Morgunblaðið - 27.06.1993, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993
NÝ MATREIÐSLUBÓK
Grillaö á góöum degi
ÞESSA dagana er að koma í bókabúðir ný íslensk
matreiðslubók frá Iðunni sem ber heitið „Grillað
á gúðum degi“. Höfundur bókarinnar er Kristín
Gestsdóttir hússtjórnarkennari, sem að auki hefur
skrifað þrjár matreiðslubækur og lengi samið upp-
skriftir m.a. fyrir Morgunblaðið.
Kristín segist lengi hafa eldað á grilli, en þá fyrst
komist að því að það mátti nota grillið til eldunar
á nánast öllu hráefni, er hún stóð í húsbyggingu góð-
viðrissumarið 1991 og hafði um tíma ekkert annað
eldumartæki en grillið úti í garði. Á það fór kjöt, fisk-
ur, grænmeti og ávextir og þar voru bökuð brauð,
kökur, soðnir pottréttir og súpur og meira að segja
bakaðar kleinur í eitt skiptið. Og oftast var borðað
undir berum himni, sem mörgum finnst gera grillmat
enn betri. Matreiðslubókin er tæpar 200 blaðsíður
og í henni er að fínna sérstaka kafla með inngangi
og uppskriftum um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt,
fisk, grænmeti, brauð, smárétti, meðlæti, drykki og
fleira, auk kafla með ráðleggingum um ýmislegt varð-
andi það að-grilla, val á tækjum, hráefni og fleira.
Bókin er prýdd flölda mynda eftir Magnús Hjörleifsson
ljósmyndara.
Hér eru birtar nokkrar uppskriftir sem valdar voru
af handahófi úr bókinni. VE
Glóöaóir
lambahryggvöóvar
og lundir
Opió eóa lokaó grili. Grilltimi
5-10 minútur. Handa 5-6.
Ekki er gott að grilla lamba-
hrygginn heilan, til þess er hann
allt of feitur. En vöðvana má skera
frá beinum eða biðja kjötkaup-
manninn að gera það. Kjöt af hrygg
er mjög meyrt, mjúkt og milt á
bragðið. Best er að krydda það
sem minnst, en grænn pipar, sem
er mjög mildur, hentar vel með
því. Þegar ætlunin er að nota
hryggvöðva er betra að hann sé
ekki mjög lítill. Veljið þykkan hrygg
og notið afturhluta hans.
Vöðvor af hrygg, sem er um 2 kg
með beini
nýmalaður pipar
Vi msk. matarolía
1 msk. smjör
74 tsk. salt
1. Skerið kjötið frá beinum. Aðal
hryggvöðvarnir tveir eru þykkari
en lundirnar, sem undir hryggnum.
2. Flettið fitulaginu af vöðvunum
og fleygið. Þykk, gljáandi himna
umlykur vöðvana ofan á hryggn-
um. Best er að skera hana að
mestu í burtu.
3. Malið mikinn pipar yfir og þrýst-
ið honum ofan í kjötið.
4. Blandið saman matarolíu og
bræddu smjöri. Penslið allt kjötið
með blöndunni.
5. Hitið grillið og grindina. Takið
hana af og penslið með matarolíu.
6. Leggið allt kjötið á heita grindina
og glóðið stóru vöðvana í u.þ.b.
8-10 mín. en iundirnar í u.þ.b. 5-8
mín. Setjið nálægt glóð á kolagrilli
en hafið mesta hita á gasi. Snúið
meðan á steikingu stendur.
7. Stráið salti yfir kjötið rétt áður
en það er tekið af grillinu. Látið
Það er margt fleira hægt að
grilla en kjöt og fisk. Brauð, flat-
brauð, pizzur og fleira er að
finna í matreiðslubókinni.
það bíða í 5 mínútur áður en það
er sneitt niður. Leggja má álpapp-
ír yfir kjötið meðan það bíður, þá
kólnar það síður. Athugið: Hrygg-
vöðva má einnig skera í þunnar
sneiðar og grilla þannig.
Sinnepskryddaóar
nautasneióar
Opió oóa lokaó grill. Grilltími
6-10 minúlur. Handa 5.
5 þykkar sneiðar af klumpi
50 g smjör
1 tsk. milt sinnep
2 hvítlauksgeirar eða 74 tsk.
hvítlauksduft
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
1. Bræðið smjörið, setjið sinnep
og pipar saman við það. Merjið
hvítlaukinn og setjið saman við.
2. Skerið fitulag af sneiðum,
penslið aðra hliðina með smjör-
blöndunni.
3. Hitið grillið og grindina. Setjið
hana nálægt glóð á kolagrilli en
hafið mesta hita á gasgrilli. Takið
grindina af og penslið hana með
matarolíu, setjið aftur yfir. Leggið
kjötsneiðarnar á grindina heita.
Látið pensluðu hliðina snúa niður.
Grillið í 4-6 mínútur.
4. Þerrið kjötsafa sem upp kemur.
Snúið sneiðunum við, stingið ekki
í kjötið. Smyrjið þá hlið með sin-
neps/smjörblöndunni. Grillið í 2-4
mín. og stráið salti yfir rétt áður
en kjötið er tekið af grillinu.
Grillaó kartöfluhýói
Opió oóa lokaó grill.
Grilltimi 5-7 minútur.
Best er að grilla þunnt og bletta-
laust kartöfluhýði. íslenskar kart-
öflur henta mjög vel og þær eru
auðvitað bestar nýuppteknar en
mega alveg vera eldri.
1. Þvoið kartöflurnar vel. Afhýðið
þær með hníf eða grænmetisskera
(með rauf) þannig að hýðið myndi
langar ræmur. Penslið báðar hliðar
þeirra með bræddu smjöri, blönd-
uðu örlitlu salti. Einnig má nota
hvítlauksolíu.
2. Þræðið hýðið upp á mjóa grill-
teina. Það á að bylgjast á teinunum
eins og bárujárn.
3. Hitið grillið. Setjið grindina á
miðrim á kolagrilli en hafið mesta
hita á gasgrilli.
4. Leggið teinana með hýðinu á
grindina og griilið í 5-7 mínútur.
Snúið tvisvar eða þrisvar á meðan.
Fylgist vel með svo að hýðið brenni
ekki. Berið fram heitt.
Kræklingur á grilli
Opió grill.
Þegar kræklingur er tíndur verð-
ur að gæta þess að staðurinn sé
ekki nálægt byggð og að þar gæti
vel flóðs og fjöru. Kræklinginn skal
tína strax eftir flóð þegar fjarað
hefur út. Nauðsynlegt er að mat-
reiða krækling eins fljótt og hægt
er. Gott er að hafa með sér
ferðagrill og raða skeljunum á
grind þess um leið og búið er að
skola þær og bursta og skafa af
þeim mesta þangið og hrúðurkarl-
Kristín Gestsdóttir hússtjórnar-
kennari og höfundur bókarinnar.
ana. Gott er að láta krækling liggja
í fersku vatni í klukkustund, þá
losnar sandúr úr honum. Ekki má
hella vatninu heldur þarf að veiða
hann upp úr vatninu með spaða.
Hitið grillið. Setjið grindina ná-
lægt glóð. Raðið kræklingnum á
grindina þannig að skeljaopið snúi
til hliðar. Takið hann af þegar skelj-
arnar hafa opnast. Þeim skeljum
sem ekki opna sig er fleygt. Best
er að borða krækling strax með
rúgbrauði og smjöri.
Sítrónu- og
hunangskjúklingur
Opió eóa lokaó grill. Grilltiml
35 mínútur. Handa 6.
3 kjúklingar, 1200-1500 ghver
1 sítróna
14 dl matarolía
1 tsk. paprikuduft
2 tsk. salt
1 msk. hunang
1. Kreistið safann úr sítrónunni
og setjið í skál ásamt matarolíu,
paprikudufti og hunangri, sem gott
getur verið að hita örlítið áður en
því er blandað saman við.
2. Hlutið kjúklingana, takið læri frá
og kljúfið bringurnar. Fituhreinsið
ef þarf. Penslið alla bitana með
leginum og látið bíða í 1-2 klst.
3. Hitið grillið og setjið mjóa ál-
bakka milli kolanna. Hitið grindina
og penslið með matarolíu. Setjið
hana á miðrim á kolagrilli en hafið
meðalhita á gasgrilli. Takið kjötbit-
ana úr leginum, en geymið hann.
Þerrið bitana örlítið og leggið þá á
heita grindina. Látið haminn snúa
upp. Penslið öðru hverju með leg-
inum. Snúið við eftir um 20 mín.
og grillið í 15 mín. á hinni hliðinni.
Stráið salti yfir áður en bitarnir eru
tekinn af grillinu.
Lax meó rifsber ja-
laufi
Opió oóa lokaó grill. Grllllími
15-30 minútur. Handa 5.
1 laxaflak, 114-2 kg
safi úr 1 sítrónu
matarolía
1 tsk. salt
74 tsk. sítrónupipar
mörg rifsberjalauf
' nokkur rifsber
1. Skafið roðið á flakinu og bein-
hreinsið. Klippið af ugga og ysta
hluta þunnilda. Strjúkið fingri eftir
flakinu þar sem beingarðurinn ligg-
ur og þreifið eftir beinum. Dragið
þau úr með flísatöng. Smyrjið roð-
ið með matarolíu. Hellið sítrónus-
afa yfir holdhlið flaksins, stráið á
sítrónupipar og látið bíða.
2. Þvoið rifsberjalaufið og leggið
það þétt ofan á holdhliðina.
3. Hitið grillið og grindina. Setjið
hana á miðrim á kolagrilli en hafið
meðalstraum á gasgrilli. Takið
grindina af og berið olíu á hana.
Leggið flakið á heita, smurða
grindina með roðið niður. Setjið
aftur á grillið og glóðið í 15-20 mín.
4. Takið rifsberjalaufið af og fleyg-
ið því. Stráið salti yfir fiskinn. Legg-
ið ný rifsberjalauf og nokkur rifsber
á flakið og berið fram. Athugið að
rifsberjahlaup er bragðmilt, eink-
um fyrri hluta sumars.
islenskt f latbrauó
Opió grill. Bökunartími
6-8 minútur. Um 8 flatkökur.
4 dl heilhveiti
2 dl haframjöl
4 dl hveiti
1 tsk. salt
. 4 dl vatn
1. Hitið vatnið þar til það sýður.
2. Setjið heilhveiti, haframjöl,
hveiti og salt í skál.
3. Helli sjóðandi vatninu út í og
hrærið saman. Hnoðið vel. Ef tök
eru á er gott að nota hrærivél, þar
sem deigið er mjög heitt.
4. Skiptið deiginu í 8 hluta, fletið
það út og skerið út kringlóttar flat-
kökur. Notið disk, 20-22 sm f þver-
mál, til að skera eftir.
5. Hitið grillið. Hafið mesta hita á
gasgrilli en setjið grindina nálægt
glóð á kolagrilli.
6. Setjið flatbrauðið beint á grind-
ina. Bakið í 3-4 mínútur á hvorri
hlið. Fylgist vel með; tími getur
verið skemmri eða lengri. Hafið
gas- og ketilgrill opið.
7. Vætið diskaþurrku, þurrvindið
hana og leggið flatbrauðin í hana
jafnóðum og þau bakast. Setjið
diskaþurrkuna ofan í pott með
hlemmi eða í plastpoka.
„ Hittumst
í grillinu! “
Libby’s tómatsósur,
tvenns konar flöskur- tvenns konar bragð!