Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSÍNS MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 BLAÐ Otvírætt að lialda ber 10% eftir af allri fisksölunni KÁTIR „KOLAKARLAR" Morgunbíaðið/Alfons Fréttir Markaðir Pólsvogir í Blæng NK ■ FULLTRÚAR Póls hf. og Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað staðfestu á sjávar- útvegssýningunni samning um kaup Síldarvinnslunnar á 5 vogum frá Póls í rækju- vinnslulinu í hinn nýja togara sinn Blæng, sem er á heim- leið frá Spáni. í vinnslulín- unni verða þrjár flokkunar- vélar og sólarhringsafköst verða um 25 tonn á sólar- hring, sem er líklega af- kastamesta rækjuvinnslu- línan um boð í íslenzkum skipi./2 —---*-*-*-- Betri heimtur í hafbeitinni I Heimtur i hafbeitarstöðv- ar hér á landi hafa verið upp og ofan í sumar, en yfirleitt þó betri heldur en í fyrra. í Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði eru menn að taka saman niðurstöðuna, en Vigfús Jó- hannsson stöðvarstjóri álítur að um 6 prósent heimtur sé að ræða á móti 4 prósentum í fyrra. Hjá Silfurlaxi í Hraunsfirði hefur einnig gengið betur í sumar en í fyrra, þar hafa heimtur verið 4,5 prósent á móti 2 prósent- um í fyrra./8 Tíu stærstu útgerðarstaðirnir, eftir verðmæti aflans 5 B^miHjarðar-kr.)------------------- Reykjavík á toppnum ■ REYKJAVIKersáút- gerðarstaður, sem státar af mestum aflaverðmætum á síðasta almanaksári. Verð- mæti landaðs afla í höfuð- borginnivar rúmir 5 millj- arðar króna, en Vestmanna- eyjar koma næstar með rúma 4,7 milljarða en 30.000 tonnum meiri afla. Akureyri er svo í þriðja sæti með 3,5 milljarða en miklu minni afla en hinir. Meðalverð á tonn er hins vegar hæst í Hafnarfirði, sem er í 7. sæti á listanum./6 + Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski skipanna Markaðsmál 6 Árangurinn á sýn- ingunni varð framar öllum vonum Viðtal 7 Eiríkur Þ. Einarsson NÝLEGA féll dómur i máli Fax hf. gegn Faxa- markaðinum í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Sam- kvæmt dóminum er það ótvíræð skylda fiskmarkaða að halda eftir 10% af allri fisksölu báta undir 10 tonnum og greiða inn á greiðslumiðlunarreikning smábáta hjá stofnfjár- sjóði fiskiskipa. Skiptir þá ekki máli þátt afli sé ekki eyrnamerktur einum bát sérstaklega en fullyrt var fyrir dóminum að algengt væri á fiskmörkuð- um um allt land að fyrrgreindum 10% væri ekki haldið eftir nema um beina sölu úr bát væri að ræða. Dómur gegn fiskmarkaði í Héraðsdómi Reykjavíkur Málsatvik þessa máls eru þau að Fax hf. seldi bátinn Faxafell GK-110 til útgerðarfélagsins Stekkur hf. á Suðureyri árið 1990. Á tímabilinu 16. febrúar til 29. maí það ár landaði Stekkur hf. afla bátsins á Faxamarkað- inum. Verðmæti aflans þetta tímabil nam tæplega 7 milljónum króna. Við sölu á aflanum var ekki haldið eftir fyrrgreindum 10%. Stekkur hf. varð síðan gjaldþrota og kaupin á bátnum gengu til baka. í framhaldi af því þurfti Fax hf. að greiða til Samábyrgðar ís- lands á fiskiskipum 4,7% af verðmæti aflans. í málflutningi fyrir dómi kom fram að afli sá sem Stekkur sendi á Faxa- markað á framangreindu tímabili hafi komið frá ýmsum bátum en aflinn var sendur suður í gámum. Ekki hafi kom- ið fram af hvaða bátum hann væri og var aflinn því seldur í nafni Stekks hf. Faxamarkaður lagði fram sýknu- kröfu í málinu og byggði hana m.a. á því að markaðinum hefði ekki borið að halda eftir 10% þar sem ekki var um beina sölu skips að ræða og að Fax hf. hefði ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að aflinn sem Stekkur seldi hefði allur komið úr Faxafeilinu. Ótvíræð skylda í niðurstöðu dómsins er Faxamark- aði gert að greiða 328.000 krónur auk vaxta eða þá fjárhæð sem stefnt var fyrir. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að það sé ótvíræð skylda markaðarins að halda eftir 10% af verðmæti aflans frá Stekk. Þar sem um hlutafélag hafi verið að ræða beri að líta svo á að það hafi einnig verið skylda markaðarins að kanna hjá félaginu af hvaða bátum aflinn kom og halda síðan eftir í sam- ræmi við það. Þar sem slíkt hafi ekki verið gert beri að líta svo á að allur afli er Stekkur seldi hafi komið af Faxafellinu. Styikur, ending og notagildi einksnna fiskikerin frá Borgarplasli h.f. VÖRU- LÍNU- BRETTI BALAR PP és> o»o O D - D 8*8’ Ss .© D+- Rmm gerðir af vöwbrettum. Þauetuekki fyllt með fblyureltiane. Timbubretti eru bönnuð í matvœldðnaði í EFTA og E& BofffBaiplast Sefgörðum 3,170, Selljamamesi. Sími 91-612211. Fax9 Sýningarbás C-66 á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 15.-19. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.