Morgunblaðið - 31.12.1992, Page 8
ti a
Höfðar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
seex flaaMaaaa .ts audaguTMMia aiGAjaKUOflOM Wterkurog KJ hagkvæmur
VIÐSKIFTIAIVINNUIJF auglýsingamiðill!
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
Fólk
Fundir
Íslendingarí
sæstrengs-
verkefni
MHAGKVÆMNIATHUGUN á
sæstrengslögn frá Islandi til Evr-
ópu er nú hafin, en líkt og komið
hefur fram gerði Reykavíkurborg
samning við þijú hollensk fyrirtæki
um athugunina. Skipaðir hafa verið
5 starfshópar auk sérstakrar stjórn-
arnefnar sem er yfir verkefninu.
Jafnframt er starfandi ráðshópur
sem sér um að samræma störf
starfshópanna. Vinnuhóparnir hafa
nú þegar hafið störf og næsti fund-
ur þeirra er fyrirhugaður hér á ís-
landi í janúar nk. Reykavíkurborg
hefur nú tilnefnt nokkra íslenska
aðila til að vinna að hagkvæmniat-
huguninni.
Jón G. Tóm-
asson borgarrit-
ari situr í stjóm-
amefnd verk-
efnisins. Loftur
Þorsteinsson
verkfræðingur er
formaður starfs-
hóps um vatns-
aflsstöðvar en
hollensku fyrir-
tækin þijú,
PGEM, NKF og
EPON skipa for-
menn hinna starfshópanna. Skipan
Lofts sem formanns var gerð að
höfðu samráði við forráðamenn
Landsvirkjunar. Aðalsteinn Guðjo-
hnsen rafmagnsstjóri situr í ráðs-
hóp auk þess sem hann situr í tveim-
ur starfshópum, annars vegar um
markaðssetningu og hins vegar um
umriðilsstöðvar og flutningslínur.
íjórði íslenski aðilinn er Hannes
Valdimarsson hafnarstjóri sem sit-
ur í starfshópi um sæstrengjaverk-
smiðju og einnig í starfshópi sem
fjallar um sæstrenginn sjálfan.
Auk þeirra Islendinga sem
Reykjavíkurborg hefur skipað og
vinna að verkefninu er Edgar Guð-
mundsson verkfræðingur sérstakur
samskiptastjóri ICENET-verkefn-
isins ásamt Hollendingnum Jaap
Sukkel.
VERKEFNIÐ
ICENET
Stjórnunarskipulag
REYKJAVIK* PGEH* NKE* NKF* EPON*
Loftur
Þorsteinsson
Aðalsteinn
Guðjohnsen
Hannes
Valdimarrson
Edgar
Guðmundsson
Nýr starfsmað-
urhjáSam-
bandi íslenskra
tryggingafé-
laga
MDANÍEL Hafsteinsson hefur
verið ráðinn til Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga. Hann
mun vera í forsvari fyrir tækni-
og upplýsingdeild. Daníel er 36
ára og hefur starfað undanfarin
2>/2 ár sem framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarfélags Kópavogs. Hann
lauk námi frá tækniháskólanum í
Óðinsvéum og starfaði að námi
loknu tvö ár í
Danmörku. Eftir
komuna til ís-
lands starfaði
hann í þijú ár hjá
Fiskafurðum hf.
Daníel er kvænt-
ur Lise Lotte
Hafsteinsson og
eiga þau einn son.
Nýrmárkaðs-
sijóri Olgerðar-
innar
MBENEDIKT Hreinsson hefur
verið ráðinn markaðsstjóri hjá Öl-
Daníel
Hafsteinsson
gerðinni Agli Skallagrímssyni.
Hann er þrítugur og varð stúdent
frá Fjölbrauta-
skólanum í
Breiðholti. Bene-
dikt stundaði nápi
við University of
South Carolina,
Columbia 1984-
1989. Þaðan út-
skrifaðist hann
með BA próf í
Fjölmiðlafræði og
BS próf í mark-
aðsfræði og hag-
fræði. Eftir að hafa starfað hjá
Skattstofu Reykjanesumdæmis
og Ferðamiðstöðinni Veröld hóf
hami störf hjá Ölgerðinni .í októ-
ber 1991 sem skipulagsstjóri og
hefur séð um ýmis sérverkefni í
skipulags-, sölu- og markaðsmál-
um. Benedikt er kvæntur Vigdísi
Guðbrandsdóttur og eiga þau
þijú börn.
Nýr bankasljóri
hjá NIB
MERKKI Karmila hefur verið
ráðinn bankastjóri við Norræna
fjárfestingarbankann (NIB) og
mun hefja störf
nú um áramótin,
segir í fréttatil-
kynningu frá
bankanum. Hann
hefur gegnt stöðu
forstjóra fyrir
markaðsskrif-
stofu sem rekin
er af finnska við-
skipta- og iðnað-
arráðuneytinu
auk utanríkisverslunarsambands-
ins. Skrifstofan hefur að markmiði
að stuðla að aukinni erlendri fjár-
festingu í Finnlandi. Áður starf-
aði hann hjá Kasallis Osaki-
Pankki og gegndi þar m.a. stöðu
bankastjóra. Norræni fjárfesting-
arbankinn fjármagnar íjárfesting-
ar sem fela í sér norræna hags-
muni, jafnt innan sem utan Norð-
urlanda. Bankinn er í eigu Norð-
urlanda og hefur aðsetur í Hels-
inki.
Erkki Karinila
„Farið var-
lega íhvala-
málinu“
MHINN heimsþekkti bandaríski
sjónvarpsfréttamaður, Peter Jenn-
ings, var aðalræðumaður á jólafundi
Íslensk-bandaríska
verslunarráðsins
og Utflutningsráðs
íslands í New York
fyrir skömmu.
Hann kom víða við
í erindi sínu og
ræddi m.a. stjórn-
málaástandið í
Bandaríkjunum I
kjölfar forseta-
kosninganna, að- Peter Jennings
gerðir Bandaríkja-
manna í Sómalíu og stöðu fjölmiðla
í breyttum heimi. Góður rómur var
gerður að máli hans meðal þeirrai
rúmlega sjötíu gesta er fundinn sóttu
og svaraði Jennings spurningum
þeirra eftir að ræðu hans lauk. Með-
al þeirra spuminga sem sjónvarps-
fréttamaðurinn svaraði var um af-
stöðu Bandaríkjamanna til hval-
veiða. Ráðlegging Jennings til Ís-
lendinga var að þeir ættu að fara
mjög varlega í öllu sem viðkemur
hvalamálum. „Ef þið ætlið að hefja
hvalveiðar að nýju þá verðið þið fyrst
og fremst að fá ykkur gott almenn-
ingstengslafyrirtæki." Hvalveiðar
væru mjög viðkvæmt mál í N-Amer-
íku og ef ekki væri staðið rétt að
málum myndu íslendingar verða að
greiða það dýru verði gagnvart
bandarískum almenningi og banda-
rískum fjölmiðlum, sagði Peter Jenn-
ings sjónvarpsfréttamaður hjá ABC-
sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum á
fundi hjá Útflutningsráði og íslensk-
bandaríska verslunarráðinu í New
York. Magnús Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood
Corporation í Bandaríkjunum og
formaður íslensk-bandaríska versl-
unarráðsins, var ánægður með fund-
inp. „Við erum auðvitað í sjöunda
himni að svo þekktur maður fáist
til að tala á fundi hjá okkur. Þetta
er góð auglýsing fyrir félagið og
ýtir undir starfssemina hjá okkur.“
T o r g i ð
Marklausar spár á óvissutímum?
VERG landsframleiðsla dróst mest
saman á íslandi af Norðurlöndun-
um á árinu 1992 eða um 2,75%.
Árið 1993 er búist við að hún
muni dragast enn frekar saman
eða um 0,5%. Þetta kemur fram
í nýútkomnu kynningarriti „0kono-
miske utsikter i Norden 1992-
1993“, um efnahagsástand og
-horfur á Norðurlgndum árin 1992
og 1993, sem gefið er út af Norð-
urlandaráði.
Síðan um miðjan níunda áratug-
inn hefur hagvöxtur á Norðurlönd-
um verið minni en meðaltalshag-
vöxtur í Vestur-Evrópu og er spáð
að svo verði einnig a.m.k. á næsta
ári. Á árinu 1992 er spáð stöðnun
í efnahagslifi á Norðurlöndum mið-
að við 1,2% samdrátt árið 1991.
Sama spá gerir ráð fyrir 0,5% hag-
vexti á árinu 1993. Þá hefur at-
vinnuleysi á Norðurlöndum farið
mjög vaxandi. í heild er atvinnu-
leysi í löndunum fimm talið vera
8% árið 1992 og stefnir í 8,75%
á árinu 1993. Þetta meðaltal er
mun hærra en atvinnuleysið á (s-
landi þó það hafi vaxið mjög á ár-
inu og talað sé um 4% atvinnu-
leysi á næsta ári.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
að verðbólga í hverju hinna fimm
Norðurlanda hefur minnkað mjög
og var árið 1992 lægri en meðaltal-
ið fyrir OECD-lönd í heild. Ef sam-
dráttur í einkaneyslu ertekinn með
hefur verðbólga dregist saman úr
5,7% árið 1991 í 2,3% 1992.
Áætluð skattahækkun í Svíþjóð er
þó talin munu hafa áhrif til hækk-
unar á verðbólgu á Norðurlöndum
upp í um 3% árið 1993.
Heimsyfirráð Bundesbankans
[ framangreindu riti er minnst á
hátt vaxtastig í Þýskalandi og áhrif
þess á banka á Norðurlöndunum.
Ekki er talað um að þessi vaxta-
stefna hafi beinlínis skapað vanda-
mál meðal banka hér á landi, en
á öðrum Norðurlöndum og víða i
Evrópu hafa háir vextir þýska
seðlabankans leitt til mikilla erfið-
leika í bankakerfinu og jafnvel
gjaldþrota einstaka banka.
í nýjasta tímariti Business Week
er gengið svo langt að fullyrða að
ef Bundesbankinn láti ekki undan
þeim þrýstingi að lækka vexti muni
öll Evrópa þjást. Norðurlönd, og
þar með talið ísland, eru vissulega
ekki undanskilin þar. Nú þegar
hafi ríkisstjórnir í Skandinavíu þurft
að aðstoða stærstu bankana í líf-
róðri þeirra og í mörgum tilfellum
tekið yfir rekstur þeirra. Fullyrt er
að vaxtastefna þýska seðlabank-
ans komi í veg fyrir að bankarnir
geti bætt afkomu sína.
Lánsfjárþörf þýska ríkisins jókst
mjög vegna gífurlegs kostnaðar
við uppbyggingu austurhlutans í
kjölfar sameiningar Austur- og
Vestur-Þýskalands. Þessi mikla
lánsfjárþörf er ein helsta ástæðan
fyrir þeirri stefnu þýska seðlabank-
ans að viðhalda háum vöxtum.
Vegna sterkra áhrifa Þjóðverja í
Evrópu hefur þessi vaxtastefna
haldið uppi vaxtastigi í álfunni.
Þetta hefur reynst mörgum erfiður
biti að kyngja á tímum efnahags-
legs samdráttar og valdið spennu
í stjórnmálalegum samskiptum
Þjóðverja og annarra Evrópuríkja.
Borið hefur á því að þegar ráða-
menn ríkja Evrópu hafa verið gagn-
rýndir fyrir of háa yexti hafi þeir
kennt Þjóðverjum um og þess er
skemmst að minnast að af mörg-
um voru Þjóðverjar álitnir söku-
dólgar þegar gjaldmiðlar margra
Evrópuríkja áttu undir högg að
sækja í haust. Þá sagði m.a. John
Major, forsætisráðherra Bret-
lands, að þýski seðlabankinn hefði
kerfisbundið grafið undan gengi
breska pundsins.
Það er álit margra helstu fjár-
málasérfræðinga að nú sé lag fyrir
Þjóðverja að lækka vexti. Hægur
hagvöxtur í Þýskalandi hefur leitt
til þess að peningamagn hefur
ekki aukist eins mikið og menn
óttuðust með tilheyrandi þenslu-
áhrifum. Vaxandi atvinnuleysi í
Evrópu hefur einnig aukið þrýst-
inginn á lækkun vaxta í Þýskalandi
og nýlega sagði Michael Cam-
dessus, einn af helstu forráða-
mönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, að 2% vaxtalækkun í Þýska-
landi væri ein af helstu forsendum
minnkandi atvinnuleysis í Evrópu.
Vaxtalækkun þýska seðlabank-
ans er greinilega talin munu hafa
keðjuverkandi áhrif í för með sér
til bóta fyrir almennt efnahags-
ástand í Evrópu. Ef og þegar af
þessari langþráðu vaxtalækkun
verður kemur í Ijós hvort völd
þýska seðlabankans eru jafn mikil
og ríkisstjórnir Evrópulanda hafa
kvartáð yfir. Eins verður fróðlegt
að sjá á nýju ári hversu mikil áhrif
umrædd vaxtalækkun muni hafa á
efnahagslíf á Norðurlöndum og
hvort hún, ásamt óróanum innan
Evrópska gengissamstarfsins, geri
jafnvel spá 0konomiske utsikter i
Norden 1992-1993 marklausa.
HKF/ÁHB