Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR <T. DESEMBER 1993 21 Fjölþættara at- vinnulíf í sveitum eftir Jónas Jónsson Greinarkorn þetta er einkum skrif- að til að minna á: ■Að það er fleira sem sveitirnar og fólkið sem þær byggir leggur þjóðarbúinu til en kjöt og mjólk og önnur matvæli. ■Að sú margþætta starfsemi sem fer fram í sveitunum hefur mik- ið þjóðfélagslegt gildi, bæði efnalegt og menningarlegt, og færu þær að meira eða minna leyti í auðn, mundi ótal margt tapast, sem við viljum alls ekki missa. ■Að til þess að halda landinu byggðu, eins og við flest viljum, þarf að hlúa að allri þeirri starf- semi, þjónustu og framleiðslu í dreifbýlinu sem möguleikar frekast bjóða. ■Að möguleikarnir á þessu eru meiri og fjölbreyttari en oft er látið í veðri vaka. Það sem nú ógnar mest velferð iðnvæddra þjóða er hin ægilega vofa atvinnuleysisins. Hagkerfi Vesturlanda virðist ekki hafa á því neina viðhlítandi lausn. Það fer stöðugt vaxandi, ekki hvað síst í löndum Evrópubandalagsins þeim sem hvað fremst standa hvað varð- ar iðnvæðingu og hafa all lengi búið við verslunar- og athafna- frelsi innan bandalagssvæðisins. Harðast virðist það bitna á þeim héruðum og landshlutum sem fjærst liggja frá miðstöðvum við- komandi þjóðlanda. Það sem ógnar mest sveitum og landbúnaðarhéruðum þegar bændur hafa tekið tæknina í þjón- ustu sína og margfaldað fram- leiðsluafköst hverrar vinnandi handar er einhæfni samfélaganna. Þjónustustörfin dragast stöðugt meir og meir frá sveitum til bæja og frá smærri bæjum til þeirra stærri og svo koll af kolli. Allt leitar stöðugt í stærri og stærri einingar. Flestar þjóðir viðurkenna þenn- an vanda og hinn nýja stefna Evr- ópubandalagsins í landbúnaðar- málum tekur mjög mið af því. Hún hefur reyndar af mörgum verið nefnd smábýlastefna þar sem bú- skapur sem er fremur smár í snið- um nýtur greinilega meiri náðar en einhæfur stórbúskapur. Réttara væri þó að kenna hana við byggða- stefnu þar sem hvað mest áhersla er lögð á að halda við lifandi lands- byggð. Sá þáttur er og mjög studd- ur vilja alls almennings í borgars- amfélögunum, einkum þeim sem mest láta sig umhverfismálin skipta. Hingað til hefur lítið borið á þessum sjónarmiðum hér á landi og þau að mestu legið í láginni á meðan sterkar hreyfingar beijast fyrir þeim í nálægum löndum. En líkur eru á að á því verði breyting þegar fólk fer að gera sér grein fyrir hvað getur skeð ef svo fer fram sem horfir. íslenskur landbúnaður hefur gengið í gegnum ijra þróun, ekki síður en landbúnaður annarra þjóða. Stórfelld afkastaaukning hverrar vinnandi handar, hefur leitt til þess að nú er fólk í sveitum aðeins um einn íjórði af því sem það var um síðustu aldamót á sama tíma og fólksfjöldinn í land- inu hefur rúmlega þrefaldast. Nú er talið að um 4% af vinnuafli þjóð- arinnar fáist við landbúnað, en fyrir 50 árum voru það um 32%. Ef aðeins er talið það fólk sem fæst við hefðbundin landbúnaðar- störf og hefur framfæri sitt af framleiðslu búvara eru það senni- lega nokkuð undir fjórum af hundraði. En því betur hafa menn fleira fyrir sig að leggja í sveitunum en búvöruframleiðsluna eina eins og hún er venjulega skilgreind. Allt síðan ljóst var að draga þurfti verulega úr kjöt- og mjólkurframleiðslunni í byijun átt- unda áratugarins hefur sjónum verið beint að því hvað gæti kom- ið í staðinn. Loðdýraræktin, sem hér var hafin að nýju upp úr 1970 og efld- ist verulega eftir 1980, var ein stórfeldasta tilraun í þessa veru. Ferðaþjónusta í sveitum, sem einnig tók að þróast á þessum tíma, er dæmi um atvinnuveg sem vel hefur dafnað og verulegu skil- að. Hrossarækt, ræktun og tamn- ing reiðhesta, hefur töluvert þró- ast og dafnað á síðustu áratugum. Mest munar um það hvað tamn- < ingarnar gefa af vinnu og virðis- auka til þeirra sem þær stunda. Tamningastöðvar eru nú fjölmarg- ar og skipta tugum í mörgum héruðum, auk þess sem margir bændur temja sín eigin hross. Merkilegur þáttur, sem tengir hrossaræktina og ferðaþjón- ustuna, eru bestaleigur og skipu- iagðar hestaferðir um landið. Þar styður hvað annað. Hestaferðirnar eru auk þess að vera töluverður atvinnugjafi, holl afþreying og hin besta landkynning í orðsins bein- ustu merkingu. Leiga á veiðileyfum gefur veru- legar tekjur, bæði beinar og óbein- ar, og ekki aðeins fyrir eigendur veiðiréttarins heldur er hún veru- legur atvinnugjafi og þáttur í al- mennri ferðaþjónustu og auk þess hin merkasta landkynning. Nýting ýmiskonar hlunninda hefur löngum skipt verulegu máli í mörgum sveitum. Bestu hlunn- indajarðirnar voru dýrustu jarðir landsins og eru það raunar í nokkr- um tilfellum enn. Enn má finna nokkur svæði þar sem byggðin stendur og fellur með því hvort þau halda gildi eða ekki. Það er til mikils að vinna að tryggja að hlunnindi svo sem reki, selveiði, fugla- og eggjatekja, vatnaveiði, grasa- og sölvatekja haldi gildi sínu í sibreytilegu samfélagi. En til þess að svo megi verða þarf m.a. í mörgum tilfellum skipu- lagða markaðsstarfsemi. Það er ekki aðeins að nýting hlunninda í því meðalhófi sem reynsla kynslóð- anna kenndi þeim sé náttúru landsins skaðlaus hún getur verið Alullarhúfúr í miklu úrvali 5% staðgreiðsluafslóttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. nauðsynleg svo að eðlilegt jafn- vægi haldist. Fiskeldi og loðdýrarækt eru nú á hvers manns vörum sem dæmi um víti sem beri að varast. Varla opnar sá þjóðmálaskúmur, eða þjóðfélagsvandlætari munn að hann fordæmi ekki þessar tilraun- ir til atvinnusköpunar og nýtingar á gæðum landsins. Hvað hefðu menn sagt ef þessar greinar hefðu ekki verið reyndar? Þá hefðu vand- lætararnir væntanlega talað um dáðleysi þeirra sem þeir álasa nú. En að stórum hluta eru erfiðleikar þessara greina af sömu rótum runnir og erfiðleikar annars at- vinnulífs, svo sem iðnaðarins, en fyrir honum er nú svo komið að við getum hvorki smíðað né gert við skipin sem við þurfum á að halda, ekki saumað á okkur föt eða gert okkur skó, ekki smíðað innréttingarnar eða húsgögnin og svo mætti lengi telja. En bæði fisk- eldið og loðdýrarækt munu eiga eftir að sanna tilverurétt sinn svo Jónas Jónsson fremi að þeim og öðrum fram- leiðslugreinum verði búin eðlileg skilyrði í þjóðfélaginu. Handverk og smáiðnaður. Á síð- ustu tveimur þremur árum hefur verulegur áhugi vaknað á því að endurvekja fornar hefðir og skapa nýjar á sviði margskonar heimilis- iðnaðar eða smáiðnaðar í sveitum landsins. í fjölmörgum sveitum og héruðum hefur fólk bundist sam- tökum um slíka iðju oft einkum „Stórfelld afkasta- aukning hverrar vinn- andi handar hefur leitt til þess að nú er fólk í sveitum aðeins um einn fjórði af því sem það var um síðustu aldamót á sama tíma og fólks- fjöldinn í landinu hefur rúmlega þrefaldast. Nú er talið að um 4% af vinnuafli þjóðarinnar fáist við landbúnað, en fyrir 50 árum voru það um 32%.“ til að koma henni á sölu og þeim fjölgar einnig sem fást við þetta einir og sér. Þó að ekki sé um stórfellda framleiðslu eða tekju- myndun að ræða hefur þessi starf- semi ótvírætt gildi og lofar vissu- lega góðu. Hér styður hvað annað, vaxandi ferðaþjónusta og hand- verkið sem leggur til bæði minja- og nytjagripi, sem gestunum þykir fengur í að geta keypt, á þeirra upprunastöðum. Höfundur er búnnðnrmálastjóri. if ðgHP Sf**' ' , '' > 3 $ w w ^w w w w w m w f “ ■ 1 I mmimuFmm GLÆSIBÆ • S/MI812922 30% afsláttur á jólasmjöri. 133 kr. Þú færð 500 g stk. á og sparar 116 kr. á kíló Gerðu gott betra með jólasmjöri. I I ■ ■ I ■ I I I I ■ 1 ■ I I I I I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.