Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 43

Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 43 íslensk sveit í 2. sæti á alþjóðlegn móti á Sikiley Úrslitaleikurinn tapað- ist með eins stigs mun Morgunblaðið/GSH Island í 2. sæti ÍSLENSKA liðið á verðlaunapalli í Pálermo. Frá vinstri eru Gian- arrago Rona forseti ítalska bridssambandsins, Aðalsteinn Jörgens- en, Björn Eysteinsson, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Aldo Borzi skipuleggjandi mótsins og Helgi Jóhannsson forseti Bridge- sambands íslands. ___________Brids____________ Guðm. Sv. Hermannsson ÞAÐ vantaði aðeins tvo impa á islenskan sigur á alþjóðlegu bridsmóti sem haldið var á Sik- iley um miðjan síðasta mánuð. í úrslitaleik mótsins vann pólsk sveit íslenskt úrvalslið með eins impa mun, 60-59. Mótið, sem nefnt er Palermo Superbowl, var haldið í Palermo á Sikiley og þangað er árlega boðið einni sveit frá hveiju Evr- ópulandi sem unnið hefur heims- eða Evrópumót í sveitakeppni. Þessi lönd eru Ítalía, Svíþjóð, Bretland, Þýskaland, Holland, Frakkland, Grikkland, Austurríki, Pólland og ísland. Mótið er haldið af ferðamálayfirvöldum á Sikiley í samvinnu við ítalska og evrópska bridssambandið og er því einskon- ar míní-Evrópumót. Bretar mættu ekki til leiks að þessu sinni og því var ítalska kvennaliðinu boðið í staðinn, en það varð í 2. sæti á Evrópumóti kvenna í sumar. ísland tók fyrst þátt í þessu móti í fyrra en gekk ekki vel þá. Að þessu sinni var íslenska liðið skipað Aðalsteini Jörgensen, Birni Eysteinssyni, Jóni Baldurssyni og Sverri Ármannssyni. Liðunum var fyrst skipt í tvo riðla sem spiluðu einfalda umferð með 20 spila leikjum og tvær efstu sveitimar í hvorum riðli komust í úrsiitin. í fyrsta leiknum vann íslenska liðið ítalska kvennaliðið, 20-10 og í öðrum leik mættust Norðurlanda- þjóðirnar tvær. Tónninn í leiknum var sleginn í fyrsta spilinu: Norður ♦ D84 4 DG732 Vestur ♦ 103 4G64 Austur 4 ÁKG753 42 4 964 4 ÁK5 ♦ G7 ♦ ÁKD64 4 K10 4D532 Suður 41096 4108 ♦ 9852 4Á987 Við annað borðið spiluðu Björn og Aðalsteinn 4 grönd í AV og fengu 11 slagi. En við hitt borðið voru þetta sagnir: Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. JB Morath SÁ 2 hjörtu(!)2 grönd pass 3 spaðar pass 3 grönd pass 4 grönd pass 6 tíglar/ Jón opnaði á veikum tveimur hjörtum og líklega hefur það ýtt Svíunum Morath og Bjerregárd í 6 tígla, sem er ágæt slemma og á opnu borði er erfitt að sjá hvern- ig hægt er að tapa henni. Komi út hjarta getur sagnhafi einfald- lega tekið trompið, trompað spað- ann góðan og spilað blindum inn á laufakóng. Spili suður út laufa- ás og meira laufi getur sagnhafi trompað lauf í borði og hent hjarta niður í spaðakóng. En sagnhafi sá ekki allar hend- urnar. Við borðið spilaði Sverrir út hjartatíu. Anders Morath tók með ás og síðan fjórum sinnum tromp. Jón í norður sá hvert stefndi og henti því laufafjarkan- um í eitt trompið; kallaði þannig í laufi til að þylq'ast eiga laufásinn. Og Morath þótti það ekkert ósennilegt eftir opnun Jóns og spilaði næst laufi á tíuna. Jón drap með gosa og vissi að Sverrir átti laufásinn. En hann sá einnig að ekkert lá á að taka laufslaginn og spilaði því hjarta. Morath tók á kóng og svínaði spaðagosa í örvæntingu. Jón drap á drottn- ingu og spilaði meira hjarta og á endanum fór Morath fjóra niður á slemmunni. 12 stig til íslands. Jón fylgdi þessu eftir strax í næsta spili þegar hann hélt á: 49652 462 4K1087532 4- Hann var á hættu gegn utan og sagnir gengu. Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. JB Morath SÁ 1 hjarta 1 spaði pass 3 spaðar pass 4 spaðar ? Jón sagði 5 tígla og var doblað- ur umsvifalaust. En Sverrir átti: 4- 4ÁKG93 4964 4KDG76 og þegar tígulás og laufás voru réttir fékk Jón 12 slagi og 950 fyrir. Við hitt borðið fengu Björn og Aðalsteinn að spila 4 spaða, tvo niður og ísland fékk 13 stig. Leiknum lauk svo með sigri ís- lands, 25-5. Oruggt úrslitasæti í þriðja leiknum tapaði ísland fyrir Hollandi, 13-17 og gerði jafntefli við Frakka, 15-15, í þeim fjórða. Þar með var ísland öruggt með úrslitasæti þótt liðið ætti yfir- setu í síðasta leik, og vann raunar riðilinn örugglega með 91 stigum. í öðru sæti urðu Frakkar með 87 stig, einu stigi meira en Hollend- ingar. Hinn riðilinn unnu Pólverj- ar en Austurríkismenn voru í öðru sæti. ísland spilaði 24 spila undanúr- slitaleik við Austurríki og tók strax nokkuð örugga forustu. I hálfleik munaði 20 stigum og í þeim síðari virtist sigurinn aldrei í hættu; Aðalsteinn og Björn gátu meira að segja leyft sér þann munað í síðasta spilinu að fara í alslemmu þar sem vantaði tvo ása án þess að það breytti úrslitunum. Pólveijar unnu Frakka örugg- lega í hinum leiknum og því mættust íslendingar og Pólveijar í 24 spila úrslitaleik. í pólska lið- inu spiluðu Piotr Tuszynski, sem hefur tekið þátt í Bridshátíð hér, Apolinary Kowalski, Janusz Polec og Krzysztof Gwys. ísland byrjaði betur í leiknum en síðan fóru Pólveijarnir að skora og staðan í hálfleik var 40-13 fyrir Pólland. í síðari hálfleik sax- aði íslenska liðið smátt og smátt á forskotið og Pólveijarnir voru sumir orðnir býsna taugaóstyrkir þegar leið á leikinn. En fyrir síð- asta spilið munaði enn 12 stigum: A/AV Norður 4 ÁD3 4 K3 ♦ D732 4 KG64 Vestur Austur 4 KG9854 4 72 4 K986 4 DG862 ♦ Á ♦ 10 4 4109875 Suður 4106 4 Á1075 ♦ ÁG54 4 D32 Við bæði borð endaði norður í 3 gröndum eftir að suður hafði opnað á tigli og vestur sagt spaða. Við annað borðið spilaði austur út litlu hjarta og Bjöm lét sjöuna nægja í blindum og drap níu vest- urs með kóng. Hann spilaði næst tígli á ásinn í borði og þaðan kom lítið lauf. Þegar ásinn birtist frá vestri var spilið unnið: Bjöm fékk þijá slagi á lauf, tvo á tígul, tvo á hjarta og tvo á spaða. 400 til íslands. Við hitt borðið spilaði Jón út spaða og nú virtist vörnin hafa yfirhöndina. En við nánari skoðun sást að sagnhafi getur unnið spil- ið: Hann fer inn í blindan á hjarta- ás og spilar þaðan laufi. Inni á laufás frýjar vestur spaðalitinn en þegar sagnhafi tekur laufa- slagina verður vestur að henda einum spaða ef hann vill vernda tígulkóng. Sagnhafi tekur þá hjartaás og spilar vestri inn á spaða og fær tvo tígulslagi í lok- in. Velji vestur að henda af sér á annan hátt hefur sagnhafi svör við því, svo framarlega sem hann les spilið rétt. En Kowalski spilaði laufakóng í öðmm slag og eftir það átti hann sér ekki viðreisnar von. Hann endaði raunar tvo niður, 100 til íslands. En það gaf ís- landi aðeins 11 stig og þótt Islend- ingarnir ynnu síðari hálfleikinn 46-20 unnu Pólveijar leikinn, 60-59. HREINLÆTISTÆKI Baðkör Formað með arm- hvílum, króm- handföngum og hljóöeinangrun 170x75 Kr. 10.900 160x75 170x70 Kr. 6.940 160x70 Kr. 6.520 140x70 Kr. 5.790 Kr. 9.950 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt í gólf m/harðri setu Kr. 9.97° Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 2.650 Kr. 2.950 Á vegg: 45x55 cm Kr. 2.490 35x45 cm Kr. 2.290 ^orð: 60x49 cm 55x47 cm Kr. 6.420 64x52 cm Kr. 6.990 Kr. 10.790 Öll verð eru stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið laugardaga 10-16. FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 ■ DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Handknattleiksdeildar IR. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur númer 18, 2.-3. vinn- ingur nr, 708 og 1150, 4.-6. vinn- ingur 504, 1064 og 2379, 7.-16. vinningur 1205, 303, 1105, 57, 862, 1166, 2169, 1259, 802, 1554, 17.-22. vinningur 304, 1080, 583, 1712, 1958, 252 og 23.-28. vinn- ingur komu á númer 229, 1219, 1776, 2153, 1803 og 1539. Vinn- ingar verða afhentir á skrifstofu Handknattleiksdeildar ÍR, Gren- ( inu, Arnarbakka 2. (Birt án ábyrgðar) X-Jöfdar til JLXfólksíöllum starfsgreinum! 555C3'.- KRABBAMEINS F E L A G S I N S 1993 VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir konum, ááldrifium 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnurrvþiná á dfeðan málstað og verðmæta vinninga Greiða má í banka, sparisjóði eða pöstafgfáðslu til hádegis á aðfangadag jóla. I Vakin er athygli á því að hægt er að-borgfl’með greiðslukorti (Visa, Eurocard). | Hringið þá í sírfia4[9*1) 621414. Hver keyptur miðí eflir sókn og vörn gegn krabbameini!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.