Morgunblaðið - 27.06.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.06.1993, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 + Þai á ad bera viróingu fyrir hráefninu Morgunblaðið/Kristinn í stað sósu fer vel að nota osta, eins og Ingvar gerði hér með þessa gómsætu grísalund. Hún var pensluð með olfu, sett á grillið og und- ir lok grilltímans skorið í eftir endilöngu. í sárið var settur Camem- bert-ostur sem passlega var bráðnaður þegar lundin var grilluð. Ostar eins og Camembert, gráðostur, brie og fleiri feitir ostar eru tilvaldir í þetta og þá þarf enga sósu með kjötinu. „ÞAÐ ER hægt að grilla allan ársins hring ef aðstæður eru réttar, því málið snýst heldur ekki um árstímann. Það snýst um að meðhöndla hrá- efnið rétt, nota réttar aðferðir, áhöld, grill, kol og velja réttar aðstæður til að útbúa frábæran mat á grill- eir segjast fyrst og fremst miða grillun við kolagrill. „Það er mikill munur á kolagrillum og gasgrillum, sem gerir ekki endilega aðra tegundina betri en hina, heldur eru þetta ólík eldunartæki og það er allt öðruvísi matur sem er grillað- ur á kolum en gasi. Gasið getur aldrei gefíð þetta eina sanna grill- kolabragð," segir Óskar. „Hins veg- ar eru gasgrill ólíkt þægilegri. Fljót að hitna, hitinn jafn og auðvelt að stjórna honum. Mér fínnst mjög þægilegt að elda kvöldmatinn fyrir fjölskylduna á gasgrillinu, en spari- kjötið fer bara á kolagrillið. Kolin skipta ekki minna máli,“ bætir Ingvar við. „Það er mikið af viðarkolum á markaðnum. Við höf- um prófað talsvert af þessum kolum og stór hluti þeirra er bara því miður lélegur. Glóðin er lengi að koma, en svo dautt í öllu eftir kannski hálftíma. En góð kol eru halda jöfnum hita í 1-2 tíma, þann- ig að það er þá hægt slökkva í þeim og nota þau aftur ef því er að skipta. Það skiptir líka máli því kol eru misdýr. Verð og gæði virð- ast dálítið fara saman, a.m.k. höf- um við verið einna ánægðastir með dönsk viðarkol sem eru í dýrari kantinum, en hita vel, jafnt og íengi og reykurin er rétt í byrjun. En það má aldrei nota neitt annað en kveikjulög eða litla íkveikjukubba til að kveikja í kolum, þótt við höfum orðið varir við að inu,“ segir Ing- var Sigurðsson, matreiðsluraeist- ari, á veitinga- húsinu Argent- ínu, sem ásamt starfsbróður sín- um, Oskari Finnssyni hefur verið iðinn við að fræða landann um grill- mennsku, m.a. á sérstökum grillnámskeiðum. ótrúlegt hugmyndaflug fólks í þeim efnum,“ segir Ingvar. Hreinlætið mikilvægt „Oft kemur reykur og bræla þeg- ar kveikt er upp í grillinu, ef óhrein- indi eru fyrir á grindinni eða á stein- unum,“ segir Óskar. „Því skiptir miklu máli að grindin og steinarnir, ef um gasgrill er að ræða, séu hrein. Grindina á að þrífa, sem er ekkert mál ef það er gert eftir hvert skipti. Þrifin verða erfiðari eðlilega ef lengra líður á milli. En með því að bleyta grindina strax í vatni, eða bursta af henni með grófum bursta, þó ekki vírbursta, er henni auðveld- lega haldið hreinni. En það á aldrei að sápuþvo grillgrind. Steinana er svo ágætt að setja í sjóðandi vatn afíog til, þannig að fita sem hefur lekið af kjöti losni frá þeim, þerra svo og leggja aftur í grillið. Það kviknar sjaldnast í sjálfu kjötinu, eldurinn orsakast yfírleitt af göml- um óhreinindum og fitu á grind- inni, undir henni eða í steinunum." Gerð grillgrinda „Gerð grindanna skiptir líka máli. Þær eru til krómaðar með fín- um teinum og emaleraðar með breiðari teinum, sem þá eru stærri, leiða betur hita, það festist síður á þeim og eldunin verður ólíkt þægi- legri.“ — Nokkur góð ráð við grillið. „Það eru til nokkrar gullvægar reglur til við að ná fram því besta i hráefninu. Svo sem að smyrja grindina með smá olíu áður en far- ið er að grilla og eins klemmugrind- ur sem eru lagðar á grillgrind. All- ur matur þarf fyrst að ná í stofu- hita fyrir eldun, alls ekki beint úr ísskápnum á heitt grill. Kjöt á að vera jafnheitt í gegn, sem þýðir 1-2 tímar á eldhúsborðinu fyrir þunna steik og 3-4 a.m.k. fyrir t.d. heilt lambalæri," segir Ingvar. „Þá þarf að þerra allt hráefni sem fer á grill- ið, hvort sem það er kjöt eða fiskur og pensla svo með olíu.“ — Hvað með kryddlegi? „Það eru skiptar skoðanir á því, mörgum finnst að gott hráefni eins og það íslenska er eigi að fá að njóta sín ómengað. Svo segja aðrir að marinering geri gott hráefni enn betra. En marinering gefur ekki bara bragð, heldur flýtir fyrir því að kjöt meyrni. Það er hægt að útbúa mjög góða kryddlegi og skemmtilegast þegar fólk býr til sína eigin úr uppáhaldskryddunum. Það eru tvær grunnreglur varð- andi kryddlegi. Það er að setja aldr- ei salt í marineringu, sem dregur allan vökva úr kjöti og hitt að þurrka allan kryddlög af matnum áður en hann' er settur á grillið. Yfirleitt er marinerað í 24 klst. til að gefa kjöti bragð, en stór stykki eins og t.d. lambalæri eða nauta- hryggur þurfa tvo sólarhringa. Eins má nefna varðandi fituna, að hún er góð og gild og í raun eina öryggi neytenda fyrir góðu hráefni. Það á sérstaklega við um nautakjöt, en þó eigi að síður um lambakjötið. En þótt fita sé gæða- merki þá á mikil fita ekkert erindi á grillið, kjötið á að snyrta áður.“ — Hvað með grilltímann? IG TA-88268 GASGRILL staögreitt á aðeins kr. án gaskúts Olíufélagið hf. hefur nú til afgreiðslu, á ESSO bensínstöðvum um allt land, fullkomið gasgrill á einstaklega hagstæðu verði. Eiginleikarmr eru þessir: • Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. 1809 cm2 eldunarflötur. • 1040 cm2 færanleg efri grillrist. • Fellanleg tréhilla að framan. ® Tvær hliðarhillur úr tré. • Botnhilla úr tré. • Glerrúða í loki og hitamælir. Örugg festing fyrir gaskút, Leiðbeiningar um samsetningu á íslensku. Notkunarleiðbeiningar á íslensku. Gaskútar fyrir grillið fást á ESSO bensínstöðvum um allt land. Skiptiþjónusta á tómum og áfylltum kútum. Olíuf élagið hf Sími: 60 33 00 „Það er snúið að fastsetja grill- tíma sem á að henta öllum. Við höfum frekar viljað gefa ákveðnar þumalfingurreglur en að setja ná- kvæma tímalengd í uppskriftir," segir Óskar. „Grillin sjálf eru mis- jöfn og hita misvel hita. Kol eru misjöfn, kjöt er misþykkt og veður og vindar skipta máli. En það eru til reglur sem ágætt er að hafa til hliðsjónar. Eins og sú að setja steik á grillið, láta hana brúnast fallega, snúa þá og láta vera þar til hún byijar aðeins að „svitna", þ.e. að kjötsafinn kemur upp á yfirborðið. Snúa henni þá aftur á fyrri hliðina, fá kjötsafann upp þar og þar með er hún tilbúin. Þessi þriggja snún- inga regla á við um allt kjöt. Ingvar bætir því við að þó sé ein undantekning á reglunni um að steikja jafnt á báðum hliðum og það sé lambafilé. „Lambafilé á að vera 70% af tímanum á þeirri hliðinni sem fitan er, því að undir henni ligg- ur sin sem hitinn þarf að vinna á. Eins þegar grillaðar eru þykkar kjötsneiðar með fitu á hliðum, þá þarf að grilla líka upp á rönd. Með stór kjötstykki er ágætt að byrja að grilla með háum hita á gasgrillinu eða grillgrindina sem næst viðarkolunum og brúna yfir- borðið fyrst. Lækka þá hitann eða færa grindina fjær og grilla kjötið við vægan hita í lengri tíma. Þann- ig er yfirborðinu lokað og kjötið, sem auðvitað var við stofuhita í byijun verður safaríkt. Ekki álpappír eða gaffla Það á svo sem minnst að klípa í kjöt svo safinn renni ekki út og notkun gaffla er bönnuð - nema fólk vilji endilega borða þurrt kjöt. Álpappír á heldur ekki erindi á grill. Hann er mjög einangrandi og það er ekki til neins að hafa fyrir því að kveikja í kolum til að pakka grillkjötinu inn í álpappír. Það fer ekkert kolabragð í gegnum hann. Sumir segjast nota álpappír til þess að t.d. fískur festist ekki við eða til að fá kjötið safaríkara. En þá segir maður á móti, að ef hráefn- ið er penslað með olíu, ef grindin er pensluð með oliu, ef grindin er hrein, ef kolin eru orðin grá, einfald- lega ef rétt er að málum staðið þá festist það ekki yið grindina.“ Ýmislegt úr náttúrunni — Að lokum, meðlæti og krydd. „Kaldar sósur eru mjög góðar með grillmat," segir Ingvar. „Þær eru svo einfaldar. Þá á ég við sósur úr t.d. jógúrt, sýrðum ijóma, kota- sælu, majonesi. Bara það eitt að klippa nokkrar hundasúrur úr í kotasælu og smakka til með sykri, salti og pipar er nóg til að gera sósu sem prýðir fínasta nautakjöt. Sýrður ijómi og saxaður graslaukur gerir slikt hið sama og það má útbúa frábæra sósu með sýrðum ijóma, harðsoðnu söxuðu eggi, sætu sinnepi og sýrðum agúrkum." „Það má líka ná fram frábæru bragði af góðu hráefni með því að nota ýmislegt úr náttúrunni,“ segir Óskar. „Ef maður klippir nokkrar greinar af birkirunna og stingur einni og einni inn á milli viðarkol- anna þegar verið er að grilla, gefa þær alveg frábært bragð. Eins barmálar, sem gott er að strá yfir kolin, þó alls ekki að þekja þau. Krækibeijalyng og ýmislegt annað lyng gefur mjög gott bragð, en blá- beijalyng má ekki setja á kolin, því þvi hitinn leysir upp eiturefni í því. En það er margt hægt að gera og gaman að prófa sig áfram við grillið. Bara fyrst og fremst að gera hlutina rétt og bera virðingu fyrir hráefninu. Það er ósköp auð- velt að eyðileggja gott hráefni, en það er bara ekkert meira mál að gera það enn betra með því að huga aðeins að hlutunum." VE A +

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.