Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 44
rU'
B).
M
I
LETTOL
fftttntWiiWfe
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
MORGVNBLAÐW,
SÍMl 691100, SÍMBl
'ALSTRÆTJ 6, 101 REYKJAVÍK
691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUHEYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 15. JANUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Læknar frá þremur
löndum rannsaka
Akureyrarveikina
ÍSLENSKIR læknar vinna nú í samvinnu við bandaríska og skoska
lækna að alþjóðlegri rannsókn, sem miðar að því að finna samband
milli þeirra sem fengu Akureyrarveikina og hafa enn einkenni og
annarra sem veikst hafa með líkum hætti í Skotlandi og Bandaríkjun-
um. Nokkur óþekkt sjúkdómstilfelli koma hér upp árlega sem svipar
mjög til Akureyrarveikinnar.
Hér á landi var blóð- og vefjasýn-
um safnað úr 50 einstaklingum,
sem enn hafa einkenni eftir Akur-
eyrarveikina. Sýnin hafa verið send
utan þar sem rannsóknin byggir á
mjög sérhæfðum tækjabúnaði.
Reynt verður að fá svör við því
hvaða veira eða veirur eru á ferð
og einnig verður leitað svara við
því af hverju þær viðhalda einkenn-
um hjá sumum svo áratugum skipt-
ir en hjá öðrum ekki, að sögn Sverr-
is Bergmann, sérfræðings í tauga-
sjúkdómum.
Einkenni
Akureyrar-faraldurinn svonefndi
kom upp á árunum 1948-49, en
virtist hverfa þegar farið var að
bólusetja gegn lömunarveiki 1956.
Síðan hafa öðru hvoru komið upp
sjúkdómstilvik, sem svipar mjög til
Akureyrarveikinnar og lýsa sér í
langvinnri þreytu, vöðva- og bein-
verkjum, svitakófí, svefntruflunum
og hjartsláttareinkennum svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sjá grein í Daglegu lífi á C2.
Seðlabanki spáir
2-2V2% verðbólgu
SEÐLABANKINN spáir því að eftir verulega hækkun lánskjaravísi-
tölunnar 1. febrúar dragi mjög úr hækkunum hennar næstu mán-
uði, eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti. Ársverðbólgan
næstu mánuði, miðað við þróun hennar síðasta hálfa eða heila árið
á undan, verður á bilinu tæplega 2 til rúmlega 2V2%.
bólgan síðustu tólf mánuðina á
undan á bilinu 2 til 2,4%. Þegar
litið er á hækkun vísitölunnar á
sex mánaða tímabili sýnir spáin
heldur meiri verðbólgu, eða frá
1,86% 1. febrúar og til 2,67% hinn
1. júní, miðað við þróun lánskjara-
vísitölunnar síðustu sex mánuðina
á undan.
Spáin byggist meðal annars á
þeirri forsendu að laun í landinu
haldist óbreytt.
í gögnum sem Morgunblaðið
fékk frá Þjónustumiðstöð ríkis-
verðbréfa og unnin eru upp úr spá
Seðlabankans, sem enn hefur ekki
verið gefin út, kemur fram að
bankinn reiknar með að hækkun
lánskjaravísitölunnar um næstu
mánaðamót samsvari 6,86% verð-
bólgu, síðan mæli hún 2,6 og niður
í 0,73% verðbólgu næstu mánuð-
ina.
Gangi þetta eftir verður verð-
Lánskjaravísitalan
frá nóv. ’92 til júní ’93
Breytingar reiknaðar til árshækkunar
Framreiknað skv.
3ja mán. Áf breyting [7 »6 mán. 4 3
* ' 2
$)// 12mán.-^\> 1
mf 1993 0
' N ' D j'f'm'a'm'J'
Viðbrögð við
kjamorkuslysi
FYRSTA samnorræna æfingin á
viðbrögðum sérfræðinga á Norð-
urlöndunum við kjarnorkuslysi
var í gær.
Æfingin snerist einkum um miðl-
un upplýsinga miili landa, s.s. í
gegnum síma og telefaxsendingar,
og ákvarðanatöku. Á bilinu 30-40
manns, sérfræðingar í hinum ýmsu
stofnunum, starfsfólk stjórnstöðvar
Almannavama, leikarar og mats-
menn, tóku þátt í æfingunni hér á
landi. Undirbúningur æfingarinnar
hefur staðið yfir í þrjú ár.
Brutust inn í tugi geymslna í Breiðholtshverfi og víðar
Upprættu
þjófaflokk
í Breiðholti
LÖGREGLAN í Breiðholti hefur
upprætt þjófaflokk sem talinn er
bera ábyrgð á innbrotum í tugi
geymslna í fjölbýlishúsum í
Breiðholti á undanförnum vikum.
Tveir rúmlega tvítugir menn eru
taldir forsprakkar málsins. Geymsla
sem mennimir höfðu aðgang að var
full af ýmiss konar verðmætum sem
þeir höfðu stolið og einnig fundust
í fórum þeirra hnífar og hvers kon-
ar eggvopn, svo og hasspípa, en
byssur sem talið er víst að mennirn-
ir hafi stolið í innbroti í geymslu í
fjölbýlishúsi i Hólahverfi voru ekki
komnar í leitirnar í gær. RLR hefur
tekið við rannsókn málsins.
Sjá einnigbls. 17.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan með þýfið
Pétur Sveinsson, Arnþór Bjarnason og Einar Ásbjörnsson, lögreglu-
menn í Breiðholti, með þýfið sem þjófaflokkurinn hafi sankað að sér.
Enn fjölgar atvínnulausu verkafólki í Keflavík
Fimmti hver félags-
maður atvinnulaus
TÆPLEGA 500 manns eða 21% félagsmanna í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir síð-
ustu vikuna í desember og fyrstu viku janúar, að sögn Guðmundar
Finnssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Að auki er búist við um
40 starfsmönnum íslenskra aðalverktaka á skrá um mánaðamótin
janúar, febrúar. Hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík eru
450 á atvinnuleysisskrá og hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur
var 491 á skrá. Þá voru 75 skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum
en þar voru 60 á skrá í síðasta mánuði.
Guðmundur Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, sagði að
janúar væri slæmur tími, þar sem
frystihúsin hefðu enn ekki farið í
gang eftir jól. Útlitið væri hins veg-
ar ekki gott þar sem búast mætti
við um 40 manns frá íslenskum
aðalverktökum á skrá um næstu
mánaðamót. Á sama tíma í fyrra
voru milli 300 og 350 á atvinnuleys-
isskrá þegar mest var. „Útlitið fer
eftir því hvernig fiskast á vertíð-
inni,“ sagði hann. „En það sem ég
bind vonir við er Evrópska efnahags-
svæðið og möguleikarnir sem fyrir-
tækjum hér á svæðinu bjóðast. Ég
veit að fyrirtækin eru þegar farin
að afla markaðar fyrir vörur sínar
erlendis.“
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja,
sagði að atvinnuleysi þar væri að
aukast eins og búist hafi verið við.
„Það gerir það yfirleitt á þessum
árstíma,“ sagði hann. „Ógæftir hafa
verið miklar, svo er eitthvað um sigl-
ingar og gámafisk, sem við erum
frægir fyrir hér.“ 1 byijun vikunnar
voru 75 skráðir atvinnulausir en í
desember voru mest 60 á skrá. Jón
taldi, að svipað ástand héldist næstu
tvær til þijár vikur en þá stæðu
vonir til að úr rættist.
Enn fjölgar hjá Dagsbrún
Kristjana Valgeirsdóttir hjá
Verkamannafélaginu Dagsbrún
sagði að verið væri að taka saman
tölur um atvinnuleysi félagsmanna
og eru nú um 450 á skrá en í lok
desember voru 388 skráðir. Á sama
tíma í fýrra voru 100 manns á at-
vinnuleysisskrá hjá félaginu.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
sagði að um miðjan janúar hafí 491
verið á atvinnuleysisskrá hjá félag-
inu en bætur eru greiddar út hálfs-
mánaðarlega. Á sama tíma í fyrra
voru 103 á skrá. í byijun janúar
voru greiddar bætur til 542 félags-
manna en Magnús sagði, að sú tala
gæfí ekki rétta mynd af atvinnu-
leysi á þeim tíma, þar sem margir
hefðu brugðið sér frá yfír jólin og
ekki nálgast bæturnar fyrr en í jan-
úar.
Heilahimnu-
bólga Hæmofil-
us influenzae-B
Góður
árangur
af bólu-
setningu
EKKERT tilfelli hefur komið
upp af heilahimnubólgu af
völdum bakteríunnar Hæmo-
filus influenzae-B síðan farið
var að bólusetja ungbörn við
sjúkdómnum á miðju ári
1989. Áður veiktust um 10
börn af heilahimnubólgu
Hæmofilus influenzae-B á
hveiju ári.
Matthías Halldórsson, að-
stoðarlandlæknir, sagði að farið
hefði verið að bólusetja við
þessari tegund heilahimnu-
bólgu á miðju ári 1989. Frá
árinu 1990 til dagsins í dag
hefði ekkert tilfelli greinst.
Áður hefðu þau verið um 10 á
ári.
Þess má geta að frá 1974-
1988 greindust 140 tilfelli af
heilahimnubólgu Hæmofilus
influenzae-B. Eitt þeirra barna,
sem fengu veikina, dó og nokk-
ur hlutu varanlegan skaða, t.d
á heym. Börn eru bólusett gegn
þessari tegund heilahimnu-
bólgu 3, 4, 6 og 14 mánaða.
Skýrslum
dreift um
aðra helgi
Skattskýrslum verður dreift
helgina 23. til 24. janúar.
Að sögn Gests Steinþórssonar
skattstjóra í Reykjavík verður dreif-
ing með svipuðu sniði og í fyrra
og ættu flestir Reykvíkingar að fá
skattskýrsluna heim um þá helgi.