Morgunblaðið - 27.03.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1993
MORGU.NBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR'27. MARZ 1993
B 3
Verdi var fyrst og
fremst meistari við
smíði óperutónlistar,
og kveður svo rammt að
þessum eðliskostum að
sumir segja Sólumessu
vera bestu óperu hans.
Þar í kirkjunni varð Verdi organisti tíu ára gamall,
en tónlistarnám sótti hann til nágrannabæjarins Bus-
seto, þar sem starfræktar voru smáhljómsveitir, og
loks til Mílanó.
SIGURGANGA
Fátæktin var mikil, en Verdi naut stuðnings kaup-
mannsins Antonios Barezzis, og giftist hann dóttur
hans árið 1836, Margheritu. Þau eignuðust tvö börn
sem létust um eins árs aldurs og 1840 dó Margher-
ita. Verdi var niðurbrotinn maður, auk þess sem önn-
ur ópera hans, „Un giorno di regno“ fékk afleitar
viðtökur á sama tíma. En óperustjórinn Bartolomeo
Merelli hjá La Scala í Mílanó hvatti hann til dáða og
lyktir urðu þær að óperan „Nabucco" varð til árið
1842. Kraftur óperunnar og ferskleiki veittu henni
ótrúlegt brautargengi. „I Lombardi" (1843), „Ernani“
(1844) og „Luisa Miller" (1850) fylgdu fljótlega á
eftir. Táknmál „Nabuccos" er biblíulegt, en í öllum
þessum verkum gætti samt pólitískrar hugsunar, sem
endurspeglaði að nokkru afstöðu Verdis í sjálfstæðis-
baráttu Norður-ítala. Sterkastur varð þessi þáttur í
byltingarsöngnum sem hann samdi 1848, „Suona la
tromba,“ og í óperunni „La Battaglia di Legnano",
sem mætti kalla þjóðernislega. Verdi var hampað af
óperuunnendum eftir þessa sigra sína og þurfti ekki
lengur að lifa við sult og seyru. Hann einsetti sér
raunar að öðlast frægð og tilheyrandi ríkidæmi,
hugsanlega með það í huga að setjast snemma í helg-
an stein, og féllst á að semja tvær óperur árlega til
að svala eftirspum fjöldans. Markmið sem verður að
teljast tímafrekt og jafnvel heilsuspillandi. En fljótlega
skóp hann þijú meistaraverk, sem sameinuðu góða
sögur og dramatísk tilþrif í tónmáli, og má e.t.v. frem-
ur þakka fundvísi Verdis bókmenntalega þáttinn en
hæflleikum hans á því sviði. „Rigoletto" (1851) var
hið fyrsta, byggt á alræmdu leikriti, Victors Hugos
„Le roi s’amuse", en þar var meðal annars sýnd nauðg-
un og þótti svívirða á þessum árum. Persónurnar voru
fullmótaðar og lifandi, hljómsveitinni beitt á frumleg-
an hátt, og uppbygging tónverksins var óvenjuleg án
þess að vera fráhrindandi: Allt lagðist á eitt um að
gera verkið gríðarlega vinsælt. „II trovatore“ kom þar
á eftir og bar góðu handbragði vitni en braut lítt af
sér viðjar hefða. Verdi ákvað að uppskriftin að „Rigo-
letto“ væri betri og byggði næsta verk sitt, „La tra-
viata“ á leikritinu fræga „La Dame aux Camélias“
eftir Dumas. Verkið var frumsýnt aðeins tveimur
mánuðum á eftir „II trovatore” og gat Verdi ekki
verið viðstaddur æfingar nema að litlu leyti. Hraðinn
og tímahrakið drógu töluvert úr gæðum verksins, en
ekki svo mjög að það næði ekki til gagnrýnanda og
óperugesta. Verdi var orðinn moldríkur, og samdi
ekkert næstu tvo áratugi sem ekki var pantað sérstak-
lega og væn fjárhæð fylgdi. Flest slíkt boð bárust frá
aðilum utan Ítalíu. „Les Vépres sicilienne" samdi hann
fyrir Parísaróperuna árið 1855 við texta franska rithöf-
undarins Eugéne Scribe, sem grundvallaður var á
sögu frá 13. öld með trúarlegu yfirbragði um van-
mátt Frakka gagnvart launráðum ítala. Verdi fannst
efnið skorta einlægni og samdi óperuna með hang-
andi hendi. Ólund hans virðist hafa síast inn í næstu
tónsmíð hans, „Simon Boccanegro" því hvorki hann
né almenningur voru tiltakanlega ánægðir með niður-
stöðuna. Hann lyfti sér á flug með næsta verki sínu,
„Un Ballo in Maschera" þótt að ritskoðunarkerfið
reyndi að skjóta það niður, og þvingaði Verdi til að
færa sögusviðið frá salarkynnum hins feiga Svíakon-
ungs, Gústavs III., til Boston í Bandaríkjunum. Þessi
breyting jók ekki á trúverðugleika verksins, en tónlist-
in vitnar um hugkvæmni og fágun.
Árið 1865 gekk hann að eiga ástkonu sínatil margra
ára, Giuseppinu Strepponi, en hún hafði sungið í
„Nabucco" rúmum tólf árum áður og dvalið langdvöl-
um í sveitasetri Verdis í San Agata; nærri fæðingar-
heimili hans. Á sama tíma losnaði Italía undan valdi
Austurríkismanna, og Verdi var skipaður fulltrúi bæj-
arins Bussetto á hinu nýstofnaða ítalska þingi, sem
truflaði tónsmíðar hans, auk þess sem Verdi vildi æ
meir helga sig sveitalífsins draumi. Hann afrekaði þó
að semja „Don Carlos" og „La Forza del Destino" á
næstu árum, og vitaskuld „Messa da Requiem".
SÁLUMESSA
Eftir að Rossini lést árið 1868 var ætlunin að fá
fremstu tónskáld Ítalíu til að semja þætti í sálumessu
í minningu hans, en einhverra hluta vegna, líklegast
af skorti á fjármagni, runnu þessu áform í sandinn.
Verdi var hins vegar búinn að semja sinn þátt, „Li-
bera me“ (frelsa mig), og geymdi til betri tíma. Þegar
þjóðfrelsishetjan og einn helsti rithöfundur rómantísku
stefnunnar á Ítalíu, Alessandro Manzoni, lést árið
1873, dustaði Verdi rykið af tónsmíð sinni og pijón-
aði við. Sálumessan var síðan frumflutt í Markúsar-
kirkjunni í Mílanó 22. maí árið 1874 af 120 manna
Verdi á 6. áratug síðustu aldar.
kór og 100 manna hljómsveit, en í kjölfarið fylgdi
uppfærsla verksins á La Scala og víða í Evrópu. Verk:
ið kallast að mörgu leyti á við „Aidu“ (1871), sem
jarl Tyrkjaveldis í Egyptalandi pantaði og var flutt
eftir töluverðar tafir í nýja óperuhúsinu í Kaíró. Verdi
var fyrst og fremst meistari við smíði óperutónlistar
og kveður svo rammt að þessum eðliskostum að sum-
ir segja Sálumessu vera bestu óperu hans. Enginn
dómur verður felldur um það hér, en fullyrt að hádr-
amatískt innihald og kröftugur umbúnaður hennar
svíki engan, auk þess sem Verdi breytir röð helgisiða-
textans svo að áherslan flyst frá trúaijátningu yfir í
bón um náð þegar haldið er yfír móðuna miklu og
stutta dvöl í hreinsunareldinum: „Frelsa mig, Drott-
inn, frá eilífum dauða.“
HIN MIKLA
MÁLAMIÐLUN
Örfá orð um Þorvald Skúlason
í þeim hluta ævisögu sinnar sem nefnist „Með kyndil í hlustum“ segir rithöfund-
urinn og nóbelsverðlaunahafinn Elias Canetti á einum stað: „Manninum vex
styrkur þegar hann rekst á myndir sem uppsöfnuð reynsla hans þarfnast. Til
eru nokkrar slíkar myndir — að vísu fremur fáar, því gildi þeirra felst í því
hvernig þær viða að sér veruleikanum, ef þær væru út um allt væri veruleikan-
um einnig drepið á dreif.
En maðurinn má ekki gefa sig allan á vald
einni mynd, til að láta hana ásækja sig
og varna honum þess að breytast. Til
eru örfáar myndir sem maðurinn þarf á
að halda til að lifa af, og ef hann uppgötvar
þær nógu snemma á hann ekki á hættu að
tapa allt of miklu af sjálfum sér.“
Mér varð hugsað til þessara orða Cannettis
þegar ég var beðinn að fylgja úr hlaði uppheng-
ingu á nokkrum hinstu málverkum Þorvalds
Skúlasonar á efri hæð Sólons Islandus, en þessi
verk eru í eigu hjóna sem aldrei hafa tapað
neinu af sjálfum sér, Ingibjargar Guðmunds-
dóttur og Sverris Sigurðssonar.
Með aldrinum finn ég sjálfur fyrir aukinni
þörf fyrir þá næringu sem felst í verkum Þor-
valds. Sú lífsspeki sem þau grundvallast á slær
ítrekað á bölmóð sem stundum leitar á mig,
styrkir mig í trúnni á gildi þeirrar siðmenning-
ar sem við búum við, siðmenningar sem nú er
sögð í molum og marklaus.
Þorvaldur Skúlason er hinn mikli málamiðl-
ari í íslenskri málaralist. í verkum sínum stend-
ur hann föstum fótum í íslenskri þjóðmenn-
ingu, en eykur við hana af menningu hins evr-
ópska meginlands, rökvísi Fransmanna, þýsku
hispursleysi og ítölskum þokka, lætur samt
engan þessara þátta ná undirtökunum. Myndir
hans villa aldrei á sér heimildir.
Það er einkennandi fyrir skaphöfn Þorvalds
að þegar hann málar við hlið meistara íslensk
landslagsmálverks, Ásgríms Jónssonar, á Húsa-
felli sumarið 1941, játast hann ekki undir
myndsýn brautryðjandans, eins og margir jafn-
aldrar hans í hópi listamanna hefðu eflaust.
gert í hans sporum, heldur breytir þeirri sýn
með eigin fordæmi, gerir hana ríkulegri, þökk
sé víðtækum skilningi hans á innviðum fransks
og þýsks módernisma. Það er Ásgrímur sem
heldur frá Húsafelli breyttur litsamaður, ekki
Þorvaldur.
Yfirvegað jafnvægi sem er auðvitað mála-
miðlun í æðra veldi, ríkir í nánast öllu því sem
Þorvaldur gerir um dagana. Jafnvel í losaraleg-
asta frumkasti hans, rissi annars hugar lista-
manns, er að fínna þroskaðan skilning á helstu
möguleikum í stöðunni, brýnum áherslum, lín-
um sem þarf að hnykkja á, flötum sem þarfn-
ast skyggingar, formum sem kalla á andstæður
sínar. Segja má að í teikningum Þorvalds birt-
ist sjálf husgunin, margræð, síkvik, mótsagna-
kennd en ævinlega knúin áfram af ástríðufullri
þekkingarleit. Og það sem óvenjulegt er, þessi
skelegga teikning helst í hendur við fágætt
næmi á eðli og vægi litanna. Sérhvert mynd-
blað eftir Þorvald, hversu lítilmótlegt sem það
er, hefur eitthvað forvitnilegt við sig í litunum,
óhefðbundið samspil, undarlega uppröðun á
fletinum, háskalega togstreitu — en þó gengur
allt upp og ber höfundi sínum vitni.
Ástríðan í þessu mjög svo yfirvegaða ævi-
starfi fór framhjá mér lengi vel. Ég taldi þá
kennd fremur vera heimilisfasta í verkum
Kjarvals eða Svavars Guðnasonar. En það vant-
ar ékki skapið í báta- og sjómannamyndir Þor-
valds frá fyrstu árum heimsstyijaldar eða
myndirnar af grímunum og skrímslunum sem
hann málar sem viðauka við heimsósómamynd-
ir Cobra-manna. Og verði maður þeirra forrétt-
inda aðnjótandi að fá að fletta vasakompum
og vatnslitablokkum Þorvalds, opnast manni
innsýn í nær hamslausa sköpunarþörf.
Hinstu málverk Þorvalds, þau sem hér eru
til sýnis, bera þess ekki merki að höfundur
þeirra hyggist slaka á. Þetta eru víðáttumikil
verk, ágeng í áhættusömum leik sínum með
myndbyggingu og jafnvægi litanna. Hér, eins
og endranær í verkum Þorvalds Skúlasonar,
sættast miklar andstæður, hákúltíveruð lífræn
afstraktlist af evrópskum uppruna og stórbrot-
ið íslenskt landslag. Þetta eru myndir sem gott
er að eiga að.
Aðalsteinn Ingólfsson
SKALD HVERS-
DAGSLEIKANS
Ein umtalaóasta bók sem kom út í Bretlandi á haustmánuóum var
útgáfa af völdum bréfum rituðum af Philip Larkin. Larkin var eitt
ástsælasta Ijóðskáld Breta - ef nota má svo mærðarfullt orð um
skáldið - þegar hann lést árið 1985 oa þótti fráfall hans skilja eft-
ir tóm í bókmenntalífi Breta. Larkin var framar öllu skáld hversdags-
leikans, varaðist hástemmdar líkingar eða upphafið mál, talaói beint
til lesanda síns á venjulegu máli, enda hæfði slíkur tónn efninu: hinu
berskjaldaða, venjubundna og tilbreytingarlausa lífi.
Líf Larkins sjálfs var auðvitað meginuppspretta kvæða
hans, sem virðist - ef marka má Ijóð hans og frásagnir
- í fljótu bragði hafa verið einstaklega fábreytilegt.
En honum tekst í ljóðum sínum að túlka þetta vand-
ræðalega líf á ferskan og oft húmorískan hátt. Hann Iýsti
æsku sinni sem hörmungartíma (hjónaband foreldranna
bólusetti hann gegn allri löngun að gerast ráðsettur mað-
ur); hann slapp til Oxford þar sem hann byijaði að skrifa.
Þar uppgötvaði hann kynhneigð sína sem átti eftir að þvæl-
ast fyrir honum allar götur síðan.
I Oxford var Larkin samtíða rithöfundinum Kingsley
Amis sem var vinur hans upp frá því. Þeir voru samtaka í
því að gefa lítið fyrir gamlar hefðir og dauða höfunda. Þeir
voru af eftirstríðskynslóðinni og í hönd fóru nýir tímar. Þó
þeir þættust þannig blása á allt gamalt, voru þeir geysivel
að sér í þessum „gömlu" bókmenntum. En þeir voru trúir
þessum uppreisnarskoðunum sínum í verkum sínum: Amis
í skáldsögum og Larkin í ljóðum (hann ritaði reyndar skáld-
sögur sem ungur maður, en síðan ekki söguna meir). Þeir
félagar voru ólíkar manngerðir, Amis varð fyrirferðarmikill
í listalífi og glæsileiki hans gerði hann öruggari í samskipt-
um við hitt kynið, en Larkin var ætíð klaufalegur, óviss.
Amis hrærðist í hringiðu bókmenntanna, en Larkin fór í
felur og starfaði sem bókavörður fjarri skarkala heimsborg-
arinnar, síðast við háskólann í Hull. En bréf á milli þeirra
sýna að húmor skólaáranna og glaðhlakkalegt alvöruleysi,
sem stundum jaðrar við fyrirlitningu, var lífsseigur þáttur
vinskapar þeirra, sem og ýmissa verka þeirra.
Ástæða þess að útkoma bréfanna olli svo miklu íjaðrafoki
í haust var að þar með opinberuðust ýmsar þversagnakennd-
ar og öfgafengnar skoðanir Larkins og einkalíf hans varð
blaðanna matur. Hann var t.a.m. ákafur stuðningsmaður
Thatcher, en þrátt fyrir að hann harmaði hve að bókasöfnum
var vegið í stjórnartíð hennar, láðist honum að beina um-
Philip Larkin (1922 - 1985)
kvörtunum sínum að stjórnvöldum. En það var þó einkalíf
hans sem tryggði áhuga blaðanna. Það er hálfógeðfellt að
hnýsast í einkaskrif manna; stundum getur of mikil vitn-
eskja um manneskju haft öfug áhrif og jafnvel einfaldað líf
hennar um of. Larkin var mjög opinskár í Ijóðum sínum,
og bætir það þá einhveiju við hugmyndir okkar um hann
sem skáld þó að við vitum að hann hafi verið ákafur les-
andi klámblaða? Hvar tekur skáldið eiginlega við af mannin-
um.?
Bréfin hreyfðu þannig við ýmsum viðkvæmum málum 0g
komu við aðdáendur Ijóða Larkins. Larkin skrifaði ógrynni
bréfa og þurfti útgefandi þeirra, ljóðskáldið Anthony Thwa-
ite, að velja úr og jafnvel ritstýra bréfunum. Eins og nsem
má geta var þetta starf gagnrýnt af mörgum sem þóttu
bréfin gefa fegraða mynd af skáldinu, sérstaklega þegar
bréfin snúast um kynþáttafordóma hans og ýmis viðkvæm
einkamál.
Sú ævisaga um Larkin sem annað ljóðskáld, Andrew
Motion, hefur nú skrifað af mikilli næmni, mun líklega verða
til að þær raddir hljóðni. Hún er einfaldlega kölluð Philiþ
Larkin: A Writer’s Life. Ævisagan hefur fengið geysigóðar
viðtökur. Motion hefur auðvitað haft aðgang af öllum gögn-
um um skáldið, og hann gerir lífi Larkins og æviverki mjög
góð skil. Hann hvorki fegrar skáldið né ýkir öfgarnar í fari
mannsins; en hvernig ævin púslast svo saman við ljóðin, eða
hvort maðurinn og skáldið sé ein samræmanleg mynd, er
svo auðvitað önnur saga.
Guðrún Nordal.
A DÖFINNI
IPARIS
Þeir sem hafa í hyggju að heimsækja París eiga
ýmissa annarra kosta völ á menningarsviðinu,
en þræða hefðbundin söfn og mannvirki, þó það
standi auðvitað alltaf fyrir sínu.
IPompidou er sýning sem helguð er Henri
Matisse. Hún er ekki yfirlitssýning í
hefðbundnum skilningi. Hún spannar
aðeins hluta af ferli málarans, árin
1904-1917. Flest verkin á sýningunni koma
frá Rússlandi, úr safni listaverkasafnarans
Tsjtsjoukins, en hann sankaði að sér verkum
margra fremstu listamanna Evrópu í byijun
aldarinnar. Þó þessi sýning sé minni um-
fangs en sú sem sett var upp í MOMA í
New York í haust, hefur aðdráttarafl henn-
ar ekki verið síðra, enda óvíst að hægt verði
að sjá þessi verk aftur utap Rússlands vegna
lélegs ásigkomulags þeirra. Þeir sem hafa
í hyggju að sjá sýninguna ættu að gefa sér
góðan tíma, því víst er að það eitt að standa
í biðröðinni til að kaupa miðataki að minnsta
kosti tvo klukkutíma. Sýningin stendur til
21. júní.
Fleira er um að vera í Pompidou. í nýlista-
galleríunum standa yfir þijár sýningar um
þessar mundir. Ein þeirra er á verkum þýska
listamannsins Jörgs Immendorfs og ber hún
yfirskriftina „Is it a bicycle". Titillinn skír-
skotar til bæklings sem Beuys gaf út (Imm-
endorf var nemandi hans) með heitinu „It
is a bicycle", sem var að sjálfsögðu vísun
í hjólið hans Duchamps. Við hliðina er verið
að sýna verk eftir ítalann Bernard Bazile,
sem hefur gefið sýningu sinni yfirskriftina
It’s OK to say no! Á pallinum fyrir framan
galleríin er á ferðinni myndbandasýning,
unnin af Museum in Progress frá Vín. Um
er að ræða viðtöl við þekkta listamenn,
þ. á m. Jeff Koons, Gilbert & George, Jim
Shaw og Andreu Frazer. Fyrir þá sem vilja
sjá meira af Immendorf, er önnur sýning á
verkum hans í nágrenninu,- í Galerie Daniel
Templon við rue Beaubourg 30.
Þeir sem hafa áhuga á að þræða gallerí-
in ættu að verða sér út um kort sem liggja
frammi í flestum þeirra, þar sem galleríin
og sýningar eru merktar inn á. Undirrituð
getur þó bent á nokkrar sýningar. T.a.m.
John Chamberlain hjá Karsten Greve við
rue Debelleyme, en við sömu götu er að
finna nokkur gallerí. Handan við homið er
sýning á ljósmyndum Bernard Faucon hjá
Yvon Lambert á 108 Rue Vielle du Temple.
Þá er vert að minnast á sýningu ungs ís-
lensks listamanns, Sigurðar Árna Sigurðs-
sonar, í Palais des Congrés við Porto Moil-
lot torgið. Hún stendur til 10. maí.
Vilji listunnendur komast í snertingu við
fortíðina er vert að benda á tvær sýningar,
aðra í Grand Palais, hina í Orsay-safninu.
Sýningin í Orsay nefnist Evrópskir lista-
menn 1893, en eins og titillinn ber með sér
þá eru verkin evrópsk og eiga það sameigin-
legt að hafa verið sýnd vítt og breitt um
Evrópu árið 1893. Frekar sundurleit sýning,
sem sneiða má framhjá hafi maður ekki séð
safnið sjálft. Hún stendur til 23 maí. í Grand
Palais er feitari biti í boði. Tímabil Titien,
gullöld feneyskra málara er yfirskriftin.
Rauði þráðurinn eru verk meistara Titiens,
sem var eini listamaðurinn í Feneyjum á
16. öld sem bar það heiti. Önnur verk á
sýningunni eru eftir samtímamenn hans og
lærifeður, s.s. Giorgione, Tintoret og Vero-
nése. Sýningin stendur til 14. júní.
Kvikmyndaáhugamenn ættu ekki að láta
hjá líða að heimsækja bíó borgárinnar. Fyr-
ir utan þær myndir sem mest ber á í auglýs-
ingum er margt girnilegt á boðstólum. Má
þar nefna sýningar á myndum Ingmars
Bergmans og Andrés Tarkovskis, Wim
Wenders, Ernst Lubitschs og Charlies
Chaplins, en einnig myndum Johns Cassa-
vetes og Luis Bunuels, að ógleymdum bosn-
íska leikstjóranum Emjr Kusturice. Nýjasta
myndin hans, Arizona Dream, er hann gerði
í Bandaríkjunum, er í helstu bíóunum. Þeim
sem hafa áhuga á að sjá franskar myndir
má benda á Cesarverðlaunamyndina Les
Nuits fauves og Un coeur en hiver eftir
Claude Sautet eða belgísku myndina C’est
arrivé prés de chez vous. Fyrst og síðast
nefndu myndirnar eiga sameiginlegt að vera
umtalaðar.
Til að fá nánari upplýsingar um sýningar-
tíma og -staði mynda, opnunartíma safna
og sýninga eða leikhús- og óperusýningar
mæli ég með því að ferðamenn verði sér
úti um „Pariscope" í næsta blaðsöluturni.
Það kemur út á hveijum miðvikudegi og
kostar 3 franka. Góða skemmtun og góða
ferð.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir í París.
MENNING/LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Norræna liúsið
Færeysk myndlist til 28. mars.
Kjarvalsstaðir
Islenskt landslag 1900-1945 til 18. april.
Listasafn ASÍ
Sýning Guðrúnar Gunnarsd. til 4. apríl.
Hafnarborg
Sýning á verkum Margrétar Reykdal tii til 15.
apríl. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir í Sverrissal.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sýning á verkum Medúsu-hópsins til 5. apríl.
Nýlistasafnið
Níels Hafstein sýnir bókverk.
Sýningarsalurinn Onnur hæð
Sýning á verkum Adrian Schiess til aprílloka.
Galleri Sævars Karls
Helgi Örn Helgason sýnir smámyndir til 14. apríl.
G-15 gallerí
Sýping Elíasar Hjörleifssonar til 31. mars.
Listasalurinn Portið/Hafnarfirði
Sýningar á verkum Jón Baldvinssonar, Lárusar
Karls Ingasonar og Ólafs Gunnars Sverrissonar
til 4. apríl.
Gallerí Úmbra
Sýning á verkum Bryndfsar Jónsdóttur til 7. apríl.
Safn Asgríms Jónssonar
Skólasýning á þjóðsagnamyndum fram f maí.
Perlan
Grímur Marinósson sýnir skúlptúra til 18. apríl.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sýning á vöidum verkum listamannsins.
Gallerí Borg
Sýning á verkum Braga Hannessonar til 30. mars.
Mokka kaffi
Sýning á verkum Jóns Óskars fram í miðjan aprfl.
Menningarstofnun Bandarfkjanna
Kristmundur Þ. Gfslason sýnir til 7. apríl.
Listhús í Laugardal
Verk Helga Ásmundssonar sýnd til 31. mars.
FÍM-salurinn
Rut Rebekka Siguijónsdóttir sýnir til 28. mars.
Cafe Mílanó
Verk Titu Heydecker til marsloka.
TONLIST
Laugardagur 27. mars.
Hólmfríður Benediktsdóttir, Jennifer Spears og
Helga Bryndís Magnúsdóttir, á tónleikum f Akur-
eyrarkirkju kl. 16.00. Háskólakórinn í Dalvíkur-
kirkju kl. 16.00. Söngsveitin Filharmónfa í Lang-
holtskirkju kl. 16.00. Tónleikar í Húsavíkurkirkju
kl. 17.00.
Sunnudagur 28. mars.
Islenska hljómsveitin í Norræna húsinu kl. 18.00.
Söngsveitin Fílharmónía f Langholtskirkju kl.
16.00. Kristján Stephensen, óbóleikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir, sellóleikari, Bryndís Pálsdóttir,
fiðluleikari og Ingvar Jónasson, lágfiðluleikari í
Akureyrarkirkju kl. 17.00. Eggert Pálsson, slag-
verksleikari í Hafnarborg, kl. 17.00. Karlakórinn
Stefnir í Árbæjarkirkju kl. 17.00. Marteinn H.
Friðriksson leikur á orgel Hallgrímskirkju kl.
20.30. Hólmfríður Benediktsdóttir, Jennifer Spe-
ars og Helga Bryndís Magnúsdóttir, á tónleikum
í Safnhúsi Húsavíkur kl. 16.00.
Mánudagur 29. mars.
Þórarinn Stefánsson, píanóleikari, á EPTA-tón-
leikum i Norræna húsinu kl. 20.30.
Miðvikudagur 31. mars.
Karlakórinn Fóstbræður í Langholtskirkju kl.
17.00.
Fimmtudagur 1. mars.
Sálumessa Verdis á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands kl. 20.00 í Háskólabíói.
BOKMENNTIR
Laugardagur 27. mars.
Kynning á þýskum ljóðskáldum í Safni Siguijóns
Ólafssonar kl. 15.00.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið kl. 20.00:
Dansað á haustvöku: lau. 3. aprfl, sun. 18. aprfl.
My Fair Lady: lau. 27. mars, fim. 1. aprfl, fös.
2. aprfl. Hafið: sun. 28. mars, sun. 28. apríl. Dýrin
í Hálsaskógi: kl. 14.00, sunnud. 28. mars, lau.
3. apríl, sun. 4. apríl.
Litla sviðið kl. 20.30:
Stund gaupunnar: lau. 27. mars, fös. 2. aprfl,
sun. 4. apríl.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
Stræti: sunnud. 28. mars, fim. 1. aprfl, lau. 3. aprfl.
Borgarleikhúsið
Stóra sviðið:
Kl. 20.00: Tartiiffe; mið. 31. mars, sun. 4. mars.
Kt. 14.00: Ronja ræningjadóttir; lau. 27. mars,
sun. 28. mars, lau. 3. apríl, sun. 4. apríl.
Blóðbræður kl. 20.00: lau. 27. mars, fös. 2. apríl,
lau. 3. aprfl.
Litla sviðið kl. 20.00:Dauðinn og stúlkan; lau.
27. mars, fös. 2. apríl, lau. 3. apríl.
íslenska óperan
Sardasfurstynjan kl. 20.00, Iau. 27. mars, fös.
2. apríl, lau. 3. apríl.
Leikbrúðuland
Bannað að hlæja sun. kl. 14 og 16.
Möguleikhúsið
Geiri lygari í menningarmiðstöðinni Gerðubergi
lau. 27. mars kl. 15.00.
Kvikmyndir
MtR-salurinnn:
,„Solaris“ sun. 27. mars. kl. 16.00.
Háskólabíó
Norræn kvikmyndahátíð frá 23.-27. mars.
UMSJÓNARMENN LISTASTOFNANA OG
SÝNINGARSALA!
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir
að birtar verði í þessum dálki verða að hafa bor-
ist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt:
Morgunblaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4, 101
Rvk. Myndsendir: 91-691294.
4-