Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 6

Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Samtals fóru 262,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar- fjarðar fóru 106,4 tonn og meðalverðið 86,51 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 68,8 tonn á 80,83 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 87,4 tonn á 94,28 kr./kg. Af karfa voru seld 127,7 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 45,99,44,73 á Faxagarði og 45,01 syðra. Af ufsa voru seld 232,2 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 32,83, 35,26 á Faxagarði og 37,11 kr. hvert kíló á Suðurnesjum. Af ýsu voru seld 104,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 82,87 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmamm Ufsi mmmmmm Þrjú skip, Engey RE, Glófaxi VE og Dala Rafn VE, seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 306,0 tonn og var meðalverðið 105,44 kr./kg. Þar af voru 195,8 tonn af karfa á 125,24 kr./kg og 81,9 tonn af ufsa á 54,70 kr. hvert kíló. 32.vika Águst 33.vika 37.vika Kr./kg -180 160 140 -120 -100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr,gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 435,5 tonná 146,32 kr./kg. Þar af voru 156,4 tonn af þorski á 161,18 kr./kg. Af ýsu voru seld 119,7 tonn á 133,65 kr./kg og 50,9 tonn afkolaá 164,30 kr. hvert kíló. 36.vika „Árangurinn á sýningnnni varð framar öllum vonum“ Áætluð sala á Sunwell ískrapakerfinu allt að 400 milljónum í kjölfarið ARANGUR _ sýnenda á ís- lenzku sjávar- útvegssýning- unni varð í flestum tilfell- um framar öll- um vonum. Ekki var búizt við miklum viðskiptum vegna bágs ástands í sjávarútvegi á norðurhveli, en raunin varð allt önnur. Ljóst er að bein viðskipti að upphæð hundruð milljóna króna áttu sér stað á sýningunni og þar var að auki efnt við við- skipta, sem eiga eftir að færa seljendum vöru og þjónustu enn hærri upphæðir. Þarna er allt í senn um að ræða innlend og erlend framleiðslufyrirtæki, seljendur þjónustu af ýmsu tagi og að auki hótel, veitingastaði og fleiri þjónustuaðila í Reykjavík og flug- og skipaskipafélög, enda voru sýningargestir nú 6% fleiri en fyrir þremur árum. Norska fyrirtækið Ice-Tech, sem hefur þróað nýtt ískrapa kælikerfi ásamt kanadíska fyrir- tækinu Sunwell, náði miklum árangri á sýningunni. Terry Isaks- en, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segir að ljóst sé að sala á kælikerfinu og tilheyrandi búnaði næstu 24 mánuðina muni nema allt að 400 milljónum krónum ís- lenzkra. Kerfið er talið nauðsyn- legt fyrir frystiskip til að ná að kæla fískinn nógu hratt niður í móttöku meðan hann bíður vinnslu samkvæmt nýrri reglu- gerð, sem gefin hefur verið út. „Við áttum von á viðskiptum við frystiskipin," segir Isaksen, „en eftirspurnin fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Við höf- um verið á sýningum í um 20 ára og aldrei fengið önnur eins við- brögð og hér í Reykjavík. Það eru ekki bara frystiskipin, sem vilja fá krapakerfið, það eru línubátar, netabátar og jafnvel vinnslustöðv- ar í landi, sem eru að huga að útflutningi á ferskum fiski. Okkar bíður nú mikil vinna. í raun erum við bara með fast verð á ísvélinni einni, því flutningskerfi og tanka- þörf er gífurlega mismunandi milli skipa og þarf að reikna og mæla allt út fyrir hvert skip fyrir sig,“ segir Isaksen. Fjöldi viðskíptasamninga sá dagsins Ijós Mikil aðsókn var að íslensku sjávarútvegssýningunni 1993 en hátt í fimm hundruð fyrirtæki frá 24 löndum tóku þátt að þessu sinni. Þetta var í fjórða sinn sem sýningin var haldin og eins og á fyrri sýningum' sótti hana heim §öldi innlendra og erlendra aðila í sjávarútvegi. Þátttakendur sýningarinnar lýstu mikilli ánægju með aðsókn- ina og nefndu að Ijöldi viðskipta- samninga hafi séð dagsins ljós þá fimm daga sem sýningin stóð. Að sögn talsmanna Seametrix, svo dæmi sé tekið, sýndu fískrækt- endur mikinn áhuga á myndavél sem er sérstaklega hönnuð til nota í vatni og sjó. Sigurður Kr. Sigurðsson hjá Olíufélaginu Skelj- ungi sagði að einföld en áhrifarík aðferð til að hreinsa olíu úr sjó hafi vakið mikla athygli en um er að ræða einskonar teppi sem drekkur olíu í sig á skammri stund. Fulltrúi Akurfells, sem framleitt hefur frystibúnað síðan 1958 en framleiðir nú einnig sér- hönnuð fiskiker með kælibúnaði, sagði: „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum átt í íslensku sjávarút- vegssýningunni. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna og erum mjög ánægðir með árangur okkar hér. Mikil áhersla er lögð á aukna nýtingu hráefnis og gæði í fiskiðn- aði. Tækniþróun í fiskvinnslu hef- ur verið ör á undanförnum árum og á sýningunni gaf að líta úrval véla og tækja til nota í landi og á sjó. Klaki sýndi t.d. nýja vél sem hreinsar allan fisk af beinum eftir flökun og vakti vélin verðskuldaða athygli. Mörg íslensk fyrirtæki sýndu hugvitsamlegar útfærslur á nýtingu tölvubúnaðar við veiðar og fiskvinnslu og m.a. sýndi Radiómiðun fullkominn upplýs- ingatölvubúnað. Hátt á annað hundrað íslensk framleiðslu- og þjónustufyrirtæki tóku þátt í sýn- ingunni að þessu sinni. Að sögn talsmanns þýska fyrir- tækisins Baader, dr. Buddruss, telja • aðstandendur að sýningin hafi skilað ágætum árangri. „Við sjáum hér gesti úr sjávarútvegi fyrir fjölda landa og ber það sýn- ingunni og íslenskri sérhæfni gott vitni.“ Einn sýnenda sagði að sýn- ingin hafi verið ein sú besta hér á landi til þessa. Samtals sóttu 12.200 gestir íslensku sjávarútvegssýninguna og að sögn framkvæmdastjóra hennar, Patriciu Foster frá Reed Exhibition Companies, eru þátt- takendur þegar farnir að skrá sig á næstu sýningu sem haldin verð- ur árið 1996. „Betri vitnisburð um sýninguna er vart hægt að hugsa sér,“ sagði hún. SIGLINGATÆKI Töluvert selt á sýningunni „OKKUR gekk framar björtustu vonum á þessari sýningu. Við höfum selt talsvert á sýning- unni, sem er fremur óvenjulegt. Venjulega nota menn sér sýning- ar til að kynna sér hvað er á boðstólum og taka svo ákvörðun um viðskipti síðar. Við erum búnir að selja stór og dýr tæki, dýptarmæla, ratssjár og fleira," segir Reynir Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Ismar, sem flytur inn fiskileitar- og sigiingatæki frá ýmsum framleiðendum. Helztu nýjungarnar nú eru hjá Atlas, sem eru með nýjan dýptar- mæli og nýja ratsjá. Dýptarmælir- inn er mjög athyglisverður og sýn- ir vel þá framþróun, sem hefur átt sé stað. Meirihlutinn af tækjunum sem við sýnum hér er með öllum valmyndum á íslenzkri tungu. Þar má nefna auk þessara tækja frá Atlas, GPS-tækið fram Trimble og Scanmartækin frá Noregi. Það hefur mikið verið talað um samdrátt í sjávarútvegi og við höf- um vissulega orðið varir við hann, en hann kemur ekki fram í veltus- amdrætti hjá okkur. Nú hefur velt- an aukizt hjá okkur miðað við sama tíma í fyrra og eru Scanmartækin þar mikilvægust. Ég tel að það sé vegna þessa að við erum svo heppn- ir að vera með réttar vörur á rétt- um tíma, meðal annars fyrir út- hafsveiðarnar, sem nú eru að auk- ast. Samdrátturinn kemur hins vegar fram í því að erfiðara er að innheimta fyrir selda vöru og veitta þjónustu. Menn halda líka að sér höndunum og fara ekki út í annað en fjárfestingu, sem skilar sér,“ segir Reynir Guðjónsson. 110.000 100.000 90.000 87.034 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 111.651 108.426 ÝSA 26.709 19.316 21.38Í 4.408 I~1 3.254 Botnfiskafli íslendinga 1992/1993 óslægður afli Togarar Bátar Smábátar TONN Afii skipa eftir kjördæmum 1992 (þús.tonn) ,N „ . 350 r~l---------z.£<v r S * / Reyknesingar fengsælastir MESTUM afla var landað í Reykjaneskjördæmi á síðasta ári, um 354.000 tonnum. það er um hundrað þúsund tonnum meira en í þeim kjördæmum, sem næst koma, Suðurlandi og Austfjörðum. Langminnstum afla var landað á Norðurlandi vestra, aðeins 33.500 tonnum. Skýringin liggur í því, meðal annars að loðnulöndun er eng- in á Norðurlandi vestra, en loðna og síld eru uppistaða aflans í tonnum talið í öðrum kjördæmum að Vestfjörðum undanskildum. Mestum þorski, 51.000 tonnum var landað á Norðurlandi eystra, sem ann- ars er í fjórða sæti, þrátt fyrir þrjár öflugar loðnubræðslur. VERÐMÆTI Reyknesingar eru einnig efst- ir, þegar aflaverðmæti er talið með 9,2 milljarða króna, en Norðurland eystra fylgir fast á eftir með 9 milljarða, en 135.000 tonnum minni afla. Norðurland vestra ber einnig minnst úr býtum í verðmætum talið, en meðalverð aflans er hæst þar og á Vestfjörðum. Hlutur Reykjavíkur í verðmæt- um er 5 milljarðar en þorskur skilar innan við fimmtungi þess og vegur þorskurinn hvergi minna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.