Morgunblaðið - 31.12.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
e—7
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Þegar horft er um öxl
Um áramót er venja að líta um
öxl og skoða þá hringi, sem nýliðið
ár skilur eftir sig í stofni samfélags-
ins. Hér innanlands var þetta'ár
umbrota á tölvumarkaðnum, en það
var líka ár mikilla væntinga í hug-
búnaðargerð. Erlendis var þetta árið,
sem IBM varð ódýrt, Microsoft ein-
okaði hugbúnaðinn, fistölvan tók
yfir vélbúnaðarmarkaðinn og DEC
fór næstum því undir græna torfu.
Ég hef nú skrifað um tölvumál
fyrir Morgunblaðið í eitt ár og hef
ég á þessu ári fengið að fylgjast
með meiri breytingum á íslenska
tölvumarkaðinum en nokkur dæmi
eru um. Fyrirtæki hafa sameinast
til að auka hagkvæmni, önnur hafa
horfið af yfirborðinu og nokkur ný
hafa bæst við. Það er kreppa í þjóð-
félaginu, en ekki í tölvubransanum
eða hvað?
Guðrún Helgadóttir, alþingismað-
ur, benti á það í þingræðu nýlega
að tölvuvæðingaræði gengi yfir
óbeislað og varla væri til sú skrif-
stofukytra eða skrifborðsræksni að
ekki væri hægt að hola þar niður
tölvu. Henni til fróðleiks get ég sagt,
að beinn og óbeinn tölvukostnaður
ríkisins var ríflega þrír milljarðar á
árinu sem er að líða. Á sama tíma
var kostnaður annarra aðila á bilinu
12 til 15 milljarðar! Inni í þeirri tölu
er kostnaður sveitafélaga, fyrirtækja
og einstaklinga.
íslensku tölvufyrirtækin
Samkvæmt lauslegri samantekt
var velta fyrirtækja, sem hafa tekjur
af því að selja vörur og þjónustu
tengda tölvum og tölvubúnaði, um
9,5 milljarðar króna árið 1992. Hún
skiptist þannig, að seljendur tölvu-
búnaðar veltu um 5,1 milljarði
króna, hugbúnaðarframleiðendur og
tölvuiðnaður veltu um 1,7 milljörðum
króna, þjónustuaðilar um 2 milljörð-
um króna og tölvuskólar (þar með
talin tölvukennslá í skólakerfinu) um
500 milljónum króna. Er þetta um
5% aukning frá síðasta ári.
Um 8% samdráttur varð í veltu
hjá helstu innflytjendum og söluað-
ilum miðað við áætlaðar tölur selj-
enda. Árið 1991 var velta þessara
fyrirtækja um 5,5 milljarðar króna,
en um 5,1 milljarður árið 1992. Nær
allur samdrátturinn á sér stað hjá
þremur af stærstu fyrirtækjunum,
þ.e. Nýheija hf., Tæknival hf, og
Órtölvutækni, sem öll eiga það sam-
eiginlegt að hafa gengið í gegnum
miklar breytingar á árinu. (Þá er
gengið út frá því að velta Nýherja
1992 sé borin saman við veltu IBM
á íslandi og Skrifstofuvéla - Sund
1991, velta Örtölvutækni 1992 sé
borin við Örtölvutækni, Tölvutækni
og Digital- umboðið 1991 og velta
Tæknivals 1992 sé borin við veltu
Tæknivals og Sameindar 1991.)
Einna líkast er að Sameind og Tölvu-
tækni hafi bara gufað upp og ekki
skilað nýjum eigendum sínum neinu
merkjanlegu (nema góðum starfs-
mönnum). Fjórði risinn, Einar J.
Skúlason hf., virðist ætla að halda
sínum hlut nær óbreyttum. Hjá flest-
um öðrum varð veltuaukning á bilinu
10 - 30%. T.d. rauf Apple-umboðið
500 milljóna króna múrinn og H.P.
á íslandi velti um 300 milljónum
krónum, en aðrir minna.
Nýja árið verður rólegt framan
af, en ljóst er að H.P. á íslandi er
að hugsa sér til hreyfings. Staða
fyrirtækisins er mjög sterk, en það
vantar illilega „andlit". Helst hafa
forráðamenn H.P. á íslandi litið til
Tæknivals við litlar vinsældir ann-
arra tölvusala. Nýheiji, Tæknival og
Örtölvutækni þurfa enn þá nokkurn
tíma til að jafna sig á breytingum
ársins, þá sérstaklega Örtölvutækni.
Einhvern tíma spáði ég aukinni sam-
vinnu Microtölvunnar, Aco og Heim-
ilistækja. Nú það gekk eftir að hluta,
en kannski væri gott að sameinast?
Það eru alltof mörg fyrirtæki að
selja tölyur frá alltof mörgum fram-
leiðendum. Álagning hefur lækkað
og þjónusta er ekki sú tekjulind, sem
búast mætti við. Velta upp á 100
milljónir er einfaldlega ekki nóg fyr-
ir 5 til 10 manna fyrirtæki. Það hlýt-
ur eitthvað að gefa sig.
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki
stóðu sig með mikilli prýði á árinu.
Nokkur hafa náð góðum árangri á
erlendri grund og vakið á sér verð-
skuldaða athygli. Tölvusamskipti,
íslensk forritaþróun, Taugagreining,
Friðrik Skúlason og Softis eru öll
komin á kortið. Hugbúnaðarfyr-
irtækin veltu um 1,5 til 2 milljörðum
á árinu og þar af voru um 75 millj-
ónir í útflutningi.
Þjónustufyrirtækin stóru, þ.e.
Reiknistofa bankanna og Skýrr, eru
örugg á meðal þeirra stærstu og
veltu um 1.100 milljónum annars
vegar og 746 milljónum hins vegar,
sem gefur þeim annað og fjórða
sæti. Velta annarra þjónustufyrir-
tækja er áætluð um 200 milljónir.
(Bæta mætti við nokkur hundruð
milljónum, ef tölvuráðgjöf er líka
talin með.) Tölvunám var nefnt áður.
Tækniþróun og samkeppni
Ætla má að um 9.000 tölvur hafi
selst hér á landi á árinu. Vinsælasta
tölvan var með 386sx-örgjörvanum,
en síðan koma Apple-tölvur næstar.
Ljóst er að árið 1992 er síðasta árið,
sem eitthvað kveður að 386sx- ör-
gjörvanum. 486sx örgjörvinn verður
ráðandi strax á fyrstu mánuðum nýs
árs og síðan má búast við að öflugri
örgjörvar taki við. Hvort það er
RISC, SPARC, Alpha eða P5 ætla
ég að láta ósagt um. 486sx tölvan
mun kosta á bilinu 75-120 þúsund,
en ólíklegt er að hún lækki niður
fyrir það. Erlendis hefur þegar kom-
ið upp nýtt baráttuefni, en það er
þjónusta. Takið eftir tölvusalar! IBM,
Dell og Compáq hafa öll átta sig á
því, að þár sem verðið og innvolsið
er allt það sama, mun þjónusta
skipta máli framtíðinni.
Meðfæranleiki var lykilorð ársins
og fékk það nýja merkingu þegar
Apple kynnti Newton einkaþjóninn,
sem er rúmlega lófastór tölva. New-
ton er væntanlegur á almennan
markað á nýju ári, en þess skal get-
ið að þegar er einn Newton hér á.
landi. Vasatölvan verður loksins að
veruleika og vonandi fær vasareikn-
irinn sitt gamla heiti að nýju. Á
nýju ári er það meðfæranleiki, tengj-
anleiki og einfaldleiki sem gilda.
Enginn vill lengur þurfa ótal spjöld
eða jaðartæki til að geta sent fax,
haft samband við gagnabanka,
skannað inn bréf, prentað út eða
haft samband við móðurtölvu fyrir-
tækisins. Þráðlaus net eiga að leysa
vandann í eitt skipti fyrir öll.
Á hugbúnaðarhliðinni var barátt-
an um Windows. Sá sem kom fyrst-
ur með Windows 3.1 útgáfu af sínum
hugbúnaði reyndist ná góðri mark-
aðsstöðu. Þetta sá Microsoft fyrir
og spilaði ekki alveg hreint. En til-
gangurinn helgar meðalið og ljóst
er að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki
getur keppt við Microsoft, svo sterk
er staða fyrirtækisins. Ekki var allt
nýtt sem kom frá fyrirtækinu og ljóst
er að það langar óskaplega að gera
PC-tölvuna eins góða og Macintosh-
tölvuna. í þeim tilgangi kom
Windows for Workgroups, þar sem
PC-fólk fær loksins það netumhverfi
sem Macintosh-notendur hafa haft
í fjölda mörg ár.
Til að sporna við yfirburðum
Microsoft hafa önnur hugbúnaðar-
fyrirtæki reynt að sameinast í bar-
áttunni. Þannigtók Novell upp budd-
una í síðustu viku og keypti Unix
System Labs af AT&T og Word-
Perfect hefur aukið til muna sam-
starf sitt við Borland og Lotus.
Slúðrið segir að Borland ætli að
kaupa Lotus og síðan sameinast
WordPerfect. Þannig gæti myndast
eitthvert mótvægi við risanum í
Washington-fylki. Á meðan þessu
fer fram gengur flest í haginn fyrir
Apple, enda eru hinir að gera sitt
besta til að vera eins.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
Markaðsmál
Auglýsingaherferð
fyrirAbsolut vodka
VEGNA fyrirsjáanlegrar inn-
göngu Svíþjóðar í Evrópubanda-
lagið ætlar framleiðandi Absolut
vodka að leggja í auglýsingaher-
ferð í Evrópu.
Absolut hefur náð traustri fót-
festu á Bandaríkjamarkaði og selj-
ast nú um 36 milljónir flaskna á
ári þar. Staðan í Evrópu er hins
vegar veikari. Því ætlar Vin & Sprit
AB, framleiðandi Absolut vodka,
að leggja í 500 milljóna ÍSK auglýs-
ingaherferð í Evrópu.
Frá því að Absolut kom fyrst á
markað í Bandaríkjunum árið 1980
hefur um 1.500 milljónum ÍSK ver-
ið varið í auglýsingar og markaðs-
setningu þar.
SECURITAS — Um miðjan desember afhenti Brimborg Secu-
ritas eitt hundraðasta bílinn til notkunar í öryggisgæslu og ræstingar-
þjónustu fyrirtækisins. Securitas hefur á sl. 12 árum notað Daihatsu
Charade bíla við öryggisgæslu en fjöldi þeirra hefur farið ört vaxandi.
í frétt frá Securitas kemur fram að þessi tegund bíla hafi reynst vel
þrátt fyrir gríðarlegt álag allan sólarhringinn, þar sem hvetjum bíl
er ekið að meðaltali um 6 þúsund kílómetra á mánuði. Á myndinni
afhendir Egill Jóhannsson, markaðsstjóri Brimborgar Árna Guðmunds-.
syni, deildarstjóra gæsludeildar Securitals þijá bíla af DaihatsuCharade
gerð.
Flug
Mikill sparnaður
náðist hjá SAS
Börsen
GOÐUR árangur hefur náðst í fyrsta hluta sparnaðaraðgerða SAS,
en hann hófst fyrir tveim árum og lauk um áramótin. Þegar í stað
verður hafist handa við annan hluta aðgerðanna, og ná þær aðgerð-
ir til næstu þriggja ára.
Það var stoltur framkvæmda-
stjóri flugrekstrarsviðs SAS, Kjell
Fredheim, sem kynnti niðurstöður
aðgerðanna. Markmiðið var að
draga saman kostnað um 20% án
þess að draga úr umsvifum. Það
þýddi sparnað upp á 30 milljarða
ísl.kr. Og það tókst. Niðurstaðan
er sparnaður upp á um 32 milljarða
króna.
Aðgerðirnar hafa þó kostað sitt.
Starfsfólki SAS hefur á þessum
tveim árum fækkað úr 22.560 niður
í 18.849, eða um 16,5%. Það þýðir
að framleiðni á hvem starfsmann
hefur aukist um 17%.
Árangurinn lætur þó ekki á sér
standa. SAS er í dag eitt fárra flug-
félaga Evrópu sem rekið er með
hagnaði. Ekki er þó enn fyrirséð
hver áhrif gengislækkunar sænsku
krónunnar verða á afkomu félags-
ins. Hér nýtur SAS þess að hafa
gripið til sparnaðaraðgerða 2 til 3
árum fyrr en flest evrópsk flugfé-
lög.
Á næstu þrem árum hefur SAS
Svíþjóð
sett sér 3 markmið. í fyrsta lagi
að enn verði dregið úr breytilegum
kostnaði, sem nemur 8% á ári. í
öðru lagi að auka tekjur með auk-
inni og fjölbreyttari þjónustu. Og í
þriðja lagi að auka framleiðni
starfsfólks enn, einkum með endur-
menntun og starfsþjálfun.
Að þrem árum liðnum er ætlunin
að taka til við þriðja og síðasta hluta
sparnaðaraðgerðanna. Þá verður
enn dregið úr kostnaði. Það verður
hins vegar ekki unnt án náins sam-
starfs, eða sameiningar, við annað
flugfélag. Síðasta skrefið felst í því
að ná fram hagkvæmni stórrekstr-
ar. Kjell Fredheim fullyrðir að á
næstu árum muni mörg flugfélög
í Evrópu sameinast í þessu skyni.
Hann telur eðlilegast að SAS kanni
samstarf við Swissair, Lufthansa,
KLM og British Airways. Fredheim
tekur þó fram að SAS eigi ekki i
sérstökum viðræðum við neitt þess-
ara félaga, hins vegar tali allir við
alla þessa dagana.
Nordbanken fær
aðstoð ríkisvaldsins
Financial Times.
SÆNSKA ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram fé og ganga
í ábyrgðir þannig að Nordbanken geti hafið nýja árið með hreinan
skjöld, með einkavæðingu bankans í huga.
Aðstoð ríkisins verður með þeim
hætti að yfirtaka Securum AB, fé-
lag sem er eign Nordbanken og
telst formlegur eigandi skuldbind-
inga, verðbréfa og eigna sem Nord-
banken sat uppi með vegna gjald-
þrota og erfiðleika skuldunauta
sinna.
Ríkisstjómin leggur fram 24
milljarða sænskra króna í hlutafé
og gengur í ábyrgðir fyrir 10 millj-
arða til viðbótar, en á móti lánar
Nordbanken Securum 30 milljarða
á hagstæðum kjörum. Ríkisvaldið
hefur áður Iagt fram 10 milljarða
króna til Securum.
Sænskir bankar hafa flestir átt
í erfiðleikum að undanförnu og var
almennt talið að Nordbanken stæði
þeirra verst. Hins vegar átti enginn
von á því að ástandið væri
jafnslæmt og nú hefur komið í ljós.
Síðastliðið vor var talið að töpuð
útlán Nordbanken og Securum
næmu sex til átta milljörðum
sænskra króna, en nú er talið að
sú upphæð sé um 10 milljörðum
króna hærri. Að auki er nú búist
við að lengri tíma taki að selja eign-
ir Securum og að lægra verð fáist
en áður var ætlað. Því þykir ljóst
að 20 milljarða króna fjárstuðning-
ur sem áður var ákveðinn sé langt
í frá nægjanlegur.
Erfið staða bankans er til komin
vegna slæms efnahagsástands í
Svíþjóð. Vanmatið á stöðunni þykir
ennfremur benda til þess að staða
annarra sænskra banka sé erfiðari
en áður var ætlað.