Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 15

Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR í. DESEMBER 1993 15 an súrrealisma á köflum. Samkvæmt þeim er geðveikin ekki aðeins sólar- laus neyð og hörmungarmyrkur því að sjá bijálaði ferðast um himin- hvolf og undirdjúp rétt eins og kveð- ið er um í Sorg Jóhanns Siguijóns- sonar, eða með orðum sögunnar: „Ég var bijálaður hestur í auga ei- lífðarinnar. Seinna lá ég og horfði á himininn". Ringulreið, ruglingur skilvitanna, óvita reynsla utanvið spennuvídd skynseminnar, sól eftir sól hrynja í dropatali. Hér er leitast við að gefa bijálseminni tungumál, Einar Már Guðmundsson oftast nær í formi fagurra ljóðmynda sem fléttast saman við röklega frá- sögn af persónum og atvikum. Þess- ar myndrænu lýsingar eru afar skáldlegar, kannski um of til að hægt sé að leggja trúnað á þær sem reynslumyndir; ætli sársauki geð- sjúklingsins sé nokkuð af skáldlegri ætt - er það ekki einber rómantík sem okkur hefur verið innrætt í menningu sem ýmist hefur litið á sturlaða menn sem ómennskar skepnur eða innblásna vitringa, er einhver djúp viska í æðinu? Frásögn- in sjálf brýtur sjaldan af sér ramma röklegs tungumáls, hún er skrifuð innaní rökhyggjunni sem hinir heil- brigðu lifa við, sögumaður drottnar yfír hugsunum sínum og athöfnum. Er það þá ekki rödd bijálseminnar sem heyrist á þessum síðum, er geð- veikin ekki fremur viðfangsefni text- ans en veruleiki hans? Kannski verð- ur ekki hjá því komist, eftir á að hyggja; kannski er ekki hægt að skrifa sig inní erfiðari reynsluheim en Einar Már reynir í sögu sinni. Saga Einars Más er merkilegur áfangi á höfundaferli hans hvað sem ákveðnum efasemdum líður. Hún er fléttuð saman af mikilli list, bráð- fyndin á köflum þrátt fyrir þungt efni, skreytt litríkum mannlýsingum og uppákomum auk þess sem sjónar- horn sögumanns er nokkuð sér- kennilegt. Það er því óhætt að mæla með þessari sögu; hér er enginn „far- andskuggi" á ferðinni. Dimmir dagar Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins. Skáldsaga. Almenna bókafélagið 1993. Það er sárasjaldan fengist við geðveiki í íslenskum skáldsögum hvað þá að heil saga sé lögð bijáluð- um manni í munn. Kannski er hann full annarlegur þessi einstaklingur sem villst hefur útúr tilveru hlut- verkanna og eigrar um í sínu undar- lega umhverfl, án tilefnis sem oft er blandað saman við lífið sjálft; öðruvísi en aðrir, einkennilegur, en kannski ekkert vitskertari en hinir þegar allt kemur til alls. Eða það vill maður ímynda sér þegar fárán- leiki hversdagslífsins ekur úr hófí fram - að skynsemin hafi full vand- lætingar sagt upp störfum og skráð sig inná hælið við sundin. Skáldsaga Einars Más fjallar um ungan mann sem býr við annan raunveruleika en þann sem hávaðinn þekkir. Hann á sér þó einskonar hliðstæðu í hversdagslífinu ef vel er að gáð enda er markalína bijálsem- innar oft æði óljós og breytileg. Þannig fæðist maður þessi sama dag og ísland gekk í NATO, 30. mars 1949, honum er fagnað með ringul- reið á tíma þegar heimurinn varð „allt í einu eins og smækkuð mynd af geðsjúkum manni, vitfirrtur og klofinn í tvennt; heimsmyndin krón- ísk ranghugmynd". Líking þessi gef- ur nasasjón af aðferð höfundar sem fléttar persónu sína inní sögu ytra samfélags með ýmsu móti. Sögunni sjálfri er skipt í tvo meginhluta sem klofnir eru í marga smærri kafla er kvíslast í fjölda smákafla. í fyrri hlutanum getur að líta ærslafengnar lýsingar á leikjaveröld æskunnar, heim sem sem kunnugur er úr fyrri sögum höfundar, en skuggi geðveiki og dauða hvílir þó ævinlega yfir vötnum, enda er fléttað saman tíma- sviðum í hveijum kafla. í síðari hlut- anum einangrast sögumaður sífellt meira í heimi bijálseminnar uns hann hverfur vitstola á bak múrum sínum sem bresta á „dulúðugan“ hátt við lok sögunnar. Bijálæðingurinn hefur komið lítið við sögu skáldsögunnar hér á landi. Við könnumst hinsvegar við hann af fjölda þjóðsagna sem fylgt hafa þjóðinni öídum saman. Því er líkast sem maður þessi hverfi inn í stein álfasögunnar, burt frá mönnum inní ókenndan heim sem hversdagsfólkið getur einungis ímyndað sér hvernig er i laginu og túlkað með ljóðum og sögum; því að sá sem eitt sinn hefur gengið í björg kemur frávita eða utanviðsig til baka. Á þessum slóð- um er mjótt bilið á milli ímyndunar og veruleika; en kannski hefur geð- læknir sögumanns rétt fyrir sér um það að geðklofínn eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni, að trú okkar í gegnum tímanna tvenna á álfa og vætti, drauga og tröll sé bara geð- klofi. Eða er það einungis fátækleg nútímaskýring, vísindaleg hjátrú? Hvað sér sögumaður Einars Más fyrir sér þegar æðið kemur yfir hann og hann tekur á rás út í myrkur óminnisins? Kannski hið sama og ungi drengurinn úr Flóanum sem sagt er frá í Ferðabók Sveins Páls- sonar við árið 1796. Drengur þessi fékk undarlegt hlaupaflog og náðist ekki fyrr en hann hafði hlaupið um hálfa mílu vegar en var þá nærri alveg örvita. Fleiri dæmi voru af slíku hátterni: Maðurinn þaut af stað í ákveðna stefnu og fékkst með engu móti til að svara eða snúa aftur væri hann hlaupinn uppi; þóttist hann ýmist sjá foreldri sitt, frænda eða vin ganga á undan sér. Almenn- ingur trúði því að sjálfsögðu að þetta væru töfrar huldufólks. Saga Einars Más er full af tján- ingarmyndum geðveikinnar, of- skynjunum sem jaðra við glórulaus- PEPSI PORŒLANOSA* CERAMICA Flísar fyrir vandláta r ALFABORG1 KNARRARVOGI 4 • * 686755 STALDURS HAMBORGARI ^ Nýbakað fiamborgarabrauð. Y íslenskur úrvalsostur. ^ Fyrsta flokks íslenskt nautakjöt^^^^þ ^TU S m 1 skóinn r\ aSnTNÖUR fanfawnywstul y Og verðið: kr. - að sjálfsögðu PEPSI meðl Staldraðu við! Þetta færðu fivergl nema (.. mnn! Stekkjarbakka 2, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.