Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 1
íkveikjuvökva á þau eftir að búið er að kveikja upp í. Og annað, það á ekki að kveikja í kolum með neinu öðru en þar til ge’rðum kveikjuvökva eða kveikjukubbum. Til dæmis bensínið sem er notað á sláttuvélina er fínt á hana, en það á ekkert erindi á kolin. ■ Mörgum þykir gaman að útbúa grill- veislu með ólíku hráefni, t.d. mismunandi kjöttegundum. En þá þarf að athuga að kjöt þarf ekki bara mislangan tíma á grilli, heldur mismikinn hita. Dökkt kjöt eins og nautakjöt þolir vel að vera grillað við háan hita, þ.e. að grindin sé nálægt kolunum ef um kolagrill er að ræða, eða þá að gasið sé stillt á háan hita. Ljóst kjöt eins og t.d. grísakjöt eða kjúklingar þarf hins vegar lengri tíma og meiri fjarlægð frá kolunum, eða lægri hitastillingu á gasgrillinu. ■ Kol er hægt að geyma vel og lengi svo framarlega sem raki kemst ekki að þeim, ► Á góðum degi er ggman að griila. Það finnst alla vega þessari þjóð í norðr- inu sem hamast við grillin sín á góðviðrisdögum. En grilleldun þarf ekki að vera bundin við nokkra sólríka sumardaga. Um það eru uppskriftahöfundar blaðs- ins sammála og sumir hafa það fyrir reglu að grilla á gamlárskvöld! Veður og vindar hafa meiri áhrif á grillmatreiðsluna en árs- tíminn og engin ástæða til þess að njóta ekki bragð- gæða góðs grillmatar allan ársins hring. Víst er að hráefnið fslenska er af- bragð sé það rétt með- höndlað. Eftirleikurinn verður auðveldur með uppskriftum og góðum grillráðum frá fagfólkinu í blaðinu, hússtjórnarkenn- urunum Rannveigu Pálma- dóttur og Kristínu Gests- dóttur, Rúnari Marvinssyni matreiðslumanni og mat- reiðslumeisturunum Ing- vari Sigurðssyni og Óskari Finnssyni. Uppskriftir mið- ast almennt við fjóra. rillið FYUTUR REGNBOGASILUNGUR GRILLAD KARTÖFLUHÝÐI GLÓDADAR LUNPIR ÍSLENSKT FLATBRAUP REYKSTEIK GLÓPARSTEIKT MURTA BERJABLÁTT LAMBALÆRI LAX MED RIFSBERJAHLAUPI Góö grillróó ■ Algengt er að leggja kjöt eða fisk í krydd- lög áður en hráefnið er grillað, en kryddlög- urinn þjónar bæði þeim tilgangi að gefa bragð og í honum eru sýrur (mismiklar auð- vitað eftir innihaldinu) sem flýta fyrir því að kjöt meyrni. En það er ekki sama í hveiju hráefnið er Iagt í kryddlög. flát úr áli henta illa, nema þá einnota gljáandi álbakkar. En með önnur álílát er hætta á að sýran í krydd- leginum gangi í samband við álið og eftir sitji málmbragð í matnum. ■ Ráðlegast er að vera við grillið allan þann tíma sem verið er að grilla til að útkom- an verði sem best, þótt það þýði ekki að viðkomandi þurfi að vera að snúa hráefninu í tíma og ótíma til þess eins að gera eitt- hvað. En til að hægt sé að vera á svæðinu þarf einnig að hafa hjá sér þá hluti sem nota þarf meðan á elduninni stendur, svo ekki þurfi að stökkva frá til að sækja þá. Það sem er æskilegt að hafa við höndina áður en byrjað er að grilla eru tang- ir, spaðar og hanski, vatnskanna eða enn betra skál með hreinum sandi til að slökkva í logum og nóg af kolum eða gasi. Það þarf auðvitað ekki að nefna að áður en farið er að elda á gasgrilli er rétt að athuga hvort ekki sé örugglega nóg gas á kútnum. Eins er ráðlagt að athuga með loftræstingu og það hvert reykurinn muni leita áður en kveikt er upp. ■ Ein algengustu mistökin sem gerast við matreiðslu á útigrilli eru þegar fólki þrýtur þolin- mæðin og maturinn er settur á grillið áður en það er orðið nægilega heitt og situr uppi með mat sem er fjarri því að vera eins og grillmatur gerist bestur. En reglan er að kol verða að vera orðin grá og þakin ösku- lagi, fyrr er hitinn ekki orðinn nægur. Má gera ráð fyrir 25-45 mínútum, en það ræðst af ýmsu, s.s. kolum, gerð grillsins, veðri og vindum. Á gasgrilli má gera ráð fyrir að um 15 mínút- ur þurfi til að ná fullum hita. I Sumum finnst langt að bíða þess að kol verði tilbúin, en benda má á að til eru sérstök ílát til að flýta fyrir því að þau hitni. Þetta er mik- ið notað t.d. í Bandaríkj- unum, en það eru einskon- ar málmhólkar með göt- um eða raufum á botnin- um. Kolin eru sett í þann- ig hólk, ofan á grillið og kveikt í með götin á botn- inum. Þannig dreifist eldurinn fljótt um kolin og þau eru tilbúin mun fyrr. ■ Rétt er að benda óþolinmóðum kolagrill- urum á að það má aldrei „flýta fyrir“ því að kol verði tilbúin með því að sprauta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.