Morgunblaðið - 27.06.1993, Page 3

Morgunblaðið - 27.06.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 C 3 1. Blandið saman sítrónusafa, matarolíu, sojasósu, eplasafa og tómatþykkni. Merjið hvítlauksgeir- ann og setjið saman við. 2. Fituhreinsið kótiletturnar, en skiljið eftir smáfiturönd, skerið síð- an upp í hana á nokkrum stöðum. Penslið kótiletturnar báðum megin með leginum. Látið standa í 1—2 klst. við stofuhita en lengur í kæli- skáp, jafnvel í 1—2 daga. 3. Hitið grillið og grindina, hafið mesta hita á gasgrilli, en setjið grindina nálægt glóð á kolagrilli. Strjúkið löginn lauslega af kótilett- unum með hendinni. Leggið kóti- letturnar á smurða grindina og grillið við þennan hita í 3 mín. á hvorri lið, minnkið þá hitann í með- alhita á gasgrilli, en staðsetjið grindina í millirim á kolagrilli. Glóð- ið þar áfram í 6—7 mín. á hvorri hlið. Athugið að kjötið þarf að vera gegnumsteikt. Stráið salti yfir kóti- letturnar eftir seinni snúning. Berið fram með heitu brauði, grill- uðum kartöflum og hrásalati. Hrásalat 'A meðalstór kínakólshaus 1 hálfdós kurlaður ananas 1 dós sýrður rjómi 1. Þvoið kínakálið, skerið þvert í sunnar ræmur og setjið í skál. 2. Síið ananasinn og bætið við. 3. Bætið sýrða rjómanum við og blandið vel saman. Grilluó grisarif Grísarif er mjög gott að grilla og má nota sama lög og fyrir kótilett- ' urnar til að mairnera. Svínarif þurfa styttri tíma á grillinu en kótiletturn- ar. Með grísarifjunum er best að bera heitt brauð og salat. Grisakjöt á spjóti Best er að nota lundir í þennan rétt. Bita af meyru grísakjöti má leggja (marínera) í sama legi og kótiletturnar, þræða síðan upp á tréspjót ásamt eplabátum, lauk- blöðum, papriku, tómötum eða ananasbitum. Líka má setja smá- pylsur eða pylsubita með á spjótið eða næstum hvað sem er. Grísa- spjót þurfa 10—12 mín. á grillinu og spjótunum þarf að snúa. Gott er að bera soðin hrísgrjón eða heitt brauð með. Trégrillspjót fást víða og eru ódýr. Þau þarf að leggja í bleyti í 20 mín. fyrir notkun. Kjúkling er mjög erfitt að grilla heilan, hann er það lengi að soðna alveg í gegn. Ef hann er grillaður heill, þarf helst að vera búið að forsjóða hann í bakaraofninum eða örbylgjuofninum. nýtir kolin einnig vel. Tínir steinvölur í ^öru, þvær, þerrar og leggur í botn- inn á grillinu. Steinvölurnar hitna með kolunum og hitinn helst lengi. Við grillið hefur hún svo fötu með hreinum sandi og notar hann til að stjóma logunum og til að slökkva í kolunum þegar búið er að grilla. „Þá ijúka kolin ekki út í loftið, þau nýt- ast aftur og heldur er ekki verið með vatn til að slökkva í þeim. Við það myndast eiturgufur í reyknum sem á að forðast." Rannveig hefur í gegnum tíðina samið ótal uppskriftir, en hér fylgir ein feikilega góð af grilluðu kjöti á teini, sem boðið var upp á lokakvöldi grillnámskeiðs hjá henni nýverið. Kjöt er þrætt upp á litla tréteina sem hafa legið í vatni, en grænmetið sér á aðra teina, enda þarf það mun minni tíma en kjötið. VE Kjúklingabringur og lœri meó rjómaosti 2 kjúklingar 1 lítil dós hreinn rjómaostur, 125 g fersk steinselja 2 tsk. salt, nýmalaður pipar 'h dl matarolía + 2 msk. sojasósa 1. Hlutið kjúklinginn, hver bringu- helmingur fyrir sig og lærin sér. Losið haminn örlítið frá með því að stinga fingrunum undir hann. 2. Klippið laufið af steinseljunni, setjið saman við rjómaostinn, stingið undir haminn. 3. Stráið salti og pipar yfir kjúkl- ingabitana. 4. Hitið griilið, hafið meðalhita á gasgrilli eða staðsetjið grindina í millirim á kolagrilli. 5. Blandið saman matarolíu og sojasósu, pensiið alla bitana vel. Hitið grindina á grillinu, penslið síðan með matarolíu, leggið kjúkl- ingabitana á heita grindina og grill- ið á fyrri hliðinni í 10 mín., snúið þá við og grillið síðari hliðina í aðrar 10 mín. Snúið þá aftur við og grillið á hvorri hlið í 10 mín. í viðbót. Athugið að kjúklingar þurfa að vera alveg gegnsoðnir. Sósan_____________________________ 3 msk. matarolía 2 meðalstórir loukar 3 paprikur, rauð, græn, gul. 2 seljustönglar 1 stór gulrót 1 lítili chilipipar 1 hálfdós niðursoðnirtómatar 'á tsk. sykur Vi kjúklinga eða fiskteningur 1. Afhýðið lauk og fínsaxið. Setjið matarolíu í pott og látið laukinn krauma við hægan hita í um 7 mín. 2. Takið steina og stilk úr paprik- um, skerið smátt. Skerið selju í þunnar sneiðar þversum. Hreinsið gulrót og skerið í þunnar sneiðar. Setjið í pottinn. 3. Setjið allt úr tómatdósinni út í. 4. Kljúfið chilipipar, fjarlægið steina (og æðar ef fólk vill ekki sterkt bragð). Sneiðið og setjið út í. Setjið sykur saman við og látið sjóða áfram í 5 mín. 5. Berið sósuna fram kalda. Hamborgarar 6 stk. 500 g nautahakk 'A dl kartöflumjöl 2 tsk. hamborgarakrydd með salti 1 msk. mjólk 1. Setjið allt í skál og hrærið sam- an. Skiptið síðan í 6 hluta og mót- ið hamborgara, um 1 sm á þykkt. Setjið þá ofan á smjörpappír eða bökunarpappír, leggið annan pappír ofan á. Þrýstið saman og mótið jafna og þétta hamborgara. 2. Hitið grillið, hafið meðalhita á gasgrilli en staðsetjið grindina í millirim á koiagrilli. Grillið í 4—5 mín. á hvorri hlið. Hitið hamborgarabrauð á grillinu, setjið hamborgarasósu og ham- borgarana ásamt salatblöðum og niðurskornum tómötum og gúrk- um inn í brauðin. Hamborgarasósa 1 dós sýrður rjómi 1 msk. tómatsósa 1 msk. mæjónessósa 1 msk. púrrulaukssúpuduft 1 tsk. hamborgarakrydd Blandið öllu saman. Gott er að láta sósuna standa í kæliskáp í 1—2 klst. fyrir notkun. LAGIÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI en þ a ð v erður a ð v er a l amb akj ö t — nú með a.m.k. 15% gr ill afsl œ tti Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefíir engin úrslitaihrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta kjötið. I næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, j - með a.m.k. 15% grillafslætti Notaðu lambakjöt á grillið, . meyrt og gott - það er lagið. 1 AFSL*rrVR ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.