Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 Rafdrifid reiðhjól ó 100 þúsund kr. ÞEGAR 10 milljóna kr. Porsche ofbýður buddunni, hvað þá 1,5 milljóna kr. japanskur fjölskyldubíll, eiga menn samt kost á þægilegu farartæki til að komast til og frá vinnu. Rafdrifna reiðbjólið Herkúles sem framleitt er í Niirnberg í Þýskalandi kostar ekki nema um 100 þúsund kr. og kemst það 20 km á hleðslunni sé ekki hjólað með. Rafreiðhjólið var sýnt á bílasýningunni í Frankfurt í byij- un mánaðarins og vakti mikla athygli. Rafhlaðan er fest framan við stýrið og tekur tvo tíma að hlaða hana. Hún veitir orku sem samsvarar hálfu hestafli inn á rafmótor sem er áfastur afturhjólinu. Hjólið er með þremur gírum og há- markshraðinn er 20 km á klst. Með því að stíga á fótstigin nær hjólið fyrr upp hraða. Stígi reiðhjólamaðurinn ekki á fótstigin dregur hjólið um 20 km á einni hleðslu og veitir auk þess orku til halogen- ljósa sem lýsa hvort sem hjólið er á ferð eða í kyrrstöðu. Með fullum búnaði vegur Herkúles-hjólið 30 kg og er gert fyrir reiðhjólamenn 90 kg að þyngd og léttari. ■ RAFREIÐHJÓLIÐ dregur 20 km á einni hleðslu. ÖLAFUR Jóhannsson, endurmenntunarstjóri Kennaraháskóla Islands, ávarpar gesti við setningu ökukennara- náms í Kennaraháskólanum í byrjun vikunnar. Ökukennaranám sett í Kennaraháskólanum ÖKUKENNARANÁM var sett formlega síðastliðinn mánudag á vegum endurmenntunardeildar Kennaraháskóla íslands. Þá hafði fornám fyrir hluta af hópnum staðið yfir í eina viku. Alls sóttu 47 manns um skólavist en 29 kom- ust að, nemendur hvaðanæva að af landinu. Andrés Guðmundsson er verkefnisstjóri og annast um- sjón með kennslunni. Námið er að umfangi 15 einingar en það samsvarar 15 vinnuvikum. Miðað er við að vinna nemenda sé í hverri viku 40-60 tímar 'en 25 kennslustundir eru í hverri viku. Þessum 15 vikum er dreift á lengri tíma og lýkur náminu í lok júní. „Þetta er gerbreytt nám. Í gegnum tíðina hefur ökukennaranám verið með ýmsum hætti. í bifreiðalögum frá 1948 eru fyrstu ákvæði um lög- gildingu ökukennara. í framhaldi af því voru sett ákvæði um að væntan- legir ökukennarar tækju ákveðið próf. Bifreiðaeftirlitið sá um þetta á sínum tíma, þ.e. prófanefnd, og próf- in voru haldin nokkuð oft. Prófin voru auglýst og menn mættu í þau og þreyttu þau. Síðar, 1985 og 1986, voru haldin tvö námskeið til undir- búnings þessu prófi. Námskeiðin stóðu yfir í íjórar eða fimm vikur. Þar voru aðrar áherslur uppi og' námsefnið var umferðarlög og reglu- gerðir, bifreiðatækni, umferðarör- yggisfræði og fleira og í mun stærra hlutfalli en kennslufræði og uppeldis- fræði, sem núna er um það bil helm- ingur. Ökukennarar sem nú eru starf- andi koma úr þremur mismunandi kerfum. Elstu mennirnir fengu rétt- indin með meiraprófinu á sínum tíma, stór hópur tók þetta ökukennarapróf og einn hópur tók námskeiðin, sem fyrr er getið um,“ sagði Andrés. Aðspurður um hvort þetta nýja fyrirkomulag yrði til að bæta mjög ökukennaranámið sagði Andrés að það gæti ekki versnað. „Það er mikil umræða um ökukennslu og umferð- armenningu. Við hljótum að álykta svo að bætt ökukennaramenntun skili betri ökukennslu. Hann sagði að hug- myndir að náminu væru að einhveiju leyti fengnar frá öðrum löndum en einnig var sótt til þeirrar reynslu sem er fyrir hendi í Kennaraháskólanum varðandi menntun kennara almennt. Ég held að það megi fullyrða að við séum komnir þokkalega langt fram á veginn með þessari breytingu," sagði Andrés. Uppeldisfræftl Hann sagði að áherslubreytingarn- ar sem hefðu orðið í þessu námi mið- að við það sem áður var væru þær að nú er lögð mun meiri áhersla á uppeldis- og kennslufræði. Námið er- einnig lengt. Andrés sagði að þeir sem hefðu próf í uppeldis- og kennslufræði gætu fengið það metið en fæstir hefðu áhuga á því vegna þess að í náminu væri strax vikið að sértækari þáttum í ökukennaranám- inu. Námið kostar 190 þúsund kr. ■ Willys jeppi gegnum nýbyggingaráð ÁRIÐ er 1947 og ekkert fæst keypt nema tilskilin leyfi hafi fengist, allra síst gjaldeyr- isfrek munaðarvara eins og bílar. Þá var Marteinn Davíðsson múrarameistari ungur maður og vantaði hann sárlega góðan jeppa og leitaði því til frænku sinnar, Árnýjar Filippusdóttur’ skólastýru í Kvennaskólanum í Hveragerði, um að hún sækti um leyfi til nýbyggingaráðs um kaup á Willys-jeppa. Það gekk eftir og Marteinn fékk jeppann. * A jeppanum WILLYS árgerð 1946, X-476, sem Marteinn Davíðs- son keypti fyrir nýbyggingaráðsúthlutun árið 1947. „Þetta var nýbyggingaráðsút- hlutun sem Árný fékk. Það var al- deilis ekki hægt að fara í bílabúð og kaupa sér nýjan bíl á þeim árum, allt þurfti að fara í gegnum Sigurð Þórðarson frá Nautabúi sem sat í nýbyggingaráði, en forstjóri þess var dr. Oddur Guðjónsson. Bíllinn kostaði 10.190 krónur. Ég átti hann í tíu ár og ók honum um 60 þúsund km og reyndist hann mér afar vel. Þá seldi ég hann Þorsteini Ársæls- syni múrara," sagði Marteinn í sam- tali við Morgunblaðið. „Það var allt hægt að fara á þessum bíl, hann var það léttur að tveir menn gátu lyft honum. Þetta er með betri bílum sem ég hef átt.“ Marteinn var með innflutning á marmaramulningi á þessum árum og ferðaðist víða um land í starfser- indum. „Ég var eina nótt veður- tepptur í miðju Siglufjarðarskarði á bílnum sem þá var einn af hæstu fjallvegum landins. Um morguninn var sólbráð og þá komst ég það sem enginn annar kopst og kom niður að Haganesvík. Ég var náttúrulega frískur á þessum árum og á nýjum bíl. Það var miðstöð í bílnum að nafninu til og reyndar ekki sem verst. En bíllinn var allur mjög þétt- ur,“ sagði Marteinn. ■ Kvittanir fyrir bílinn sjálfan frá Hjalta Björns- syni & Co. og Olíuverslun íslands vegna kaups á 10 lítrum af BP-bensíni, en það ár kostuðu 10 lítrar af bensíni 6.90 kr. ÞJÓFAVÖRN í lyklinum að Esc- ort 1994 árgerð. Þjófavörn í lyklinum NÝ gerð þjófavarnarkerfis verð- ur í öllum Ford Escort 1994 ár- gerð sem seldir verða í Bretlandi og einnig í Ford Fiesta. Þjófa- vörnin er í svisslyklinum en inni í honum er radarsvari sem tekur á móti merki og sendir frá merki. Fjölmargar gerðir þjófavarna- kerfa fyrir bíla hafa verið settar á markað en ekkert lát virðist samt á bílþjófnuðum. Dótturfyrirtæki Texas Instrument í Englandi hefur þróað þetta tæki. í radarsvaranum er kennimerki sem aðeins á við um eitt ökutæki. Þegar lykilinn er sett- ur í svissinn og honum snúið send- ir hann um leið merki til móttakara í stýrinu. Ef kennimerki radarsvar- ans er hið sama og kennimerki bíls- ins fer bíllinn í gang. Sé kennimerk- ið rangt kemur tölvuflaga í bílnum í veg fyrir að hægt sé að ræsa vél- ina, lokar fyrir eldsneytisinnspýt- ingu og rafkerfi vélarinnar. Framleiðendurnir staðhæfa að hið sama gerist ef þjófar reyna að tengja framhjá startaranum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.