Morgunblaðið - 27.02.1993, Side 23

Morgunblaðið - 27.02.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 23 SJONARHORN Hvalveiðar og umhverfisvernd SÚ ÁNÆGJULEGA frétt kom í fjölmiðlum á dögunum að íslendingur hefði verið val- inn til starfa í nefnd í umhverf- ismálum hjá Sameinuðu þjóð- unum. Ef til vill var 'það ekki tilviljun að íslendingur var val- inn til starfa í slíkri nefnd. Is- lendingar myndu sóma sér vel víðar sém eftirlitsaðilar í um- hverfismálum og umhverfis- vernd. Við íslendingar höfum því mið- ur kynnt okkur sem hálfgerða uppivöðsluseggi á alþjóðavett- vangi þegar sett hafa verið á odd- inn mál sem snerta hvalveiðar. Kvikmyndin Lífsbjörg í Norður- höfum hefur fremur orðið til að auka neikvæða ímynd þjóðarinnar en að bæta hana. Enda er þjóðin kynnt þar á mjög vafasaman hátt, eða sem frumstæður útlqálkaætt- bálkur. Ég var að vona að við hefðum þessa ömurlegu ímynd að baki og gætum gleymt henni og að það gerðu helst allir þeir sem hug hefðu á að kaupa íslenskar vörur eða hafa önnur viðskipti við okkur íslendinga. En svo fréttist það að kvik- myndin yrði sýnd í sjónvarpi í Svíþjóð. Héðan fór frítt föruneyti til að taka þátt í umræðum í sjón- varpssal ytra í lok sýningu mynd- arinnar. Við fengum síðan að sjá og heyra í sjónvarpi hér hvað þar fór fram. Ákveðinn ummæli sem framkomu í þessum þætti eru til- efni þessara greinarskrifa. Kvikmyndin var kynnt á þann veg að þar kæmu fram skoðanir íslendinga. Ég hafna heiðrinum. Matreiðslan á efninu er ekki að mínum smekk (finnst mér þó hvai- kjöt ágætt), en ég tel að mörg atriði í myndinni séu fremur snið- in að hugarflugi höfundar en trú- verðugleika. — Svíamir orðuðu það víst einhvem veginn öðruvísi. Andstaða almennings við hval- veiðar á sér langa sögu. Grunnt hefur verið á sektarkennd í Bandaríkjunum vegna ofveiða á hval í suðurhöfum á síðustu öld. Andúð á hömlulausum veiðum sjávardýra var því auðveldlega endurvakin þegar kanadíska stjórnin ákvað, seint á sjöunda áratugnum, að hleypa Norðmönn- um á ísa Nýfundnalands til veiða á sel. Það vill svo til að ég bjó þenn- an áratug vestan hafs, rétt við landamæri Kanada, og fylgdist af áhuga með kanadíska sjónvarp- inu og þá sérstaklega landsbyggð- arþáttum þar sem sagt var frá lífí fólksins í hinum afskektu hér- uðum þessa víðáttumikla lands. Það var svo einhvern tíma á ámn- um 1967-68 að fréttir frá mjög hijóstrugu landsvæði á Ný- fundnalandi fóru að vekja at- hygli. Veiðimenn sem bjuggu á þessu svæði ræddu mikið við frétt- menn og reyndu að vekja athygli á leyfí sem landsstjómin í Ottawa hafði ákveðið að veita Norðmönn- um til selveiða á veiðisvæði þeirra. Veiðimennimir höfðu mótmælt þessum fyrirhuguðu veiðum við kanadísku stjómina en hún hafði ekki sinnt mótmælum þeirra. Þeir voru þarna að reyna að vekja at- hygli á málinu og setja þrýsting á stjómvöld. Veiðimennimir bentu á að þetta væri þeirra veiðisvæði og að þeir hefðu ekki að öðm að hverfa ef veiðar Norðmanna yrðu til þess að offramboð á yrði á selskinnum á markaðnum. Það sem þeir óttuðust aðallega var að offramboð á skinnum myndi valda verðfalli á markaðnum, en það myndi kippa grundvellinum undan lífsviðurværi þeirra. Stjómvöld í Ottawa sinntu engu mótmælum þeirra og síðan rann sá dagur upp að Norðmenn hæfu veiðarnar. Fjöldi fólks var mættur á ísinn og fréttamenn sjónvarps mynduðu veiðamar í bak og fyrir. Þegar norsku veiði- mennirnir birtust var greinilegt að þeir vom í veiðiham og stað- ráðnir í að ná sem flestum skinn- um á sem skemmstum tíma. Aðf- arimar vom hræðilegar. Sú mynd sem birt var af veiðunum í mynd- inni Lífsbjörg í Norðurhöfum var hreinn bamaleikur í samanburði við þær myridir sem bar fyrir augu milljóna manna í gegnum sjónvarp á þessum tíma. Norð- mennimir höfðu aðeins áhuga á hvítum feldi kópanna. Þeir gripu kópana og hjuggu með sérstakri exi eitt högg í höfuð þeirra og fláðu með nokkmm handtökum um leið og stuggað var frá vein- andi urtunni sem reyndi að bjarga afkvæmi sínu. Eftir lá búkur kóps- ins iðandi í dauðateygjunum. Þama vom greinilega vanir menn á ferð og þeir gengu frá einum kópi eftir annan á sama hátt. ís- inn varð fljótlega að hræðilegum blóðvelli. Ég fínn enn, nær aldar- fjórðungi síðar, til viðbjóðs þegar þessi sjón riíjast upp fyrir mér. Eftir fyrsta daginn var rætt við kanadísku veiðimennina og þeir spurðir hvað þeim fyndist um veiðarnar. Þeir virtust furðu lostn- ir og sögðust aldrei hafa séð aðr- ar eins aðfarir. Þeir hefðu aldrei veitt seli á þennan hátt og þeir hristu höfuðið. Næsta dag reyndu áhugamenn að hindra veiðarnar, en þá sendu Norðmennimir kvart- anir til stjómvalda í Ottawa yfir truflunum við veiðamar, þeir heimtuðu lögregluvemd — og fengu hana. Lögregluvemdin var sem olía á eld og þjappaði dýravin- um saman og þeir komu með úðabrúsa og sprautuðu með lit- aðri málningu á hvítan feld kóp- anna í þeim tilgangi að gera skinn þeirra verðlaus fyrir Norðmönn- um. Þeim var þá bent á að slíkar aðgerðir yrðu ekki til að vemda kópana, því hætta væri á að urtan hafnaði þeim ef þeir væra gerðir á einhvern hátt afbrigðilegir. Þama virtust ekki vera skiplögð náttúravemdarsamtök að verki heldur aðeins ungt fólk áhuga- samt um dýravemd. Greenpeace- i samtökin vom ekki stofnuð fyrr en eftir 1970. En jarðvegurinn var plægður, umhverfísvemdar- samtök voru stofnuð og þau nutu stuðnings almennings sem vildi virkara eftirlit með iðnaði og umhverfisþáttum og hann fyrirleit dýraveiðar af þessu tagi. Veiði- gleði norsku veiðimannanna í Kanada eyðilagði ekki aðeins sel- veiðar fyrir kanadísku veiðimönn- unum heldur einnig fyrir eski- móum sem höfðu lífsviðurværi sitt af veiðum á sjávardýmm. f Framhaldið þekkjum við. Fréttamyndir af þessum veið- um í Kanada fóm víða og höfðu mikil áhrif. Myndir vom birtar í fjölmiðlum 'vestan hafs og víðar og vöktu viðbjóð. í kjölfarið fór athyglin að beinast að öðrum líf- verum sjávar eins og hvölum og vom margar hugljúfar myndir sýndar í sjónvarpi af lífi hvala í sjónum. Mikill áróður var rekinn fyrir því í Bandaríkjunum að neyt- endur sniðgengju norskar vömr og þótti það sjálfsagt. Fólk fékk skömm á norskum vömm, og þá tilfínningu reyndist erfítt að uppr- æta. Erlendis em skoðanir neytenda ekki lengur vanmetnar. Neytend- ur em að jafíiaði vel upplýstir, þeir hafa vemlegar áhyggjur af umhverfísmálum og framtíð jarð- ar. Þeir eru öflugur þrýstihópur með ákveðnar skoðanir og vald til að velja og hafna því sem þeim líkar og líkar ekki og þeir beita því þegar ástæða þykir til. Ef sú ákvörðun verður tekin að heQa hér hvalveiðar á ný, verða ráðamenn að vera því viðbúnir að neytendur f viðskiptalöndunum taki málin í sínar hendur. Við höfum reyndar kynnst lítillega hvaða þýðingu það getur haft. Spuming er því hvort við séum viðbúin því að taka afleiðingun- um, eða hvort virkari þátttaka í umhverfísvemd, og vemdun hafs- ins sérstaklega, yrði okkur happa- drýgri. M. Þorv. Hvers vegna er fastað? Tveir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sinum, Madonna og Willem Dafoe. FRÆÐSLUSTUND verður í Hallgrímskirkju kl. 10 á morgun, sunnu- daginn 28. febrúar. Þar mun sr. Karl Sigurbjörnsson flytja fyrirlest- urinn Föstuna í trúarlífi og iðkun. Verður þar leitast við að varpa ljósi á það hvað fasta er og hvaða tilgangi hún þjónar. Hefur iðkun föstu eitthvert gildi fyrir líf nútímamannsins? Losti sýndur BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á myndinni Losta eða „Body of Evidence". Framleiðandi er Dino de Laurentiis, leikstjóri er Uli Edel og aðalhlutverk eru í höndum Madonnu, WiIIem Dafoe, Joe Man- tegna og Anne Archer. Myndin fjallar um Rebeccu, unga konu sem sökuð er um að hafa kom- ið ástamanni sínum, öldruðum auð- manni sem þjáðist af hjartasjúkdómi, í gröfina. Það eitt og sér þykir ekki til stórtíðinda heldur hitt að hún á að hafa komið honum þangað með því að lifa með honum óbeisluðu og harðneskjulegu kynlífi. Hún ber af sér allar sakir en brátt kemur málið fyrir dómstóla. Frank er lögmaður sem tekur að sér að veija Rebeccu. Hann er ham- ingjusamlega giftur og á einn strák. Honum hefur ætíð gengið vel og er virtur í sínu fagi, enda maður sem kann því illa að tapa. Réttarhöldin ganga sinn vanagang en á meðan á þeim stendur dregst hann inn í furðu- legt samband með skjólstæðingi sín- í Bíóhöllinni um. Samband þetta snýst eingöngu í kringum kynlíf og með tímanum verður það sífellt undarlegra. Rebecca hefur ákveðnar hugmyndir um það hvemig megi koma lögmann- inum til og gengur sífellt lengra til að fanga hann. Frank verður svo hugfanginn af Rebeccu að kona hans segir skilið við hann. Þegar það kemur upp að Rebecca hefur áður leikið svipaðan leik, þ.e. að leggja lag sitt við aldraðan auð- mann sem átti við hjartasjúkdóm að stnða, lítur út fyrir að Rebecca muni verða dæmd sek. En Frank tekst að hrekja þann vitnisburð og gera hann ótrúverðugan, en með honum vakna þær grunsemdir að ekki sé allt með felldu. Saksóknarinn er viss í sinni sök og ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Á síðasta degi réttarhaldsins ber Rebecca vitni. Kviðdómurinn dregur sig í hlé til að vega og meta öll gögn og þegar hann kemur aftur með úr- skurð sinn kemur ýmislegt upp á yfírborðið sem kemur öllum á óvart en þó mest Frank. Við aftansöng kl. 17 þann sama dag mun Hörður Áskelsson, organ- isti, leika á orgelið verkið Snert eftir Þorkel Sigurbjömsson. Verk þetta samdi hann í tilefni vígslu orgelsins 13. desember sl. Verkið byggir á stefjum úr Passíusálma- lögum. í marsmánuði verða fræðslu- stundir á sunnudagsmorgnum helgaðar Biblíunni, heilagri ritn- ingu. Þar mun sr. Sigurður Páls- son, framkvæmdastjóri hins ís- lenska Biblíufélags, fjalla um sögu og sérkenni Biblíunnar og leiðbeina um lestur hennar. Um aldir hafa kristnir menn lagt sérstaka áherslu á að styrkja og dýpka trúarlíf sitt um löngufostu. í helgihaldi og fræðslustarfi safn- aðanna er reynt að koma til móts við fólk í þeim efnum. Sjöviknafastan eða langafastan hefst með öskudegi. Þá eru fjörutíu virkir dagar til páska. Þeir minna á dagana fjörutíu er Jesús fastaði í eyðimörkinni. Aldrei var fastað á sunnudögum, því þá er fagnað yfir upprisu Krists. Jesús lagði áherslu á bæn og föstu. Fasta er það að láta á móti sér i mat og drykk til að einbeita sér að andlegum hlutum og til að dýpka og þroska trúarlíf sitt, samfélag sitt við Krist. Það gerist með kyrrð og bæn, og með því að leitast við að lifa látlausara lífi. Fastan hefur verið tími sjálfs- prófunar og iðkunar samstöðu með þeim sem líða og áminning þess að „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman“. Trúarlíf lönguföstu er innlifun, er við fylgjum í anda krossferli Krists. Um aldir hafa íslendingar notið þar ómetanlegrar leiðsagnar Hallgríms Péturssonar í Passíusál- munum. Þeir vom lesnir og sungn- ir á heimilum kynslóð eftir kynslóð. Lestur Passíusálmanna í Ríkisút- varpinu er framhald þeirrar dýr- mætu hefðar. Dýrfirðingafélagið í Reykja- vík heldur árlegan „kaffidag“ félagsins í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. febrúar. Hefst hann með messu í kirkjunni klukkan 14.00 og kaffiveiting- um í samkomusal kirkjunnar að lokinni messu. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar eru velkomnir og þeir sem eru 65 ára og eldri eru sér- í Hallgrímskirkju í Reykjavík, minningarkirkju Passíusálma- skáldsins, er leitast við að halda fram Passíusálmunum og minna á gildi þeirra í lífí og trú lands- manna. Við föstumessur á miðviku- dagskvöldum föstunnar er lesið úr Píslarsögu Jesú Krists og sungnir Passíusálmar. Þar er og leikið á nýja orgelið og við fáum að heyra eitthvað af þeim dýrindis perlum tónbókmenntanna sem tengjast stefjum föstunnar. Einnig era dag- legar kvöldbænir í litlu kapellunni í norðurálmu Hallgrímskirkju kl. 18, nema miðvikudaga og laugar- daga. Þetta era stuttar og kyrrlát- ar bænastundir, lesinn er stuttur kafli úr Píslarsögunni og viðeigandi Passíusálmur. (Fréttatilkynning frá Hallgrímskirkju) staklega boðnir. - Þessi samkoma hefur tvíþættan tilgang, sem er, að allur ágóði af kaffísölunni rennur til byggingar fyrir aldraða heima í Dýrafírði, sem félagið hefur safnað til á síð- ustu árum, og í öðru lagi að styrkja samheldni þeirra Dýrfírðinga sem flutt hafa að vestan á liðnum áram. (Fréttatilkynning) Kaffidagur Dýr- firðingafélagsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.