Morgunblaðið - 27.06.1993, Side 8

Morgunblaðið - 27.06.1993, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 Uppskriftir af árbakkanum RÚNAR Marvinsson, matreiðslumann þekkja margir og þá fyrst og fremst fyrir kúnstir sínar í matargerð með fisk og afurðir úr íslenskri náttúru sem hann hef- ur verið ötull að kynna á veitingastaðnum Við Tjörnina. Rúnar er höf- undur eftirfarandi upp- skrifta sem eru ekki síst hugsaðar handa þeim sem sjálfir hafa veitt það fyrsta flokks hráefni sem íslenskur ferskvatnsfiskur er. Enda samdar á ár- bakkanum í Grimsá, en eldhús veiðihússins þar er starfssvið höfundarins í sumar. Uppskriftirnar miðast við fjóra. Glóóarsteikt murta 1 2 murtur Kryddlögur 6 msk. ólífuolía 1 msk. hunang 1 msk. tómatþykkni safi úr I sítrónu Sósan 1 'A dl hvítvín (mó sleppa) 4 hvítlauksrif, söxuð VE 1 msk. nýr graslaukur, saxaður 1 msk. fersk sólselja (dill), söxuð 1 tsk. ferskt blóðberg (timian) Salat 1 salathöfuð 2 tómatar 2 msk. blaðlaukur, saxaóur '/2 agúrka 2 msk. olía 2 msk. vínedik 1. Hitið grillið. Blandið kryddlög- inn og látið fiskinn liggja í legin- um í 20 mínútur. 2. Útbúið sósuna á meðan, setj- ið allt hráefnið í pott og látið sjóða í 5 mínútur. 3. Saxið grænmetið í salatið og bætið olíu og vínediki saman við. 4. Glóðið murturnar í 2-3 mínút- ur á hvorri hlið. Fylltur glóóaóur regnbogasilungur 900 g regnbogasilungur (hreinsaðurog beinogarðslaus) Fylling 200 g sveppir, fínsaxaðir 2 msk. mjúkt smjör 1 msk. steinselja, söxuð 1 msk. sítrónumelissa, söxuð 1 msk. koriander 2 hvítlauksrif, pressuð ’/j tsk. sjóvarsalt Sósa 1 dós sýrður rjómi '/2 tsk. saxaður graslaukur 2 hvítlauksrif sjóvarsalt og pipar 1. Hreinsið fiskinn, þerrið og fjarlægið beinagarðinn. 2. Setjið allt hráefni í fyllingunni í blandara og maukið. 3. Setjið fyllinguna inn í kvið fisksins, lokið honum svo og festið fyrir opið með tann- störigli. 4. Glóðið á grilli í 5 mínútur á hvorri hlið, þannig að fyllingin nái að hitna í gegn. Glóóaóur lax meó spinati og ólafssúru 1 kg laxaflök Kryddlögur 1 tsk. sojasósa sjóvarsalt og pipar Spínat- og ólafssúrusósa 2 msk. smjör 350 g nýtt spínat 100 g ólafssúrur 1 hvílauksrif, saxað 1 msk. nýmulinn rósapipar 1 dl þurrt vermút 2 dl rjómi sjóvarsalt og pipar eftir smekk 1. Blandið saman ólífuolíu og sojasósu, sjávarsalti og pipar og smyrjið á flökin í sárhliðina. Látið liggja á flökunum í 20 mín- útur áður en þau eru grilluð. 2. Fínsaxið allt hráefni í sósuna, hitið smjör á pönnu og steikið spínatið, súrurnar og hvítlaukinn létt. Hellið vermút og rjóma yfir, blandið öllu vel saman og látið sjóða í 5 mínútur. 3. Glóðið laxinn í heilum flökum eða hæfilega stóruni bitum í 3-4 mínútur á hvorri hlið. r\\\0S^ tw k gp’t M GRISAKOTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktackryddaðar GRILLPYLSUR Scelkerapylsa með osti Smelipylsa ,(Knackwurst) HÖFH SELFOSSI Grænmeti og ávextir á grillid ■ Lauk og hvítlauk má steikja í hýðinu milli kolanna. ■ Papríku má steikja milli kol- anna á grillinu, fjarlægja síðan húðina og steinana. ■ Maís má smyrja með olíu og smjöri og steikja á grinHinni í 6-8 mínútur, snúa þarf maísn- um. Gott er að stinga málmtein í gegnum hann áður. ■Tómata má steikja á grillinu, taka stilk úr og skera kross ofan á þar sem stilkurinn var. Gott er að stinga smáostbita ofan í tómatinn. ■ Mergju (zucchini) má steikja á grillinu, gott er að kljúfa hana að endilöngu og smyrja með olíu á skurðflötinn. ■ Eggaldin má steikja á grillinu, kljúfa að endilöngu, skera skurði upp í það og strá á salti, láta það síðan bíða með saltinu í 30 mínútur, skola þá saltið af og þerra aldinið vel með eldhús- pappír. Smyrja með olíu og setja á grillið. Láta skurðflötinn fyrst snúa niður í 2-3 mínútur en láta síðan hýðið snúa niður. Einnig má steikja sneiðar af eggaldin- um, strá salti á sama hátt yfir og fara eins að. ■ Epli, perur og banana má steikja á grillinu, kljúfa að endi- löngu og taka úr kjarnann, láta hýðið snúa niður. Ýmislegt má setja í ávextina svo sem marsip- an, sultu, súkkulaði eða það sem ykkur hentar. K. Gests. Kartöflur á grillió Kartöflur i álpappir Kartöflur má vefja í álpappír og setja á grilliðj best er að setja þær milli kolanna á kolagr- illi. Misjafnt er hversu langan tíma þær þurfa á grillinu, en þær þurfa minnst 30 mínútur. Kartöflur i bátum Skerið kartöflurnar í báta langsum, smyrjið með matarolíu og stráið örlitlu salti á þær. Leggið ofan á grindina á grillinu, hafið meðalhita á gasgrilli en staðsetjið grindina í millirim á kolagrilli. Grillið í 8—12 mínútur. Kartöf lur i sneióum Skerið kartöflurnar í 1 sm þykkar sneiðar, smyrjið þær með olíu, stráið ögn af salti á þær. Stráið síðan kúmeni yfir þær. Hafið meðalhita á gasgrilli en staðsetjið grindina í millirim á kolagrilli. Grilli í7—10 mínútur. K. Gests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.