Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 dagskrq C 5 LAUGARPAGUR 24/7 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson ÓSPARLEG SPÖRK SPENNUMYND Best of the Best 2 * Leikstjóri Rob- ert Radler. Handrit Max Strom og John Allen Nelson. Aðalleikendur Eric Roberts, Philip Rhee, Cri- stopher Penn, Wayne Newton. Bandarísk. The Movie Group 1993. Háskólabíó 1993. 96 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Það er alltaf dulítið tregafullt að horfa uppá leikara sem eitt sinn áttu bjarta framtíð, farna að sópa gólfin í kvikmyndaverunum. Einn þeirra er Eric Roberts. Góður en heldur einhliða leikari sem blómstr- aði i hlutverkum skítseiðanna í Runaway Train og Star 80. En slík hlutverk liggja ekki á lausu og ná- unginn hefur sannað að hann veld- ur ekki gamanhlutverkum (The Coca Cola Kid) og framleiðendur eru greinilega ragir við að skella honum í dramatíkina. Þó svo hann hafi staðið sig með ágætum í hlut- verki Vietnamstríðshetju i mynd um hermennina sem hrintu í fram- kvæmd minningarmerkinu um látna og týnda félaga sína í þessari hörmulegu styijöld. Þessi mynd um þijá karate-harð- hausa verður leikaranum ekki til framdráttar. Efnið er útþvæld rambólumma; einn' félaganna er drepinn af óþokka í keppni, garpur- inn Roberts vill hefna en er orðin heldur sællegur. Taka þá við ómennskar æfingar og vonandi þarf enginn að spyrja að leikslokum. BLÓÐSUGAN OG BARNIÐ HANS HROLLVEKJA Son of Darkness: ToDieForlI idr Leikstjóri David F. Price. Aðal- leikendur Rosa- lind Allen, Steve Bond, Scott Jacoby, Michael Praed, Jay Und- erwood, Amanda Wyss. Banda- rísk. First Generation 1991. Kvikmynd 1993. 92 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér kemur enn ein útgáfan af Drakúla greifa hinum rúmenska. Að þessu sinni er sögusviðið af- skekktur smábær þar sem lífið hef- ur gengið sinn vanagang í manns- aldra. En friðurinn er úti þegar nýr læknir (Bond) kemur á staðinn enda kauði engin annar en fyrmefndur aðalsmaður og bergir blóð til að viðhalda æskufjörinu. Með honum í slagtogi er illyrmið bróðir hans og lausafólk í blóðsugubransanum. En doktorinn er mættur á svæðið í þeim tilgangi að hafa uppá nýgetn- um syni sínum sem gefinn var hjón- um í héraðinu. Á hann að erfa kóngsríki myrkraprinsins. Dálagleg della lengst af og mun skárri en flestar þær hrollvekjur sem framleiddar eru fyrir skjáinn. Reyndar snýst myndin lítið um bamungann, meira um ástamál þessa nátthrafna og fórnarlamb- anna. Meinleysisvitleysa sem þó er full subbuleg á köflum enda bönnuð innan sextán. Og merkilegt nokk, gagnstætt flestum myndbanda- hrollvekjum er leikurinn það borgin- mannlegur að hann pirrar ekki áhorfandann. KATA SKRÍÐUR ÚR SKELINNI SPENNUMYND Kiss of a KiIIer + + ‘h Leikstjóri Larry Elikann. Handrit David Warfíeld. Aðalleikendur Annette O’TooIe, Eva Marie Saint, Brian Wimmer. Bandarísk sjón- varpsmynd. ABC SAM- 1992. myndbönd 1993. 90 min. Sagan af henni Kötu (O’Toole) er tvískipt. Annarsvegar segir af hinni bældu Kötu sem býr hjá aldr- aðri móður sinni (Saint), sem líti- lækkar hana og vanvirðir á alla lund, hinsvegar af hinni fijálsu og lostafullu Kötu sem kemst útá lífið á laugardagskvöldum. Segir þeirri gömlu að hún gisti hjá vinkonu sinni en er þá að stunda gjálífíð af mik- illi innlifun. Málin taka nýja stefnu er kalda Kata flækist inní morðmál og allt vitnast um tvöfalda lífernið. Nú verður hún að sameina krafta sína, morðinginn er á slóð hennar því Kata er lykilvitni. Þokkalegasta afþreying, bæri- lega leikstýrð og söguþráðurinn slarkfær. Þá eru viðskipti hins lán- lausa morðingja og Kötu hallæris- lega brosleg, eins veröld hinnar kúguðu Kötu. En sá ljóður er á myndinni að Annette O’Toole (sem er kunnust úr 48 Hours og Super- man III) ræður illa við hlutverkið enda heldur takmörkuð Ieikkona. Engu að síður vænlegri kostur en obbinn af því efni sem frumsýnt er á myndbandi. BÍÓMYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson Class Action + + 'h Gene Hackman er traustur að venju í annars heldur vemmilegu réttarhaldsdrama þar sem hann leikur lögmann sem lendir í mála- ferlum við lögmanninn dóttur sína (Mary Elisabeth Mastrontonio). Myndin snýst einkum um sam- skipti feðginina. FÓLK Sharon Stone þurfti nýverið að fara í 20 sjón- varpsviðtöl á einum degi til að kynna nýj- ustu mynd sína Sliver. Sharon ákvað að gefa sem fjölbreytt- asta mynd af sér og klæddi sig í nýja múnder- ingu fyrir hvert sjónvarpsviðtal. Að sögn gerði hún þetta til að sjónvarpsáhorf- endur skiptu ekki á milli stöðva og berðu hana augum í sömu fötunum alls staðar. Fyrir viðtalið á CNN setti Sharon hárið upp og fór í virðulega drapplita dragt, og leit út eins og sjónvarpsfréttakona. Áhorfendur bandaríska viðtals- þáttarins Entertainment Ton- ight fengu að sjá Sharon með hárgreiðslu sem var í tísku á stríðsárunum og í ermalausum appelsínugulum kjól. Þegar stjóm- endur Good Moming America spjölluðu við hana var hún með hárið slegið og í morgunslopp enda þátturinn sendur út snemma á morgnana. Kaupir Bill Cosby sjónvarpsstöð? Gamanleikar- Gamanleikarinn BiII Cosby hefur sýnt . . því áhuga að kaupa bandarísku sjón- inn nerur varpsstöðina NBC af General Electric. áhuga á því að Cosby hefur starfað mikið hjá NBC, kauna NBC Þ^ttur hans um Huxtable lækni og fjöl- skyldu hans bjargaði gengi sjónvarps- stöðvarinnar í byijun níunda áratugarins þegar hún hafði beðið lægri hlut í samkeppninni við ABC og CBS. Nú hefur aftur hallað undan fæti hjá NBC og vill Cosby kaupa stöðina til að byggja hana upp á ný. Cosby var með tvo þætti, „I Spy“ og „The Bill Cosby Show“, hjá NBC á árunum 1969-1971. Hann starfaði síðan hjá keppinaut- • unum ABC og CBS í nokkur ár en hætti sjónvarpsleik árið 1976 þegar nýjum þætti með honum tókst ekki að ná neinum vinsæld- um. Næstu átta árin fékkst Cosby ekki til að koma fraih í sjónvarpi nema sem gestaleikari í einstaka bamaþætti. Það var síðan árið 1984 sem stjómendum hjá NBC tókst að sannfæra Cosby um að snúa sér aftur að sjónvarpsleik og þættimir um Huxtable lækni slógu í gegn. Cosby samdi um að fá hluta af öllum tekjum sem nýi myndaflokkurinn aflaði og græddi á tá og fíngri. Alvöru tilboð Fyrst þegar fréttist að Cosby hefði áhuga á því að kaupa NBC hélt fólk að fréttin væri einn stór brandari. Flestir em nú hættir að hlæja og allt lítur út fyrir að gamanleikarinn ætli að gera al- vöm tilboð í sjónvarpsstöðina. Talið er að hann komi til með að bjóða 3-4 biljónir bandaríkjadoll- ara þó að markaðssérfræðingar álíti að raunvirði NBC sé aðeins lægra sérstaklega vegna þess hve vinsældir stöðvarinnar hafa dalað undanfarið. Cosby mun ekki nota eigin pening til þess að kaupa NBC heldur hefur hann fengið virt fjár- festingarfyrirtæki eins og Salom- on Brothers, Goldman Sachs, Bear Steams, Merrill Lynch, og Wert- hem .Schroder til liðs við sig til að fjármagna kaupin. Áhugi Cosbys á því að kaupa NBC kemur aðallega til af þrennu. í fyrsta lagi er hann orðinn lang- þreyttur á þeirri einhliða mynd sem dregin er upp á svörtum Bandaríkjamönnum í sjónvarpi. í öðm lagi vill hann draga úr ofbeld- inu sem veður uppi í stórum hluta þess efnis sem sýnt er í sjónvarpi. I þriðja lagi tók hann því mjög illa þegar NBC tók myndaflokkinn „Here and Now“ af dagskrá en Cosby framleiddi hann. Bill Cosby - Eignast gaman- leikarinn sjónvarpsstöð? Félagslega meðvitaður „Here and Now“ var n\jög fé- lagslega meðvitaður myndaflokkur sem samkvæmt Cosby lagði áherslu á réttu gildin. Hann telur ákvörðun NBC sýna hversu bren- glað gildismat sjónvarpsstöðva er orðið og með því að kaupa stöðina fái hann tækifæri til að breyta þessu. Að sögn Davids Brokaws, fréttafulltrúa Cosbys, snúast kaup- in á NBC ekki um peninga heldur ábyrgð fíölmiðla gagnvart sjón- varpsáhorfendum. „Hugmyndin er að gefa sjónvarpsefni aftur mikil- væg gildi og sýna raunvemleikann eins og hann ætti að vera sýndur.“ Þeir sem em hrifnir af sköpun- argáfu Cosbys og siðferðilegum boðskap hans líst vel á hann sem eiganda NBC. Þeir sem hafa starf- að náið með honum í skemmtana- iðnaðinum em ekki eins hrifnir. Þeir segja að Cosby sé of ráðríkur og hlusti ekki á fólk sem hafí aðr- ar skoðanir en hann. Matt Will- iams, sem starfaði sem handrita- höfundur fyrir Cosby, segir að Cosby myndi njóta sín vel sem list- rænn ráðunautur hjá NBC en hann eigi ekkert erindi í framkvæmda- stjórastöðu. En það er einmitt stað- an sem Cosby hefur augastað á. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðorfregnir. 6.55 Bæn. 7.00 Fréttir. Söngvoþing. Flutt verður íslensk tónllst. 7.30 Veðurfregnir. Söngvaþing heldur ófrom. 8.00 Fréttir. 8.07 Músik oð morgni dogs. Umsjén: Ingveldur G. Ólofsdöttir. 9.00 Fréttir. 9.03 Funi. Helgorþóttur borna. Umsjón: Elísabet Brekkan. (Einnig útvorpað kl. 19.3S ó sunnudogskvöldi.) 10.00 Fréttir. 10.03 Lönd og lýðír. Færeyjar. Umsjón: Eðvarð T. Jónsson. 10.45 Veðurfre gnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Póll Heióor Jónsson. 12.00 Útvarpsdogbókin og dagskró laug- ordogsins. 12.20 Hódegisfrétlir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingor. 13.00 Fréttoauki ó laugordegi. 14.00 Hljóóneminn. Oagskrórgeróorlólk Rósor 1 þreifor ó lifinu og listinni. Um- sjón: Stefún Jökulsson. 16.00 Fréttir. 16.05 I þú gömlu góðu. 16.30 Veóurtregnir. 16.35 Daglegt lif I Japan. Anno Morgrét Sigurðardóttir ræðir við Mó Mósson og Sigriði Mnock. Fyrri hluti. 17.05 Tónmenntir. Metropoliton-óperan. Umsjón: Randver Þorlóksson. (Einnig út- varpoó næsta mónudag kl. 15.03.) 18.00 .Blótt tjold", smósoga eftir Stefón Jónsson. Kristjón Fronklin Mognús les. 18.48 Dónarfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingor. Veðurfregnir. 19.35 Djassþóttur. Umsjón: Jón Múli Árna- son. (Áður útvarpoð þriðjudagskvöld.) 20.20 Laufskólinn. Umsjón: Erlo Sigríður Ragnarsdóttir.(Fró Egilsstöðum. Áður út- varpað sl. miðvikudog.) 21.00 Saumastofugleði. Umsjón og dons- stjórn: Hermonn Ragnor Stefónsson. 22.00 Fréltir. Dogskró morgundogsins. 22.07 Tvær franskor sónatinur. Ashildur Hoioldsdóttir leikur ó floutu. 22.27 Orð kvöldsins. 22.30 Veðurftegnir. 22.36 Len gra en nefið nær. Frósögur af fólki og fyrirburðum, sumar ó mörkum raunveruleika og ímyndunor. Umsjón: Margrét Erlendsdóttir. (Fró Akureyri.) (Áður útvorpoð i gsr kl. 14.30.) 23.05 Lougordogsflétta. Svanhildur Jak- obsdóltir tær gest I létt spjoll með Ijúfum tónum, að þessu sinni Sverri Guðjónsson kontratenór. (Áður ó dogskró 29. mai sl.) 24.00 Fréttir. 0.10 Sveiflo úr Glymskraltanum. Elvis Presloy, Ritchie Valens, The Platters, Pot Boone og Andrews Sisters. 1.00 Nælurútvarp ó somtengdum rósum til motguns. RÁS 2 FM 90,1/94,9 8.05 Stúdió 33. Örn Petersen flytur létto norræno dægurtónlist úr stúdíói 33 í Kaup- monnohöfn. (Áður útvorpoð sl. sunnudog.) 9.03 Þetta líf. Þetta lif. Þorsteinn J. Vil- hjólmsson. Veðurspó kl. 10.45. 11.00 Helgorútgófan. Uelgarútvarp Rósar 2. Kaffi- gestir. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvodótlir og Jón Gústafsson. 12.20 Hódegisfréttir. Elvis Prefley. 12.45 Helgorúlgófon. Dogbókin. Hvoð er oð gerast um helgina? itarleg dagbók um skemmtanir, leikhús og ollskonor uppókom- ur. Helgarútgófan ó ferð og flugi hvar sem lólk er oð finno. 14.40 Tilfinningoskyldon. 15.00 Heiðursgcstur Helgarútgófunnar lítur inn. Veðurspó kl. 16.30. 16.31 Þarfaþingið. Umsjón: Jóhonno Horðordóttir. 17.00 Vin- sældarlistt Rósar 2. Umsjón: Snorri Sturlu- son. (Einnig útvorpað i Næturútvarpi kl. 02.05.) 19.00 Kv.öldfréttir. 19.32 Rokkt- iðindi. Skúli Helgason segir rokkfréttir of erlendum vettvangi. 21.00 Vinsældalisti götunnar. Hlustendur veljo og kynno uppó- holdslögin sin. (Áður útvarpað miðvikudags- kvöld.) 22.10 Stungið af. Kristjón Sigur- jónsson og Gestur Einor Jónasson. (Fró Akur- eyri.) Veðurspð kl. 22.30 . 24.00 Fréttir. 0.10 Næturvokt Rósor 2. Umsjón: Arnar S. Helgoson. Næturútvorp ó somtengdum rðsum til morguns. Fróltir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. NÆTURÚTVARPIÐ 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt Rósar 2 held- ur ófram. 2.00 Fréttir. 2.05 Vinsældalisti Rósor 2. Snorri Sturluson kynnir. (Endurtek- inn þóttur fró lougordegi.) 5.00 Fréttir. 5.05 Næturtónar. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30. Næturtónor haldo ófram. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Laugardogsmorgun ó Aðolstöðinni. Þægileg og róleg tónlist I upphofi dogs. 13.00 Léttir i Tund. Böðvor Bergsson og Gylfi Þór Þorsteinsson. 17.00 Ókynnt tón- list. 19.00 Party Zone. Donstónlist. 22.00 Næturvaktin. Óskalög og kveðjur. 3.00 Ókynnt tónlist til morguns. BYLCJAN FM98.9 Eins logs undur 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunútvarp ó laugordegi. Fréttir kl. 10, )1 og 12. 12.15 Við erum við. Þorsteinn Ásgeirsson og Ág- úst Héðinsson. Létt og vinsæl lög, ný og gömul. Fréttir af íþróttum og atburðum helgarinnor og hlustoð er eftir hjartslætti mannlífsins. Fréttir kl. 13, 14, 15, 16. 16.05 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. Dogskrógerð: Ágúst Héðinsson. Fromleið- ondi: Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 17. 19.30 19:19. Fréttir og veður. Samsend útsending fró fréttastofu Stöðvor 2 og Bylgj- unnar. 20.00 Siðbúið sumarkvöld. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Hressilegt tokk fyrir þó sem eru að skemmto sér og öðrum. 3.00 Næturvaktin. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 22.00 Gunnor og Rognor holdo isfirskum Bylgju- hlustendum i góðu helgarskopi. Slminn i hljóðstofu 94-5211. 2.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98.9. BROSID FM 96,7 9.00 Á Ijúfum laugardagsmorgni. Jðn Grön- dal. 13.00 Böðvar Jónsson og Póll Sævar Guðjónsson. 16.00 Gamla góðo diskótón- listin. Ágúst Magnússon. 18.00 Daði Magn- ússon. 21.00 Upphitun. Rúnar Róbertsson. 24.00 Næturvakt. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Laugardogur I lit. Bjötn Þór Sigur- björnssons, Helga Sigrún Horðardóttir og Holldór Backman. 9.30 Gefið Bokkelsi. 10.00 Afmælisdagbókin. 10.30 Stjörnuspóin. 11.15 Getraunahornið 1x2. 13.00 iþrólto- fréttir. 14.00 íslenskir hljómlistarmenn. 15.00 Matreiðslumeistarinn. 15.30 Afmælis- born vikunnar. 16.00 Hallgrimur Kristins- son. 16.30 Getraun. 18.00 íþróttafréttir. Getrounir. 19.00 Axel Axelsson. 22.00 Laugordagsnæturvokt Sigvaldo Kaldolóns. Portýleikurinn. 3.00 Laugordagsnæturvokt. SÓLIN FM 100,6 9.00 Upp, upp! Jóhonnes Ágúst Stefóns- son. 12.00 Helgin og tjaldstæðin. 15.00 Gomonsemi guðonno 16.00 Libidó. Magn- ús Þór Ásgeirsson. 19.00 Elsa trukkar ó fullu. 22.00 Glundroði og ringulreið. Þór Bæring og Jón G. Geirdal. 22.01 Flotbökur gefnor. 22.30 Tungumólakennslo. 23.30 Smóskifo vikunnor brotin. 1.00 Næturrölt- ið. 4.00 Ókynnt tónlist til motguns. STJARNAN FM 102,2 9.00 Stjörnustyrkur. Hjólo- og hloupamora- þon Stjörnunnor. Fjölbreytt dogskró með viðtölum og leikjum. 12.00 Hóaegisfréttir. 12.30 Stjörnustyrkur. Dagskróin heidur ófram. 17.00 Siðdegisfréttir. 19.00 is- lenskir tónor. 19.30 Kvöldfréttir. 20.00 Dreifbýlislónlistarþóttur Les Roberts. 1.00 Dogskrótlok. Banaslundir lil. 9.30 og 23.50. ÚTRÁS FM 97,7 12.00 M.S. 14.00 M.H. 16.00 F.Á. 18.00 F.G. 20.00 M.R. 22.00 F.B. 24.00-3.00 Vakt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.