Morgunblaðið - 09.01.1993, Page 3

Morgunblaðið - 09.01.1993, Page 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 B 3 ORÐ, ORÐMYND, MYNDORÐ, MYND Ian Hamilton Finlay er fæddur árið 1925. Hann kom fyrst fram sem listamaður á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og þá sem ljóð- skáld. A næstu tuttugu árum vann hann öll möguleg störf, allt frá því að vera fjárhirðir til þess að skrifa smásögur fyrir Glasgow Heráld. Á sjöunda áratugnum fór hann að ein- beita sér að þeirri sérstæðu aðferð að blanda saman orðlist og mynd- list, aðferð sem seinna fékk heitið „konkret ljóðlist,“ og í framhaldi af því hélt hann sína fyrstu einkasýn- ingu í Axion Gallery í Lundúnum, árið 1968. Næstu árin þróaði hann aðferð sína og vann ljóð og ljóðlín- ur, spakmæli og hugrenningar (sem fela í sér harða ádeilu) í stein, keramik, neonljós og í jarðveg, eins og sjá má þegar búgarður hans, sem ber heitið „Litla Sparta,“ er skoðað- ur. Finlay þykir hinn mesti sérvitring- ur. Hann ferðast aldrei, fer reyndar aldrei út fyrir garðinn sinn og rekur öll sín mál frá heimilinu. Hann á í stöðugum málaferlum út um allan heim og hefur meðal annars staðið í málaferlum við Frakka vegna lista- verksins sem hann hannaði í tilefni af afmæli frönsku byltingarinnar. Frakkar voru ekki hrifnir af því að útlendingur væri fenginn til að vinna verkið og mögnuðu upp andstöðu við hugmyndina, þatinig að á endan- um var verkið ekki sett upp. Til að kynda undir málstað sinn lýstu and- stæðingar Finlays því yfir að hann væri nasisti. Þeir bentu á að í verk- um hans mætti víða finna SS með leturgerð stormsveitanna og haka- krossinn, en þau tákn hefur Finlay notað þegar í ádeiluverkum og þá sem ógnun við hið fagra og hreina. Verk hans var aldrei reist í París og Finlay fór í mál við Frakka. Umboðsmaður hans, Craeme Murray, sem rekur „FruitMarket“- Galleríið í Edinborg, er staddur hér á landi til að fylgjast með uppsetn- ingu sýningarinnar og sem dæmi um fagurfræðilega baráttu Finlays við skosk listyfirvöld segir hann eft- irfarandi sögu: „Skoska listaráðið (Scottish Arts Council) keypti einu sinni mynd eftir Finlay, en þeim datt ekki til hugar að sýna það al- menningi, heldur lokuðu það niðri í kjallara. Það er nefnilega svo að í þessu ráði situr ekki fólk sem hefur áhuga á myndlist, heldur fólk sem hefur áhuga á að sitja á skrifstofum og reynir að stjórna allri listsköpun þaðan. Þegar Finlay var ljóst að ekki stóð til að sýna verkið, hringdi hann í þýska vinkonu sína og bað hana að fara í galleríið, þar sem það var geymt, sem hún og gerði. Hún mætti þar með tvo risastóra og mikla lífverði og óskaði eftir því að fá að sjá þetta tiltekna verk. Það var far- ið með þau þijú niður í kjallara, opnaður þar skápur og þeim sýnt verkið. Lífverðimir stigu fram, lyftu myndinni upp og lögðu af stað með hana út. Mönnum varð fljótlega ljóst hvað var að gerast og hringdu á lögregluna. Þegar hún mætti og spurði hvað væri um að vera, svar- aði sú þýska: „Þetta er uppákoma (happening),“ lögreglan yppti öxlum og yfirgaf svæðið.“ Það hefur ekki spurst til myndarinnar síðan.“ Þótt kalla megi list Finlays kons- eptlist og flokka hana undir nýklass- ík, er ljóst að efnivið sinn sækir hann víða. Hann sækir í klassíkina og notar náttúruöflin, eld, loft og vatn, til að tengja samtímann við forna menningu. Loftið er sterkt tákn í verkum hans og hann leiðir það að myndinni af Appollon, sem tákn við villta náttúru og eðli. Hann leggur ríka áherslu á þjóðemi og skipamyndir hans em víðfrægar. Þær em hugmyndafræðileg barátta gegn yfírgangi Englendinga við Skota. I verkum Finlays er stöðugt varpað fram áleitnum spurningum, þar sem svarið verður augljóst, en þegar gengist er inn á hugmynda- Efri mynd; „Marat myrtur,“ unnin í samvinnu við Gary Hincks árið 1986. Neðri mynd; „Töluð orð...“ unnin í samvinnu við Nicholas Sloan árið 1985. Verkin tengjast vinnu Ians Hamilton Finlay vegna tveggja aldar afmælis frönsku byltingarinnar. fræði hans, krefst verkið þess að áhorfandinn hugsi sig um. Þær verða því einskonar hugsunaráreiti en krefjast í rauninni ekki svars. Hugsunin verður leikur þar sem gamán og alvara takast á, skop og ógnun em jafn raunveruleg. Finlay vinnur ekki aðeins með FJORAR SONÖTUR MARGRÉT Kristjánsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda sónötutónleika í Islensku óperunni í dag laug- ardag. Þetta eru debút-tónleikar þeirrar fyrr- nefndu. Á efnisskránni er Sónata í e-moll k. 304 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Sónata nr. 2 í A-dúr, óp. 100 eftir Johannes Brahms, Sónata eftir Jón Nordal og Sónata í c-moll, óp. 30, nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven. „Allar eru þær stólpaverk," segir Nína Mar- grét aðspurð um sónöturnar, „og má segja að yfirbragð tónleikanna sé dramatískt með ljóðrænum innskotum. Þannig er verk Moz- arts tregablandið og verk Beethovens ákaf- Iega dramatískt, en sónata Brahms býr yfir ljóðrænni eðliskostum. Sónata Jóns kryddar síðan efnisskrána, enda frábrugðinn eldri meisturunum að miklu leyti hvað varðar efnis- tök.“ Nína Margrét Grímsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/RAX hefðbundin efni myndlistarinnar og skúlptúrsins, heldur hefur hann heillast af neonljósatækninni og í austursal Kjarvalsstaða má líta „ne- on-skúlptúra“ hans. Enn leikur hann sér að setningum, ljóðum, fyrirboð- um, tengir heimspekilega hugsun við raunverulega atburði úr sögunni og gefur þeim nýja merkingu. Það er samhengi hlutanna sem gerir þá að listaverki og neonljósin lýsa u'pp afstöðu Finlays sem birtist í orða- leikjunum. Einfaldleiki, hreinleiki og fegurð er krafa hans. Ferli Finlays má skipta í tvo hluta: Á árunum 1958 til 1967 skrifaði hann ljóð, leikrit og smásögur og hefur síðan unnið við skúlptúra. Eru verk hans oftast myndskreytt. Á skúlptúrana grefur hann texta sem vísa út fyrir verkið og gefur því aðra merkingu og bækur hans eru myndskreyttar. Hann tengir saman orðhugsun og myndhugsun sem geyma þó sömu þemu; hafið, heimil- islega hluti og klassíska goðafræði. Ekkert er honum þó óviðkomandi. Þegar Finlay var yngri hafði hann að vísu heitið því að skrifa um Víet- namstríðið. „En maður þroskast," segir hann, „listin á ekki að vera vélræn viðbrögð, heldur afhjúpandi þróun. Ég ákvað að takast á við hið tragíska og áttaði mig svo á því að ég var komin inn á „tabúsvæði“. Á Viktoríutímanum var kynferði ágreiningsefni. Okkar „tabú“ er stríð, vald og dauði. Og rétt eins og nakinn kvenlíkami getur verið hóra eða gyðja, er það eins með stríð, orustuskip og SS-ljósmerki; merk- ingin sem listamaðurinn gefur innri gerð verksins er það sem máli skipt- ir.“ Hugmyndafræði og listaverk Finlays verða aldrei útskýrð í lítilli grein. Heimur hans er hlaðinn tilvís- unum og skírskotunum út og suður, þótt hann sé ein heild. Því miður vitum við ekki margt hér á landi um þennan sérstæða listamann, en fyrir þá sem vilja kynna sér verk hans frekar mun Greame Murray halda fyrirlestur um Ian Hamilton Finlay sunnudaginn 10. janúar klukkan 13.30. Margrét og Nína Margrét eru ekki ókunnar verki Jóns, því þær léku sónötuna á skólatónleikum í New York þar sem þær stunda framhaldsnám. „Verk Jóns ber með sér frísklegan blæ og vakti mikla athygli í New York,“ segir Nína Margrét. Hún segir að þær stallsystur hafi töluvert leikið saman, og spili auk þess í tríói þar ytra með kanadískum tónlistar- manni. „Enn fremur höfum við feng- ið leiðsögn hjá hvors annars kenn- ara, sem hjálpar okkur til að fá fleiri sjónarhorn á sömu vérkin er útilokar einn allsheijar sannleika, sem er allt- af hættulegur í listrænu starfi." Nína Margrét segir pínaóið og fiðluna eiga • afbragðs vel saman tónrænt séð, því„píanóið leggur til hljómstuðning- inn og fiðlan laglínuna". Hún segir að efnisskráin sé uppbyggð með stórum einleiksköflum fyrir píanó og fíðlu, þannig að bæði fái þær að njóta sín í samleik og einleik. „Oft kaupir fiðluleikari þjónustu píanó- leikara svo að hann verðuf hálfgerð- ur undirleikari," segir Margrét Kristjánsdóttir, „en vegna þess að við völdum verkin með tilliti til þess að fiðlan væri ekki í forgrunni og píanóið í bakgrunni eða öfugt, ríkir mikið jafnræði með okkur. Þetta eru tónleikar okkar beggja. Við njótum þess einnig að öll bestu tónskáld sögunnar hafa skrifað verk fýrir þessa samsetningu og úr ótal mörgu er að velja“. Margrét Kristjánsdóttir lauk burt- fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988, en Nína Mar- grét lauk einleikaraprófi frá sama skóla 1985. Margrét hlaut styrk til framhaldsnáms við Mannes Collage of Music, lauk þaðan BM-prófi 1991 og Mastersprófi í fyrravor. Nína Margrét hlaut styrk til framhalds- náms í Englandi og Bandaríkjunum og lauk LGSM perf.-prófi frá Guild- hall Scholl of Music and Drama í Lundúnum árið 1988 og Masters- prófi frá City University þar í borg Við völdum verkin með tilliti til þess að fiðlan væri ekki í for- grunni og píanóið í bakgrunni eða öfugt, og því ríkir mikið jafnræði með okkur. 1989. Þær leggja báðar stund á sk. „Professional Studies" nám við fyrr- nefndan Mannes College of Music, og lýkur Nína Margrét því námi nú í vor. En af hvaða hvötum ráðast ungir tónlistarmenn í tónleikahald, nægja þeim ekki skólatónleikar eða að spila með hljómsveitum? „Á skólatónleik- um er alltaf verið að spila fyrir sama fólkið, þeir ganga sinn vanagang," segir Margrét Kristjánsdóttir, „en þegar ég er búin að vera í framhalds- námi í fjögur og hálft ár og enginn hefur heyrt í mér hér heima á með- an, er spennandi að sýna hvaða fram- farir hafa orðið. Ég lagði út í stremb- ið fiðlunám og ætla að hafa lifibrauð af tónlistinni, og þá lokar maður sig ekki inni í æfingarherbergi og lætur engan heyra í sér, heldur vill sýna árangur erfiðisins." Nína Margrét tekur í sama streng. „Það er bráð- nauðsynlegt fyrir ungt tónlistarfólk að sýna á tónleikum hvað er að getj- ast með þeim,“ segir hún, „og þrátt fyrir að heilmikil vinna felist í að standa í öllu umstanginu sjálfur, er fyrirhöfnin og áreynslan sem við leggjum á okkur augljós sönnun þess hversu mikijvægt við teljum tónleika- hald vera. Á þann hátt eru tónleikar prófsteinn á hvort tveggja vilja og getu.“ UM MYRKRIÐ í HJARTANU VJÐ erum stödd í Fagradal á Fjöllum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ missti föður sinn fjögurra ára gamall og móðirín giftist síðan Árið er 1862. í baðstofunni situr tví- |j_. Irvæði manni sem sýndi skáldinu litla ástúð. Frá tólf ára aldri var tugUr piltur og les í bók. Fyrir utan Kristján sem vinnumaður á nokkrum bæjum en sautján ára hylur suddakennd þoka austfirsk fjöll. Krictiánc Jnnccnnar er hann skráður heimilismaður hjá skyldmennum sínum í Hægt en örugglega breytist þokan í myrk- ■vr|S'janS JOnSSOnar móðurætt ur og eitt af öðru hverfur fólkið á bænum FÍallaskáStJs inn í heim draumsins og einhver slekkur * síðasta ljósið. Klukkutíma síðar sækir pilt- urinn falda glóð og kveikir á kerti, og í flöktandi kertaljósinu hripar hann orð niður á blað, orð sem hann rífur úr bijóstinu: Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku draumageimur, þar sem ótal ieiftur Ijóma, er.lifna, deyja - og blika um skeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið. Pilturinn er Kristján Jónsson, kallaður Fjallaskáld. Og um það leyti seni kertið brennur út, lýkur skáldið við síðasta erindið: Áfram geysar aldastraumur; allt er lífið myrkur draumur sælublöndnum sollinn hörmum, qónhverfing og leiðsla hál. Allt, sem hefur upphaf, þrýtur; allt, sem lifír, deyja hlýtur. Vonin lífs er vemdarengill, von, sem þó er aðeins tál. Kristján Jónsson er líkast til eitt bölsýnasta skáld sem við höfum eignast. Hann fæddist fyrir 150 árum, 21. júlí 1842, í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, og dó á skemmulofti í Vopnafirði níunda apríl 1869. Saddur lífdaga. Myrkrið í víninu Hvað olli bölsýni Kristjáns Fjallaskálds? Sjálfur benti hann á að „enginn skilur hjartað“. En æska skáldsins var gleðisnauð; Kristján Til eru sögur um stúlku sem á að hafa svikið skáldið. „Þú varst ástarengill, friðarboði", orti Kristján í Bálför garnuls unnustubréfs. Ég efast ekki um að erfið æska og ástarsorg hafi átt þátt í bölsýni skáldsins, en aðrir hafa átt erfiða æsku og beðið skipbrot í ástarlífinu án þess að missa lífslöngunina. Og við vitum ekki hversu þungbær ástarsorgin var í raun og veru; ekki er hægt að sjá „töfrasmíði svikafullrar sálar“ bregða fyrir í þeim kvæðum sem Kristján yrkir síðustu þijú til fimm árin sín. Ástarsorgin virðist ekki hafa fylgt honum í gröfina. En eitt stærsta vandamál Kristjáns var vínið; hann var ákaflega drykkfelldur. Vorið 1868 er Kristján búinn að drekka sig úr Latínuskólanum og sögur herma að hann hafi verið ofurölvi síðustu stundinar á skemmuloftinu fyrir austan. Hér áður fyrr héldu margir því fram að Fjallaskáldið hafi drukkið vegna vansælu sinnar, að myrkrið hafi rétt honum flöskuna. Nú er hins vegar vinsælt að segja að myrkrið hafi verið í flöskunni, í víninu. Ég hef tilhneigingu til að fara milliveginn og segja sem svo að bölsýni Kristjáns hafi verið eðlislægt þunglyndi en óheft drykkjan veikt mótstöðuafl hans gagnvart myrkrinu. Eða eins og Matthías Viðar Sæmundsson sagði á sinn ábúðarmikla hátt í formála að ljóðmælum Fjallaskáldsins: „Bölsýni og sjálfseyðingarhneigð Kristjáns hafa átt upptök sín innra með honumn sjálfum, verið ályktun af tilvist, viðbragð við lífi.“ Kvöl og gáski Dagar Kristjáns Fjallaskálds voru ekki bara myrkur og kvöl; hann kunni líka að brosa. Matthías Viðar álítur að hann hafi verið „bölsýnn gleðimaður, félagslyndur einfari." Til eru margar vísur sem bera gáska Kristjáns vitni og á skólaárum sínum var hann áberandi í félagslífi skólapilta. Kvæðin sýna okkur tilfinningaríkt skáld og það er eðli slíkra að vera áberandi á mannamótum. Andstæðurnar hafa því togast í Kristjáni; gleðimaðurinn og sá bölsýni barist um yfirráðin. í Hart á móti hörðu er engu líkara en þeir hafi tekið höndum saman: Þegar dynur harmaliregg og hylur ljósið bjarta þegar sorga eituregg er þér lagt að hjarta lát þá, vinur, áfengt öl örva hjartadreyra. Svo skal maður bæta böl, að bíða annað meira. Kristján þráði félagsskap, mannamót, skemmtanir. Hann hefur eflaust viljað taka undir með Jónasi og segja „Hvað er svo glatt á góðra vina fundum“. Hann vildi ljúka námi en myrkrið og vínið sugu úr honum allan mátt; á góðra vina fundum tóku þessir bölvaldar um kverkar skáldsins og kæfðu hláturinn. Loks þoldi Kristján ekki við, hann gafst upp og flúði í fásinni Vopnafjarðar - til að deyja. Kristján var vinsælt skáld þegar hann lést. Þremur árum eftir lát hans, eða 1872, voru Ijóðmæli hans gefín út og seldust upp á fáeinum árum. íslendingar heilluðust af dapurlegum skáldskap Kristjáns. Og líf hans og dauði hafa orðið öðrum skáldum að yrkisefni. Hannes Pétursson orti til dæmis ljóð umhverfís myndina frægu af skáldinu þar sem þa.ð situr undir vegg í drykkjuheimi sínum, með flösku í hægri hendi og staup milli fingra vinstri handar. Og Þorsteinn frá Hamri yrkir í Bréfi til Kristjáns: „Um myrkrið í hjartanu/ hefur margur freistazt að kveða“. Enn dragast skáld og ljóðaunnendur sterklega að kvæðum og örlögum Kristjáns. Menn undrast myrkrið, sumir hneykslast á gengdarlausri bölsýninni, en öll hrífumst við af æðruleysinu sem gerir sorgina svo harmræna. Raunir Werthers unga nefnist fræg skáldsaga eftir Goethe. Werther, sem varð fyrirmynd ótal ungmenna í Evrópu undir lok 18. aldar og f byijun þeirrar nítjándu, var tilfínninganæmt ungmenni sem gafst upp fyrir mótlæti heimsins og skaut sig. Áður hafði hann vafrað um náttúruna og lendar skáldskaparins í leit að hugfróun. Kristján og Werther eiga harm lífsins sameiginlegan, en í augum þeirra íslendinga sem drukku tilsvör Skarphéðins í sig voru hárómantískir sveimhugar eins og Werther einfaldlega of grátgjarnir; þá skorti ekki bara æðruleysið heldur skopskynið. Kunnu ekki þá list að gera grín að sjálfum sér „Horfin sumars blíða“ Flest skáld rómantísku stefnunnar gátu flúið í faðm náttúrunnar þegar vonska heimsins var illbærileg. Jónas Hallgrímsson orti um fífilbrekku og blómálfa, Steingrímur Thorsteinsson heyrði svanasöng á heiði og gleymdi öllu öðru. Kristján gat eða kunni ekki að flýja á vit náttúrunnar og gleyma þar sorgum sínum. Fyrsta kvæðið sem birtist eftir hann á prenti er Dettifoss. Máttug fegurð fossins fær skáldið ekki til að gleyma sér, heldur minnir þvert á móti á myrkur og dauða: Blunda vil ég i bárum þínum, þá bleikur loksins hníg ég nár, þar sem enginn yfir mínu önduðu líki fellir tár. Þögnin í moldinni Trúin hefur líknað mörgum. Árið 1866 orti Kristján kvæðið Við lát vinar míns og játar þar óvissu sfna um hvað taki við. „En er þín sála sigri kætt/ og sæla búin þér?/ Ég veit það ekki! - sofðu sætt/ - en sömu leið ég fer.“ Tveimur árum síðar varð til gullfallegt erfíljóð um stúlkubam sem vinur skáldsins missti. Þar kemur fram efalaus vissa um guðlegt skjól handan grafar. Auðvitað hefði ekki verið við hæfi að tala um „eilífan vetur“ í erfiljóði, en kvæðið er svo einlægt að útilokað er annað en skáldið hafi hálfvegis trúað á guðlega forsjá. En sú trú var völt; sama ár orti hann tvö „grafarkvæði"; Gröfina og Grafarsöng. í síðamefnda kvæðinu hamast skáldið tryllt í kirkjugarði með járnkarl og skóflu á lofti, og er engu líkara en það vilji sannfæra sig á grimmilegan hátt um að maðurinn sé ormafæða, ekkert annað. „Þar sem bláfögur/ brostu augu“, em nú holar augnatóftir — og dimmgrimmt/ dauðamyrkur". Kvæðinu lýkur með algerri afneitun á himneskri sælu: Gröfum og gröfum, götu ryðjum helstirðum líkum að hinsta beði. Gröfum og gröfum, Glamrar i beinum. Hingað og hingað, en hvergi lengra! í Gröfinni sér skáldið hvergi „hvíld og mæðufró“, nema í hinni djúpri dauðu gröf. Kristján hafði áður ákallað dauðann, en þó aldrei eins sterkt og eins ljóst og hér: ' Þú griðastaður mæðumanns, ó, myrka, þögla gröf, þú ert hið eina hæli hans og himins náðargjöf. En er ekki mótsögn í erindinu; gröfin er myrk og þögul en samt himins náðargjöf? í Grafarsöng afneitar Fjallaskáldið himneskri sælu. í Gröfinni er eins og hann hiki, leyfí sér að vona að gröfín sé ekki „dimmgrimmt/ dauðamyrkur", heldur náðargjöf himinsins, náðargjöf guðs. Kristján Jónsson Fjallaskáld var ekki orðinn trúmaður þegar hann lét aftur augun í hinsta sinn. Lífsskoðun hans var á reiki; hann vildi trúa á náðargjafir himinsins, vildi trúa á sumarið en losnaði aldrei við efann um að ekkert líf væri að loknu þessu lífí. Hann átti allt eins von á að ekkert tæki við nema þögnin í moldinni. Texti: Jón Stefánsson MENNING /LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Sýning á verkum skoska myndlist- armannsins, Ians Hamiltons Finlay, opnuð lau. 9. jan. stendur til 7. feb. Geysishúsið, Vesturgötu Sýning á verkum 26 skoskra grafík- listamanna, opnuð lau. 9. jan. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Sýning opnuð lau. 9. jan. í tilefni af 15 ára afmæli listasafnsins. Hulduhólar, Mosfelissveit Keramikverkstæði Steinunnar Mar- teinsdóttur, opið kl. 14-19 daglega, nema fím. og fös. kl. 17-22. Gallerí Hlaðvarpinn, Vesturgötu Sýning á myndteppum Heidi Krist- iansen, opnuð lau. 9. jan. stendur til 24. jan. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Sýning á hefðbundnum japönskum tréristum frá 19. og 20. öld. SPRON, Álfabakka Sýning á verkum Helga Gíslasonar, myndhöggvara, stendurtil 12. feb.’93. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugamesi Sýning á verkum frá tímabilinu 1934-82. í efri sal, valdar trémyndir. Sýningarsalur Önnur hæð, Lauga- vegi Sýning á verkum Dans Flavins stend- ur fram í miðjan janúar. Opið mið- vikud. kl. 2-6. Gallerí Slunkariki, ísafirði Sýning á verkum Hörpu Bjömsdóttur, opnuð lau. 9. jan. Laugardagur 9. jan. íslenska óperan kí. 14.30:Margrét Kristjánsdóttir, fíðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir með tónleika. Sunnudagur 10. jan. íslenska óperan kl. 20.00:Lucia di Lammermoor. Mánudagur 11. jan. Á vegum Tónlistarfélags Akraness, Akranesi kl. 20.30: Pólskir tónleikar: fiðluleikarinn, Krzysztof Smietana og pianóleikarinn Jerzy Tosik-Warszaw- iak. Þriðjudagur 12. jan. Logaland, Borgarfirði kl. 21.00: Pólskur samleikur á fiðlu og píanó. Fimmtudagur 14. jan. Háskólabió kl. 20.00:Sinfóníuhljóm- sveit íslands: Vínartónleikar. Ein- söngvari: Milena Rudiferia. Hljóm- sveitarstjóri: Páll P. Pálsson. Laugardagur 16. jan. Iláskólabió kl. 17.00:Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands LEIKLIST Þjóðleikhús Stóra sviðið kl. 20.00: My Fair Lady eftir Alan Jay Lerner og Frederick Loewe: Fim. 14. jan. fös. 15. jan. lau. 16. jan. Hafíð eftir Ólaf Hauk Símonarson: Lau. 9. jan. mið. 13. jan. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner: Lau. 9. jan. kl. 14, sun. 10. jan. kl. 14 og 17. Litla sviðið kl. 20.30: Rita gengur menntaveginn: Lau. 9. jan. fím. 14. jan. lau. 16. jan. Smiðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti eftir Jim Cartwright: Lau. 9. jan. sun. 10. jan. mið. 13. jan. fím. 14. jan. Drög að svínasteik eftir Raymond Cousse kl. 20.30: Fös. 15. jan. lau. 16. jan. Borgarleikhúsið Stóra svið: Ronja ræningjadóttir eftir sögu Astrid Lindgren. Tónlist: Sebastian: Sun. 10. jan. kl. 14 og 17. Heima hjá ömmu kl. 20.00: Lau. 9. jan. lau. 16. jan. Litla svið: Sögur úr sveitinni: Kl. 17.00: Platanov eftir Anton Tsjékov: Lau. 9. jan. lau. 16. jan. Kl. 20.00: Vanja frændi eftir Anton Tsjékov: Lau. 9. jan. lau. 16. jan. Leikfélag Akureyrar Útlendingurinn, gaman- og spennu- leikur eftir Larry Shue kl. 20.30: Lau. 9. jan. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsinu Hraáðileg hamingja eftir Lars Norén kl. 20.30: Lau. 9. jan. Til umsjónarmanna listastofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morg- unblaðið, menning/listir, Hverfísgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.