Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 8
JUDO ít*6mR GOLF / BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ Átta ára bið Þjóðverjans Bernhard Langer lauk í Austin Fór heim með 20 milljónir Bernhard Langer kom, sá og sigraði í Austin. ÞJOÐVERJINN Bernhard Lang- er sigraði á Bandaríska meist- aramótinu ígolfi um helgina og krækti sér í 20 milljónir króna fyrir vikið. Þetta er fyrsta „risamótið" í ár og með sigrin- um fékk Langer áramótaósk sína upfyllta því hann óskaði sér sigurs í einhverju af „risa- mótunum". Langer sigraði í þessu móti fyrir átta árum, og er tólfti kylfingurinn sem nær að vinna oftar en einu sinni. Mótið fór að vanda fram á Aug- usta vellinum í Georgíu og viðraði þokkalega nema hvað dálítið rok setti strik í reikninginn þriðja daginn. Bernhard Langer var að vonum ánægður þegar hann klædd- ist græna jakkanum í klúbbhúsinu eftir sigurinn. Hann leit líka miklu betur út en fyrir átta árum. „Ég ákvað að vera í fölgulri peysu í dag, svona til vonar og vara. Þegar ég vann síðast var ég eins og jólatré í rauðum buxum og rauðri peysu,“ sagði Langer og bætti því við að gamli jakkinn væri orðinn dálítið þröngur. „Eg óskaði þess um áramótin að sigra í einhveiju af „risamótunum“ og það tókst. Þegar ég vann fyrir átta árum hélt ég að ég þyrfti ekki að bíða lengi eftir næsta sigri, en hann lét standa á sér. Ég viðurkenni að eftir þrjátíu „risamót“ án sigurs var farið að fara aðeins um mig. Þetta var löng bið en nú er hún sem betur fer á enda,“ sagði Langer, sem er 35 ára og hefur verið atvinnumað- ur síðan hann var 17 ára gamall. Langer lék á 277 höggum, fjórum höggum færra en Chip Beck frá Bandaríkjunum sem varð í öðru sæti og ellefu höggum undir pari vallarins. Fyrir síðasta hringinn átti Langer fjögur högg á Beck og þegar þeir höfðu leikið 12 holur hafði Beck dregið á hann um tvö högg. Langer LYFTINGAR Þrjúís- lands- met rjú ísiandsmet voru sett á hinu árlega páskamóti KR í ólympískum lyftingum, sem fór fram í æfingasal KR við Nýbýla- veg í Kópavogi á annan í pásk- um. Keppt var samkvæmt flokkaskipaninni. sem tók gildi um liðin áramót. Ingvar Ingvarsson, KR, keppti í -99 kg flokki og setti tvö met. Hann jafnhattaði 180 kg og iyfti 315 kg samanlagt. Eggert Bogason, KR, snaraði 110 kg, sem er met í +108 kg flokki. hafði þá leikið allar 12 á pari. Þrett- ánda holan er par fimm, um 450 metra löng og áttu þeir báðir frá- bært upphafshögg. Beck sló inná í öðru höggi og Langer gerði það sama og var heldur nær. Pútt Becks mistókst en Langer, sem hefur átt í miklum erfiðleikum með púttin hjá sér undanfarin ár, renndi kúlunni í. Glæsilegur örn hjá honum og „ljóst að ég ætti sigurinn vísan nema ég gerði einhveija meiriháttar vit- leysu,“ sagði Langer. Víkingar eru vel að sigrinum komnir, hafa ekki tapað leik í deildinni í vetur. Leikmenn liðanna virðast þekkja Stefán hveijir til annara og Stefánsson jafnt var á öllum sktifár tölum fyrstu tuttugu mínútumar; þá voru tvær Stjörnu- Nick Faldo, sem hefur verið mjög jafn og góður á stórmótum, átti í miklum erfiðleikum með púttin og fann sig alls ekki. Hann lék til dæm- is á 79 höggum þriðja daginn en bætti sig síðan um 12 högg næsta dag. Hann varð ekki á meðal 30 efstu og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan 1986. Síðasta dag- inn var Faldo í öðrum ráshóp og slíkt hefur ekki gerst í óratíma. Dan Forsman frá Bandaríkjunum var einu höggi á eftir Langer síð- stúlkur reknar útaf í einu og þegar þær komu inná aftur var sú þriðja kæld. Fækkunin virkaði sem víta- mínsprauta á Víkingsstúlkur og þær skoruðu sex mörk í röð og Mara Samardija í markinu varði vítaskot að auki. Úrslitin voru þar með ráðin, sama hvað Stjörnu- asta daginn, þar til hann kom á 12. holu. Hún er par þrír og þarf að slá yfir sjóinn þar. Forsman sló tvisvar í sjóinn og þar með var draumurinn búinn. Þess má til gamans geta að vikuna fyrir mót fékk hann sér spólu með Jack Nicklaus þar sem sýndar eru nokkrar af skemmtilegustu hol- um heims að mati „gullbjarnarins" og er 12. holan þar á meðal. Það dugði Forsman ekki að þessu sinni. ■ Úrslit / D7 stúlkur reyndu enda vantaði á vilj- ann. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka og ellefu marka munur, setti Theódór Guðfinnsson þjálfari Víkinga varalið sitt inná. „Eg er í sjöunda himni. Það var dásamlegt að fá svona úrslitaleik því við áttum eins von á fimmta leik. Við undir- bjuggum okkur mjög vel fyrir alla leikina og allt small saman í tveim- ur síðustu," sagði Theódór. „Þetta var búið þegar við vorum reknar útaf í fyrri hálfleik því við náðum okkur ekki á strik með sex mörk á bakinu. Við reyndum en þær voru bara betri og áttu skilið að vinna,“ sagði Guðný Gunnsteins- dóttir, fyrirliði Stjömunnar. HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KVENNA Gerðum útum leik- inn í fyrri hálfleik SEX mörk í röð á jafn mörgum mínútum í lok fyrri hálfleiks, lagði grunninn að stórsigri Víkingsstúlkna, 12:21, á Stjörnunni og tryggði þeim íslandsmeistaratitilinn ífjórða úrslitaleik liðanna í Garðabænum í gærkvöldi. „Ég átti ekki von á að þetta yrði svona auðvelt en brottvísanir þeirra í fyrri hálfleik gerðu útslagið og við gerðum þá útum leikinn. Það var algert áfall að tapa fyrsta leiknum í Víkinni en vendipunkturinn í úrslitakeppninni var annar leikurinn, þegar við unnum hér í Garðabænum," sagði fyrirliði íslandsmeistaranna, Inga Lára Þórisdóttir við Morgunblaðið. Vernharð Þorlelfsson Vemharð krækli sér í gull VERNHARÐ Þorleifsson frá KA á Akureyri sigraði í -86 kg flokki á fjölmennu og sterku unglinga- móti í júdó í Skotlandi um helg- ina. Atli Gylfason hlaut brons- verðlaun í -71 kg fiokki en ails tóku 11 íslenskir unglingar þátt f mótinu. Mótið, sem haldið er árlega um páska, er eitt fjölmennasta unglingamót í júdó sem haldið er. Keppt er í karlaflokkum undir 21 árs og unglingaflokkum undir 16 ára. Að þessu sinni voru þátttakendur rúmlega 600 frá Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Þetta er í fýrsta sinn sem íslendingar taka þátt í mótinu og árangurinn því mjög góður. Vemharð keppti í karlaflokki í -86 kg flokki en hann er 95 kg. I úrslitum mætti hann breskum júdókappa sem vóg 125 kg en gerði sér lítið fýrir og sigraði. í flokki unglinga undir 16 ára stóð Atli Gylfason úr Ármanni sig best og náði þriðja sæti í -71 kg flokki. Bjami Skúlason frá Selfossi var mjög nærri því að hreppa bronsið í -50 kg flokki en tapaði og lenti í fímmta sæti. Jón Óðinn Óðinsson þjálfari KA- manna mun í framhaldi af mótinu sækja alþjóðlegt þjálfaranámskeið þar sem allir fæmstu þjálfarar Breta munu leiðbeina. KNATTSPYRNA KRvann Víking KR vann Víking, 2:1, í Reykjavík- urmótinu í knattspymu í Laug- ardal í gærkvöldi. Steinar Ingimund- arson og Izudin Dervic komu KR í 2:0, en Hörður Theódórsson minnkaði muninn í 2:1 á lokamínútu leiksins. Stjarnan - Víkingur 12:21 íþróttahúsið í Garðabæ, fslandsmótið í handknattleik kvenna — fjórði leikur í úrslitum, þriðjudaginn 13. apríl 1993. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 5:5, 5:11, 6:11, 6:12, 7:12, 7:16, 9:16, 9:20, 9:21,12:21. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 5, Sigrún Másdóttir 2, Una Steinsdóttir 2, Guðný Gunn- steinsdóttir 1, Herdís Sigurbergsdótt- ir 1. Varin skot: Nina Getsko 15/1 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 8/4, Halla María Helgadóttir 4, Vald- ís Birgsdóttir 3, Hanna M. Einarsdótt- ir 2, Svava Sigurðardóttir 2, Elfsabet Sveinsdóttir 1, Heiðrún Guðmunds- dóttir 1. Varin skot: Mara Samordeja 11/1 (þaraf 2 til mótheija). Helga Torfa- dóttir 1. Utan valiar: lOm mfn. Áhorfendun 1.050. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. Komust vel frá leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.