Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 3
____________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993_B 3
MILAN KUNDERA
OGHINIR
Eftir Jóhann Hjálmarsson
Milan Kundera er einn þeirra rithöfunda sem vekja ekki aðeins
athygli með skáldsögum sínum heldur einnig greinum og við-
tölum. Grein sem birtist eftir hann í frönsku bókmenntatímariti
í september sl. hefur verið þýdd á mörg tungumál og hún hefur
hleypt af stað umræðu um skáldsagnagerð samtímans. Greinin sem
nefnist Þegar Panúrg þykir ekki lengur fyndinn birtist í íslenskri
þýðingu Friðriks Rafnssonar (TMm., 4. hefti 1992).
Milan Kundera, Tékki sem býr í París, hefur ókveðnar skoðanir og fer ekki leynt
með þær.
Með því að leggja upp
frá groddalegum
ýkjuheimi Rabelais i
skáldsögunni um
Gargantúa, gera mun á skáldsögu
og veruleika, er Kundera að veija
Salman Rushdie og skáldsögu
hans Söngva Satans. Hann vísar
ásökunum gegn Rushdie um guð-
last á bug. Rushdie samdi einfald-
lega skáldsögu án þess að ætla
sér að ráðast á islam.
Uppfinning nútíma hugsunar
Meginkjarninn í grein Kundera
er hugleiðing um skáldsöguna.
Hann segist kvíða þeim degi þegar
Rabelais þyki ekki lengur fyndinn,
en meðal þess sem sá franski býð-
ur upp á er háðuleg drekking
kaupmanna og búfénaðar þeirra
sem Panúrg stendur fyrir, klám
ástsjúks manns (Panúrgs) við
guðsþjónustu og ýmsir hrekkir.
Kundera vitnar í orð Octavio Paz
um kímnina sem „hina miklu upp-
finningu nútíma hugsunar“ og
bætir við: „Þeir sem ekki hafa
gaman af atriðinu þar sem Panúrg
drekkir kaupmönnum og rollum
um leið og hann lofar lífið fyrir
handan, koma aldrei til með að
botna neitt í list skáldsögunnar."
Skilgreining kímninnar hjá
Kundera er líkt og ástaijátning
eða tilbéiðsla. í hans augum er
hún „guðdómleg birta sem afhjúp-
ar hið tvíræða siðferði heimsins
og djúpstætt getuleysi mannsins
til að kveða upp dóma yfir öðr-
um“. Séu skáldsögur Kundera
sjálfs lesnar með þetta að ieiðar-
ljósi, til dæmis Ódauðleikinn, geta
menn áttað sig betur á honum.
Kímni hans, hina sérstöku tegund
fyndni, er ekki nauðsynlegt að
skilja sem háð eða háðsádeilu.
Miklu fremur er hún sett fram í
því skyni að afhjúpa afstæði alls
Francois Rabelais (1490-1553), einn
af frumkvöðlum evrópsku skóldsögunnar.
Þeir sem ekki hafa gam-
an af atriðinu par sem
Panúrg drekkir kaup-
mönnum ng rollum um
leið ng hann Infar lífið
fyrir handan, knma aldrei
til með að hntna neitt
í list skáldsngunnar
þess sem mannlegt er svo að enn
sé fiskað í sjó Kundera.
Sjálfur er Kundera (Tékki sem
býr í París) hluti þeirrar evrópsku
sagnahefðar sem kenna má við
Rabelais og Cervantes (Don Kí-
kóti) og nær hámarki hjá Kafka,
Musil og fleirum á þessari öld. Það
er athyglisvert að Kundera sér
helstu arftaka evrópsku skáldsög-
unnar í höfundum utan Evrópu
(meðal þeirra Rushdie og Márquez
með Hundað ára einsemd). „Grall-
aragangurinn í anda Rabelais“ er
að hans dómi hvergi jafn lifandi
og hjá höfundum sem ekki eru
evróþskir.
Það er sennilega ekki heldur
nein tilviljun að ýmis ljóðskáld
utan Evrópu þykja nú hafa mest
fram að færa. Eg nefni aðeins
Derek Walcott frá Vestur-Indíum.
I ljóðum hans er frásögn áber-
andi. Að öllum líkindum hafa les-
endur ekki gefist upp á sögum
hvort sem þær eru sagðar í formi
skáldsagna eða ljóða.
Er skáldsagan til?
Um „óttann“ við textann skrifar
Guðbergur Bergsson (TMm., 1.
hefti 1993) í grein sem ekki er
alltaf ljóst hvort á að taka alvar-
lega eða brosa að. Guðbergi er sem
kunnugt er lagið að beita skopá-
deilu, en á það eflaust á hættu
þegar honum tekst best upp (eins
og fleiri fyndnir menn) að litið sé
á skoðanir hans fyrst og fremst
sem „skemmtun“. Hann er ekki
fyrr búinn að sannfæra lesandann
en hann slær hann út af laginu
með því að gera lítið úr eigin rökst-
uðningi.
Það er margt bráðskemmtilegt
í grein Guðbergs, en hér verður
staðnæmst við eina yfirlýsinguna
um skáldsagnagerð: „Ég hef aldr-
ei orðið fyrir þeirri reynslu að ég
hafi haft á tilfinningunni að ég
sé búinn að ná tökum á skáldsög-
unni. Ég veit ekki einu sinni hvað
skáldsagan er, svo ég hef líklega
ekki getað náð tökum á því sem
er óljóst eða kannski ekki til.“
Sjálfsvitund
Dagný Kristjánsdóttir vitnaði i
Kundera í ræðu sem hún hélt til
heiðurs verðlaunahafa Norður-
landaráðs, danska skáldsagnahöf-
undinum Peer Hultberg (Mbl. 17.
mars sl.). Eins og Dagný benti á
kallaði Kundera okkur öll „börn
skáldsögunnar". Orðrétt sagði
Dagný að rithöfundar hefðu „stöð-
ugt notað skáldsöguna til að segja
frá nýrri, tilbúinni og þó mögu-
legri lífssýn og því er sjálfsvitund
okkar Evrópubúa orðin til í skáld-
sögunni“.
Megi trúa Dagnýju svarar hún
Guðbergi því að þá er það sem
hann fæst víð þegar hann setur
saman skáldsögu ekkert minna en
að búa til „sjálfsvitund" handa sér
og okkur hinum. Með því móti er
skáldsagan til.
Dagný hefur að vísu ofurtrú á
skáldsögum, enda er hún að ræða
um afar merkan skáldsagnahöf-
und sem er Peer Hultberg. Ekki
er þó hörgull á góðum skáldsögum
hér heima, nýlegt dæmi er Svanur-
inn eftir Guðberg.
Kannski hefur Guðbergur undir
lok Svansins áttað sig á því að
hann var að skrifa raunsæislega
skáldsögu og þess vegna gripið til
aðferða yfirraunsæisins og skyndi-
lega og að óvörum staðið uppi
með „táknmynd" í höndunum?
Tilvistarkönnun
Frelsi skáldsögunnar hlýtur að
verða umhugsunarefni áfram,
einkum fyrir skáldsagnahöfunda.
Lesendur eru orðnir vanir því að
hefðbundin lögmál í skáldskap séu
að litlu eða engu virt.
Matthías Viðar Sæmundsson
sem fjallað hefur um Kundera og
kenningar hans, m. a. í greininni
Blekking og þekking (Myndir á
sandi. Greinar um bókmenntir og
menningarástand, 1991), túlkar
hugmyndir hans þannig: „Skáld-
sagnahöfundurinn er hvorki sagn-
fræðingur né spámaður — hann
er tilvistarkönnuður.“
Það er einmitt þessi könnun sem
er heillandi við skáldsöguna.
annu Makela Morgunbiaáið/Þorkeii Eyvindur Pétur Eiríksson
Setningar mínar bua yfir alis kyns hlióðmðguleikum og hljómræn-
um eiginleikum. Þegar ég les Ijóð mín upphátt heyrist hessi
hrynjandi, en hað er ekki eins einfalt að koma auga á hana
hegar lesið er í hljóði.
merkingar er því að finna í uppruna-
legu útgáfu ljóðanna."
Öldin sem fæddist til
endurtekningar
í ljóðunum glampar á náttúru-
spegil sem ljóst er að höfundur fæg-
ir reglulega og hefur mætur á. Þar
speglast gjarnan kenndir hans og
líðan. Eyvindur Pétur kveðst líklega
hafa valið hlutfallslega meira af
náttúruljóðum í safnið en öðrum
yrkisefnum höfundar. „Slíkar
stemmningsmyndir eru einfaldlega
mér að skapi, og þó Mákela sé góð-
ur gestur og jákvæður í náttúrunni,
er hann samt sem áður gestur eins
og borgarbúum er eiginlegt að vera,
og hann skynjar náttúruna ekki á
sama hátt og sá sem er uppalinn í
lienni miðri. En þetta sjónarhorn er
samt enginn ljóður á ráði hans.“
„Við getum sagt sem svo, að þeg-
ar þú horfir á náttúruna og lýsir
henni," segir Mákelá, „að þú látir í
ljós hvoit þér finnist eitthvað fallegt
eða ei, og þá birtast þínar eigin til-
finningar. Það hefur raunar alltaf
verið svo að náttúran spilar stórt
hlutverk í lífi mínu, en ntaður fer
þó ekki af stað í þeim tilgangi að
yrkja um náttúruna, heldur birtist
hún í myndum sem fylgja textanum,
ólíkar margar hveijar, en oftast
s_prottnar af engu nerna sjálfum sér.
Eg bý u.þ.b. 60 kílómetra frá Hels-
inki, með vatn á aðra hönd og skóg
á hina, og því afar nærtækt að sækja
í hefðbundna, finnska náttúru, og
jafnvel Helsinki þar sem ég vinn er
ein fárra stórborga í Evrópu sem
er umkringd skógum og vötnum.
En ég hef líka ferðast til Lapplands
og þekki og notfæri mér því einnig
villt yfirbragð náttúrunnar, er líkist
rneira því sen þið þekkið hérlendis.
Undanfarin ár hef ég unnið að bók
sem ég kalla Týndu borgina. í henni
gegnir náttúran líka stóru hlutverki,
en ég reyni að leita einhvers sem
er sérstætt og segir þó jafnframt
eitthvað um altæk fyrirbrigði, og ég
held að sama máli gegni um ljóðin."
Öldin sem fæddist til endurtekningar,
húsin, að falli komin.
Te með hrútabeij abrag-ði.
íjarræn augu og brottför,
eitthvað, burt ...
Vegurinn beygir, lundurinn, fuglamir,
sól í móðu sofnar í fljótið.
Áin rennur stillt.
Lokatillit.
Móðir Rússland sem fæddir mig,
heyrðu hve sonur þinn saknar þin.
Móðir Rússland sern fóstraðir mig,
heyrðu hve sonur þinn þráir þig.
Vaparnir hreyfast.
Til baka liggur engin leið,
framundan eru enn áfangar.
Langur áfangi.
Dapur. máni. Kyrrlátar stjörnur. í dagrenn-
ingu kuldaskjálfandi
vindur sem spyr.