Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 3
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
C 3
Umferðarmenningin
um næstu aldamót
BINDINDISFÉLAG ökumanna fagnaði 40 ára afmæli sínu 29.
september sl. og í tilefni tímamótanna efndi það til ráðstefnu
um umferðarmál á Hótel Holiday Inn í síðustu viku. Meðal
fyrirlesara var Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs. Erindi hans sem nefndist Umferðarmenningin um alda-
mót fer hér á eftir lítillega stytt.
„Spá mín er sú að ekki verði
stórstígar breytingar á þeim tíma
sem eftir lifir til aldamóta. Þó sé
ég fyrir mér að árið 2000 reki
menn upp stór augu sjái þeir fólk
án þess að það sé í öryggisbeltum,
bömin þar með talin. Loftpúðar
verða komnir í alla bíla í Banda-
ríkjunum árið
2000 og í 70%
bíla í Vestur-
Evrópu. Þetta er
samkvæmt spá
Bosch-fyrirtæk-
isins sem gerð
var í samvinnu
við fjölda alþjóð-
legra bílafram-
leiðenda. í þeim
áætlúnum er
gert ráð fyrir að
ABS, þ.e. heml-
ar með læsivörn,
verði í 80% bíla
í Bandaríkjun-
um og 55% bíla
í Vestur-Evr-
ópu. Auk þess
geri ég ráð fyrir
að svokallaðir
bílbeltastrekkj-
arar -verði í öll-
um bílum sem
vilja standa und-
ir nafni. Sama
er að segja um farþegarýmið. Ég
trúi því hreinlega ekki að nokkur
heilvita maður láti sér detta það
í hug árið 2000 að voga sér uppi
í bíla sem sumir gera í dag og
kenndir eru við bitabox.
Fylgst með púlsi
ökumanns
Ég held að árið 2000 verði
menn hættir að andmæla ökuljós-
notkun í björtu. Já, ég svo bjart-
sýnn. Hvers konar tölvubúnaði í
bílum kemur til með að hafa fleygt
fram árið 2000. Miðstöðin verður
tölvustýrð, gott ef ekki útvarpið
líka. Bflaframleiðendur munu
keppast áfram við að þróa nýja
tækni. Einn þeirra stóru í Japan
hefur t.a.m. tilkynnt að fljótlega
muni þeir sýna tilraunatölvu sem
fylgist með púlsi ökumanns. Hún
mun velqa ökumanninn ef hann
dottar við stýri. Kerfí sem líkist
þessu er einnig í þróun í evrópska
rannsóknarstarfínu Bright. Kerfíð
byggist á skynjurum sem stöðugt
fylgjast með púlsi ökumannsins
og annarri hreyfíngu hans. Þegar
lágmarksbreytingar verða á með-
vitundinni, t.d. vegna svefns, fer
viðvörunarkerfí í gang. Við það
hristist ökumannssætið og bifreið-
inni er hemlað þannig að hún
stöðvast á örugg-
an hátt með raf-
eindatækni.
Sami fram-
leiðandi hefur
einnig þróað
kerfi sem sjálf-
virkt sér til þess
að fjarlægð á
milli bíla haldist
rétt. Ef bilið
verður of lítið
óháð ökuhraða
fer kerfið í gang
og hemlar auka
bilið sjálfvirkt.
Sama á við þegar
bíl er bakkað, þá
mun sjálfvirkur
búnaður, nokk-
urs konar radar,
sjá til þess að
bílnum verði ekki
ekið á fyrirstöðu.
Fleiri slíkar
tækninýjungar
eru í burðarliðn-
um, ekki aðeins í bílum og öðrum
ökutækjum heldur einnig í hvers
konar hraðaeftirlitstækjum og
búnaði úti í umferðinni. Tölvu-
nefnd árið 2000 mun ekki gera
neinar athugasemdir við mynda-
vélar sem taka myndir af ökuníð-
ingum sem aka á móti rauðu ljósi.
Það mun þá eins og það þykir
reyndar í dag, sjálfsögð mannrétt-
indi að öllum ráðum sé beitt gagn-
vart háskamörinum í umferðinni.
Þá mun að öllum líkindum verða
orðið algengt árið 2000 að sjálf-
virkur búnaður sjái til þess að
ölvaður ökumaður geti ekki komið
bíl i gang og hvað þá ekið honum.
Á fimmtíu ára afmæli BFÖ, árið
2003, verður trúlega hægt að
halda upp á það að allir bílar verði
framleiddir með þess háttar tækj-
um og það vcrður góð afmælisg-
jöf.“
ÓLI H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs.
Texti og yósmyndir Agnes Bragadóttir
VÖXTUR og viðgangur japanska
fyrirtækisins Toyota hefur verið
með ólíkindum. Kichiri Toyoda,
sonur Sakichi Toyoda, sem fann
upp Toyoda vefstólinn árið 1890,
stofnaði fyrirtækið árið 1937, en
fyrsti bíllinn sem framleiddur var
hét Toyoda AA Sedan. Höf-
uðstöðvar fyrirtækisins eru í
Toyota-borg, sem var einfaldlega
skírð upp á sjötta áratugnum og
skírð í höfuð fyrirtækisins, sem
er jú aðaluppistaða atvinnulífs í
þessari 350 þúsund manna borg.
I júní 1962 hafði fyrirtækið fram-
leitt eina milljón bifreiða, í jan-
úar 1972, tæpum 10 árum síðar,
tíu milljónir og 1986 var fjöldinn
orðinn 50 milljónir bifreiða. Fyr-
irtækið er stærsta fyrirtæki Jap-
ans, með um 73 þúsund starfs-
menn, 12 bílaverksmiðjur, auk
rannsókna-, tækni- og reynslu-
akstursstöðva. Á síðastliðnu ári
framleiddi Toyota tæplega fjórar
milljónir bifreiða og hlutdeild
fyrirtækisins í japanskri bíla-
framleiðslu það árið var 31,5%.
Til samanburðar má geta þess
að Nissan var með 16,9% hlut-
deild, Mitsubishi 11,2% og Mazda
10,2%.
Þessir tveir rennilegu vélfákar verða sömuleiðis kynntir á sömu bílasýn-
ingu í Tokyo.
Ég fór í heimsókn í höfuðstöðvar
Toyota í Toyota-borg, þegar ég yar
þar á ferð. Þar tók á móti mér
Toshitaka Kageyama, alveg bráð-
skemmtilegur framkvæmdastjóri
kynningarsviðs Toyota, í stóru og
glæsilegu fundarherbergi, þar sem
íslenski fáninn var við hlið hins jap-
anska. Hann byrjar á því að segja
mér að Samúelsson (Páll) sé hreint
frábær umboðsmaður Toyota á ís-
landi og ef þeir væru allir eins og
hann, þá væri hlutdeild Toyota á
heimsmarkaðinum jafnvel enn
stærri en hún er í dag. „Svo það
er nú kannski jafngott fyrir okkur,
að söluaðilar okkar um heim allan
séu ekki alveg eins duglegir og
Samúelsson, því við leggjum um
þessar mundir höfuðáherslu á Jap-
Þessi glæsilegi sportbíli, Toyota FXV-II, verður meðal þeirra bifreiða sem Toyota mun kynna á stórri
bílasýningu í Tokyo nú síðar í októbermánuði. Enn er bíllinn einungis „prototýpa“, þ.e. engin ákvörðun
hefur verið tekin um fjöldaframleiðslu hans.
Toyota sannkall-
að ríki í ríkinu
Toyota hefur komið sér upp sérstöku bifreiðasafni, Toyota Museum,
og þar myndi margur Fornbílaklúbbsmeðlimurinn geta dvalið dag-
langt, ef því væri að skipta.
nýjan leik. Þið eigið ekki að láta
svona „crazy people“ eins og græn-
friðunga stoppa ykkur. Þú mátt
bera mig fyrir því, „crazy people!“
Þrátt fyrir stærð Toyota og
markaðshlutdeild, hvort sem er á
innanlandsmarkaði í Japan eða í
japönskum bílaútflutningi (30%)
ber Kageyama sig ekki svo vel,
hvað varðar stöðu fyrirtækisins um
þessar mundir. „Hér í Japan hefur
ríkt óvissuástand hjá fyrirtækjum,
og segja má að við höfum ekki
gert annað en að reyna að halda í
horfinu undanfarið hálft annað ár.
Viðskipti hafa dregist saman og
hagnaður fyrirtækisins hefur
minnkað. Við framleiddum 4,12
milljónir farartækja árið 1990, en
3,93 milljónir síðastliðið ár. Horfur
eru á svipaðri niðurstöðu hjá okkur
í ár. En við erum þó að gæla við
þá tilhugsun að bílaiðnaðurinn muni
rétta úr kútnum þegar líða tekur
að áramótum, án þess þó að ég
vilji slá nokkru föstu þar um,“ seg-
ir Kageyama. „Raunar hygg ég að
japönsk fyrirtæki þurfi að temja sér
að læra að reka sjálf sig svo vel
sé, við óbreytt ástand, en hverfa
frá þeirri útþenslu- og vaxtarstefnu
sem einkennt hefur japanskt at-
vinnulíf í áratugi. Að vísu hefur
ríkisstjórnin lýst því yfir að hún
hyggist glæða efnahagslífið hér í
Japan nýju lífi, en mér virðist ein-
hvern veginn sem flestir hafi misst
trúna á að svo geti orðið.“
Höfuðstöðvar Toyota fyrirtækisins í Toyota-borg.
ansmarkað, en hyggjum ekki á svo
mikla söluaukningu á erlendum
mörkuðum," segir Kageyama.
„Crazy people"
Því næst lýsir hann áhrifum þeim
sem hann hafi orðið fyrir við að
sækja Island heim að sumri til,
þegar bjart er allan sólarhringinn.
„Mest undraðist ég það, að þið
getið sofið í birtunni og þurfið ekki
einu sinni gluggatjöld til þess að
loka dagsljósið úti. Annars eigið
þið undurfagurt land, það verð ég
að segja. Litasamsetningarnar í
hrauni, mosa, ijöllum og fossum,
og andstæðurnar í íslenskri náttúru
eru mér ógleymanlegar," segir Ka-
geyama, „en mér finnst endilega
að þið ættuð að hefja hvalveiðar á
Toyota velferðarkerfi
Fyrirtæki eins og Toyota, sem
hefur vaxið stórkostlega ár frá ári,
allt til ársins 1990, er náttúrlega
slíkt stórveldi, að það er erfitt að
gera sér í hugarlund öll þau um-
svif sem fyrirtækið og dótturfyrir-
tæki þess standa fyrir. Starfsmenn
eru eins og áður segir um 73 þús-
und talsins: skrifstofumenn, stjórn-
endur og tæknimenntaðir starfs-
menn eru 28 þúsund, en verkamenn
45 þúsund.
Toyota er í raun eins og ríki í
ríkinu, með sitt eigið velferðar-
kerfi, sem saman stendur af íbúðum
fyrir starfsmenn, heilsugæsluþjón-
ustu og sjúkrahúsi (Toyota Memor-
ial Hospital), íþróttamannvirkjum
hvers konar, sem ætluð eru starfs-
fólki og fylgja hverri verksmiðjuein-
ingu. Auk þess rekur fyrirtækið
verslanir (eins konar kaupfélög) þar
sem starfsmenn fyrirtækisins fá
daglegar neysluvörur við vægara
verði en gengur og gerist í Japan,
og í því felst ekki lítil kjarabót, því
verðlag er geysilega hátt í Japan.
Svo hátt, að verðlag á íslandi er
líklega lágt í flestum tilvikum, ef
vöruverð er borið saman.
En þá ber að hafa í huga að laun
eru af allt annarri stærðargráðu
en gengur og gerist hér. Toyota
upplýsir að meðallaun í fyrirtækinu
séu um 3.770 yen á klukkustund,
og miðað er við 40 stunda vinnu-
viku. Þetta jafngildir því að tíma-
kaup þeirra hjá Toyota í íslenskum
krónum sé um 2.640 krónur, en
það jafngildir 382 þúsundum í mán-
aðarlaun. Auk þess fá starfsmenn-
irnir ódýrt leiguhúsnæði og ódýra
heilsugæslu, og ríflegan fjárstuðn-
ing fyrirtækisins vilji þeir kaupa sér
sitt eigið húsnæði.
I skoðunarferð um verksmiðjuna
fékk ég ekki betur séð en starfs-
andi væri mjög góður og að starfs-
menn legðu mjög hart að sér við
vinnu sína. Mér þótti merkilegt að
heyra að í öllum verksmiðjum Toy-
ota geta starfsmennirnir, jafnt
verkaménn við færiband sem hærra
settir tæknifræðingar og hönnuðir,
komið á framfæri hugmyndum sín-
um og tillögum um hvað eina sem
lýtur að rekstri og framleiðslu. Var
mér greint frá að mikið af tækninýj-
ungum, sem auðvelduðu verka-
mönnunum í verksmiðjunni störf
þeirra, eða ykju afköst, værú út:
færsla á þeirra eigin tillögum. í
verksmiðjunni í Toyota-borg einni
og sér koma fram um 20 þúsund
tillögur á ári frá starfsmönnunum
og að sögn leiðsögumanns okkar,
eru yfir 90% þeirra það góðar að
meðaltali að þeim er hrint í fram-
kvæmd. Hver starfsmaður sem er
höfundur hugmyndar sem fyrirtæk-
ið ákveður að útfæra og færa sér
í nyt nýtur þess svo sérstaklega
þegar að bónusgreiðslum kemur.
„Með starfsaðferðum sem þessum,
gera allir starfsmenn Toyota slag-
orð fyrirtækisins að sínu: „Good
thinking, good products, (gæti út-
lagst á okkar ylhýra: Vönduð hugs-
un, vönduð framleiðsla - innskot
blm.)“ segir Kageyama áður en við
kveðjumst. ■
Ekki bara
í Toyota
ÞAÐ var ekki rétt með farið í
síðasta bílablaði að Toyota
Land Cruiser væri eini jeppinn
sem framleiddur er með 100%
driflæsingu að framan og aft-
an. 100% driflæsing að framan
og aftan hefur lengi verið í
Mercedes Benz jeppum sem og
Unimog-bílunum sem björgun-
arsveitir landsins hafa nýtt sér
um langt árabil. ■
Hemlaklossar
Hemlakjálkar
Hemladiskar
Hjóldælur
Höfuðdælur
Hemlaslöngur
Hemlagúmmí
Handbremsubarkar
Hemlavökvi
Hemlarofar
Kaup á notuðum bíl
Framboð bifrelða
Farið á milli bílasala og fylgist
með smáauglýsingum. Með því að
kynna sér vel þá bíla sem boðnir
eru til sölu er hægt að finna út
markaðsverð og framboð. Ef hug-
myndin er að láta bíl uppí í skiptum
þarf einnig að kanna markaðsstöðu
þess bíls. Það getur borgað sig að
selja bíl frekar en bjóða hann í skipt-
um. Kynnið ykkur afföll og af-
slætti, það er vinna sem er fljót að
borga sig. Fallið ekki fyrir sölufrös-
um eins og .... það kemur kúnni
seinna í dag sem hefur mikinn
áhuga á bílnum“, eða „ég læt þig
fá bílinn á sérstöku tilboðsverði“.
Farið ykkur hægt það er meira
framboð en eftirspurn.
Kannlð ástandið
Eigin könnun er fyrst og fremst
til að flokka þá bíla frá sem ekki
koma til greina. Þar sem bílar eru
flókin og margbreytileg tæki getur
jafnvel vönum bifvélavirkjum yfir-
sést við einfalda ástandskönnun.
Fagleg könnun krefst verkfæra,
mælitækja og bílalyftu. Farið í
gegnum athugunarlista hér til hlið-
ar og ef niðurstaðan er jákvæð er
óhætt að reynsluaka bifreiðinni.
Eigandl og bifreiðaskrá
Gangið úr skugga um að sá sem
er að selja bílinn sé lögmætur eig-
andi eða hafi fullgilt umboð til að
annast viðskiptin. Fáið að sjá per-
sónuskilríki og skráningarvottorð
bílsins. Ráðlegt er að fá upplýs-
ingar úr bifreiðaskrá, hjá bílasalan-
um eða Bifreiðaskoðun Islands, um
þann bíl sem áhugi er fyrir. Hafa
verið margir eigendur? Hefur bílinn
verið í eigu tryggingarfélags? Einn-
ig er hægt að fá upplýsingar um
bílaeign þess sem er að selja, t.d.
yfir ákveðið tímabil. Varist að
dæma út frá þessum upplýsingum
en þær eru mikilvægar vísbending-
ar.
í bifreiðaskránni kemur fram
hvort á bílnum hvíli veðskuldbind-
ingar, bifreiðagjöld eða þunga-
skattur. Gangið úr skugga um að
skuldbindingar seljanda séu frá-
gengnar áður en kaup eru gerð.
Meðfylgjandi gögn
Fáið gögn til staðfestingar á öll-
um fullyrðingum seljanda. Veð-
bókarvottorð, skírteini, skoðunar-
skýrslur, reikningar vegna viðgerða
og varahluta, kvittanir, rekstrar-
og handbækur o.fl. eiga að liggja
frammi. Hér á opnunni er kaup-
samnings- og afsalsform þar sem
æskileg gögn eru listuð, krossið við
það sem er fyrirliggjandi og farið
fram á það sem upp á vantar.
Ábyrgðfr
Yfirleitt eru ekki ábyrgðir á
notuðum bílum. Á nýlegum notuð-
um bílum getur enn verið ábyrgð
skv. lögum sem miðast við árs
ábyrgð frá fyrsta skráningardegi
bíls. Mörg bílaumboð bjóða upp á
þriggja ára ábyrgð á nýjum bílum
en til að sú ábyrgð standi þarf að
viðhalda bílnum í samræmi við
ábyrgðarskilmála. Gangið úr
skugga um það hvort ábyrgð sé enn
í gildi með því að hafa samband
við þjónustufulltrúa bílaumboðs.
Athugið einnig ryðvarnarábyrgð og
skilmála sem henni fylgja. (Sjá
ábyrgðir í kaupsamningi)
Kaupsamningur og afsal
Gangið frá kaupsamningi þar
sem fram koma ítarlegar upplýs-
ingar um bílinn, fylgihluti og notk-
un. í kaupsamning á einnig að
færa inn upplýsingar um ástand,
ábyrgðir og aðra skilmála. Greiðslu-
kjör og skyldur kaupanda verða að
koma afdráttarlaust fram í kaup-
samningi. Skrifið aldrei undir „opið
afsal“, það er afsal sem á að ganga
frá síðar. Slík afsöl bjóða þeirri
hættu heim að inn séu færðar rang-
ar eða falsaðar upplýsingar.
Ef víxlar eða skuldabréf eru hluti
af greiðslu þá er það ófrávíkjanleg
regla að kanna gildi þeirra pappíra
m.a. með því að hringja í uppgefna
ábyrgðarmenn og gera fyrirspurn
hjá eigin viðskiptabanka. Gefið
aldrei út handhafaávísun í bílavið-
skiptum.
Tilkynningar og tryggingar
Tilkynningu um eigendaskipti að
ökutæki ber að koma strax í póst-
hús eða Bifreiðaskoðun íslands. Á
tilkynningarblaðinu stendur að selj-
andi beri ábyrgð á að tilkynna eig-
endaskipti en greiðslan fyrir eig-
endaskiptin er á ábyrgð kaupanda
og seljanda. Þrátt fyrir ábyrgð selj-
anda þá er það ekki síður hags-
munamál kaupanda að eigenda-
skiptin séu tilkynnt strax. Kaup-
andi getur merkt við það trygging-
arfélag sem hann óskar eftir
ábyrgðartiyggingu hjá á eigenda-
skipta tilkynninguna. Samkvæmt
reglugerð um ábyrgðartryggingu
ökutækja gildir fyrri vátrygging
gagnvart nýjum eiganda í 14 daga
nema bíllinn hafi verið afskráður
eða gengið frá nýrri tryggingu
áður. Tilkynnið eignabreytingar í
gegnum síma eða myndsendi til
tryggingarfélagsins um leið og þær
eru frágengnar. ■
Athugunorlisti vegnu bílnkaupu:
■ Er lakk skemmt eða sést ryð? Athugið með segli hvort gert hafí verið
við með plastfylliefnum. Segullinn dregst aðeins að járni.
■ Bendir eitthvað til að bfllinn hafí skemmst í árekstri? Bankið í bretti
þar sem þeim er fest og í kringum luktir. Athugið hugsanlega i-yðmynd-
un og frágang ryðvarnar í hjólbogum.
■Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst. Falla hurðir vel að? Er fram-
rúða rispuð eða skemmd eftir steinkast? Lyftið gólfmottum til að kanna
hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu i farangursgeymslu
og undir varadekkið. Skrúfið rúðurnar upp og niður, athugið slit í lömum
með því að lyfta undir hurðir.
■ Athugið kælivatn á vél - engin olía má vera í vatninu. Olía í kæli-
vatni gæti bent til þess að “headpakkning" sé léleg eða að blokkin sé
sprungin. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni? Lítur bifreiðin almennt
út fyrir að vera illa hirt? Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana?
Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olia bendir til að vélin sé
.mjög slitin. Athugið smurþjónustubók.
■ Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera a.m.k. 1.6 mm á dýpt
þar sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir vera af sömu gerð.
Ekki má vera hlaup í hjólum. Eru felgur dældaðar, það getur verið ábend-
ing um að bílnum hafi verið ekið óvarlega.
■ Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum. Athugið útblásturskerf- .
ið. Er hlaup í stýri? Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg
í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi.
■ Athugið höggdeyfa með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Haldi
bíll áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir. Athugið
kílómetramæli. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur bifreiðar-
innar. Reikna má með að meðalakstur sé um 15.000 km á ári.
TILBOÐ
ÓSKAST
í Ford Aerostar „Eddie Bauer" árgerð ’88, Plymouth
Acclaim árgerð ’89, MMC L-300 Mini Bus árgerð
’90 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás-
vegi 9, þriðjudaginn 12. okt. kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.
SALA VARN ARLIÐSEIGN A
+