Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 dagskrq C 5 LAUGARPAGUR 5/6 Scarlett - Lisa Lynn sýnir hvernig hún túlkar hlutverkið eftirsótta. Margar reyndu við hlutverk Scariettar Sjónvarps- stöðin CBS kvikmyndar framhald Á hverfanda hveli BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS hélt umfangsmikið hæfnispróf þegar hafin var leit að leikkonu í hlutverk hinnar einu sönnu Scarlett O’Hara fyrir nýja framhaldsmynd. CBS ákvað á síðasta ári að kvikmynda bók- ina „Scarlett“ sem rihöfundurinn Alexandra Ripley skrifaði sem framhald af hinni vin- sælu bók Á hverfanda hveli (Gone With the Wind) eftir Margaret Mitchell. MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson EIMGINIU LIFIR AÐ EILÍFU HROLLVEKJA The Resurrected kVi Leikstjóri Dan O’Bannon. Hand- rit Brent V. Friedman, byggt á sögunni The Case of Charles Dexter Ward. H.P. Lovecraft. Aðalleikendur John Terry, Jane Sibbett, Chris Sarandon. Banda- rísk. Scotti Bros 1991. Bíómyndir 1993.101 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Þeir sem eru kunnugir skáld- skap Lovecrafts fara nærri um hvað þessi kapal- mynd býður uppá en karlinn var eitt af höfuð- skáldum hryllingsbók- menntanna. The Resurrected fylgir sögunni nokkuð vel eftir, utan að myndin er flutt til samtímans. Vísindamaðurinn Sarandon erfír fomar skræður eftir forföður sinn sem kunnur var fyrir fordæðuskap. Þar fínnur hann formúlu fyrir eilífri æsku en bög- gull fylgir skammrifí — hún krefst mannfóma. Leitar þá eiginkona Sarandons á náðir einkaspæjarans Terrys til að bjarga manni sínum úr kuklinu. Ekki sem verst en líður fyrir vesældarlegan leik Johns Terrys í aðalhlutverkinu. Lögreglumaðurinn hans verður aldrei fugl né fískur. Sarandon er mun mannborulegri sem vísindamaðurinn vitstola og Sibbett sleppur fyrir hom sem eig- inkonan harmi lostna. Umbúðimar eru sæmilega gerðar og á myndin allnokkur þriflega hrollvekjandi augnablik, en leikstjórinn á a.m.k. eina góða, nútímalega hrollvekju að baki, The Retum of the Living Dead. En yfír höfuð nær hún tæp- ast að skrimta í meðallaginu. SÁYÐARSEM SYNDLAUS ER... DRAMA Dirty Tricks ir ~kVi Leiksljórí Michael Lindsay- Hogg. Handrit A.L. Appling. Aðalleikendur Diane Keaton, Ed Harris, Ed Begley, Jr., Russ Tamblyn. Bandarísk. HBO 1992. Steinar 1993.88 mín. Öllum leyfð. Metsölubamabó- kahöfundurinn Keaton siglir í það hraðbyri að verða pipaijúnka þegar öldunga- deildarþing- maðurinn og for- setaframbjóð- andinn Harris gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Hið snúnasta mál að snúa slíkt mikilmenni af sér. Enda takast með þeim ástir góðar og býður hennar nú búseta í Hvíta húsinu ef Harris vinnur kosningarnar. En einn ljóður er á annars drifhvítum ferli skáldkon- unnar; á hinum ægilega sjöunda áratug leyfði hún þáverandi manni sínum að fílma sig í heldur ósiðleg- um athöfnum á sjálfum bandaríska fánanum. Vitaskuld allt saman í nafni listarinnar. En þau Harris standa af sér svona smápus og les forsetaframbjóðandinn hressilega yfír blaðasnápum er þeir komast í málið. Hér fer saman margt gott og vont. Keaton er góð leikkona og glæsileg (þ.e.a.s. þegar hún hefur ekki troðið einhveiju hörmungar- pottloki á höfuðið) og Harris er fæddur í forsetaframbjóðendarullur með vammlausan íþróttamannsferil að baki. Og ef einhver hefur saknað Russ Tamblyns síðan í West Side Story og ófáum dans- og söngva- myndum frá gulialdarárum MGM, þá bregður karli hér fyrir, reyndar í heldur ókræsilegu hlutverki. En myndin tekur sig fullalvar- lega og er vægast sagt öll með miklum ólíkindum. Verður aldrei annað og meira en snyrtilega gerð afþreying í rösku meðallagi. Þá fara endalausar rimmur og karp, sem eiga víst að vera vitsmunalegar en eru það sjaldnast, í pirrumar á manni. AFBROT í AUST- URVEGI SPENNUMYND Back in the USSR kVi Leikstjóri Deran Sarafian. Hand- rit Ilmar Taska og Lindsay Smith. Aðalleikendur Frank Whaley, Roman Polanski, Nat- alya Nagoda, Andrew Diroff, Brian Blessed. Bandarísk. Largo Entertainment 1992. Háskólabíó 1993.104 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Túrhesturinn Whaley er að tygja sig til brottferðar frá Moskvu-eftir- fall-kommúnismans. Ætlar þó að skvetta aðeins úr klaufunum og bregður sér útá næturlífið. Hittir stúlkuna Nagodu og verður hún túristanum farseðill inn í öngstræti og glæpaveröld borgarinnar. Hefur Nagoda undir höndum helgimynd sem allir girnast; morðhundar, mafíósar, geist- leg og veraldleg yfírvöld. Það athyglis- verðasta við þessa heldur heimsku- legu smámynd er að hún er tekin á söguslóðum sem eru mörgum fram- andi. En lítill akkur er Rússum í jafn nauðaómerkilegum samsetningi sem þessum því hann gerir ekkert annað en kolsverta ímynd Moskvu- borgar sem var svosem ekkert of beysin fyrir. Ætla mætti að þar ríkti skipulagt kaos allan sólarhringinn, íbúamir ánnaðhvort nytsamir sak- leysingjar eða afbrotamenn af verstu gerð og drápstækjaeign almennari en á Sikiley. Sagan sjálf er ein rök- leysa frá upphafí til enda, persónur koma og fara og áhorfandinn situr mæddur í myndarlok yfír að hafa eytt tíma á þvæluna. Af einhveijum ástæðum hefur Polanski flækst inní framleiðsluna og Nagoda á hér vond- ar stundir en hún vakti heimsat- hygli í Litlu veru, hinni sovésku. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Raddir í myrkri — „Whispers in the Dark“ ★ ★ Sálfræðingurinn Annabella Sciorra á í höggi við sálsjúkan morðingja. Langdregin rökleysa sem ætlar aldr- ei að taka enda og Sciorra er ekki með viðfelldnari leikkonum. Nýtur sín þó mun betur í imbakassanum en á stóra tjaldinu. Drauma tilboðið Þegar Michael Cade fékk draumatilboðið hugsaði hann sig ekki tvisvar um. Hann yfírgaf fjölskyldu sína og vini í New Jersey og fluttist til Kaliforníu. Tilboðið sem hann fékk var hlut- verk í hinni vinsælu þáttaröð Standverðir eða Baywatch sem Sjónvarpið sýnir um þessar mundir. Eins og flestir vita var Á hverf- andi hveli kvikmynduð á sínum tíma og sýnd við gífurlegar vin- sældir um allan heim. Framleið- andi myndarinnar, David 0. Selznick, kom mikilli auglýsinga- herferð af stað löngu áður en tök- ur hófust á myndinni með því að ieita um Bandaríkin þver og endi- löng að réttu leikkonunni í hlut- verk hinnar ákveðnu Suðurríkja- stúlku Scarlett O’Hara. Að eRd- ingu var það bresk leikkona, Vi- vian Leigh, sem hreppti hnossið og hlaut alþjóðlega frægð og frama fyrir vikið. Opið hæfnispróf Stjómendur CBS ákváðu að endurtaka-leikinn þegar þeir hófu að velja í hlutverk fyrir gerð fram- haldsmyndarinnar um Scarlett. Þeir auglýstu hæfnispróf opið öll- um konum yngri en 33 ára sem vildu takast á við hlutverkið. Hæfnisprófið vakti mikla athygli og stóð í heilan dag. Á fímmta hundrað kvenna mætti og hafði hver kona tvær mínútur til þess að sýna og sanna hæfileika sína. Ýmsir kynilegir kvistir komu, og reyndu konurnar margt til þess að sýna fram á að þær væru rétt- ar fyrir hlutverkið. Paricia Dail, leikkona á sjötugsaldri, hélt þvi fram að hún gæti hæglega leikið 24 ára gamla konu. Rochelle Curry, svört leikkona, taldi lit sinn enga fyrirstöðu fyrir því að leika konu sem á svarta þræla. Patricia Working kom með gamla mennta- skólaritgerð um dyggðir Scarlettar til þess að sýna hversu vel hún skildi persónu hennar. Hin tuttugu og átta ára Lisa Lynn hafði unnið . keppni í heimabæ ^sínum um það hver væri líkust Scarlett og áleit það góð meðmæli. Allir þessar konur töldu hæfíleikaprófíð vera tækifæri lífs síns og lögðu á sig að standa í margra tíma biðröð til að geta farið með sex línur. Aðeins tvær konur úr þessum fjölmenna hópi voru beðnar um að koma aftur í próf. Þær eru báðar um þrítugt og heita Thoren- ia West og Nancy Andosca. Sigur- inn er þó ekki í höfn hjá Thoreniu og Nancy. Þær verða að keppa við atvinnuleikkonur í öðru hæfn- isprófí sem verður lokað almenn- ingi. Það á því enn eftir að koma í ljós hver hreppir hnossið. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnli. 6.55 Bæn. 7.00 Fréttir. Söngvoþing. Guðrún Á. Sím- onor, Karlokór Dalvikur, Viðor Gonnors- son, Goðakvartettinn, Viktorio Spons, Karlakór Akureyror, Kvennokór Suður- ncsjo og Bubbi Morthens syngjo. 7.30 Veðurfregnir. Söngvoþing heldur ótrom. 8.00 Fréttir. 8.07 Músik oð morgni dogs. Umsjónr Svanhildur Jokobsdóttir. 9.00 Fréttir. 9.03 Funi Helgorþóttur borno. Umsjón: Elísabet Brekkon. (Einnig útvorpoð kl. 19.35 ó sunnudogskvöldi.) 10.00 Fréttir. 10.03 Eönd og lýðir. Umsjón: Þorvoldur Friðriksson 10.45 Veðurfregnir. 11.00 i vikulokin. Umsjón: Pðll Heiðor Jónsson. 12.00 Útvorpsdogbókin og dogsktó loug- ordogsins. 12.20 Hódegislréttir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingor. 13.00 Fréttoouki ó lougardegi. 14.00 Hljóðneminn. Dog'skrórgerðorfólk Rósor 1 þreifor ó menningunni, listinni og lífinu. Umsjón: Stefón Jökulsson. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónlist. 16.15 Robb um Ríkisútvorpið. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Mélgleði. Lelkir oð orðum og móli. Umsjón: lllugi Jökulsson. 17.05 Rúrek '93 Úrvol fró tónleikum hó- tíðarinnar. Umsjón: Vernhorður Linnet. (Einnig útvorpoð næsto mónudog kl. 15.03) 18.00 leynlikyltur. Flétto um böðlo og férnarlömb i Sorojevó. Höfundur: Stephen Schwarz. Þýðondi og leikstjóri: Hóvar Sigurjónsson. Leikraddir: Hollmor Sig- urðsson, Ingrid Jónsdóttir, Eilert Ingi- mundorson og Felix Bergsson. Sljórn upptöku: Grétor Ævorsson. (Áður flutt ó uppsligningodog, 20.moi) 18.48 Dónorfregnir. Auglýsingor. 19.00 Kvöldfréltir. 19.30 Auglýsingor. Veðurfregnir. 19.35 Djassþóttur. Umsjón: Jón Múli Ámo- son. (Áður útvorpoð þriðjudogskvöld.) 20.20 Loufskólinn. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Áður útvorpoð sl. miðviku- dog.) 21.00 Soumastofugleði. Umsjón og dons- stjórn: Hermonn Rognor Stefónsson. 22.00 Fréttir. Dogskró morgundogsins. 22.07 Tónlist eftir Louis Moreou Gott- scholk. Alon Morks og Nerine Borret leiko fjórhent ó pionó. 22.27 Orð kvöldsins. 22.30 Veðurfregnir. 22.36 Lengro en nefið nær. Frósögur of fólki og fyrirburðum, sumar ó mörkum raunveruleika og ímyndunor. Umsjón: Morgrét' Erlendsdóttir. (Fró Akureyri.) (Áður útvorpoð í gær kl. 14.30.) 23.05 Laugordogsflétto. Svonhildur Jok- obsdóttir fær gest i létt spjoll með Ijúf- um tónum, oð þessu sinni Sverri Guðjóns- son tónlistormonn og kennoro. 24.00 Fréttir. 0.10 Sveiflur. Létt lög i dogsktótlok. 1.00 Næturútvorp til morguns. RÁS 2 RúRelc 93. HirosM Minomi. FM 90,1/94,9 8.05 Stúdió 33. Örn Petersen fiytur létto norræno dægurtónlist úr stúdíéi 33 i Koup- monnohöfn. (Áður útvorpoð sl. sunnudog.) 9.03 Þetta lif. Þetta líf. Þorsteinn J. Vil- hjólmsson. Veðurspó kl. 10.45. 11.00 Helgorútgófan. Helgorúlvarp Rósor 2. Kaffi- gestir. Umsjón: Liso Pólsdóttir og Mognús R. Einorsson. 12.20 Hódegisfréttir. 12.45 Helgorútgáfan. Dogbókin. Hvað er oð gerost um helgino? itarleg dogbók um skemmtan- ir, leikhús og ollskonor uppákomur. Helgarút- qáfon á ferð og flugi hvar sem fólk er oð íinna. 14.00 Ekkifréttaauki ó lougordegi. Ekkífréttir vikunnor rifjaðar upp og nýjum bætt við. Umsjón: Houkur Hauks. 14.40 Tilfinningaskyldon. 15.00 Heiðursgestur Helgorútgófunnor litur inn. Veðurspó kl. 16.30. 16.31 Þarfaþingið. Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.00 Vinsældorlisti Rósar 2. Umsjón: Snorri Sturluson. (Einnig útvarp- að i Næturútvarpi kl. 02.05.) 19.00 Kvöld- fréttir. 19.32 Rokktiðindi. Skúli Helgason segir rokkfréttir of erlerrdum vettvongi. 20.30 Ekkifréttaouki á laugardegi. Um- sjón: Haukur Hauksson. (Endurtekinn þóttur úr Helgorútgófunni fyrr um daginn.) 21.00 Vinsældolisti götunnar. Hlustendur veljo og kynna uppóhaldslögin sin. (Áður útvarpað miðvikudogskvöld.) 22.10 Stungið af. Kristjón Sigurjónsson og Gestur Einar Jónos- son. (Frá Akureyri.) Veðurspó kl. 22.30. 24.00 Fréttir. 0.10 Næturvakt Rósar 2. Umsjón: Arnar S. Helgason. Næturútvarp ó samtengdum rósum tiT morguns. Fréttir Irl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 eg 24. NSTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvokt Rásar 2 held- ur ófram. 2.00 Fréttir. 2.05 Vinsældalisti Rósor 2. Snorri Sturluson kynnir. (Endurtek- inn þóttur fró iaugordegi.) 5.00 Fréttir. 5.05 Næturtónar. 6.00 Fréttir of veðri, færð og flugsomgöngum. Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30. Næturtónor holdo órram. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Fyrstur ó fætur. í þæltinum er leikin gömul og ný ténlist ouk þess sem fluttir eru pistlor um allt milli himins og jarðor. Jén Atli Jónosson. 11.00 Moricaðstorg. 13.00 Laugordagur til lukku. 16.00 Björn sleinbekk. 18.00 Sveim. Ókynnt lónlist. 21.00 Næturvoktin. Óskolög og kveðjur. Horaldur Daði Rognarsson. 1.00 Ókynnt tónlist til morguns. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunútvarp ó laugardegi. Fréttirkl. 10; 11 og 12. 12.15 Við erum við. Þorsteinn Ásgeirsson og Ág- úst Héðinsson. Létt og vinsæl lög, ný og gömul. Fréttir of iþróttum og atburðum helgarinnar og hlustoð er eftir hjortslætti monnlífsins. Fréttir kl. 13, 14, 15, 16. 16.05 I helgarskapi. Pólmi Guðmundsson. Fréttir kl. 17. 19.30 19:19. Fréttir og veður. Samsend útsending fró fréttostofu Stöðvar 2 og Bylgjunnor. 20.00 Darri Óla- son. 23.00 Hofþór Freyr Sigmundsson. Hressilegt tokk fyrir þó sem eru oð skemmta sér og öðrum. 3.00 Næturvaktin. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Sjó dagskró Bylgjunnor FM 98,9. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristjón Geir Þor- lóksson. 22.30 Kvöldvakt FM 97,9. 2.00 Næturvokt Bylgjunnar. BROSID FM 96,7 9.00 Á Ijúfum lougardogsmorgni. Jðn Grön- dal. 13.00 Böðvor Jónsson og Póll Sævor Guðjónsson. 16.00 Gomla góðo diskótón- listin. Kristjón Jóhannsson. 18.00 Daði Magnússon. 21.00 Upphitun. 24.00 Næt- urvokt. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Lougotdogur i lit. Björn Þór, Helgo Sigrún og Holldór Backman. 10.15 Fréttarit- ari FM i Bandarikjunum, Valgeir Vilhjólms- son, 10.45 Dogbók dogsins. 11.15 Undar- legt storfsheiti. 12.15 Fréttaritori FM i Þýskolondi, Árni Gunnorsson. 13.00 iþrótto- fréttir. 13.15 Viðtol. 14.00 Getrounohornið. 14.30 Motreiðslumeistorinn. 14.50 Afmælis- barn vikunnor. 15.00 Slegið á strengi, hljóm- sveit kemur og spilor órafmagnað i beinni útsendingu. 15.30 Anno og úllitið. 15.45 Næturlifið. 16.00 Hallgrimur Kristinsson. 16.30 Getraun. 18.00 íþróttafréttir. Get- rounir. 19.00 Axel Axelsson. 22.00 Loug- ardogsnæturvokt Sigvaldo Koldolóns. Partý- leikurinn. 3.00 Lougardogsnæturvakt. SÓLIN FM 100,6 10.00 Jóhannes og Júlíus, 14.00 Gaman- semi guðanno. 18.00 Ókynnt. 19.00 Llt i geim. Þórhallur Skúlason. 22.00 Glund- roði og ringulreið. Þór Bæring og Jón G. Geirdol. 22.01 Pizzur gefnor. 22.30 Tungu- mólokennsla. 23.30 Smóskifo vikunnor brot- in. 1.00 Næturvaktin. 4.00 Ökynnt tón- list til morguns. STJARNAN FM 102,2 9.00 Tónlist. 12.00 Hódegisfréttir. 13.00 Bandariski vinsældolistinn. 16.00 Natan Horðorson. 17.00 Siðdegisfrétlir. 19.00 islenskir tónor. 19.30 Kvöldfrétt- ir. 20.00 Dreifbýlistónlistarþáttur Les Ro- berts. 1.00 Dagskrórlok. Bænastundir lil. 9.30 og 23.50. ÚTRÁS FM 97,7 12.00 M.S. 14.00 M.H 16.00 F.Á. 18.00 F.G. 20.00 M.R. 22.00 F.B. 24.00-3.00 Vakt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.