Morgunblaðið - 24.12.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.12.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 B 3 ustu ártíðar hans. Það hæfir heims- borgaranum Tsjajkovskí, sem ferð- aðist mikið og sóttist frekar eftir áhrifum utan úr álfu í verkum sínum en þjóðernislegum blæ ýmissa landa sinna og samtíðarmanna. Þekktastur er hann af þremur síðustu sinfóníum sínum og ballettum að ógleymdum konsertum fyrir fiðlu og píanó. Tvær óperur af tíu sem hann samdi hafa oftast verið fluttar utan heimalands- ins; önnur er Spaðadrottningin og hin Évgení Ónegin. Vanir menn Heimsþekktur breskur leikstjóri, John Copley, færir Évgení Ónegín upp í íslensku óperunni ásamt hópi fólks sem hann er vanur að vinna með: Leikmynd hefur Robin Don teiknað og búninga Michael Stennett en Terry Gilbert er höfundur dansa. Laurie Feldman, ungur leikstjóri við óperuna í San Francisco, situr síðan ásamt Copley við stjórnvölinn. Þau fóru utan í gær og ætla milli jóla og nýárs að hefja vinnu við upp- færslu þessarar sömu óperu vestan- hafs, í San Diego. En hljómsveitarstjórinn Robin Stapleton fer vit- anlega hvergi. íslenskir tónlistarunnendur eru reyndar svo heppnir að hafa -hann á landinu stóran hluta árs, enda munu ýmsir kannast við hann úr Töfraflaut- unni, Otello og Luciu di Lammermoor, Sígaunabaróninum, Aidu og Rigoletto. Frægir kaflar í óperunni Évgení Ónegín verður í óperu Tsjajkovskís ástarsaga með kórum og dönsum. í henni eru átta ein- söngshlutverk og tvö þeirra sínu stærst. Bergþór Pálsson fer með tit- ilhlutverkið (barítón) og Ólöf Kolbrún Harðardóttir snýr aftur á svið óper- unnar eftir tveggja ára hlé í hlut- verki Tatjönu (sópran). Ingveldur Yr Jónsdóttir debúterar í Islensku óperunni sem Olga (mezzosópran) systir Tatjönu, en Lenskí (tenór) unnusti hennar og vinur Évgenís er sunginn af Gunnari Guðbjörnssyni. Aría hans í öðrum þætti áður en til einvígisins kemur þykir með falleg- ustu tenóraríum óperubókmennt- anna. Önnur fræg aría er söngur Tatjönu í fyrsta þætti þegar hún játar Évg- ení ást sína í bréfi. Oftast heyrist þó spiluð pólónesan úr upphafi þriðja þáttar. Síðar í þessum síðasta þætti óperunnar syngur Guðjón Óskarsson fræga bassaaríu Gremíns fursta. Til þess kemur hann frá Noregi þar sem hann hefur í nokkur ár sungið við Óslóaróperuna. En það var stuttur söngur Triquet nokkurs í öðrum þætti sem hvað mesta lukku gerði þegar óperan var fyrst frumsýnd. Sigurður Björnsson er í þessu hlutverki hér. Enn er tveggja einsöngshlutverka ógetið; Larínu, móður Tatjönu, og Olgu, sem Sieglinde Kahmann syngur og Filipévnu fóstru systranna sem sung- in er af Hrönn Hafliðadóttur. Mikið dansað Kór Óperunnar syngur ekki aðeins í Évgení Ónegín heldur dansar hann meira og stundum hraðar en oftast áður. Maðurinn bak við þetta er Terry Gilbert, gamall refur í kóreo- grafíu og raunar leikstjórn líka. Nú heldur hann sig við dansinn og full- yrðir glaðbeittur að liðsmenn Is- lensku óperunnar myndu standa á haus ef hann bæði um það, allir geri hvað þeir geti og auki helst við það. „Þegar ég kem í nýjan hóp krosslegg ég fingur og segi; þetta getum við gert; og svo byijar ballið. Hér hefur verið mjög skemmtilegt vegna þess hve fólkið hefur gaman af því sem það er að gera. Þetta er ekki bara vinna, heldur líka hjartans mál. Kór- inn hefur komið í óperuna á kvöldin eftir vinnu og æft fram á nótt sam- kvæmisdansa og bændahopp. Þetta er frekar lítill hópur miðað við þá sem ég vinn oft með en mjög einbeittur. Þess vegna er á honum atvinnubragur. Eruð þið ekki stolt af þessari Óperu? Það myndi ég vera og er það raunar, svona þessari upp- færslu.“ Teriy Gilbert byijaði sextán ára að dansa og fór að auki að semja og setja upp aðeins tveim árum seinna. Hann hefur unnið við kóreo- grafíu í ýmsum stærstu óperu- og leikhúsum heims og nokkrum kvik- myndum. Évgení Onegín er gamall kunningi sem Gilbert hefur áður tek- ist á við með hópnum sem hingað var fenginn til uppfærslunnar. Tsjajkovskí er enda tónskáld dansa miklu fremur en þorri starfsbræðra hans, einna þekktastur af ballettun- um Hnotubijótnum, Þyrnirós og Svanavatninu. í Ónegín er dansað í öllum þáttunum þremur; grófur dans vinnumanna fyrst, þá borgaralegir stofudansar og loks samkvæmis- dansar yfírstéttarinnar. „Við settum einmitt þennan Óneg- ín upp í Toronto í Kanada,“ segir Gilbert, „og erum að fara til San Diego þann 27. Svo hef ég unnið við aðra gerð óperunnar hjá Skosku óp- erunni og Opera North. Hver einasta uppfærsla hefur sín sérkenni, þó að sömu menn standi að henni og gangi út frá sömu grunnhugmynd. Allt byggist á aðstæðum á hveijum stað; stærð hússins og hópsins, styrk hans og veikleika. í stóru húsunum vantar oftast hvorki peninga né hæfileika en hér í þessum litla flokki kemur þetta ágæta element til viðbótar tón- listargáfu; brennandi áhugi.“ Ólöf Kolbrún og Tatjana Tónskáldið skrifar óperuna út frá Tatjönu í kvæði Púshkíns. Hún er ímynd hinnar heilu og sönnu konu, sem kastar í raun perlum sínum fyr- ir svín með því að játa flagaranum Ónegín ást sína. Þetta virðist að minnsta kosti vera sú afstaða sem Tsjajkovskí tók. Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir hefur kynnst Tatjönu vel á síðustu mánuðum og segist þurfa að gæta sín á því að brotna ekki saman eftir höfnun Ónegíns í fyrsta þætti. „Þá er svo mikið eftir af óperunni og ekki hægt að láta hugfallast. Það er áfall þegar þessi draumaprins reynist engan áhuga hafa á Tatjönu - niðurlæging hennar er þungbær. Hún er í upphafi lítil heimóttarleg stúlka sem les rómantískar sögur og sér eigið líf í umgjörð þeirra. Það kemur dálítið á óvart að svona dreymin sveitastúlka sem líður best í eigin heimi skuli vera eins djörf og Tatjana reynist þegar hún ákveður að segja ástarhug sinn allan. Það er töggur í henni ábyggilega; hún viður- kennir í lokin að hafa alltaf elskað Ónegín; en ákveður að látá skynsem- ina ráða. Ég fer stundum næstum því að gráta sjálf í lokaatriðinu. í túlkun svona hlutverka fer maður á ystu nöf.“ Tsjajkovskí er tónskáld sterkra og mikilla tilfinninga og líklegast er það lykillinn að hylli hans meðal alþýðu manna. Tækni og vandvirkni í tón- smíðum er hins vegar ekki aðal hans. Ólöf Kolbrún segir afar ólíkt að syngja þessa óperu þeim ítölsku glansóperum sem hér hafa mest ver- ið fluttar. „Ekkert okkar hefur held. ég sungið áður óperu eftir þennan höfund og það hefur tekið langan tíma að tileinka sér músíkina. Söng- röddinni er fléttað svo mikið við hljómsveitina að hún stæði varla ein. Þess vegna er vinnuferlið flókið áður en komið er á sviðið og æft með öllu tilheyrandi." Ingveldur Ýr debúterar Þótt algengast sé um systur að sú hægláta falli í skugga þeirrar glaðlyndu er því ekki þannig farið í óperunni. Tatjana er miðpunkturinn en systir hennar Olga úr sögunni í öðrum þætti. Hún er samt tápmeiri og frakkari. Ingveldur Ýr Jónsdóttir heitir ung mezzosópransöngkona sem kemur nú í fyrsta sinn fram í íslensku óperunni. Hún býr í Vínar- borg ásamt eiginmanni sínum en segist annars vilja vera þar sem verk- efnin gefast. „Mér þykir gaman að syngja hérna, þetta er svo mikið öðru vísi en annars staðar. Sam- heldnin er meiri og samvinnan, hér er allt smærra í sniðum og fjölskyldu- legra án þess að hafa nokkurn leik- mannsblæ. Svo er auðvitað gaman að láta í sér heyrast á íslandi. Ónegín er afskaplega rússnesk ópera, þó að Tsjajkovskí hafi verið opinn fyrir vestrænum áhrifum. Hann gefur henni undirtitilinn lýrísk- ar senur og sýnir þar vel að þetta er ekki „grand opera“ heldur frásögn af mannlegum samskiptum. í henni er mikil nálægð og ég hugsa að óp- eran höfði til fólks þess vegna. Þetta á ekki síst við um minn karakter - Olga er mjög eðlileg og saklaus stelpa. Hún gæti þess vegna verið til í dag. Hlutverkið snertir sakleysi og einfaldleika sem ég held að búi í hveijum manni. Hún er kannski frökk en gerir sér enga grein fyrir hvers hún verður valdandi. Að minnsta kosti ekki meðan við fáum að fylgjast með henni. Púshkín gefur ekki mikið færi á því í ljóðinu og þótt Tsjajkovskí hafi gert Ólgu meiri skil ætlar hann henni ekki eins mikla músík og systurinni." Ingveldur Ýr fór í söngnám til Vínarborgar eftir stúdentspróf. Hún lærði líka í New York og sneri að svo búnu aftur til Vínar. „Maðurinn minn er þaðan og ég þekki vel til í borginni, þaðan er gott að ferðast um Evrópu og þar er mikið að ger- ast. Raunar er ríkisóperan ekki hent- ug fyrir unga söngvara að byija fer- il í. Og í smærri húsum getur verið erfitt fyrir rnína rödd að komast að. Hún er einmitt röddin sem fyrst má spara í óperuhúsum, lægri sópran- raddir geta oft komið í staðinn. Ég veit um þó nokkrar stöður sem hafa losnað án þess að ráðið hafi verið í þær af spamaðarástæðum. En maður fer um og syngur fyrir umboðsmenn; ég kem fram á ljóða- tónleikum, í nútímaverkum og á tón- listarhátíðum. Þetta hef ég verið að gera síðustu misserin. Hér verð ég fram í febrúar, þá fer ég út og bý mig undir einþáttung eftir Rossini. Síðan kemur Elixir d’Amore eftir Donizetti í sumar og árið eftir nú- tímaópera sem ég syng ein í óper- unni í Lyon.“ Lenskí Gunnars Guðbjörnssonar Lenskí er unga og blóðheita skáld- ið hennar Olgu. Hann er vinur Óneg- íns og verður upphafsmaður atburða óperunnar þegar hann hefur hann með sér á heimili Larínu og dætra hennar. Litlu síðar hlýtur ævi hans sorglega tilgangslaus endalok. Gunn- ar Guðbjörnsson fer með þetta hlut- verk og á því eðlilega svolítið erfitt með að skrifa undir að Lenskí sé rómantískt flón. „Hann er afar sak- laus og bamalegur og hrærist ekki í kreðsum samkvæmislífsins. Óflekk- aður sveitapiltur sem ætlar að ganga að eiga æskuástina. Það hefur alltaf átt að verða og er ekki nema sjálf- sagt. Út frá þessu er auðskilin bræði hans þegar Ónegín daðrar opinskátt við Olgu í afmælisveislunni hennar. Réttlætiskennd Lenskís er sterk og hann fýllist svo afbrýðisemi að hann veit ekki hvað hann segir. Þegar honum er runnin reiðin sér hann auðvitað eftir því að hafa skorað besta vin sinn á hóim. En heiðursins vegna verður ekki aftur snúið.“ Gunnar hefur ekki sungið Lenskí áður, en kann vel að meta hlutverk- ið. „Þetta er mjög falleg músík og póetísk. Hún er vel skrifuð og helst hægt að fínna að því að röddin ligg- ur stundum dálítið lágt, eins og slav- neskar raddir gera gjarna. Mér finnst þessi tónlist Tsjajkovskís aðgengileg og af því hún er talsvert flutt í Evr- ópu er hún ekki framandi." Gunnar er ráðinn við óperuna í Wiesbaden og verður á flakki milli íslands og Þýskalands fram í miðjan mars. Þá fer hann til Lissabon að syngja Jaquino í Fidelio Beethovens. í júní liggur leið hans á tónlistarhá- tíð í Alderborough á Englandi en með haustinu á hann víst hlutverk í Genfaróperunni. Bergþór syngur Évgení Onegín Évgení Ónegín sjálfur er andstæða vinar síns, lífsleiður fyrir aldur fram og dekraður. „Hann fær allt upp í hendumar og nýtur þess vegna einskis," segir Bergþór Pálsson sem gefur honum líf á fjölum Óperunnar. „Vissulega hegðar Ónegín sér frekar illa, hann er of ungur þegar sagan hefst til að skilja gang lífsins. En það sem mér finnst svo skemmtilegt við þennan karakter er hvemig hann breytist úr þessum„playboy“ í alvar- legan og þroskaðan, kannski örvænt- ingarfullan mann. Hann vafrar um ámm saman og sér ekki ljósið fyrr en í veislu furstans þar sem Tatjana glitrar allt í einu fyrir augum hans. Nú vill hann öllu fremur eiga hana, alltof seint. Þetta er maður sem þekkir ekki hvernig er að fá ekki það sem hann þráir. Að því leyti minnir hann á Don Giovanni." Hvað vill söngvarinn sjálfur, er hann nokkuð á útleið aftur? „Ég geri aldrei áætlanir,“ segir Bergþór af þunga svo ég hlýt að trúa honum. „Fyrir þrem árum kom ég heim til bráðabirgða, en síðan hef ég bara haft svo mikið að gera. Auk þess vil ég helst vera á íslandi ef ég get. Það er miklu skemmtilegra. Næst verð ég óperudraugur í þeim ágæta söng- leik norður á Akureyri. Biddu mig ekki um lengra plan - kylfa ræður kasti.“ Nýstárlegt Ólöf Kolbrún hefur verið ópem- stjóri síðan 1991 þegar Garðar Cort- es tók sér hlé. Hún segir um valið á ópemnni að Tsjajkovskí sé óralangt frá Verdi og viðlíka tónskáldum sem grípa strax með melódíunum. „Þau er vinsæl hér einmitt vegna þess, það er ekkert undarlegt að ungt ópem- públíkum vilji heyra það sem hljómar kunnuglega aftur og aftur. Nú kveð- ur við annan tón og okkur hjá Óper- unni finnst óskaplega spennandi að sjá hvernig áheyrendur taka rússn- esku hefðinni. Önegín festir nefni- lega hveija taug. Við höfum áður rætt um að sýna þessa ópem en ekki hellt okkur í það fyrr en núna iegar hundrað ár eru liðin frá dánar- dægri Tsjajkovskís." Tónskáldið skrifaði texta óperunn- ar ugp úr kviðu Alexanders Púshkíns um Évgení Ónegín. Mörg erindi tók hann óbreytt upp og jók svo sjálfur inn samtölum. Þorsteinn Gylfason var fenginn til að þýða textann yfir á íslensku, en Ólöf Kolbrún segir það nauðsynlegt vegna þess hve fram- andi rússneskan sé. „Það er helst að sungið sé á rússnesku í fjómrn stærstu óperuhúsunum, hin fá þýð- anda til liðs við sig. Við erum svo heppin í íslensku óperunni að hafa mann eins og Þorstein í hópnum. Hann er þessu yndislega ljóði Pús- 'hkíns og librettoinu öllu afar trúr. Svo höfum við pólska stúlku sem er rússneskumælandi og hefur fylgt textanum eftir á æfingum síðan í haust. Hún heitir Ivana Yagla og leikur á píanóið og oft hefur verið skemmtilegt að heyra þau Copley, sem leikstýrði rússneskri uppfærslu í San Fransisco, bollaleggja um merkingu textans." Þýðing Þorsteins Gylfasonar „Eiginlega þýddi ég af rússnesku þó að ég kunni hana ekki,“ segir Þorsteinn, „til að fá betri tilfinningu fyrir orðunum. Ég fékk sent typerað handrit frá vinkonu minni við Metro- politan-óperana, með nótum og til- heyrandi frumtexta þýddum á ensku við hliðina á orð fyrir orð. Síðan hafði ég ýmsar prentaðar þýðingar, á frönsku, þýsku og ensku. Kúnstin er sú að ná réttum blæ merkingar og fylgja í senn bragarhætti Pús- hkíns og tónlist Tsjajkovskís. Þegar þýtt er til söngs eftir henni breytir maður hvergi nótu eða þögn. Og samtölin em ekki eins og hjá Mozart með fijálslegum undirleik á sembal. Þá geturðu þýtt nokkum veginn eins og þér sýnist. Tsjajkovskí skrifar knöpp samtöl með hljómsveitamndir- leik, stutt og leikræn, og tónsetur þannig að hugsun hverrar hálfrar setningar þarf að halda. Auðvitað er engin trygging fyrir þvi að spum- ing eins og „hvað segirðu" hrynji með sama móti á rússnesku og ís- lensku. Þá verður að leysa vandann." Meira en helming ópemtextans hefur tónskáldið beint úr ljóði Púsh- kíns, hinu bætti hann inn í með að- stoð vinar síns Konstantíns Shilovskí. „Helgispjöll,“ tautuðu fmmsýningar- gestir öðra hvom fyrir 114 ámm enda graflað í kveðskap sem nánast var heilagur í Rússlandi hálfri öld eftir lát höfundarins. „Púshkín er Njáluhöfundur og Jónas Hallgríms- son í einni persónu," segir Þorsteinn, „enda þótti Tsjajkovskí hugmyndin um óperu eftir ljóði hans um Ónegín fáránleg þegar hann heyrði hana nefnda í samkvæmi 1876. Svo fékk hann innblástur um nóttina, skrifaði söguþráð og efnislýsingu og bréfsöng Tatjönu. Síðan samdi hann ópemna í þrem atrennum næstu tvö ár. Hann mun hafa verið tregur til að leyfa sýningu hennar, en féllst að lokum á það með ákveðnum skilmálum. Bragarháttur Púshkíns er afar strangur, kallaður Ónegínháttur eftir verkinu. Hann er rímaður eftir harðri reglu, með tómum tvíliðum og fjórtán línum í erindi eins og í sonnettu. En Tsjajkovskí tekst samt aðdáunarlega að tónsetja þetta með fjölbreyttum hætti.“ Þorsteinn segir ekki vinnandi veg að þýða ópemtexta án þess að lesa nótur og hafa tóneyra. Hann sat talsvert við píanó þegar hann þýddi og segist síðan hafa hnikað til þar sem þurfti eftir því sem æfingum vatt fram. Þegar ég spyr hann hvort hann hafi ekki verið í böndum við vinnuna segir hann að einmitt það hafi gert hana heillandi. Snilldarlega njörvaður niður njóti þýðandinn sín best. Þórunn Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.