Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 43 íslensk sveit í 2. sæti á alþjóðlegn móti á Sikiley Úrslitaleikurinn tapað- ist með eins stigs mun Morgunblaðið/GSH Island í 2. sæti ÍSLENSKA liðið á verðlaunapalli í Pálermo. Frá vinstri eru Gian- arrago Rona forseti ítalska bridssambandsins, Aðalsteinn Jörgens- en, Björn Eysteinsson, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Aldo Borzi skipuleggjandi mótsins og Helgi Jóhannsson forseti Bridge- sambands íslands. ___________Brids____________ Guðm. Sv. Hermannsson ÞAÐ vantaði aðeins tvo impa á islenskan sigur á alþjóðlegu bridsmóti sem haldið var á Sik- iley um miðjan síðasta mánuð. í úrslitaleik mótsins vann pólsk sveit íslenskt úrvalslið með eins impa mun, 60-59. Mótið, sem nefnt er Palermo Superbowl, var haldið í Palermo á Sikiley og þangað er árlega boðið einni sveit frá hveiju Evr- ópulandi sem unnið hefur heims- eða Evrópumót í sveitakeppni. Þessi lönd eru Ítalía, Svíþjóð, Bretland, Þýskaland, Holland, Frakkland, Grikkland, Austurríki, Pólland og ísland. Mótið er haldið af ferðamálayfirvöldum á Sikiley í samvinnu við ítalska og evrópska bridssambandið og er því einskon- ar míní-Evrópumót. Bretar mættu ekki til leiks að þessu sinni og því var ítalska kvennaliðinu boðið í staðinn, en það varð í 2. sæti á Evrópumóti kvenna í sumar. ísland tók fyrst þátt í þessu móti í fyrra en gekk ekki vel þá. Að þessu sinni var íslenska liðið skipað Aðalsteini Jörgensen, Birni Eysteinssyni, Jóni Baldurssyni og Sverri Ármannssyni. Liðunum var fyrst skipt í tvo riðla sem spiluðu einfalda umferð með 20 spila leikjum og tvær efstu sveitimar í hvorum riðli komust í úrsiitin. í fyrsta leiknum vann íslenska liðið ítalska kvennaliðið, 20-10 og í öðrum leik mættust Norðurlanda- þjóðirnar tvær. Tónninn í leiknum var sleginn í fyrsta spilinu: Norður ♦ D84 4 DG732 Vestur ♦ 103 4G64 Austur 4 ÁKG753 42 4 964 4 ÁK5 ♦ G7 ♦ ÁKD64 4 K10 4D532 Suður 41096 4108 ♦ 9852 4Á987 Við annað borðið spiluðu Björn og Aðalsteinn 4 grönd í AV og fengu 11 slagi. En við hitt borðið voru þetta sagnir: Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. JB Morath SÁ 2 hjörtu(!)2 grönd pass 3 spaðar pass 3 grönd pass 4 grönd pass 6 tíglar/ Jón opnaði á veikum tveimur hjörtum og líklega hefur það ýtt Svíunum Morath og Bjerregárd í 6 tígla, sem er ágæt slemma og á opnu borði er erfitt að sjá hvern- ig hægt er að tapa henni. Komi út hjarta getur sagnhafi einfald- lega tekið trompið, trompað spað- ann góðan og spilað blindum inn á laufakóng. Spili suður út laufa- ás og meira laufi getur sagnhafi trompað lauf í borði og hent hjarta niður í spaðakóng. En sagnhafi sá ekki allar hend- urnar. Við borðið spilaði Sverrir út hjartatíu. Anders Morath tók með ás og síðan fjórum sinnum tromp. Jón í norður sá hvert stefndi og henti því laufafjarkan- um í eitt trompið; kallaði þannig í laufi til að þylq'ast eiga laufásinn. Og Morath þótti það ekkert ósennilegt eftir opnun Jóns og spilaði næst laufi á tíuna. Jón drap með gosa og vissi að Sverrir átti laufásinn. En hann sá einnig að ekkert lá á að taka laufslaginn og spilaði því hjarta. Morath tók á kóng og svínaði spaðagosa í örvæntingu. Jón drap á drottn- ingu og spilaði meira hjarta og á endanum fór Morath fjóra niður á slemmunni. 12 stig til íslands. Jón fylgdi þessu eftir strax í næsta spili þegar hann hélt á: 49652 462 4K1087532 4- Hann var á hættu gegn utan og sagnir gengu. Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. JB Morath SÁ 1 hjarta 1 spaði pass 3 spaðar pass 4 spaðar ? Jón sagði 5 tígla og var doblað- ur umsvifalaust. En Sverrir átti: 4- 4ÁKG93 4964 4KDG76 og þegar tígulás og laufás voru réttir fékk Jón 12 slagi og 950 fyrir. Við hitt borðið fengu Björn og Aðalsteinn að spila 4 spaða, tvo niður og ísland fékk 13 stig. Leiknum lauk svo með sigri ís- lands, 25-5. Oruggt úrslitasæti í þriðja leiknum tapaði ísland fyrir Hollandi, 13-17 og gerði jafntefli við Frakka, 15-15, í þeim fjórða. Þar með var ísland öruggt með úrslitasæti þótt liðið ætti yfir- setu í síðasta leik, og vann raunar riðilinn örugglega með 91 stigum. í öðru sæti urðu Frakkar með 87 stig, einu stigi meira en Hollend- ingar. Hinn riðilinn unnu Pólverj- ar en Austurríkismenn voru í öðru sæti. ísland spilaði 24 spila undanúr- slitaleik við Austurríki og tók strax nokkuð örugga forustu. I hálfleik munaði 20 stigum og í þeim síðari virtist sigurinn aldrei í hættu; Aðalsteinn og Björn gátu meira að segja leyft sér þann munað í síðasta spilinu að fara í alslemmu þar sem vantaði tvo ása án þess að það breytti úrslitunum. Pólveijar unnu Frakka örugg- lega í hinum leiknum og því mættust íslendingar og Pólveijar í 24 spila úrslitaleik. í pólska lið- inu spiluðu Piotr Tuszynski, sem hefur tekið þátt í Bridshátíð hér, Apolinary Kowalski, Janusz Polec og Krzysztof Gwys. ísland byrjaði betur í leiknum en síðan fóru Pólveijarnir að skora og staðan í hálfleik var 40-13 fyrir Pólland. í síðari hálfleik sax- aði íslenska liðið smátt og smátt á forskotið og Pólveijarnir voru sumir orðnir býsna taugaóstyrkir þegar leið á leikinn. En fyrir síð- asta spilið munaði enn 12 stigum: A/AV Norður 4 ÁD3 4 K3 ♦ D732 4 KG64 Vestur Austur 4 KG9854 4 72 4 K986 4 DG862 ♦ Á ♦ 10 4 4109875 Suður 4106 4 Á1075 ♦ ÁG54 4 D32 Við bæði borð endaði norður í 3 gröndum eftir að suður hafði opnað á tigli og vestur sagt spaða. Við annað borðið spilaði austur út litlu hjarta og Bjöm lét sjöuna nægja í blindum og drap níu vest- urs með kóng. Hann spilaði næst tígli á ásinn í borði og þaðan kom lítið lauf. Þegar ásinn birtist frá vestri var spilið unnið: Bjöm fékk þijá slagi á lauf, tvo á tígul, tvo á hjarta og tvo á spaða. 400 til íslands. Við hitt borðið spilaði Jón út spaða og nú virtist vörnin hafa yfirhöndina. En við nánari skoðun sást að sagnhafi getur unnið spil- ið: Hann fer inn í blindan á hjarta- ás og spilar þaðan laufi. Inni á laufás frýjar vestur spaðalitinn en þegar sagnhafi tekur laufa- slagina verður vestur að henda einum spaða ef hann vill vernda tígulkóng. Sagnhafi tekur þá hjartaás og spilar vestri inn á spaða og fær tvo tígulslagi í lok- in. Velji vestur að henda af sér á annan hátt hefur sagnhafi svör við því, svo framarlega sem hann les spilið rétt. En Kowalski spilaði laufakóng í öðmm slag og eftir það átti hann sér ekki viðreisnar von. Hann endaði raunar tvo niður, 100 til íslands. En það gaf ís- landi aðeins 11 stig og þótt Islend- ingarnir ynnu síðari hálfleikinn 46-20 unnu Pólveijar leikinn, 60-59. HREINLÆTISTÆKI Baðkör Formað með arm- hvílum, króm- handföngum og hljóöeinangrun 170x75 Kr. 10.900 160x75 170x70 Kr. 6.940 160x70 Kr. 6.520 140x70 Kr. 5.790 Kr. 9.950 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt í gólf m/harðri setu Kr. 9.97° Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 2.650 Kr. 2.950 Á vegg: 45x55 cm Kr. 2.490 35x45 cm Kr. 2.290 ^orð: 60x49 cm 55x47 cm Kr. 6.420 64x52 cm Kr. 6.990 Kr. 10.790 Öll verð eru stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið laugardaga 10-16. FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 ■ DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Handknattleiksdeildar IR. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur númer 18, 2.-3. vinn- ingur nr, 708 og 1150, 4.-6. vinn- ingur 504, 1064 og 2379, 7.-16. vinningur 1205, 303, 1105, 57, 862, 1166, 2169, 1259, 802, 1554, 17.-22. vinningur 304, 1080, 583, 1712, 1958, 252 og 23.-28. vinn- ingur komu á númer 229, 1219, 1776, 2153, 1803 og 1539. Vinn- ingar verða afhentir á skrifstofu Handknattleiksdeildar ÍR, Gren- ( inu, Arnarbakka 2. (Birt án ábyrgðar) X-Jöfdar til JLXfólksíöllum starfsgreinum! 555C3'.- KRABBAMEINS F E L A G S I N S 1993 VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir konum, ááldrifium 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnurrvþiná á dfeðan málstað og verðmæta vinninga Greiða má í banka, sparisjóði eða pöstafgfáðslu til hádegis á aðfangadag jóla. I Vakin er athygli á því að hægt er að-borgfl’með greiðslukorti (Visa, Eurocard). | Hringið þá í sírfia4[9*1) 621414. Hver keyptur miðí eflir sókn og vörn gegn krabbameini!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.