Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 1
Heimilisfang:
MYNDASÖGUR
MOGGANS
Morgunblaðinu
Kringlunni 1
103 Reykjavík
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER
C1
BLAP
Bjartmar Leósson
Morgunblaðið/Kristinn
TEIKIMIMYIMDASAGA
Bjartmars Leóssonar
Piartmar Leósson hefur
■R alveg frá því hann var
lítill snáði haft gaman af að
teikna. Hann er nemandi í
Æfingadeild Kennarahá-
skólans, er orðinn fjórtán
ára en finnst alltaf jafn
skemmtilegt að setjast niður
og setja hugsanir sínar á
blað. Hér kemur sýnishorn
af einni myndasögunni hans.
Vinningshafar í smásagna keppni
Það voru margar frábærar smásögur sem þið senduð
okkur og mjög erfítt að velja einungis þrjár þeirra úr
öllum bunkanum og því miður bárust nokkrar sögur
of seint í keppnina.
Myndin sem var af dreng og konu við bíl virtist virka á mörg
ykkar sem sorgleg. Iðulega var um mjög fátæk mæðgin að
ræða og stundum bjuggu þau ekki á íslandi heldur í Sarajevó. Sem
betur fer enduðu sögumar ykkar eiginlega alltaf vel og fólkið varð
hamingjusamt til æviloka. Þannig eiga líka góð barnaævintýri að
enda. Þið stóðuð ykkur öll vel og endilega haldið áfram að senda
okkur sögur þó það sé ekki í smásagnasamkeppni.
Við völdurp á endanum þijár sögur til verðlauna. Fyrsta sagan
birtist í dag og hún er eftir yngsta smásagnahöfundinn okkar hana
Kristínu Mariellu sem er fjögurra ára. í næsta aldursflokki frá 8-10
ára vann Þórey Rósa Einarsdóttir til verðlauna fyrir sín sögu um
Gunnar og litlu geimveruna. Þórey Rósa býr í Reykjavík. Það var
verulega erfitt að velja sögu í þessum aldursflokki því þær voru
margar góðar og ólíkar. í síðasta aldurshópnum frá 11-13 ára var
það sagan „Mamma afhveiju" sem var valin. Hún er eftir Bryndísi
Gunnlaugsdóttur úr Grindavík. Þær tvær sögur sem eiga eftir að
birtast koma í blaðinu fyrir jól.
Til hamingju stúlkur. Vinningurinn ykkar kemur í pósti næstu daga.
FJOGURRA ARA STULKA
Vann fyrstu verdlaun í
smásagnasamkeppninni
KRISTÍN Maríella var með
gubbupest daginn sem
myndasögur. Moggans
komu út og hún komst ekki
í leikskólann þann daginn.
Þegar hún fór að skoða
barnablað Morgunblaðsins
með mömmu sinni ráku
þær mæðgur augun í smá-
sagnasamkeppnina.
Kristín Maríella sem er
fjögurra ára er með
stílabók á borðinu sínu og í
hana skráir mamma hennar
niður sögur sem hún segir
henni en síðan skreytir Krist-
ín Maríella þær sjálf.
„Mér finnst gaman að
semja sögur“, segir Kristín
Maríella og auk þess finnst
henni skemmtilegt að lita.
Kristín Maríella er á Álfta-
borg og þar á hún góða vin-
konu, Söndru sem hún leikur
sér gjarnan við. Valdís heitir
líka góð vinkona hennar.
Morgunblaðið/Sverrir
Hún er farin að hlakka til Alexander er yngstur í hópn-
jólanna, segist fá gjafir og um. Hann er eins árs. Tómas
ætla á næstu dögum að baka er níu ára og Áslaug tólf ára.
piparkökur með henni Til hamingju með söguna
mömmu sinni. þína Kristín Maríella. Hún er
Systkinin eru fjögur. Krist- alveg sérstaklega skemmti-
ín Maríella á tvo bræður. leg.
A ferðalagi með mömmu
EINU sinni var lítill strákur sem hét Pési.
Hann átti heima í útlöndum. Pabbinn var
dáinn og hann átti heima í bU með mömmu
sinni. Þau voru fátæk og þurftu að selja
dót sem þau höfðu með sér í bílnum.
Einn daginn fann Pési eitthvað sem líkt-
ist steini og sýndi mömmu sinni. „Hvað
er þetta mamma mín?“, sagði Pési litli og leit
í augun á mömmu sinni. Mamma svaraði
ekki. Þá sagði Pési: „Er þetta kannski bara
venjulegur steinn?" En mamma svaraði ekki,
- hún var upptekin að gramsa í dótinu.
Brátt fór Pésa litla að svima og spurði
mömmu sína hvort hann mætti fara inn í bíl
að leggja sig. En mamma leit ekki upp. Þá
fór Pésa litla að svima aftur og sá að steinn-
inn glitraði. Það fannst honum skrýtið.
Allt í einu varð Pési litli sterkari og sterk-
ari. Ekki nóg með það, hann gat lyft bílnum
og mamman æpti upp um leið og hún datt
útúr bflnum. Ekki nóg með það heldur gat
hann líka flogið. Og ekki nóg með það, þeg-
ar hann drakk svalandi vatn þá stækkaði
hann og stækkaði og náði upp í stjörnurnar
sem glitruðu á himnum.
Fólk safnaðist í kringum hann og mamma
hans varð alveg skelfing hissa.
Pési sá að það vantaði eina stjörnu á himin-
inn. Hann festi því steininn á þennan stað
og sá þá að hann glitraði eins og hinar stjörn-
urnar á himnum.
En þá minnkaði hann allt í einu og datt
beint á bossann. Bomm!
'4.
Þetta hafði verið óskastjama, sem hafði
hrapað niður af himnum. Mamma hans sagði
honum að óska sér einhvers. Hann óskaði sér
að hann og mamma hans yrðu hamingjusöm
alla ævi.