Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 3
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 C 3 + Metsölublad á hverjum degi! Gerir Ford Gal- axy '59 mó- del upp ó nýtt FORD Galaxy Sævars Péturssonar eins og hann lítur út í dag. Sævar ætlar að ljúka endurgerð bílsins í vetur og aka á honum næsta sumar um gðtur borgarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg BOTNINN var rauðmálaður sem og hvert einasta stykki i bíln- FRÁ sýningunni sem Sævar sótti skammt utan Baltimore í Bandaríkjunum. Þar voru til sýnis og sölu fornbílar og varahlutir. Þarna má sjá varahluti í Studebaker, Mercury, Oldsmobile og fleiri bandaríska bíla. Ódýr Fiat Uno fyrir norðlæqar slóðir FIAT Uno hinn ítalski hefur nú fyllt áratug en er enn síungur með ýmsum stórum og smáum breytingum í útliti og á tæknisviðinu. Þessi bíll hefur verið hérlendis í nærri 9 ár og seldist það vel að hann setti sölumet en dalaði síðan enda hefur umboðið verið á nokkru flakki milli aðila. Núverandi umboð, ítalskir bílar, hefur einsett sér að taka þjónustu við Fiat eigendur og sölu á nýjum bílum traustum tökum enda vanir menn á ferð. Umboðið fór hægt af stað og stígur enn smá en örugg skref á þessari leið. Afráðið var strax að bjóða fram takmarkað úrval bíla en leggja áherslu á hagstætt verð og að byggja upp varahlutaþjónustu. I dag er því aðeins boðið uppá Fiat Uno sem fæst með tveimur vélarstærðum, þrennra eða fimm dyra en Uno er annars framdrifinn og fimm manna bíll. Gerðirnar heita Uno Arctic og eru sérstaklega útbúnar fyrir norrænar slóðir sem þýðir að rafkerfi er öflugra, miðstöð betri og hlífðarpanna undir vél. Við rifjum upp í dag kynni við Fiat Uno og skoðum Uno Arctic 60S sem kostar tilbúinn til aksturs kr. 869.000 staðgreiddur. Uno þótti nokkuð sérstæður þegar Fiat Uno Arctic 60S er snotur hann var kynntur fyrir áratug en í bíll og álitlegur fyrir tæp- dag er hann ósköp venjulegur smá- ar 870 þúsund krónur. bíll, svolítið kantaður og þannig séð allt að því gamall og frábrugðinn ávölu línunni sem einkennir flesta bíla í dag. En þetta er snotur vagn framendinn lágur og niðurbyggður, stuðari nokkuð voldugur undir vatnskassahlífinni og aðalluktun- um. Hliðarlisti er nokkuð breiður og afturstuðari álíka voldugur og framstuðarinn og afturhlut- inn er bæði ská- og þverskor- inn. Fimm dyra bíllinn hefur aukahliðarglugga aftan við aft- urhurð en þrennra dyra útgáfan ekki en gluggar eru annars nokkuð stórir og góðir. Fjöðrun Verð Sparneytni Ekki nó- kvæmt stýri Mælaborðslínan er ekki alveg í hefðbundn- um stíl og nokkuð létt yfir henni þrátt fyr- ir svartan litinn. en fótarými er kannski ekki alltof mikið afturí. Nokkuð vel fer þó um tvo fullorðna í aftursæti og engin hætta á að kreppi um of að þeim á styttri leiðum. Umgengni er að flestu leyti ágæt nema hvað hurðarhúnn er hvimleiður á þrennra dyra bílnum, sem sé felldur inn í falsið en á fimm dyra bílnum er „eðlilegur" hurðarhúnn. Fiat Uno Arctic 60S er með ýmsum búnaði Léttlelkl Hið innra er svipurinn léttur og skemmtilegur. Mælaborðið er vel frá- gengið og mælar og tæki auðskilin og vel staðsett, ágæt hilla ofan við hanskahólf, hólf í framhurðunum og lítið box á miðjustokki undir mið- stöðvarrofum. Framsætin eru prýði- lega góð, veita góðan stuðning þrátt fyrir að aðeins sé um lágmarks still- ingarmöguleika að ræða. Höfuðrými er yfrið nóg bæði í fram- og aftur- sætum umfram ódýrari gerðim- ar, t.d. rafmagnsrúðum í framhurðum og samlæsingum en í öllum bílunum eru hliðarspeglarnir stillanlegir innan frá og í 45S og 60S gerðunum er litað gler og skiptanlegt aftursæti og niðurfellanlegt til að auka kosti farangursrýmis. Það er þó furðu rúmgott, tekur tvær allstór- ar töskur vandræðalaust og ýmislegt smálegt að auki. Vélin í Uno Arctic 60S er 1100 rúmsentimetrar, fjögurra strokka, þverstæð og er 50 hestöfl. Hún er með ofanáliggjandi knastás og raf- eindastýrðri innsprautun og að sjálf- sögðu er bíllinn búinn hvarfakút. Þótt þessi vél sé ekkert ofurorkubú gefur hún þessum 760 kg bíl ágæta vinnslu og jafnvel minni vélin, 1000 rúmsentimetrar og 45 hestöfl fer langt með að duga í öllu venjulegu borgarsnatti. Uno er með fímm gíra handskiptingu og er hún eitt af því sem hefur verið endurbætt. Áður var skiptingin of lin eða mjúk eða of víð- tæk ef svo má að orði komast en nú ratar hún mun ákveðnar sínar réttu brautir og er liðleg og hljóð- laus. Af öðrum atriðum sem hafa verið endurbætt má nefna rafkerfið sem er orðið öflugra, betri frágangur á liðum, hlífðarpanna er undir vél og miðstöð sem hæfir norðlægu lofts- lagi. það sé verulega skemmtilegt. En önnur umgengni er ágæt nema hvað það sem áður er sagt um hurðahúna og því skyldu menn fremur velja fimm dyra bílinn. Góð fjöðrun Þegar farið er út á þjóðveg fer kannski að verða spurning um stærð bílsins en þó fer eftir nötkunárætlan manna hvernig hann nýtist. Á þjóð- vegi liggur hann feikna vel og enginn vandi er að halda góðum og eðiileg- um ferðahraða. Þar þarf þó ökumað- ur að vera duglegur á skiptingunni, i það minnsta ef hann stundar fra- múrakstur að nokkru ráði. En það kom á óvart hversu vel hann fjaðrar og liggur á grófum og holóttum malarvegi en að framan er sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun og sneril- flöðrun að aftan. Að því leyti er ekk- ert að því að ferðast á Fiat Uno hvert á land sem er. Þar þurfa menn þó að huga að fjölda farþega og hleðslu því þegar hann er þunghlað- inn missir hann fljótt niður vinnsl- una. Ef menn eru einir á ferð eða ökumaður með farþega og tilheyr- andi dót í stutta ferð þarf ekki stærri eða öflugri bíl til að komast leiðar sinnar á ánægjulegan hátt. Verðið á Fiat Uno Arctic er frá 730 þús. kr. uppí 869 þúsund. Sá ódýrasti er þrennra dyra 45 bíllinn með minni vélinni en fimm dyra gerð- in kostar 736 þúsund krónur. Best búni bíllinn er 60S gerðin sem hér hefur mest verið fjallað um og er með stærri vélinni. Hann kostar þó ekki nema 869 þúsund krónur en í öllum tilvikum mælir umboðið með ryðvörn með 8 ára ábyrgð sem kost- ar 18 þúsund krónur. En Fiat Uno Arctic 60S skipar sér í flokk ódýr- ustu smábílanna en hefur þó ýmsa kosti stærri bila til að bera, eins og t.d. Qöðrun og aksturseiginleika utan þéttbýlis. Þetta er því álitlegur bíll á góðu verði. ■ Jóhannes Tómasson TILBOÐ ÓSKAST i Isuzu Trooper LS 4 W/D, árgerð '89 (ekinn 51 þús. mílur), GEO Metro LSI, árgerð '89 (ekinn 39 þús. mílur), Ford RangerXLT 4x4, árgerð ’86 og aðrar bifreiðir er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. októberkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA um úr galloni og taui. „Það er von- laust mál að verðmeta bílinn enda gerir þetta enginn til að selja. Þetta er gert fyrir ánægjuna og maður vill gera þetta almennilega og eins og maður vill hafa bílinn. Þetta er bara sjúkleiki," segir Sævar. Dagsdaglega ekur Sævar um á fjórhjóladrifnum, yfirbyggðum Ford pallbíl og hann á líka Mercury Marquis í toppstandi sem er ekki ekinn nema 68 þúsund km. Sævar hefur átt hann í fjögur ár og hreyfir ekki nema á sumrin. ■ Ford árgerð 1930 Hann sagði að bíllinn yrði notaður til sunnudagsbíltúrsins þegar hann kæmist í stand. Sævar á einnig Ford árgerð 1930 sem hann hefur ekið um á tyllidögum í sumar. Ég ætla að láta hann snúast meðan ég geri hinn upp. Það er nú stefnan að klára Galaxy-bílinn í vetur og vonandi sést hann á götunum næsta sumar,“ seg- ir Sævar. Bíllinn verður rauður og hvítur á lit og Sævar keypti uppruna- lega klæðningu í hann í Bandaríkjun- Morgunblaðið/jt Farangursrými er furðu mikið og opnast hlerinn vel niður á stuðar- ann. Rýmið má auka um allan helming með því að leggja niður allt aftursætið eða hluta þess. Sparlbaukur FIAT UNO ARCTIC 60S Í HNOTSKURN Vél: 1100 rúmsentimetrar, 4 strokkar, 50 hestöfl. Framdrif. Hlífðarpanna undir vél. Fimm gíra handskipting. Litað gler. Rafhituð afturrúða og þurrka með sprautu. Lengd: 3,69 m, breidd: 1,56 m, hæð: 1,42 m. Beygjuþvermál: 9,4 m. Þyngd: 760 kg. Hjólbarðar: 155/70R 13. Hámarkshraði 150 km/klst. Viðbragð úr kyrrstöðu í 100 km: 15,5 sek. Bensíneyðsla 4,5 1 á 90 km hraða, um 7 1 í borgarakstri. 40 1 bensíntankur. Staðgreiðsluverð: 869.000 kr. Umboð: ítalskir bflar hf., Reykjavík. Aðalkostur þessara litlu véla er vitanlega helst sparneytnin því í borgarakstri er minni vélin sögð eyða rúmum 6 lítrum en sú stærri tæpum 7 lítrum. Nálin var í það minnsta ekki mikið farin að hreyfast eftir 100 km akstur á bílnum með minni vél- inni og á 90 km jöfnum hraða er eyðslan kringum 4,5 lítrar. Og þótt bensíneyðslan sé ekki endilega aðal- atriðið i ársrekstrarkostnaði getur skipt máli í miklum árlegum akstri, (tveimur til fjórum tugum þúsunda króna) hvort 7, 9 eða 13 lítrar fara á hverja 100 ekna kílómetra. I þéttbýlisakstri er Uno Arctic 60S lipur vel og alveg nógu snöggur ! viðbragði. Til þess að ná því þarf þó að gefa nokkuð hraustlega inn (og þá er spurning hversu mikið eyðslan eykst) og halda vélinni á hærri snún- ingunum. Gírskiptingin er liðug og gerir ökumanni auðvelt með að spila vel á hana ef hann vill ná sem mestu út úr bílnum. Helst mætti finna að stýrinu að það er ekki nógu ná- kvæmt, ekki beint þungt en það þarf að snúa því heldur of mikið til að JÓN Bergþórsson viðskiptavinur Toyota við eitt þúsundasta bílinn sem Toyota selur á árinu. Við hlið hans eru Hannes Sampsted og Kristín Pétursdóttir sölumenn. Eitt þúsundasti bíllinn frú Toyota SÆVAR PÉTURSSON sem rekur réttinga- og sprautunarverkstæði í Skeifunni, hefur undanfarið ár unnið að því að gera upp Ford Galaxy árgerð 1959. Hann var nokkuð heillegur þegar Sævar keypti hann en grindin þó orðin léleg. Sævar keypti síðan þrjá aðra Galaxy úti á landi og hefur hann notað varahluti úr þeim. Þá fór hann utan til Bandaríkjanna í fyrra á sérstaka sölusýningu á fornbílum og varahlutum og keypti nokkuð magn varahluta í Fordinn. „Sýningin var rétt utan Baltimore og er hún haldin árlega. Þarna eru sýndir varahlutir og bílar, bæði notað og nýtt, varahlutir sem menn hafa átt en ekki notað,“ segir Sævar. Hann segir að varahlutirnir séu frek- ar dýrir. Mikið framboð var af vara- hlutum í Ford Mustang og Chevrolet TOYOTA afhenti nýlega eitt þúsundasta nýja bílinn á þessu ári og er heiidarhlut- deild Toyota í bílasölunni á árinu orðin rúm 21%. Salan á Toyota Corolla lifnaði mikið við þegar kynntar voru nýj- ar gerðir af þessum bíl með 1300 rúmsentimetra vélum. Að því er fram kemur í fréttabréfi frá Toy- ota var fyrirtækið með um 30% allra seldra bíla í september. Kveðjur og blóm Eitt þúsundasti viðskiptavinur Toyota á þessu ári var Jón Berg- þórsson og fékk hann blóm og góðar kveðjur af þessu tilefni hjá Hannesi Sampsted og Kristínu Pétursdóttur sölumönnum Toyota. BYLTINGARKENNT VELH- Hiö byltingarkennda vélhjól, Cardinal Britten V1000 meö tveggja strokka og fjögurra stimpla vél, var smíöaö f skúr í Christchurch á Nýja Sjálandi. Hönnuöurinn er John Britten og kostaöi smiöin aöeins um 1,9 milljón fsl. kr. Þetta óvenjulega vélhjól nýtir sjálfa véiina sem grind tók þátt í TT-keppninni á eyjunni Man í flokki stórra hjóla og keppti þar viö hjól stóru framleiðendanna. Þaó getur náö allt aö 478 km hraða á klst. Vatnskassi og L°ft' kælikerfi undir sæti „Boddí" úr kælikerfi Loftinntak- til vélar Tvöfaldir högg- deifar aö framan Loftinntak til Hjólbarðar úr koltrefjaefni REUTER ur koltrefjaefni ’57 á sýningunni en minna var til af varahlutum í Galaxy-bíl Sævars sem er femra dyra. Meira framboð sé af varahlutum í tveggja dyra bíia. Yfir 1 .OOO vinnustundir „Ég fékk megnið af því sem ég leitaði að þarna ytra en ég samt ennþá að leita. Það er ómögulegt að segja til um hvað það kostar að gera upp svona bíl. En þegar allt er til tekið hleypur þetta á yfir 1.000 vinnustundum. Þetta er aðeins fyrir dellukarla í frítíma," segir Sævar. Sævar hefur rifið allan bílinn í sundur og hefur ekki látið eina ein- ustu skrúfu óhreyfða. Hann hefur sandblásið og málað botninn í bíln- um, grindina, fjaðrirnar og í raun hvert einasta stykki í bílnum. „Ég setti allt nýtt í vélina. Bíllinn var með sex strokka vél þegar ég hann. Ég náði í réttu átta vélina í hann úti en bílarnir voru framleiddir bæði með sex og átta strokka vél- um. Það var ekki ein ein- asta skrúfa skiiin eftir,“ segir Sævar. SÆVAR í Ford 1930 árgerð sem hann á einnig. Hann hefur ekið á honum um borgina á tyllidögum. Gengi jens- ins kallar á verð- hækkanir JAPANSKUR bílaiðnaður er í nokkurri kreppu um þessar mundir vegna hás gengis jens- ins. Framleiðendur eru til- neyddir til að hækka verð á 1994 árgerð bíla sinna í Banda- ríkjunum en vita að það gæti komið þeim í koll með minni sölu. Stærstu framleiðendurnir, Toyota, Nissan, Honda og Mazda hafa gripið til þess ráðs að hækka verðið og bæta um leið við staðalbúnað bifreið- anna. I Bandaríkjunum verður líknarbelgur fyrir ökumann og farþega í framsæti og ABS- hemlalæsivörn staðalbúnaður. Japanska jenið hefur hækkað um 20% gagnvart dollara frá því um áramót og framleiðendur eru tilneyddir til að hækka verð á bíl- um til að fá jafnmarga dollara fyrir hvern bíl og fyrir hækkun jensins. Framleiðendurnir forðast þó sem heitan eldinn að láta geng- isþróunina fara að fullu út í verð- lagningu á 1994 árgerðinni. Þeir hækka verð á mestseldu bílunum minnst en hækka mest verðið á dýrustu tegundunum. Honda hækkar minnst Honda hækkaði verðið minnst af japönsku framleiðendunum, eða að meðaltali um 2,7%, Mazda að meðaltali um 4%, og Nissan, sem hækkaði verð á sinni framleiðslu þrisvar sinnum í fyrra, hækkaði verð á 1994 árgerð um 5,2%. Toy- ota hækkaði verðið mest, eða um 6,2%, en talsmenn fyrirtækisins segja að teknu tilliti til meiri staðalbúnaðar nemi hækkunin 3,9%. ■ I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.