Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Gudmund Knutsen héraðsdýralæknir, Akureyri — Sjötugur Hann fæddist 10. september 1923 í Ósló og ólst upp í Asker. Stúdentsprófi lauk hann í Drammen 1946, hóf þá nám við Dýralæknahá- skólann í Ósló og lauk embættis- prófi þaðan 1952. Næsta ár var hann aðstoðardýralæknir við þá deild háskólans, sem annaðist bráðaþjónustu við sjúk dýr, auk verklegrar kennslu dýralækna- kandídata. Um þetta leyti barst fyrirspurn þess efnis til háskólans, hvort þar sé að finna dýralækni sem væri fús til þess að koma til ís- lands, nánar tiltekið til Akureyrar. Á þeim tíma voru hafnar í Eyjafirði stórfelldar kynbætur á mjólkurkúm með tilheyrandi afurðaaukningu. En vandinn var sá, að það vantaði dýralækni til starfa. Knutsen þótti þetta mjög áhugavert, og ákvað að taka þessu verkefni í 1-2 ár. í jan- úarmánuði 1954 kom hann til Akur- eyrar tilbúinn til starfa, og verkefn- in urðu strax afar mikil og af mörg- um toga. Eyfirskum bændum varð það því mikil gæfa að svo hæfur dýralæknir skyldi koma til starfa, þegar mest á reið. Hann hlaut í vöggugjöf mikinn gjörvileika, sem átti eftir að reynast honum vel í afar erfiðu starfi og á ferðalögum. Hann var mikill ferðamaður, sem kom sér vel við erfiðar aðstæður, einkum á veturna. Fyrir kom að hann fór á skíðum yfir Vaðlaheiði þegar allt var á kafi í snjó. Eftir á að hyggja er það með ólíkindum að einn dýralæknir skyldi geta ann- að öllu því, sem um var beðið, og jafnframt haldið þreki og heilsu. Hann er stór maður og myndarleg- ur á velli og afar þægilegur í um- gengni. Gleðimaður er hann mikill og hann mat það að staupa sig á gleðistundum, er þær gáfust. Á 1 háskólaárum sínum var hann aðal driffjöður í skemmtanalífi stúdenta, | og í 50 ára afmælisriti háskólans 1 er hans sérstaklega getið í því sam- bandi. Þó svo að hann hafi lokið námi árið, sem ég hóf nám, kynntumst við ekki fyrr en sumarið 1958, er ég leysti hann af í stuttan tíma, en þá tók hann sér langþráð frí. Þá fékk ég smjörþefinn af því erilsama og oft erfiða starfi, sem hann bjó við. Lagði hann hart að mér að koma til starfa hjá sér, er ég lyki námi þá um áramótin. Sú varð raunin. Við höfum því starfað hlið við hlið í 35 ár, og aldrei fallið skuggi á okkar samstarf. Umdæm- inu var að vísu skiþt í tvö á sínum ■ tíma, en það hafði engin áhrif á ! okkar störf, nema að því leytinu, að þá gátum við tekið upp skipu- ■ lagðar kvöld- og helgarvaktir, hvor fyrir annan, að öllu jöfnu. Öll erfið og vandasöm verk höfum við unnið saman. Sem starfsbróðir er hann einstakur og ætíð fús til að miðla öðrum af sinni löngu reynslu og miklu þekkingu. Það fékk ég eftir- minnilega að reyna sjálfur, þegar ég hóf störf með honum fyrir 35 árum. Sömu sögu er að segja um dóttur mína Elfu er hún bættist við sem þriðji dýralæknir hér á svæðinu 1985. Eins og áður er nefnt er Gud- mund Knutsen afar þægilegur í allri umgengni og öll hans samskipti við menn og málleysingja eru til fyrir- myndar. Árin, sem i upphafi áttu að verða eitt eða tvö eru nú orðin 40. Ég spurði hann eitt sinn hvort hann hefði aldrei séð eftir því að hafa yfirgefið gamla Noreg. Hann hló og svaraði því til að hér hefði sér ávallt liðið vel og fundið sína hamingju í starfi. Fyrir nokkrum árum byggði hann sér fjallakofa úti á Leirdalsheiði í kjarri vöxnu landi og með stórfeng- legu útsýni. Þar er án efa eitthvað, sem minnir hann á Noreg, og þar á hann margar unaðsstundir. Hann er í eðli sínu mikill áhugamaður um allan veiðiskap og veiddi mikið í ám og vötnum á sumrin, og gæs og ijúpu á haustin. Nú, er senn líður að starfslokum, er margs að minnast. Hann hefur álla tíð búið við góða heilsu, þótt því sé ekki að neita, að skrokkurinn er eilítið farinn að gefa sig á seinni árum. Það undrar ekki þá, sem til þekkja. Kæri vinur, ég sendi þér mínar og minna bestu árnaðaróskir, með hjartkærum þökkum fyrir hugnað- arsamar stundir á liðnum árum. Höllu og sonunum, þeim Jóni og Gunnari, óskum við til hamingju með 70 ára heiðursmann. Ágúst Þorleifsson. Sjómannasamband Islands Skip á þægindafánum verði ekki þjónustuð FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjómannasambands íslands hefur skorað á sljórnvöld að stöðva nú þegar með valdboði viðskipti við skip sem sigla undir þægindafánum og í ályktun stjórnarinnar segir að húin tejji ekki þessi viðskipti þjóni hagsmunum sjómannastéttarinnar til lengri tíma litið. í ályktun stjórnarinnar segir enn- fremur: „Á undanförnum mánuðum hafa erlend fiskiskip skrá undir þægindafána leitað þjónustu og selt afla sinn í íslenskum höfnum. Sjó- mannasamband Islands er aðili að Alþjóðaflutningaverkamannasam- bandinu (ITF) ,sem um langt skeið hefur barist fyrir auknu öryggi, bættum aðbúnaði og mannsæmandi kiörum siómanna sem st.arfa á skin- um skráðum undir þægindafánum. Enn vantar mikið á að viðunandi árangur hafi náðst hvað þetta varð- ar. Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands íslands harmar að á sama tíma og sjómönnum á framan- greindum skipum eru ekki tryggð lágmarks kjör og lágmarks öryggi við störf sín, skuli íslendingar styðja útgerðir skipanna með viðskiptum Ofr biónustu." Þú hefur áreiðanlega einhvem tíma misst af leiksýningu, sem þú ætlaðir svo sannarlega að sjá, bara vegna þess að þú fékkst þér ekki sæti í tæka tíð. Aðgangskort Þjóðleikhússins tryggir þér sæti með verulegum afslætti á eftirtaldar sýningar á STÓRA SVIÐINU: ÞRETTANDA KROSSFERÐ/N eftir Odd Bjömsson Margslungið og áleitið nútímaverk! ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller ✓ Atakamikið leikrit - eitt frægasta verk þessarar aldar! MÁFURINN eftir Anton Tsjékhof Töfrandi og ljúfsár gamanleikur - sígild perla leikbókmenntanna! GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson og hljómsveitina Nýdönsk. Reykjavíkursaga með söng, gleði, ást og átökum! GAUKSHREIÐRIÐ eftir Wasserman / Kesey Áhrifamikið, glettið og ögrandi! Yerð adgangskorts er kr* 6,560,- Kortin veita einnig 300 kl. afslátt á hverju verki á litlu sviðunum tveimur. SMlÐAVERKSTÆPIB FERÐALOK eftir Steinunni Jóhannesdóttur Spennandi nútímaverk um anda sem unnast! BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Magnþrungið harmljóð um ást og afbrýði! SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Sannar sögur em lyginni líkastar! LITLA SVIÐIÐ ÁSTARBREF eftir A.R.Gumey Tvfleikurinn hugljúfi sem fer nú sigurför um heiminn ! SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Grimm og óvægin fjölskylduglíma! DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Hrífandi verk um skáldkonuna Karen Blixen! Sala stendur yfír. Notaðu símann! Miðasala ÞJÓÐLEIKHÚSSINS er opin alla dagafrá kl.13-20 meðan á kortasölu stendui: Greiðslukortaþjónusta . Auk þess eru pantanir teknar í síma alla virka dagafrá kl. 10 að motgni. Miðasölusíminn :91-11200. Grcena línan: 99-6160. ÞJOÐLEIKHUSIÐ - góða skemmtun -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.