Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
Gott rými
Fjödrun
Gírskipting
Morgunblaðið/jt
Ný Opel Corsa er nú komin til Islands. Hann
er fáanlegnr með þremur vélarstærðum og er á
margan hátt forvitnilegur bíll.
Ný Opel Corsa
með þremur
vélastærðum
Mik.il áhersla hefur verið lögð á að gera farþega-
rýmið sem sterkast með styrktarbitum í hurðum
og á hornum.
OPEICORSA GIS
í HNOTSKURN
VÉL 1,4 lítrar, 82 hestöfl.
Framdrifinn.
Fimm gíra handskipting.
Vökvastýri.
Samlæsingar með þjófa-
vörn.
Hæðarstillanlegt bílstjóra-
sæti.
Snúningshraðamælir.
LENGD: 3,73 m, BREIDD:
1.76 m (með speglum),
HÆÐ: 1,42 m.
HJÓLHAF: 2.44 m
ÞYNGD: 920 kg.
MEÐALBENSÍNEYDSLA: 5,9 lltr-
ar.
Hæðarstillanlegt öryggis-
belti að framan og aftan.
Öryggisbeltastrekkjarar.
Höfuðpúðar að aftan.
Geymsluskúffa undir
framsæti.
Niðurfellanlegt aftursæti.
Loftnet.
Barnalæsingar.
STAÐGREIDSLUVERD: 1.104
þús. kr. með ryðvörn og
skráningu.
UMBOD: Bílheimar hf.,
Reykjavík.
Stýrið er stórt og gott og mæla-
borð með skemmtilegum svip.
Ferskuraðinnan
Innri svipur er ekki síður
skemmtilegur og að nokkru leyti
ferskur svipur yfir öllu þar. Mæla-
borðið er samansett úr eins konar
einingum. Ein þeirra geymir
hraða-, hita- og bensínmæla og
nauðsynleg aðvörunarljós, önnur
klukku, útihitamæli og hvaða út-
varpsrás er í notkun (sé útvarpið
fyrir hendi) og þriðja einingin er
síðan miðstöðvarrofar og sæti fyrir
útvarpstækið. Neðarlega vinstra
megin eru síðan Ijósarofar og á vel
staðsettum örmum við stýrið eru
stefnuljósa- og þurrkurofar. Ejórða
einingin er hanskahólf og hillur
bæði ofan og neðan við það. Fram-
sætin eru sæmileg og er lítil skúffa
undir farþegaframsæti. Aftursætin
eru einnig sæmilega góð og rýmið
kemur á óvart. Vel getur farið um
menn í aftursætunum og nóg rými
til höfuðs og fóta. Gott er líka að
umgangast hurðir og í framhurðum
eru lítil geymsluhólf.
Þá var við hönnun á Corsa kraf-
ist sérstakrar athygli við öiyggið.
Farþegarýmið er vel styrkt því bíll-
inn er búinn hliðarárekstravörn og
svonefndu krumpusvæði að framan
og aftan, hæð öryggisbelta er
stillanleg og hægt er að fá líknar-
belg í stýri.
Góð vinnsla - eða ódýr útgáfa
Þijár vélarstærðir eru í boði en
hér verður aðeins fjallað um tvær,
þ.e. 1,2 Iítra og 45 hestafla vélina
og 1,4 lítra og 82 hestafla vél. Sú
Afturhurðin opnast vel farang-
ursrýmið tekur 260 sem er ekki
alltof mikið en er stækkanlegt
í 680 lítra sé aftursætið lagt
niður. Þægilegt er að hafa
handfang innan á afturhurð-
inni til að grípa í þegar hurð-
inni er skellt aftur.
gildir það bæði í viðbragði og
vinnslu eins og áður segir. Gerir
þessi vél bílinn mjög snaggaralegan
og býður upp á mun skemmtilegri
vinnslu í þjóðvegaakstri. Fjórði gír
og jafnvel sá fímmti vinna vel á
venjulegum ferðahraða og á bíllinn
ekki í neinum vandræðum með
hröðun vegna framúraksturs.
Það sem helst er hvimleitt er
skiptingin. í boði er fimm gíra
handskipting en sjálfskipting verð-
ur fáanleg síðar. Skiptingin er of
„loðin“ og rennur ekki nógu liðlega
milli gíra og er það eina atriðið sem
skyggir á ökugleðina. Gírskipting
á helst að vera þannig að ökumað-
ur geti skipt allt að því hugsunar-
laust upp eða niður en hér verður
hann of upptekinn af sjálfri skipt-
ingunni og virkar hún fyrir það
leiðinleg. Þetta er atriði sem hlýtur
að geta lagast. Eins og áður segir
er akstur og öll meðhöndlun bílsins
að öðru leyti hin ágætasta.
Þokkalegt verð
Þrennra dyra Opel Corsa Swing
(sá með minni vélinni) kostar með
ryðvörn og skráningu 928 þúsund
krónur og fímm dyra útgáfan kost-
ar 978 þús. kr. í þessu verði er
innifalin þriggja ára ábyrgð og 6
ára verksmiðjuryðvöm. Sé GLS
útgáfan tekin (stærri vél, samlæs-
ing, vökvastýri o.fl.) kostar bíllinn
1.104 þús. kr. í leiðinni má geta
um GSi, 16 ventla útgáfuna með
109 hestafla vél en hún kostar
1.628 þús. kr. tilbúin á götuna.
Verðið á Corsa Swing er þokka-
legt og sú útgáfa dugar feikivel sem
snattbíll í þéttbýli og í stuttar ferð-
ir þurfi menn ekki að hlaða hann
fólki og farangri. Fyrir 126 þúsund
krónur í viðbót fæst hins vegar
talsvert margt: Mun öflugri vél,
vökvastýri, samlæsing, tviskipt aft-
ursæti og höfuðpúðar við aftursæt-
in og er það vissulega peninganna
virði. Má því hiklaust ráðleggja
mönnum að bæta þeirri fjárfestingu
við og fá fyrir það skemmtilegri
og álitlegri bíl. ■
Jóhannes Tómasson
NÝ Opel Corsa var kynnt hjá
umboðinu, Bílheimum í Reykja-
vik, um síðustu helgi en þessi
nýja gerð var frumsýnd á alþjóð-
legri bílasýningu í Genf í mars
á þessu ári. Corsa er fimm
manna framdrífinn smábíll sem
er orðinn nærri 8 cm lengri en
eldri gerðin, örlítið breiðari og
rúmum 5 cm hærri. Við hönnu
var lögð áhersla á að ná se
mestu rými og eiginleiku
stærrí bíla út úr smábílnum og
sögðu forráðamenn Opel við
kynningu að hér væri kominn
„fullvaxni smábíllinn“ og má
segja að hann standi að nokkru
leyti undir þvi. Hann gerir það
hvað aksturseiginleika áhrærír,
t.d. fjöðrun, en síður hvað varðar
afl og rými. Ódýrustu Corsa
gerðimar kosta staðgreiddar frá
kr. 828 þúsund krónum tilbúnar
á götuna en sú dýrasta rúmar
1.600 þúsund krónur en þar er
um að ræða sportlegan bíl með
1.600 rúmsentimetra og 109
hestafla vél sem hlaðinn er bún-
aði. Opel verksmiðjuraar láta
framleiða þennan bíl á Spáni,
Portúgal auk Þýskalands og er
gert ráð fyrir að framleiddir
verði um 400 þúsund bílar á árí
frá og með 1994. Meðgöngutími
Corsunnar nýju, þ.e. tíminn frá
því áætlanagerð hófst þar til
framleiðslan var komin í gang,
var óvenju stuttur þegar bílar
eru annars vegar eða 36 mánuð-
ir. Hér á eftir verður fjallað um
Opel Corsa og gripið í bíla með
tveimur vélarstærðum, 45
(Swing) og 82 hestöfl (GLS).
££ Opel Corsa er skemmtilega
■% lagaður bíll og að sjálfsögðu
K. í ávölu og mjúku línunum.
Hjólin eru mjög framarlega
og aftariega, þ.e. hjólhafíð
^ eins langt og mögulegt er, til
að ná sem mestri nýtingu og
aj stærð fyrir farþega- og far-
angursrými. Framluktir eru
2 nokkuð sporöskulagaðar og
minna dálítið á Colt en fram-
kli endinn hallar nokkuð niðuráv-
ð£a ið sem veldur ökumanni nokk-
urri óvissu um stærð og um-
fang þegar hann þarf á nákvæmni
að halda, t.d. vegna bílastæða. Það
ætti þó að lærast með lengri notk-
un. Hliðarnar eru bogadregnar og
með fínlegum hliðarlista og aftur-
endinn sömuleiðis bogadreginn.
Lítill hliðargluggi aftast á fimm
dyra útgáfunni gefur bflnum
skemmtilegan svip.
minni er ný og sérlega spameytin.
Fer með 4,4 lítra á jöfnun 90 km
hraða og hún gefur bílnum sæmi-
lega vinnslu en viðbragðið er
kannski ekki beint mikið og varla
hægt að krefjast þess. Ekki heldur
þörf á þvi til að ferðast milli húsa
á höfuðborgarsvæðinu. Kostir litlu
vélarinnar eru sparneytni og lögð
hefur verið mikil áhersla á að draga
sem mest úr mengandi útblæstri.
Vilji menn hins vegar bæta 126
þúsundum króna við kaupverðið fá
þeir mun snarpari og 82 hestafla
vél en hún leikur sér að því að
gefa bæði ágætt viðbragð og
vinnslu sem ekki þarf að kvarta
yfír. Stærri vélin er þýðgeng og
lágvær en heldur meira heyrist í
minni vélinni.
Corsa hefur MacPherson fjöðrun
að framan en snúningsfjöðrun að
aftan og er fjöðrunin ekki síst það
sem gefur þessum bíl skemmtilega
aksturseiginleika. Bfllinn virkar í
fyrstu dálítið svagur en þar er
fremur um að ræða slaglanga og
góða fjöðrun sem tekur vel á móti
á grófum og holóttum malarvegi.
A malbiki utan þéttbýlis jafnvel á
mikilli ferð fínnst ekki að hér sé
um smábíl að ræða. Kemur það
raunar of oft fyrir að ökumaður
reki sig á hraðatakmörk hvort sem
ekið er innanbæjar eða utan því
það fínnst mjög lítið fyrir hraða í
bílnum.
Mun meiri snerpa er í GLS bfln-
um, þeim með aflmeiri vélinni og