Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Ameríkanar framleiða kanadískt skjáfóður Spelling Television, fyrirtæki bandaríska sjónvarpsframleið- andans Aarons Spellings, hef- ur flutt hluta af starfsemi sinni — ... til Kanada. Spelling Aðalástæð- Television an fyrir opnar útibú þessum ÍKanada Kanada er skattakerfið hag- stæðara sjónvarpsframleið- endum en í Bandaríkjunum. Eina skilyrðið sem Spelling TV þarf að uppfylla til að nýta sér þetta kerfi er að efnið sem fyrirtækið framleiðir flokkist sem kanadískt. Kanadamenn eru ekki á eitt sáttir um hvern- ig eigi að skilgreina efni sem kanadískt og hvort framleiðsla Spelling TV geti nokkurn tíma flokkast sem kanadísk menn- ing. Kanadískt efnf? - Þættirnir um Hljómsveitina eru teknir upp í Vancouver í Kanada. „The Round Table“ - Nýjasti myndaflokkurinn frá Spelling TV um ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Spelling Television - Framleiðendur vona að „Melrose Place“ takist að vinna sér álíka fylgi og „Beverly Hills 90210“. Spelling TV, sem hefur aðalstöðv- ar í Los Angeles, hefur opnað skrif- stofu í Vancouver. Gary Randall, forseti Spelling TV, segir að tilgang- urinn með þessari opnun sé að gefa kanadísku hæfileikafólki tækifæri til þess að framleiða kanadískt efni. Að sögn Randalls fær fyrirtækið aðgang að kanadískum tekjulindum með því að framleiða kanadískt efni. Einnig borga kanadískar sjónvarps- stöðvar hærra verð fyrir efni sem er flokkað sem kanadískt. Sjón- varpsstöðvarnar greiða hærra verð af því að þær þurfa að sýna ákveðið magn af kanadísku efni til að halda útsendingarréttinum. Randall von- ast einnig til þess í framtíðinni að geta snúið sér til Telefilm Canada og annarra opinberra stofnanna og fengið hjá þeim styrki. Vinsælir myndaflokkar Spelling TV hefur í gegnum tíðina framleitt vinsæla myndaflokka eins og „Charlie’s Angels“ og „Dynasty“. Síðastliðin tvö ár hefur myndaflokk- urinn „Beverly Hills 90210“ verið aðalsöluvara fyrirtækisins, og í kjöl- far hans hafa fylgt „Melrose Place“, „The Heights", „The Round Table" og „2000 Malibu Road“. íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kann- ast við flesta af þessum myndaflokk- um þar sem Stöð 2 og Sjónvarpið hafa sýnt stóran hluta af þeim. Sjón- varpið sýnir „The Heights“ eða Hljómsveitina þessa dagana og „Be- verly Hills 90210“, „Melrose Place“ og „The Round Table“ hafa allir verið sýndir á Stöð 2. Sjónvarps- áhorfendum fínnst kannski gaman að vita að þættirnir um Hljómsveit- ina og „The Round Table“ eru tekn- ir upp í Vancouver. Flestir þessir myndaflokkar hafa notið ágætis velgengni en engu að síður hefur Spelling TV verið rekið með halla að undanförnu, eins og mörg önnur bandarísk fyrirtæki sem framleiða sjónvarpsefni. Að sögn Randalls þarf fyrirtækið að vera með alla anga úti til að fjármagna efnið sem það framleiðir. „Mörg verkefni þurfa meira fjármagn en fyrirtækið getur fengið eftir hefðbundum leið- um innan Bandaríkjanna. Til dæmis eru sjónvarpsmyndir mjög dýrar. Ef hægt er að sviðsetja söguna í Kanada og fá þannig það fjármagn sem vantar þá veljum við þann kost.“ Ný aðferð Randall segir að Spelling TV muni ekki nota sömu aðferð og mörg önn- ur bandarísk fyrirtæki sem framleiða efni í Kanada. Samkvæmt þeirri að- ferð þróar framleiðandi verkefni fyrir bandaríska sjónvarpsstöð. Þegar búið er að reikna út framleiðslukostnaðinn reynir framleiðandinn að finna leiðir til að gera efnið kanadískara svo hægt verði að fá kanadískt fjármagn. „Við ætlum að bytja á grunninum og vinna með kanadískum handrita- höfundum og leikstjórum. Við ætlum ekki að vinna með handritahöfundum og leikstjórum í Bandaríkjunum og reyna svo að fínna leiðir til þess að gera efnið kanadískt.“ Engu að síður segir Randall að aðalviðskiptavinir Spelling TV í Vancouver verði bandarískar sjónvarps- stöðvar, og efnið verði unnið með bandarískan markað í huga. Ólögleg framleiðsla? Douglas Barrett, lög- fræðingur hjá lögfræði- skrifstofunni McMillan Binch í Toronto, segir að samkvæmt kanadískum reglugerðum sé bandarísk- um fyrirtækjum ekki heim- ilt að koma til Kanada til að opna útibú sem framleiði kanadískt efni. Öll erlend fyrirtæki sem opna útibú í -Kanada verða að fylla út eyðublað hjá Investment Canada, opinberi stofnun sem athugar allar fjárfestingar í Kanada. „Ef bandarískur framleið- andi kemur til Kanada og stofnar fyrirtæki með það í huga að nota kanadíska tökustaði þá getur Invest- ment Canada ekkert upp á hann klagað. En ef framleiðandi kemur ti Kanada og reynir að notfæra sér kanadíska styrki og skattaívilnanir með því að flokka framleiðslu sína sem kanadískt efni þá leyfir Invest- ment Canada ekki slíka starfs- hætti,“ segir Barrett. Að sögn hans hafa þessar reglur engu að síður ekki hindrað bandaríska framléið- endur. Þeir komast í kringum regl- urnar með því að fá kanadíska fram- leiðendur til liðs við sig. Breytingar væntanlegar Spelling TV skrifstofan er opnuð á tímamótum í Kanada. Þær reglur og skilgreiningar sem hafa verið notaðar til að flokka efni sem kana- dískt hafa verið gagnrýndar mjög hart. Nefndin sem setur þessar regl- ur (Canadian Radio-television Telecommunications Commission) ætlar að funda á næstunni og telja margir að nefndarmenn muni breyta reglunum og gera þær strangari. Framleiðendur hjá Spelling TV halda samt sínu striki. Fyrirtækið vinnur nú ásamt Global Television í Toronto að spennumyndaflokki sem er staðsettur á vesturströnd Kanada og hefur kanadíska aðalpersónu. Samkvæmt núgildandi reglum telst myndaflokkurinn kanadískur en margir Kanadamenn telja samt vafasamt hvort hægt sé að skii- greina þá sem kanadíska menningu. Þeir sömu velta því fyrir sér hvort það sé réttlætanlegt að bandarískir framleiðendur nýti sér peninga kanadískra skattborgara eins og stjómendur Spelling TV vilja gera! BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Drekinn ★ ★ 'h Mjög þekkileg ævisöguleg mynd um Bruce Lee með slagsmálasenum fyrir dygga aðdáendur og dularfullri ættar- fylgju sem virðist enn að verki. Skjaldbökurnar 3 ★ Þriðja myndin gerir ekkert fyrir myndaflokkinn þótt umhverfið sé framandi; Japan á lénstímanum. Takt- arnir þreytandi sem fyrr. Fædd í gær ★★ Viðunandi endurgerð þekktrar mynd- ar um heimska ijósku sem er fljót að læra á baktjaldamakkið í Washington. Melanie Griffíth er ágæt í aðalhlut- verkinu. Sommersby ★ ★ Þó að efnisþráðurinn þoli ekki hárfínar rannsóknir þá er ástarsagan óvenju viðfelldin. Jodie Foster er frábær og útlit myndarinnar, sem gerist að loknu þrælastríðinu, með eindæmum vel gert. Konuilmur ★ ★ Vi Afar vönduð mynd um samband ólíkra einstaklinga. Eftirminnileg fyrir vel- skrifað handrit og afburðaleik A1 Pac- inos. BÍÓHÖLLIN Öðsiðlegt tilboð ★ •k'h Mynd um breyskleika mannsins og siðferðisþrek vekur forvitnilegar spúmingar en svarar þeirti að hætti sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins. Glansmynd í vandaðri kantinum. Skjaldbökurnar 3 (sjá Bíóborgimij.Ljótur Ieikur ★ ★ 'h Ögrandi, afargott verk um tregafull mannleg samskipti og ómanneskjuleg átök og umhverfi. Rómantísk spennu- mynd. Nóg komið ★ ★ Vi Andsnúið umhverfi sprengir öryggi bandarísks meðaljóns sem lætur reiði sína bitna á kvölurum sínum í LA. Skýtur yfir markið sem þjóðfélags- ádeila en á sínar stundir sem hasar- mynd. HÁSKÓLABÍÓ Á ystu nöf ★ ★ Spennandi og oft frábæriega vel snið- inn tryllir með Stallone. Margar æðis- legar fjallasenur færa þig fram á ystu nöf. Við árbakkann ★ ★ ★ Minningarnar frá árbakkanum eru seiðandi óður til mannsins og náttúr- unnar. Tvímælalaust ein af bestu myndum ársins. Skriðan ★ Illa gerð spennumynd byggð á sögu Desmond Bagleys. Módelsmíðin í lokin harla gamaldags eins og reyndar myndin öll. Ósiðlegt tilboð ★ ★ Vi Mynd um breyskleika mannsins og siðferðisþrek vekur örfáar forvitnileg- ar spumingar en svarar þeim að hætti sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins. Glansmynd í vandaðri kantinum. Lifandi ★ ★ Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar mannraunir sem gerðust hátt uppi í Andesfjöllum fyrir tveimur áratugum. Mýs og menn ★★ Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð upp úr frægri sögu Johns Steinbecks um vináttu og náungakærleik. John Malkovich er frábær sem Lenny. LAUGARÁSBÍÓ Hefndarhugur Vi Afleitur framtíðartryllir. Fjórða flokks framleiðsla. Feilspor ★ ★ Góð sakamálamynd um glæpahyski sem stefnir á smábæ þar sem hug- rakkur lögreglustjóri bíður þeirra. Fínn leikur og spennandi saga undir leikstjórn Carls Franklins. REGNBOGINN Super Mario Bros. ★ Vi Undarlegur samsetningur byggður á tölvuleikjunurn. Brellurnar margar hverjar góðar en innihaldið fullkomin endaleysa. Þríhymingurinn ★V2 ' Ástarsaga um skondið ungt fólk sem snertir mann ekki mikið. Tveir ýktir 1 ★ ★ 'h Útúrsnúningur á „Lethal Weapon“ og fleiri myndum. Tekst stundum vel upp og stundum ekki. Leikaramir hafa gaman af að taka þátt í gríninu. Loftskeytamaðurinn ★★ Vel leikin mynd um stórbrotinn ná- Við árbakkann unga sem setur heldur betur svip sinn á mannlífíð í norskum smábæ. Byggð á sögu eftir Knud Hamsun. Siðleysi ★ ★ V2 Frábærlega gerð mynd Louis Malle um ástarsamband sem hefur mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Leik- hópurinn góður 0g leikurinn sterkur. SAGABÍÓ Hvarfið ★★ Snjöll og spennandi sakamálasaga með ágætum leikurum. Endurgerð samnefndrar hollenskrar myndar. Getin í Ameríku ★ ★ Aðalleikararnir þrír standa sig best í annars misjafnri gamanmynd um sam- skipti kýnþáttanna í henni Ameríku. STJÖRNUBÍÓ Á ystu nöf ★★ Spennandi og oft frábærlega vel snið- inn tryllir með Stallone. Margar æðis- legar fjallasenur færa þig fram á ystu nöf. Dagurinn langi ★★V2 Bill Murray tekur að endurmeta líf sitt þegar hann vaknar alltaf til sama dagsins í þessari rómantísku gaman- mynd. Hún er best þegar Murray er sem illskeyttastur en svo linast hann óg verður mjúki maðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.