Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 4
4 D MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 BORÐTENNIS / ÍSLANDSMÓTiÐ || HANDKNATTLEIKUR / ÍS KORFUKNATTLEIKUR Aðalbjörg þrefaldur meistari Kjartan Briem endurheimti titilinn í einliðaleik Þau bestu og efnilegustu Linda Stefánsdóttir úr ÍR var kjörin besta körfuknattleiksstúlkan í vetur og hér sést hún lengst til vinstri. Lengst tii hægri er Jón Kr. Gíslason úr ÍBK sem var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar. Honum á hægri hönd er besti nýliðinn í 1. deild kvenna, Helga Þorvaldsdóttir úr KR og Helgi Guðfinsson úr Grindavík sem kjörinn var besti nýliðinn í úrvalsdeildinni. AÐALBJÖRG Björgvinsdóttir úr Víkingi varð um helgina þre- faldur meistari f borðtennis, en hún sigraði i einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Kjartan Briem úr KR endurheimti titilinn í ein- liðaleik karla og hann varð einnig meistari ftvenndarleik. FOLK ■ KÖRFUBOLTAFÓLK hélt lokahóf sitt á miðvikudaginn fyrir viku. íslandsmeistarar IBK í karia- flokki mættu glerfínir, allir í kjól og hvítt. ■ STÚLKURNAR í Keflavíkur- liðinu sem einnig unnu tvöfalt eins og strákamir létu sitt ekki eftir liggja. Þær mættu allar í sínu fín- asta pússi og höfðu menn á orði að erfitt væri að þekkja þær svona klæddar. ■ JÓN Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður IBK, var kjörinn besti leikmaður ársins. Helgi Guðfinns- son úr Grindavík var kjörinn besti nýliðinn í deildinni. ■ LINDA Stefánsdóttir úr ÍR var valinn besta stúlkan í 1. deild kvenna og Helga Þorvaldsdóttir úr KR var valin besti nýliðinn. ■ INGVAR Jónsson þjálfari Hauka var kjörinn besti þjálfari deildarinnar og Bragi Magnússon prúðasti ieikmaðurinn. ■ VALIN voru byrjunarlið karla og kvenna, Nike-Iiðin. í karlaliðið völdust Jón KR. Gíslason, ÍBK, Teitur Örlygsson, UMFN, Guð- mundur Bragason, UMFG, Birgir Mikaelsson, Skallagrími og Magnús Matthíasson, Val. ■ LINDA Stefánsdóttir úr ÍR, Olga Færseth, ÍBK, Kristín Blön- dal, ÍBK, Guðbjörg Norðfjörð, KR og Svanhildur Káradóttir, UMFG, skipuðu kvennaliðið. I KRISTINN Albertsson var kjörinn besti dómari deildarinnar, en allir dómarar fengu atkvæði. Brynjar Þór Þorsteinsson var valinn sá dómari sem tekið hafði mestum framförum. ■ INGA Dóra Magnúsdóttir frá Tindastóli gerði flestar þriggja stiga körfur hjá stúlkunum og hjá körlunum var það Guðjón Skúla- son, ÍBK. ■ LINDA Stefánsdóttir úr ÍR gerði fiest stig kvenna en John Rhodes í karladeildinni. Hann tók einnig flest fráköst þar. ■ TEITUR Örlygsson úr UMFN var útnefndur „þjófur“ deildarinnar en hann „stal“ boltanum oftast frá móthetjum sínum. ■ HAFDÍS Helgadóttir hjá ÍS, hitti best stúlknanna úr vítaköstum en hjá körlunum var það Birgir Mikaelsson úr Skallagrimi. ■ DÓMARAR útnefndu ferða- frömuð ársins og var Ingólfur Jónsson formaður körfudeildarinn- ar hjá KR heiðraður fyrir að kynna land og þjóð, aðallega meðþví að flytja tii landsins fjölmarga útlend- inga. Urslitaleikirnir í einliðaleik karla og kvenna urðu ekki spennandi því yfirburðir meistaranna voru of miklir. Aðalbjörg Skúli Unnar s.>Kraði Ingibjörgu Sveinsson Arnadóttur 3:0 og skrifar átti aldrei í teljandi vandræðum. Kjartan sigraði Gunnar Finnbjörnsson úr Erninum 3:1 í úrslitum þar sem hann átti í nokkrum vandræðum með uppgjafir Gunnars sem voru með geysilega miklum snúningi. Kjartan sigraði Tómas Guðjóns- son í undanúrslitum 3:2 í jöfnum og spennandi leik og hinn undanúrslita- leikurinn varð einnig langur og spennandi og mjög góður. Þar áttust Gunnar og Bjarni Bjarnason við og hafði Gunnar undirtökin framan af en Bjarni gafst ekki upp, heldur barðist af mikiili hörku og í úrslita- leiknum hafði hann forystu lengi vel. Gunnar gafst þó ekki upp held- ur sendi hvern boltann af öðrum með gríðarlegum snúningi sem Bjarni réði ekki við, og sigraði. Aðalbjörg er maður mótsins því hún sigraði í þremur greinum, öllum sem hún tók þátt í. Einliðaleikinn vann hún örugglega og í tvíliðaleik sigruðu hún og Hrefna Halldórsdótt- ir þær Ingibjörgu og Lilju Jóhannes- Kjartan Briem og Aðalbjörg Björgvinsdóttir. Morgunblaðið/J6n Svavarsson dóttur, en stúlkurnar eru allar úr Víkingi. í tvenndarleik sigraði Aðal- björg ásamt Kjartani Briem þau Kristján Jónsson og Ingibjörgu. Kjartan vann því til tvennra gull- verðlauna en hann varð að játa sig sigraðan í tvíliðaleik karla þar sem hann lék ásamt Jóhanni Haukssyni. HjálmQ/r Hafsteinsson og Tómas Guðjónsson úr KR sigruðu í úrslitum og áttu fremur náðugan dag. Léttara en ég bjóst við Þetta var í rauninni auðveidara en ég bjóst við, sérstaklega úrslita- leikurinn því Ingibjörg komst aldrei í gang en hún getur leikið miklu betur en hún gerði,“ sagði Aðalbjörg Björgvinsdóttir sem sigraði í einliða- leik kvenna þriðja árið í röð. „Þetta mót var einhvemvegin ekki eins erfitt og í fyrra og hitteðfyrra, en það er samt lítið að marka úrslitaleikinn, Ingibjörg var eitthvað stress- uð í honum. Það vantaði reyndar tvær af fjórum bestu hjá okkur í ein- liðaleiknum að þessu sinni, en okkur er greinilega að fara fram í borð- tennisnum og nú er bara að bæta sig ennfrekar." Þú æfir meira en flestar aðrar, er það skýringin á yfirburðunum? „Já. Ég æfi að minnsta kosti fimm sinnum í viku og þá minnst tvo tíma í senn, en það er ekki nóg. Ég þarf að æfa meira og reyni það. Það skipti llka miklu máli að ég æfi mikið með strákunum og spila við þá,“ sagði Aðalbjörg. Aðalbjörg og sex aðrir borðtennisleikarar úr Vfkingi eru á forum til Kína þar sem þau verða við æfingar í tvo mánuði. „Það verða tvær stúlk- ur og fimm strákar sem fara og ég er ákveðin I að æfa vel þama úti og verða enn betri þegar ég kem heim aftur,“ sagði þrefaldur íslands- meistaril borðtennis. Ánægjuleg tilfinning Það er mjög ánægjuleg tilfínning að endurheimta titilinn, en ég átti satt best að segja von á að leika betur,“ sagði Kjartan Briem sem end- urheimti íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kárla. Kjartan er við nám í Danmörku og æfir þar. „Ég hef æft mjög vel að undanfömu og átti því von á að leika betur en ég gerði, en það dugði! Borð- tennisinn í Danmörku er talsvert betri en hér heima, ætli ég sé ekki í kring- um_ fimmtugasta sætið þar. Úrslitaleikurinn var mun léttari en ég átti von á en ég lenti í vandræðum með Tómas Guðjónsson I undanúrslit- unum. Hann kann ennþá ýmislegt. Það hentaði mér betur að leika gegn Gunnar því þó hann sé með frábærar uppgjafir sem allir eiga í erfiðleikum með er hann hægari en ég. Mér gekk því ágætlega að komast í sóknina gegn honum, og þar vil ég helst vera,“ sagði Kjartan. Þess má geta að Kjartan fer ásamt nokkmm íslenskum borðtennismönn- um á heimsmeistaramótið í Gautaborg eftir mánuð. Ekki er enn búið að velja liðið en ömggt er að Kjartan fer. - sagðiGeirS' VALSMENN sýndu enn einu sinni sínar bestu hliðar, þegar á þurfti að halda, sigr- uðu Stjörnurnenn með 11 marka mun, 29:17, ísíðustu umferð íslandsmótsins á laugardag, og tryggðu sér þar með sigur í deildinni. „Þetta var ágætur endir á deildinni, en nú eigum við eftir að setja punktinn yfir i-ið, að sigra þrefalt," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði bikar- og deild- armeistaranna, við Morgunblaðið. Heimamenn höfðu mikla yfirburði og var byijunin nánast endurtekning á viður- eigninni gegn FH-ingum í 19. umferð. Eftir nokkrar mínútur var aðeins formsatriði að ljúka leiknum, ekki spurning um sigur Vals heldur hvað munurinn yrði mik- ill. Sálrænn sigur Sálræni þátturinn vegur ávallt þungt og veganesti Valsmanna í úrslitakeppnina er ekki amalegt; stórsigrar undir lokin gegn liðunum í öðru og þriðja sæti hljóta að hafa mikið að segja. Reyndar hrösuðu þeir eftir sigurinn gegn FH, en nú ættu þeir að vera reynslunni ríkari. „Það er rétt,“ sagði Geir. „Tapið gegn Fram sýndi að það þarf alltaf að hafa fyrir hlutunum og hugarfarið verður ávallt að vera rétt. Við lögðum mikla áherslu á að verða í efsta sæt- inu, því í fyrsta lagi gaf það okkur enn einn titilinn og í annan stað skipti það miklu máli uppá framhaldið. Nú eigum við fyrst heimaleik í átta liða úrslitum og það hefur mikið að segja. Sigrarnir gegn FH og Stjörnunni styrkja okkur sálrænt, en að öðru leyti hafa þeir ekkert að segja; þeir hjálpa okkur ekkert gegn Eyjamönn- um, sem eru erfiðir andstæðingar á mikilli sigl- ingu.“ Sárt enni Stjarnan án Magnúsar Sigurðssonar, sem er meiddur, og Patreks Jóhannessonar, sem er í leikbanni, átti sér ekki viðreisnar von. Liðið, sem var með tveggja stiga forystu í deildinni eftir 18 umferðir, tapaði forskotinu gegn ÍBV í 19. umferð og sat eftir með sárt ennið. „Leikurinn gegn ÍBV var slys,“ sagði Gunn- ar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við héldum ekki einbeitingu, sem sýnir að við náum ekki enn að halda út í langan tíma. Menn leyfa sér að fara út af brautinni og á meðan vinnst ekki titill. Hins vegar er þetta ef til vill eðlilegur tröppugangur hjá liðinu. Það hefur tekið mörg ár að klifra upp stigann og árangurinn hefur aldrei verið betri. Að þessu sinn vorum við án tveggja lykilmanna okkar og munar um minna, en leikþátturinn á Akureyri setti líka strik í reikninginn. Það er mál, sem forysta HSÍ verð- ur að koma í veg fyrir að endurtaki sig, en hvað okkur varðar þá tekur næsti kafli við og mér líst ágætlega á að mæta ÍR-ingum. Ég þekki þá vel, en það verður um baráttu upp á líf og dauða að tefla.“ — Selfoss og Stjam- aníbidstöðu Valur og FH hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppni í haust, Valsmenn í Evrópukeppni bikar- hafa og FH-ingar í Evrópukeppni fé- lagsliða, IHF-keppninni. Þegar Islands- meistari verður krýndur liggur fyrst fyr- ir hvert þriðja liðið verður í Evrópu- keppni og koma þrír möguleikar til greina: • Ef hvorki Valur né FH verður meist- ari tekur meistaraliðið þátt í meistara- keppninni. • Ef Valur verður meistari tekur Iiðið þátt í meistarakeppninni og Selfoss í Evrópukeppni bikarhafa. • Ef FH verður meistari fer Stjarnan í IHF-keppnina. Steinþór Guðbjartsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.