Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 fuliar af krafti. Uppstilling sýning- artjaldanna hvers gegnt öðru veldur átökum og sérkennilegar myndir verða til þegar þeim er varpað á hlið. „Ég er hugfangin af þessari nátt- úru,“ segir Steina, „og hef komið hingað til að mynda frá upphafi. Orkan einkennir ísland og mér finnst hún búa í vatninu. Olga þess sýnir okkur hvernig augnablikin þjóta hjá; hreyfing og tími eru iykilatriði í minni list,- Ég lék á fiðiu áður en ég sneri mér að myndbandinu og í tónlist er tíminn líka allt.“ Steina og eiginmaður hennar eru brautryðjendur í vídeólist. Þau voru meðal stofnenda Kitchen-hópsins í New York og unnu þar lengi, en hafa nú um árabil starfað í Santa Fe í Nýju Mexíkó. í miðjum mánuðinum mun Steina leika verk fyrir fiðlu og myndband í listasafninu, í fyrsta skipti hérlendis. Kvíðafullt dádýr Á annarri hæð safnsins hefur Daninn Finn Naur Petersen reist stofu lagða gulli og silfri innan veggja. Þar stendur kvíðafullt dádýr á stalli og tyrkneskir inniskór liggja á gólfinu. Gifsmót af hlutum úr ís- lenskum kirkjudyrum eru þar líka og kassi sem gæti geymt fjársjóð eða verið púlt eða hafa gleymst. Finn Naur er fæddur í Kaupmannahöfn 1954 og starfar í heimaborg sinni. Hann stillir upp andstæðum í verkum sínum og magnar hugarflug þess sem virðir afraksturinn fyrir sér. Finn Naur lagði veggi stofunnar gxill- og silfurdufti til að draga fram það heita og kalda. Þeir færast nær mönnum með hvítum strokum yfir málminn en gróf járnrör bijóta upp áhrifin og gifsbútar í þeim gætu vitn- að um hreyfingu eða verið lengdargr- áður á korti. I miðri stofunni er biár lampi sem virðist laða að sér aðra innanstokksmuni líkt og segull. Verkið er stef um hreyfingu í kyrr- stöðu, spennu og dulúð. Þokki í sprungnum vegg Fyrir utan þessa stofu er annað verk ekki síður ljóðrænt. Finnska Iistakonan Maaria Wirkkala hefur á sérstæðan hátt ofið náttúrumyndir og tákn í safnið sjálft og umhverfi þess. Hún fetar sig á fíngerðan máta eftir veggjum listasafnsins, bendir sýningargestum út um gluggana á vatn; bæði á mynd og í Tjöminni. Sprunga í vegg verður jarðvegur lít- illar blómjurtar sem vísar til heitis og uppruna sýningarinnar, Biblíutil- vitnun blasir við ofan glugga og annar gluggi verður sjálfstæður hluti verks hennar. Maaria leikur gjarna þennan leik, gæðir rýmið óvæntum þokka án þess að skreyta eða hlaða nokkurs staðar á. Hún er fædd í Helsinki 1954 og starfar bæði í heimalandi sínu og Frakklandi. Maaria er eini listamað- urinn á Borealis 6 sem ekki getur verið viðstaddur opnunina. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, var fyrir tveimur árum kosin listamaður ársins í heimalandi sínu og hlaut hin þekktu Ars Fennica verðlaun. Úr öskunni Aska frá íslandi og Noregi er efni- viður Bente Stokke á Borealis. Bente vísar til ólíkra svæða og tlma- bila með samsetningu sinni. Fíngerð- ur salli löðir við glerplötur, einhvern tímann varð hann til við geysileg átök. En eftir að nátturan er að nið- urlotum komin liggur einungis aska eftir, laus ur viðjum tíma og skeyt- ingarlaus um hættu af orku jarðar. Bente fæddist 1952 í Noregi og vinnur að list sinni í Osló og Beriín. Hun notar ösku i allflestum verkum sínum og þótt hún tengi hana ákveðnum hugleiðingum, þykir henni askan í sjálfu sér falieg. Ofta'st fær hún hana í sorpeyðingarstöðvum, en fyrir Borealis áskotnaðist henni að auki aska úr eldfjöllum. Bente verður nú í annað sinn fulltrúi ungra nor- skra listamanna á tvíæringi í Feneyj- um og það eitt ber vitni um þann sess sem hún skipar í alþjóðlegri list. í eldinn í Hallargarðinum við listasafnið er eldfjall. Það byggði yngsti lista- maðurinn á Borealis 6, Ulf Rollof frá Svíþjóð, og hópur nemenda við skúlptúrdeild Konunglegu dönsku listaakademíunnar. í eldQallinu er dóttir (selló), Einar Jóhannsesson (klarinett) og Einar St. Jónsson (trompet). Tónleikarnir verða á laug- ardögum klukkan 16, á sunnudögum eftir leiðsögn um sýninguna um klukkan 15.45 og á fimmtudögum í hádeginu klukkan 12.45. Myndarleg sýningarskrá hefur verið gefin út um Borealis 6 og nýtt tölublað norræna tímaritsins Siksi fjallar um sýninguna. Leiðsögn verð- ur um hana1 á hveijum sunnudegi klukkan 15, en safnið er opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Borealis 6 lýkur sunnudaginn 20. júní. Texti: Þórunn Þórsdóttir. Myndir: Kristinn Ingvarsson og fleiri. Orkan einkennir ísland og mér finnst hún húa í vatninu. Ólga hess sýnir okkur hvernig augnablik in hióta hjá; hreyfing og tími eru lykilatriúi í minni list. Roman Signer: Tvær tunnur, 1988. I NATTURUSPEGLI FYRIR allmörgum árum kom út hérlendis skondin barnasaga um kubbslegan herramann með hattferlíki, Herra Hú, eftir finnska rithöf- undinn Hannu Makelá í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Hannu Mákelá er öllp þekktari í heimalandi sínu sem atorkusamt ljóðskáld en barna- bókahöfundur, og nú nýverið kom út hjá bókaútgáfunni Urtu ljóðaúrv- al eftir hann í þýðingu Eyvindar Péturs Eiríkssonar; Árin sýna enga miskunn. Byggist safnið á tólf ljóðabókum Mákelá sem komu út á árunum 1966 til 1989. Bente Stokke-. Tvítoka, 1991. sófí, sem gestir geta tyllt sér á og fundið hitann undir niðri. Hann staf- ar frá kolum sem Ulf kom fyrir und- ir fjallinu og vegna vatnslaugar við sófann liðast stundum reykur upp úr þvi. Fjallið er gert úr grind sem reist er yfír sófann og lögð bárujárni og malbiki. Nábýli manna við náttúruna þrátt fyrir þá ógn sem af henni getur staf- að er yrkisefni Ulfs. Honum er eld- hættan sérstaklega hugleikin, hefur enda sjálfur setið í miðju gosi, eins og hann lýsir í sýningarskránni. Það var í Mexíkó og þar hefur hann byggt eldsófa. Hér ræðst hann í viðameira verkefni og býður gestum og gang- andi hvíld á háskalegum griðastað. Hin norðlæga list Latneska orðið Borealis þýðir norðlægur og sýningarnar sem við það eru kenndar hafa verið haldnar á Norðurlöndunum annað hvert ár frá 1983. Fyrir þeim stendur Nor- ræna listamiðstöðin í Sveaborg og hefur Listasafn íslands nú samvinnu við_ hana. Borealis er nú í fyrsta sinn ■á íslandi og var átta listamönnum boðin þátttaka. Þeir eru ekki allir af norrænu bergi brotnir, enda segja menn að listin hafí engin landamæri. í upphafi 1983 var Borealis hefð- bundin farandsýning, en það breytt- ist strax tveim árum seinna þegar farið var að spinna í salarkynni við- komandi safns og listamenn fengnir víðar að en af Norðurlöndum. Þá var sýningin haldin skammt frá Osló og efni hennar höggmyndalist utan dyra. Borealis 3 var síðan í Malmö og snerist um frumspekilegt mál- verk. Næst var sýningin nærri Kaup- mannahöfn með áherslu á stórar samstillingar eða installasjónir og síðast í Pori á vesturströnd Finnlands undir kjörorðinu Efni og áhrif þess. Samtíma tónlist í tilefni Borealis hljómar tónlist í safninu þrisvar í viku, alls átján stuttir einleikstónleikar á vegum kammerhópsins Ýmis. Á þeim verða kynnt nærri þijátíu norræn samtíma- verk. Ými skipa Auður Hafsteins- dóttir (fiðla), Bryndís Halla Gylfa- Hannu Mákelá er fimmtugur Helsinkibúi, rithöfundur og gagnrýnandi. Hann hefur sent frá sér ljóð, leikrit og sögur. „Hann þykir erfiður í þýðingu og er það,“ ritar Eyvindur Pétur í inngangi að safninu. „Eitt er, að finnsk tunga hefur sérstöðu, málfræðilega ijölbrugðið mál, litríkt og margslungið að merkingarbrigð- um. Annað er skáldinu sjálfu að kenna, það bregður oft á leik og beitir setnTngargerð og orðaröð sem Finnum sjálfum þykir undarleg." Mákela vill ekki gera of mikið úr þessum stílbrögðum þegar þau eru færð í tal. „Setningar þær sem ég skrifa búa yfir alls kyns hljóðmögu- leikum og hljómrænum eiginleikum. Þegar ég les ljóð mín upphátt heyr- ist þessi hrynjandi, en það er ekki eins einfalt að koma auga á hana þegar lesið er í hljóði. Hrynjandin er mikilvæg að mínu mati, og leyn- ist mjög víða. Það liggur t.d. ekki í augum uppi að íslendingasögurnar geymi ljóðrænu, en þegar setning- arnar eru einangraðar og skoðaðar sérstaklega koma þessir ljóðrænu þættir glöggt í ljós.“ Fyrrgreindra einkenna á ljóðagerð Mákelá gætir raunar lítt í safninu Árin sýna enga miskunn, nema kannski í nokkrum sýnidæmum frá yngri bókum Mák- elá og segir Eyvindur Pétur raunar að þau skili sér ekki fullkomlega. „í ljóðunum eru þó flækjur sem ég fékkst lengi við og var jafnvel fastur í, en fékk greitt úr með góðra manna hjálp. Útkoman á íslensku er einfald- ari en á finnsku, því þegar ég þótt- ist hafa öðlast skilning var ég ekki að flækja merkingu að nýju. Erfið- ast var vitaskuld það sem er ólíkleg- ast að ég ráðist í að þýða, hvort sem það var vegna þess að ég taldi mig ekki skilja nægilega vel eða geta ekki túlkað sem skyldi. Ég styðst víða við sænskar þýðingar ljóðanna, en hefði ég einungis halt sænskuna að leiðarljósi hefði útkoman verið töluvert önnur en hún birtist á prenti, t.d. hvað varðar föllin. Falla- kerfi er varla til í sænskri tungu, öfugt við finnskuna, en t.d. í þágu- fallinu íslenska er hægt að túlka ýmislegt úr finnsku sem sænskan býður ekki upp á. Fínni blæbrigði Maaria Wirkkala: Hugskot, Iyö4. Giovanni Anselmo: Nafnlaust til norðurs, 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.