Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 14.08.1993, Síða 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 BLAÐ' tolli i lausu loffti i kringlunni STREÐIÐ var óvenju mikið við upp- hengingu á sýningu Tolla sem opnar í dag. Atta menn bisuðu rauðþrútnir og bölvandi heilt kvöld og fram á nótt við talíur og kaðla til að hífa upp fjórtán fleka í yfirstærð sem vofa yfir sýningargestum eins og órói. Sýningarstaðurinn er ekki hefðbund- inn og raunar einn sá ólíklegasti á höfuðborgarsvæðinu; Kringlan. Hann er þó í fullu samræmi við þá skoðun Tolla að öll þróun spretti af árekstrum andstæðra afla. Því hikar hann ekki við að fleyga logndautt verslunarrými með málverkum sem . kljást við náttúruna. Oiku fyrir opnun var Tolli varfæmislega inntur eftir hvort hann flanaði ekki út í forarvilpu með því að sýna umkringd- ur markaðstorgi. Svar hans var afdráttar- laust nei. „Ég vil fara þessa teið á enda og hefði aldrei hætt mér út í þetta nema ætla að láta kné fylgja kviði. Eg geri mér líka fulla grein fyrir staðnum: Maður er að fara inn í jámbrautarstöð og þar er hvinur af lestum, fýla af fólki og steikar- ilmur í loftinu. Þetta er eins og áningar- staður á Silkiveginum foma tii Kína þeg- ar Mareo Polo fór á markaðstorg í Ormuz eða Kashgar og falbauð afurðir sínar. Ég er bara landkönnuður á 20. öld sem mæti með mínar afurðir á markaðinn til að halda ferðinni áfram.“ MÝSILLILIIT Djarft virtist teflt á þessu stefnumóti skrums og málverks, en árangurinn kveð- ur niður efasemdarraddir. Auglýsinga- skilti verslana í kring blikna við saman- burðinn. Og sá grunur vaknar að Tolli skemmti sér konunglega við glímutökin. „í mér býr vissulega ákveðinn demón sem telur spennandi að leita uppi kontra- punkta og hluti sem sýna fram á kraftlos- un og hvort sem hún er debet eða kredit fyrir listamanninn, leiðir hún til þróunar. Eftir smá dvöl þar snýr maður sér að ein- hveiju öðru.“ - Óttastu ekki að annað áreiti staðarins spilli einbeitingu augans? „Sú hætta er fyrir hendi. En eins og segir með trúarbrögðin, ef einn frelsast af hundrað er takmarkinu náð. Geti ein- hver notið þess að skoða þessar myndir hjá mér, gæti það leitt til þess að viðkom- andi færi næst inn í Listasafn íslands til að líta á verk þar og svo framvegis. Þetta snýst um landvinninga. Hefðbundinn sjón- menntavettvangur getur líka orðið svo staðnaður að hann ginni aldrei til sín ný andlit, heldur sitji uppi með sama fólkið í sífellu. Ég vil rugla skúffusamfélagið og bjóða fólki til veislu annars staðar en í borðstofunni. Ég treysti á einstakl- ingsdúóið; andlitið í mannhafínu sem horf- ist í augu við myndina í vírnum, og ef hún er þokkaleg klárast dæmið til fulls. Listin hlýtur að þrífast jafnt inni í þessu landslagi og inni í galleríi, ef eitthvað er að marka slagorð um listina til fólksins. Því er hins vegar ekki að neita, að ég tel varla hægt að trompa þessa sýningu nú hvað varðar eigin brúarsmíði til fjöldans. Ákveðnu hámarki er náð.“ Tolli segir að hugmyndin um Kringluna sem sýningarstað hafí vaknað hjá honum á síðasta ári í samstarfí við Ólaf Jónsson hjá Listasafni ASÍ. „Ég spurði meðal ann- ars afhverju svo fjölsóttur staður mætti ekki vera frekari vettvangur fyrir vit- rænni list. Þá höfðu verið gerðar fáeinar tilraunir til að setja upp verk þar en þau alltaf orðið hluti af markaðstorginu og gluggaskreytingunum. Það vantaði ein- hveija andstöðu við rýmið. Vangavelturn- ar kveiktu í forráðamönnum Kringlunnar og höfðu þeir frumkvæði að því að bjóða mér að sýna. Lausnin varð sú að festa þessa hlera í loftið og ég held að það gangi sjónrænt séð fullkomlega upp.“ SLÁTURKEPPURINN FRAGI Tolli hefur áður reynt að fara út fyrir hefðbundnar brautir í sýningarhaldi; „þvf mér finnst að listsköpun eigi ekki ein- göngu að snúast um stíl og aðferðafræði, heldur verður hún einnig að miðast að samskiptum við fólk. Allar listhreyfíngar og stofnanir glíma við sömu vandamál, sem er stöðnun og úrkynjun. Allt byijar vel, eins og t.d. flúxus-hreyfíngin og SUM sem var í fyrstu vettvangur gríns og gam- ans er fékk samfélagið til að nötra. Slátur- keppurinn frægi varð til vegna þess að samfélagið bauð upp á það en ekki sjálfs sín vegna. En í dag snúast afsprengi þessarar hreyfingar, eins og t.d. Nýlistasafnið, meira um aðferðafræði og stíllega hluti. Þeir eru vissulega oft hinir frumlegustu og fósturmold® jákvæðra breytinga, en missa marks ef samskiptin við fólkið eru í járnum. Kjarni listarinnar týnist í bíró- kratískum tumum sem byltingahreyfing- amar fæddu af sér á sínum tíma. Og fyrr en varir fer sköpunarkrafturinn að snúast upp í innbyrðis togstreitu um valdastrúkt- úrinn innan þessara hátimbruðu tuma, og missir þannig mátt sinn. Ég vil þó taka skýrt fram að svo kölluð „elítu-kúnst“ er ekki ónauðsynleg. í listum eins og öðru þarf að opna sem flesta far- vegi til að flæðið sé hindrunarlaust og sem mest, á sama hátt og þegar ræktaður er skógur er mikilvægt að flóran sé sem ijöl- breyttust. Ég vil bara að listin birtist«í hversdagsumhverfinu." PRÓUNIN Ofsafengnar pensilstrokur einkenndu lengi vel verk Tolla. Verkin í Kringlunni sýna að landslagið er risið upp úr óreið- unni þó það beri enn fjarlægan svip henn- ar. Hann virðist stefna að meiri mýkt, eins og sýning hans í fyrra í Listasafni ASI vakti grun um. Þar sýndi hann óræð tákn, líkt og austurlenskar tilvitnanir, og héldu flestir vera hvíld frá landinu eða hliðarspor. Þegar nýju verkin ber á góma kveðst Tolli varla geta talað um verk sín án myndlíkinga, því málarinn ráði ferð- inni. „Ég lít ekki á neitt sem ég geri og virðist í fljótu bragði á skjön við fortíðina sem hliðarspor," segir hann, „heldur skref í þróun, þumlung af spíral. Þó að þau fyrirbæri virðist gestir í tilveru manns, eru þau hluti af meginstraumnum og því sem rís yfír sjóndeildarhringnum þegar litið er til baka.“ Sýning Tolla stendur til loka mánaðar- ins. Miðað við vanalegt streymi um bygg- inguna, mun á þeim tíma á annað hund- rað þúsund manns beija verkin augum, sem vafalaust er met hér á landi. SFr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.