Morgunblaðið - 27.02.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993
9
Atvínnukafarar
Félagsfundur Félags íslenskra kafara
verður haldinn í Gafl-inn, Dalshrauni 13,
Hafnarfirði, sunnudaginn 28. febrúar nk.
kl. 14.00.
Fundarstörf: Undirbúningur aðalfundar.
Önnur mál.
Stjórn F.Í.K.
Grillsteikumar hjá Jarlinum:
Mest seldu steikur
á íslandi
NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690
LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750
SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690
. m
~ V f / T I N G A S T O F A ■
Sprengisandi — Kringlunni
Ótrúlegt
Verð kr. 2.900,-
Ný sending í bláu,
brúnu og svörtu.
Stærðir 36-42.
Staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum
samdægurs.
SKÆ)I MÍLANÓ
KRINGLUNNI8-12 S. 689345
LAUGAVEGI 61-63, SÍMI 10655
HISGAGKA-
Ctsala
Mikið úrval af húsgögnum með allt að
50% afslætti
Hornsófi 2x3. Mikið úrval af óklæði.
Verð aðeins kr. 75.200 stgr.
Opió til kl. 1 6 í dag.
Visa — Euro raðgreiðslur.
□□□□□□
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 654100.
EES-gryta med mánga kockar
- _ bland an- ar nigot svAr a.t bemo.a frAn ?an^k S.oAnUnni
• Det fanns en tro bland an
nat frán svensk sida att EES-
avtalet smártfritt skulle kun-
na genomföras áven om en
part pá Efta-sidan hoppade
av. Under hela den förhand-
lingsprocess som har varat se-
danmittenav l989.framstod
Schweiz som ett osakcrt kort.
Ett tyst samförstánd tycktes
finnas att gá vidare aven utan
alpkonfederationen.
Sr nágot svár att bemöta frán
Efta-sidan. Ty dessa lSnders
fortsatta intresse av EES-av-
talet har motiv som inte kan
framfóras offentligt. Det
handlar inte blott om att
överbrygga perioden fram tul
medlemskapet med en över-
enskommelse som i princtp
redan. dessförinnan mtegre-
rar kandidatema Ostemke,
Sverige, Fmlandocl^Iorgei
Danmark och Storbritanm-
en ratificerar fördragen frán
Maastricht. Medan utsikter-
na fórefaller goda i fallet
Danmark stáller partitakttk
till nya problem i det brittis-
ka underhuset.
I och fór sig finns en över-
vSldigande majoritet i parla-
mentet fór EG. Men labour-
partiet vill ^ma göraUvel|
surt för Jo1'"
EES og Svíar
í nýlegum leiðara Svenska Dagbladet er fjallað um stöðu EES-
samningsins og þau vandamál sem þar er við að etja. Þar seg-
ir að þau EFTA-ríki sem sótt hafi um aðild að EB sækist ekki
bara eftir EES til að brúa tímabilið fram að væntanlegri EB-
aðild heldur líti Qinnig á samninginn sem ákveðið öryggisnet
fari aðildarviðræðurnar út um þúfur.
Samstaðan
fyrir bí
í leiðara Svenska Dag-
bladet segir; „Menn virt-
ust ganga út frá þvi sem
vtsu, m.a. af hálfu Svia,
að það myndi ganga
snurðulaust fyrir sig að
ná EES-samningnum í
gegn, jafnvel þó eitthvert
EFTA-ríkj;uina heltist úr
lestinni. I þeim samninga-
viðræðum, sem staðið
hafa síðan 1989, var Sviss
ávallt óvissuþáttur. Það
virtist vera til staðar þegj-
andi samkomulag um að
menn héldu ótrauðir
áfram, jafnvel án sam-
bandsríkisins í Ölpunum.
En þegar Svisslending-
ar höfnuðu samningnum
i reynd virtist dæmið allt
í einu ekki ætla að ganga
upp. Áhugi EB á EES
hefur verið sveiflukennd-
ur ... Þegar eitt EFTA-
ríkjanna rauf samstöðuna
gafst EB-ríkjum á borð
við Spán, sem voru tvi-
stigandi í afstöðu sinni,
tækifæri tii að hræra upp
í málinu. Þegar á leið-
togafundi EB í Edinborg
um miðjan desember hélt
Felipe Gonzalez, forsætis-
ráðherra Spánar, því
fram að eiginlega væri
best að stinga EES-áfor-
munum undir stól. Af
þeim EFTA-ríkjum sem
eftir væru hefðu öll nema
ísland og Liechtenstein
sótt um aðild að EB. Af
hveiju ætti EB að vera
að eyða tíma í EES-samn-
inga þegar leiðtogafund-
urinn hafði þegar ákveðið
að hefja aðildarviðræður
við þessi ríki innan
skamms?"
• •
Oryggisnetið
EES
Áfram segir: „Þessum
rökum er mjög erfitt að
svara af hálfu EFTA þar
sem að baki hinum áfram-
haldandi áhuga ríkjanna
á EES leynast ástæður
sem ekki er hægt að bera
fram á opinberum vett-
vangi. Þetta snýst ekki
bara um að brúa tímabilið
fram að aðild mt-ð sam-
komulagi sem myndi þeg-
ar i stað innlima í raun
umsækjendurna Austur-
ríki, Finnland, Sviþjóð og
Noreg í innri markaðinn.
Það er líka hægt að líta
á EES sem eins konar
öryggisnet ef aðildarum-
sóknimar myndu af ein-
hvetjum ástæðum fara út
um þúfur. Stuðningurinn
við aðild í öllum þessum
ríkjum er óöruggur og
engin leið er að spá fyrir
um hver útkoma þjóðar-
atkvæðagreiðslna eftir
nokkur ár verður ... Út-
víkkun bandalagsins gæti
líka verið stefnt í tvísýnu
af hálfu EB. Evrópuþing-
ið, sem nú verður að sam-
þykkja öll ný aðildarríki,
hefur lýst efasemdum sín-
um varðandi eitt grund-
vailaratriði. Ólíkt ieiðtog-
um EB-ríkjanna telur
þingið að fjölgun aðildar-
ríkja geti ekki átt sér stað
án þess að frekari breyt-
ingar verði gerðar á
skipulagi bandalagsins,
sem myndu færa EB í átt
að sambandsríki. Ef
þessu máli verður haldið
til streitu gæti það orðið
til þess að koma í veg
fyrir fjölgun aöildarríkja
um ókomna tið.
Annað skilyrði fyrir þvi
að aðildarviðræður verði
leiddar til lykta er að
Danir og Bretar staðfesti
Maastrícht-samkomulag-
ið. Á meðan flest bendir
til að Danir muni gera
það hafa flokkspólitísk
sjónarmið valdið vand-
kvæðum á ný i breska
þinginu."
Efasemdir um
Maastricht
Loks segir i leiðaran-
um: „En EFTA-ríkin, sem
i þann mund eru að hefja
aðildarviðræður, eiga
ekki auðvelt með að lýsa
opinberiega yfir efasemd-
um um að þetta [Ma-
astricht] sé framkvæman-
legt og samningsstaða
þeirra er slæm. Þau ríki
innan EB sem njóta fjár-
hagsaðstoðar, með Spán
í broddi fylkingar, hafa
þvingað bandalagið til að
herða kröfumar eigi EES
að nást í gegn. Þau EES-
ríki sem eftir eru verða
ekki bara að axla fjár-
hagslegar skuldbindingar
Svisslendinga heldur
einnig bæta upp glötuð
útflutningstækifæri fyrir
ákveðnar landbúnaðaraf-
urðir til Sviss.
Að venju verðum við
að bíða átekta. Ákvarð-
anataka sem byggist á
lýðræði og samstöðu er
ekki auðveld þegar svo
margir kokkar og ólíkir
hagsmunir koma við
sögu.“
Nýstofnaður félagsskapur spíritista
STOFNAÐUR hefur verið félagsskapur sem hefur það að markm-
iði að auka þekkingu og innsýn á andleg málefni. Nokkrar nýjung-
ar verða teknar upp t.d. 15-20 manna skyggnilýsingafundir og
einnig er áætlað að 2-3 stórir fundir verði í mánuði.
Erlendir miðlar munu starfa í
félagsskapnum og eru þeir allir frá
Wales og flestir vígðir prestar.
Þeir eru: Anna Carla, miðlun
(lækningar), Dennis Burns, en
hann kemur til starfa frá 1. mars
til 1. aprfl, Pamela Killogg og
June Harris, lýsingamiðlar, sem
starfa munu frá 2. apríl til 1.
maí, Mike Glossup og Angela Wil-
hjalms sem einnig eru lýsingamiðl-
ar og starfa frá 1.-28. júní.
Inn á stóru skyggnulýsinga-
fundina er aðgangur ókeypis með-
an húsrúm leyfir og verður sá
fyrsti haldin 4. mars í Kiwanishús-
inu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, og
hefst kl. 21. Húsið opnar kl. 20.
Túlkur eru á öllum fundunum ef
þarf. Gert er ráð fyrir að allir fái
lestur á 15-20 manna fundunum.
(Fréttatilkynnine: frá
Spíritistafélagi íslands)
r
Hí IMIMI IUK
Hámskeiö í stjórnmálastOrfom fyrir ungar konur
Heimdallur, félag ungra sjólfstæðismanna í Reykjavík, mun efna til þriggja kvölda stjórnmólanómskeiðs
fyrir ungar konur ó aldrinum 16-35 óra í næstu viku. Markmið nómskeiðsins er að veita þótttakendum
s sem víðtækasta fræðslu um stjórnmól og auka hæfni þeirra til að taka þótt í stjórnmólastarfi. Sérstök
éhersla verður lögð ó kennslu í framsögn og ræðumennsku og einnig verður sjónvarpsþjólfun í boði.
Nómskeiðið verður fró kl. 20-23 og mun standa yfir í þrjú kvöld eða fró 2.-4. mars. Verður það haldið í Valhöll.
Dagskrá:
Þriðjudagur 2. mars: Kynning á Heimdalli: Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar.
Starf og skipulag Sjálfstæðisflokksins: Bessí Jóhannsdóttir, cand. mag.
: Miðvikudagur 3. mars: Sjálfstæðisstefnan: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent.
Framsagnamámskeið. Leiðbeinandi: Þórhildur Gunnarsdóttir, verslunareigandi.
Fimmtudagur 4. mars: Stjórnmálaviðhorfið: Anna K. Jónsdóttir, borgarfulltrúi og
Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður.
Framsagnarnámskeið.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 682900 ó mánudag og þriðjudag. Námskeiðsgjald er ekkert
fyrir félaga í Heimdalli, en 900 kr. fyrir aðra. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda.