri í vinnu hjá einkafyrir-
tækjum í Austur-Evrópu en hjá því
opinbera. Sem dæmi má taka að í
austurhluta Þýskalands er búist við
að framleiðsluaukning verði um 5%
á árinu 1993 en aðeins 0,7% í vestur-
hluta landsins.
Enginn vafi leikur á því að efna-
hagsbati á Vesturlöndum kemur ís-
lendingum til góða á árinu 1993.
Það er hart fyrir íslendinga að reka
lestina með minnsta hagvöxt
(-^2,7%) allra ríkja í OECD árið 1992
(meðaltal 1,5%) og næstminnsta
hagvöxt árið 1993 (-i-0,5%, meðaltal
áætlað 2,1%). En aukin umsvif í
þjóðarbúskap nágrannaþjóðanna
mun glæða eftirspurn eftir útflutn-
ingsvörum okkar og fyrr en síðar
leiða til þess að unnt verði að semja
um aukna sölu á raforku.
í átt til betra jafnvægis
á nýju ári
Á undanförnum áratugum hefur
aldrei tekist að auka framleiðslu á
íslandi að neinu marki nema með
aukinni nýtingu náttúruauðlinda -
annaðhvort með auknum fiskafla
eða verðmætari - eða með aukinni
orkusölu til útlendinga. Það virðist
afar ólíklegt nú að takast megi að
auka framleiðslu á allra næstu miss-
erum með einhverjum nýjum og áður
óþekktum aðferðum. Afkoma Islend-
inga er sem fyrr háð því hvað fiskim-
iðin gefa af sér og hvernig til tekst
í nýjum samningum um orkusölu.
Að ímynda sér eitthvað annað er
naumast raunhæft nú fremur en
fyrri daginn og er þó ekki ætlunin
að kasta rýrð á framlag annarra
atvinnugreina en útflutningsgreina.
Á meðan fiskistofnar eru í lægð
og ekki nást nýir samningar um
orkusölu verður að draga saman
seglin, stemma útgjöld að lægri tekj-
um, eyða fjárlagahalla að fullu og
sópa í burtu því sem enn lifir eftir
af höftum í fijálsum viðskiptum inn-
lands og út á við. Allar horfur eru
á að síðustu höft í erlendum viðskipt-
um verði á burt í ársbyijun 1995
og aðeins sitji eftir takmarkanir í
viðskiptum með landbúnaðarvörur.
Hvernig sem árar er afar brýnt að
halli á rekstri ríkissjóðs hafi verið
að fullu jafnaður árið 1995 þannig
að unnt sé að stöðva söfnun er-
lendra skulda í síðasta lagi á því ári.
Þá miklu eftirspurnaröldu sem
byijaði að rísa í ársbyijun 1990 hef-
ur heldur lægt á árinu 1992. Ef svo
fer sem horfir á árinu 1993 verður
neysla orðin töluvert minni en 1991
og 1992 og innlendur sparnaður
verður meiri. Mikill hluti sparnaðar
heimilanna mun þó eftir sem áður
renna til greiðslu afborgana og
vaxta af þeim lánum sem tekin hafa
verið árin 1989 til 1992 þegar skuld-
ir heimilanna jukust úr 101 ma.kr.
í 240 ma.kr. Engu að síður virðast
horfur á því á árinu 1993 að nýr
peningalegur sparnaður fari vaxandi
eftir afar rýr ár 1991 og 1992. Ef
ekki verður þeim mun meira fram-
boð verðbréfa á innlendum markaði
gæti sú aukning leitt til lækkunar
vaxta.
Framundan kunna að vera
erfið misseri
Hvernig sem staðreyndir efna-
hagsmálanna eru skoðaðar verður
ekki fram hjá því horft að framund-
an kunna að vera erfið misseri áður
en tekjur taka að glæðast á ný.
Afkoma útflutningsgreina lagaðist
nokkuð við efnahagsaðgerðir frá 23.
nóvember sl. og skattalagabreyting-
ar í kjölfar þeirra en í vetur munu
aftur heyrast háværar raddir sem
krefjast þess að gengi krónunnar
verði fellt eina ferðina enn.
Eftir áratuga ringulreið í mikilli
verðbólgu hlýtur að vera mikið um-
hugsunarefni að hvaða marki Islend-
ingum er unnt að bæta upp minni
sjávarafla með lækkun gengis og
að hvaða marki er skynsamlegt að
reyna það. Öllum er ljóst að við fjölg-
um ekki fiskum í sjónum með því
að fjölga krónum í þýsku marki eða
dollara. Öllum launþegum er líka
ljóst að gengisfelling og verðbólga
var hin hefðbundna leið á síðustu
áratugum til að skerða kaupmátt
þegar gjaldeyrisöflun hafði brugðist.
Gengislækkun kann að hafa verk-
að tímabundið til að bæta stöðu út-
flutningsgreina á árum neikvæðra
raunvaxta eða fram til þess tíma er
verðtrygging varð útbreidd í fjár-
málaviðskiptum snemma á níunda
áratugnum. Enginn möguleiki er þó
að rökstyðja að íslenskt atvinnulíf
hafi haft nokkurn hag af lækkandi
gengi krónunnar þegar litið er á síð-
asta aldarfjórðung eða hálfa öldina
sem heild. Engin leið er heldur að
rökstyðja að samkeppnisstaða bre-
skra fyrirtækja sé betri nú heldur
en þýskra fyrirtækja jafnvel þótt
gengi sterlingspundsins hafi lækkað
úr tólf þýskum mörkum í tvö mörk
og fjörtíu síðasta aldarljórðunginn
(niður í einn fimmta af verðgildi sínu
fyrir einum aldarfjórðungi).
Gengislækkun eykur ekki
framleiðni
Gengislækkun lækkar launa-
kostnað fyrirtækja þegar hann er
mældur í erlendri mynt. Fjármagns-
kostnaður fyrirtækja í opnu hag-
kerfi mældur í erlendri mynt breyt-
ist þó ekki og kostnaður við önnur
aðföng breytist ekki alltaf. Niður-
staðan er því jafnan sú sama. Þegar
fyrirtæki eru ósamkeppnishæf á al-
þjóðlegum markaði er ekki hægt að
bæta úr svo að neinu nemi með því
að lækka gengi gjaldmiðilsins. Eina
leiðin til að bæta samkeppnisstöðu
er að auka framleiðni í fyrirtækjun-
um sjálfum, þ.e. lækka framleiðslu-
kostnað í erlendri mynt án þess að
framleiðslutekjur minnki að sama
skapi - eða auka framleiðslutekjur
í erlendri mynt án þess að fram-
leiðslukostnaður hækki að sama
skapi.
Líkurnar á því að ná slíkum
árangri í örsmáu og opnu hagkerfi
eins og íslandi eru margfalt betri
þegar gengi krónunnar er fast og
verðbólga engin heldur en þegar
gengi er fallandi og sífelldar verð-
lagsbreytingar verða til að skekkja
áætlanir fyrirtækja. Sífelld hækkun
á almennu verðlagi gerir mönnum
erfitt um vik að greina mikilvægar
breytingar á hlutfallslegu verði að-
fanga en slíkar breytingar geta leitt
til kostnaðarlækkunar og aukins
hagnaðar. Því er mikilvægast af öllu
fyrir framleiðslu og tekjur íslenskra
fyrirtækja að varðveita stöðugleik-
ann og tryggja að samkeppnisstaða
fyrirtækjanna sé ekki lakari en fyrir-
tækja í nágrannalöndunum.
Reynslan af gjaldeyrismarkaði
Evrópuþjóða á síðasta hausti færir
okkur heim sanninn um að það er
ekki á færi hverrar þjóðar að taka
upp stöðugleika og festu Mið-Evr-
ópuþjóðanna í hagstjórn. Það voru
ekki Islendingar einir sem ekki gátu
keppt við Þjóðveija, Benelux-þjóðir
og Frakka um stöðugleika, fram-
leiðni og fast gengi gjaldmiðils. Þjóð-
ir í Evrópu eru ýmist í hraðferð eða
hægferð í efnahagsmálum, bæði af
sögulegum og hugarfarslegum
ástæðum. Á meðan svo er munu
annað veifið heyrast brak og brestir
af gjaldeyrismarkaði - héðan frá
íslandi sem og frá öðrum hægferðar-
þjóðum.
Höfundur er framkvæmdasljóri
VÍB - Verðbrcfamarkaðs íslands-
banka hf.
LATUM GÆÐIN GERA GAGN
Hagstæð fyrirgreiðsla til iðnfyrirtækja
sem vilja koma á vottuðum gæðakerfum
IÐN LANASJOÐUR
VÖRUPRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD