Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 4
r I i 1 4 B MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Mávurinn gleðileikur og harmleikur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 B 5 Morgunblaðið/Sverrir Rithöfundurinn Trígorín (Jóhann Sigurðarson) rekur raunir sínar fyrir Nínu (Halldóru Björnsdóttur). Faustas Latenas tónskáld Morgunbiaðið/Þorkeii Vytautas Narbutas, leikmynda- og búninga- hönnuður Rimas Tuminas leikstjóri MÁVURINN, hið þekkta leikrit Antons Tsjekhofs, verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla. Þjóðleikhúsið hefur fengið þrjá Litháa til að sjá um sviðsetninguna, leiksljórann Rimas Tumin- as, tónskáldið Faustas Latenas og leikmynda- og búningahönnuð- inn Vytautas Narbutas. Þremenningarnir hafa unnið mikið saman og starfa nú allir hjá Litla leikhúsinu í Vilnius, yngsta leikhúsi Litháa. Þeir hafa allir hlotið lof fyrir verk sín og íslenskir áhorf- endur fá nú að njóta sýnar þeirrar á Ieikhúsið. Sú er þetta ritar hefur ekki séð Mávinn á sviði fyrr, en eftir æfingu í Ieikhúsinu á mánudag hafði einn áhorfandinn á orði að þessi sýning væri allt önnur en sú sem hann hefði séð í London fyrir nokkru. Fjörugri, áræðnari og gáskafyllri. Verkið er eina stundina gleðileikur, þá næstu harmleikur. Áhorfandinn hefur ekki fyrr skellt upp úr en hann áttar sig á því að harmleikur á sér stað, ást og afbrýði- semi, gleði og sorgir togast á. IMávinum segir frá Konstantín Tréplév, ungum rithöfundi. Hann setur upp leikrit á sveitasetri fjölskyldunnar og er Nína unnusta hans í aðal- hlutverki. Konstantín uppsker háðs- glósur og hlátur og er móðir hans, leikkonan Arkadína, þar framarlega í flokki. Elskhugi Arkadínu er mik- ils metinn rithöfundur, Trígorín, og gerir hann sig líklegan til að tál- draga Nínu. Þá hefst atburðarás þar sem hver grátbroslegi atburðurinn rekur annan. Blaðamaður hitti þremenningana frá Litháen að máli fyrir æfíngu í Þjóðleikhúsinu. Þeir töluðu rúss- nesku, sem Ásdís Þórhallsdóttir að- stoðarleikstjóri sá um að þýða. Leik- stjóranum lá mest á hjarta og byij- aði á að lýsa því hvernig hann hefði nálgast viðgangsefni sitt, Mávinn. „Efni leikritsins, sem er eitt fyrsta leikrit Tsjekhofs, er spennandi og höfðar til mín því það fjaliar um lista- menn,“ segir Rimas Tuminas. „Þegar verkið var skrifað var 19. öldin að líða undir lok og upphaf nýrrar aldar virðist hafa haft mikla þýðingu fyrir Tsjekhof. Það er því skemmtilegt að setja verkið upp þegar aftur er stutt til aldamóta. Við erum enn að mörgu leyti í svipuðum sporum og Tsjekhof var, nálgumst endalokin með hveijum deginum og höfum á takteinum orða- tiltæki um að nú sé æskan liðin, bestu árin séu að baki. En tíminn líður ekki, heldur hverfur og deyr. Æskan,- sem eitt sinn var, er horfin og þegar við deyjum verður það ekki skelfi- legt, því allt sem á undan er komið verður þá horfið. Á þeim degi þegar við deyjum verður ekki eftirsjá í neinu nema dánardægrinu." Lifað og kvaðst Rimas segir að hann hafi litið á Mávinn út frá þessu viðhorfi. „Ég rannsakaði verkið út frá þemanu um kveðjustundina, hvernig við lifum og kveðjumst. I leikhúsinu erum við sí- fellt að vinna með hverful augnablik, sem aldrei verða endurtekin. Það er hluti þess sem gerir þetta starf svo stórkostlegt. Og einmitt vegna þess að þessi augnablik, sem hópurinn í leikhúsinu eyðir saman, koma aldrei aftur verða þau að vera skemmtileg og spennandi. Því reyni ég að ná fram. Að ganga inn í nýtt augnablik er eins og að opna dyr að nýju her- bergi. Þar verðum við að finna það sem gefur lífi okkar gildi. Þegar við svo þreytumst og vinnan hættir að vera spennandi, þá er kominn tími til að ákveða frumsýningardag.“ Rimas segir að það sé haft á orði að leikhúsið sé fyrir áhorfendur. Því sé hins vegar eingöngu haldið fram vegna þess að formið krefjist þess. „Það er alls ekki markmiðið með starfi mínu að gera leikhús fyrir áhorfendur. Leikhúsfólk gefur áhorfendum það sem því finnst ekki lengur spennandi, vill ekki fást leng- ur við. Þarna gildir sama reglan og í lífinu sjálfu — við seljum það sem við höfum ekki þörf fyrir eða viljum losa okkur við. Leikhúsfólk áskilur sér rétt til að eiga þann leyndardóm, sem er uppistaðan í andrúmslofti leikhússins. Þessum leyndardómi svipar til upplýsinga og við erum fólk sem hefur safnað að sér leyndar- dómi og upplýsingum um listina. Þess vegna finnum við í þessari sýn- ingu ekki eingöngu sögu Tsjekhofs heldur okkar eigin sögu, mína per- sónulegu sögu, persónulega sögu Faustasar og Vytautasar og allra leikaranna. Þessar sögur lifa allar í þessari sýningu.11 Tilgangur lífsins að skapa leikhús Leikstjórinn segir að tilgangur Róbert Arnfinnsson er aldurhniginn frændi Konstantíns. lífsins hljóti fyrst og fremst að fel- ast í því að skapa leikhús, en ekki t.d. banka eða opinberar stofnanir. „Það er ekki að ástæðulausu sem ég hef orðið fyrir miklum áhrifum hér í Þjóðleikhúsinu, því það lifir sjálfstæðu lífi og hér er stöðug há- tíð,“ segir hann. „Andrúmsloftið hér er ekki andrúmsloft verksmiðju eða vinnubúða. Ég skelfist mjög það augnablik þegar það verður érfitt að vinna_ í leikhúsi og vil því njóta frelsis. Ég er þreyttur á að vera talinn til einhvers skóla eða stefnu í listsköpun og frábið mér slíka merkimiða. Ég vil frelsi til að vinna í leikhúsinu og leika mér þar að dauðanum, stríði og vandamálum." Rimas kveðst vera þreyttur á ei- lífri leit manna að lausn á vanda- málum. „Allt líf okkar er vandamál og ég er orðinn þreyttur á að beij- ast. Eg aðhyllist þá skoðun að best sé að gefa sig öllu á vald. Ef land mitt yrði til dæmis hertekið efast ég um að ég tæki þátt í andstöðu. Mér finnst líklegra að ég bæði drottnarana velkomna — segði þeim að við skyldum reyna að lifa sam- an.“ Gagnkvæmt traust og skilningur Tónskáldið Faustas Latenas samdi tónlistina við Mávinn. Hann kveðst hafa starfað með leikstjór- anum í 12 ár, eða frá því að sá síðar- nefndi hóf störf við atvinnuleikhús. Hugmyndin að því að setja Mávinn upp væri ekki ný í þeirra hópi. „Á' þessum tólf árum höfum við öðlast gagnkvæmt traust og skilning,“ seg- ir Faustas. „Þegar við vinnum saman að verki þá ræðum við lítið saman um tónlistina, enda gerir Rimas lítið af því að útskýra fyrirfram sínar hugmyndir um leiksýninguna. Ég vissi þó hvaða leiðir hann færi og átti auðvelt með að semja. Það vinn- ur því hver sitt verk, Rimas leikstýr- ir, ég sem tónlistina og Vytautas hannar leikmynd og búninga og það er stórkostlegt þegar við getum sam- einað þessa þætti án þess að þurfa að breyta nokkru í verkum okkar.“ I Mávinum er tónlistin mjög áber- andi, eins og í öðrum þeim verkum sem þremenningamir hafa sett upp. „Tónlistin er bæði mikil og yfirgnæf- andi, en einnig hógvær í bakgrunni," segir Faustas. „Það gætir áhrifa kvikmynda í þessari uppfærslu. I kvikmyndunum hættir texti leikar- anna oft að skipta mestu máli, sér- staklega þegar fólk er að skammast eða predika. Á þeim stöðum í Mávin- um yfirgnæfir tónlistin talið og segir allt sem segja þarf. Fyrir áhorfand- ann verður þetta enn meira spenn- andi, hann fylgist með hreyfingum og myndrænni uppsetningu á sviðinu, en ekki samskiptum persónanna þar sem orðin ein lýsa því sem fram fer.“ Rimas leikstjóri bætir því við, að stundum komi þeir kaflar í sýning- unni, þar sem enginn leikari sé á sviðinu, leikmyndin ein sé í hlutverki leikara og með þögn sinni segi hún sögu af sinni tilvist. Sama eigi við um tónlistina — í sýningunni sé henni gefið rúm til að standa ein og segja frá. „Sýning byggist á skipulagi, eins og skák. Það er hægt að leika sama verkið á mismunandi vegu. Þannig getur ein setning lifað í hálfa stund, en þættinum gæti að öðru leyti lokið á fimm mínútum. Klassískt leikrit tekur um þijár stundir í flutningi. Dramatísk augnablik taka um 11-13 mínútur og þá á enn eftir að sýna í rúma 2 'h tíma. Þann tíma fyllum við Faustas og Vytautas upp með okkar vinnu.“ Faustas segir að hægt sé að tengja efni verksins lífi þeirra þre- Þjóðleikhúsió f rumsýnir Mó- vinn eftir Anton Tsjekhof ó ann- an dag jóla menninganna. Allir séu þeir á svip- uðum aldri og rithöfundurinn Tríg- orín, sem sé góður og vinsæll rithöf- undur, en íronísk persóna í verkinu. Önnur persóna verksins, Konstantín, sé einnig rithöfundur, en einni kyn- slóð yngri. Hann líti á Trígorín sem vondan rithöfund. „Við höfum lagt að baki það aldursskeið sem Konst- antín lifir á og þá litum við líka svo á að okkur eldri menn væru lélegir og úr sér gengnir. Fyrsta ástin hef- ur verið tekin frá okkur, eins og Konstantín, en við erum frábrugðnir Trígorín að því Ieyti að við munum okkar fyrstu ást. Við getum talað um hana, litið til baka og búið til raunverulegar aðstæður. Það skiptir mig mestu máli.“ Andrúmsloft sem sálin getur dafnað í Vytautas Narbutas, sem á heiður af leiktjöldum og búningum, hefur hlustað á tal félaga sinna og segir að hann falli vel inn í hópinn. „Eg vinn sjálfstætt og ræði ekki við leik- stjórann um útfærslu smáatriða. Ég vil skilja eftir spurningar, til að skapa spennu. Þessum spurningum verður svo svarað þegar vinnan við sýninguna hefst. Ég reyni að búa til aðstæður, andrúmsloft, sem sálin í verkinu getur dafnað í.“ Vytautas er inntur eftir því hvers vegna sveitasetrið, þar sem verkið gerist, sé hálfbrunnið og veggir þess hrörlegir. Hann brosir og segir að húsið hafi verið nýtt þegar það kom fyrst á sviðið. „Éinn daginn komu leikararnir svo á æfingu og þá var húsið brunnið. En lífið heldur áfram hvort sem húsið er nýtt eða brunnið — fólk elskar og deyr.“ Rimas leikstjóri segir að honum finnist dautt og ómerkilegt að hafa þann háttinn á að leikmyndin sé fyrst unnin og svo eigi leikararnir að fylla upp í myndina. „Við viljum ganga inn á autt sviðið, byggja þar hús, finna ástina og vera alltaf með- vitaðir um að húsið stendur á sviðinu — er leikhús.“' Viðtalinu er lokið og æfing að hefjast. Rimas segir þó að aðalatrið- ið sé enn eftir, þeir félagarnir vilji koma á framfæri óskum til allra landsmanna um gleðilega hátíð. „Megið þið gleðjast í friði og ást til leikhússins. Veturinn er svo vel til þess fallinn að fara í leikhús. Við óskum ísleridingum velfarnaðar og búum lengi að minningunni um þessa þjóð.“ RSv Á Gj aldey ri við Y stunöf GÓÐVERKIN kalla! - átakasaga heitir hinn splunkunýi hlátur- væni gleðileikur sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir þriðja dag jóla. Höfundarnir eru þrír ungir menn, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, en þeir hafa vak- ið athygli að undanförnu fyrir ritun skemmtileikja fyrir Hug- leik. Hlín Agnarsdóttir leikstýrir verkinu, en hlutverkin eru tíu talsins, sérstaklega samin fyrir leikarana sem með þau fara. Hlóturvænn gleóileikur jólasýningin hjó Leikfélagi Akureyrar Þetta kom nú frekar flatt upp á okkur, svona kannski eins og að fá Trabant í hausinn," sagði Þorgeir Tryggvason einn höfunda verksins í hann var spurð- ur um tildrög þess að félagarnir þrír voru beðnir um að skrifa gleði- leik fyrir Leikfélag Akureyrar. Þeir Þorgeir og Sævar Sigurgeirs- son brugðu sér norður til Akur- eyrar um síðustu helgi til að fylgj- ast með æfingum og spjölluðu í leiðinni við Morgunblaðið. Leiðir höfundanna lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akur- eyri. Þorgeir og Ármann höfðu þó þekkst frá barnsaldri, enda báðir Húsvíkingar og aðeins vika skildi þá að í aldri. Sævar ólst upp spöl- korn frá Húsavík, í Ásbyrgi í Kelduhverfi og þekkti ekki hina fyrr en í MA, en einmitt þar hófst samvinna þeirra. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri var mikil gróðrarstía fyrir skemmtileg- heit og þangað flykktust félagarn- if þar sem þeir léku, sungu og spiluðu á hljóðfæri auk þess að semja gamanvísur og grínþætti fyrir árlega skemmtidagskrá leik- félagsins sem flutt var á árshátíð. Allir í Hugleik Stúdentsprófi, luku piltamir hver á sínu ári, 1988, 1989 og 1990 og að því loknu lá leiðin suður þangað sem þeir héldu til náms, Þorgeir í heimspeki, Sævar í bók- menntafræði og Ármann í sagn- fræði og fyrr en varði voru þeir allir gengnir í Hugleik, áhuga- mannaleikfélag í Reykjavík sem margir telja eitt sérstæðasta leik- hús landsins. Öll verk sem á fjalirn- ar komast eru samin af félögum í hópnum sem svífast einskis við að skemmta sjálfum sér og áhorfend- um. Haustið 1991 gengu norðanpilt- arnir til liðs við fjóra aðra og hófu að skrifa leikrit, útkoman varð söngleikurinn Fermingarbarna- mótið sem frumsýnt var í fyrra- vor. „Við vorum allt í einu komnir þarna inn og byrjaðir að skrifa leikrit, en höfðum ekki komið ná- lægt neinu í líkingu við það áður. Menn skiptu með sér verkum og byijuðu að búa til fólk inn í leikrit- ið,“ sagði Sævar. Komnir á bragð- ið rugluðu félagarnir reitum við Hjördísi Hjartardóttur, einn af Fermingarbarnamóts-höfundum og sýndi Hugleikur afurð fjór- menninganna, Stútunga-sögu á síðasta vori. Verkið þykir hið mesta spaug og er leikfélagsfólk í Búkollu í Aðaldal nú að æfa það upp og hyggst frumsýna fljótt á nýju ári. Viðar Eggertsson, nú leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, leikstýrði Fermingarbarnamótinu á sínum tíma og þar hófust kynni hans og höfunda. Það var svo einn góðan veðurdag síðasta vor sem þeir félagar fengu „Trabantinn í hausinn" þegar þess var farið á leit við þá að þeir skrifuðu skemmtíleik fyrir Leikfélag Akur- eyrar. Þeir gerðu sér lítið fyrir lögðu áform um skrif BA-ritgerða á hilluna um stund og skrifuðu leikinn; Góðverkin kalla! - átaka- saga. „Þetta byijaði þannig að Hlín hafði samband við okkur þegar hún hafði verið ráðin leikstjóri jóla- leikrits LA sem vera átti gaman- leikur. Hún hafði lesið ókjörin öll af slíkum leikritum en fann ekki það sem hún vildi. Stútunga-sagan hefur kannski verið henni í fersku minni og sú hugmynd kviknað að fá okkur til að skrifa þetta leikrit sem ekki fannst,“ sagði Þorgeir. Þeir félagar hófu verkið þó lands- hlutar skildu að í fyrstu, Sævar í sumarvinnu á heimaslóðum í Ás- byrgi og hinir í Reykjavík. Síminn kom þá að góðum notum og ófá símbréfin send fram og til baka milli höfunda, en síðla sumars þeg- ar Sævar kom til Reykjavíkur var setið stíft við skriftir og megin- hluti textans var sendur leikfélag- inu 1. september síðastliðinn. Dívansklúbburinn, Lóðarísklúbburinn og Sverðliljur Leikritið gerist í litlum bæ, sjáv- arþorpinu Gjaldeyri við Ystunöf, og þar keppast allir við að gera góðverk. Góðverkin kalla þar á íbúana sem eru meðlimir og for- menn í Dívansklúbbnum, Lóðarís- klúbbnum og Kvenfélaginu Sverð- liljunum. Það er erfitt að vera góð- ur, en það borgar sig, það hefur hann Jónas formaður í Dívans- klúbbnum sannreynt á sjálfum sér, því hann hefur næstum því misst heilsuna við að tryggja fullkominn tækjakost sjúkrahússins í sínu bæjarfélagi. Þegar leikurinn gerist stendur fyrir dyrum 100 ára af- mæli sjúkrahússins og keppast klúbbarnir við, hver í sínu lagi, að standa fyrir söfnunarátaki til að geta gefið sjúkrahúsinu vegleg- ustu gjöfina og leiðir til mikilla átaka. Inn í leikinn fléttast síðan ýmis smáævintýri bæjarbúa sem ómissandi eru í hveijum gaman- leik; ástir, framhjáhald Og mis- skilningur og svo gerast líka hlutir sem ekki geta gerst! En af hveiju þetta yrkisefni? Jú, það var spurning um að þrengja hring, segja höfundarnir. Leikur- inn átti að gerast í litlum bæ úti á landi og þá var farið að skoða hvað væri skemmtilegt við litla bæi, hvað væri skemmtiiegt við Islendinga og við fólk almennt. „Við enduðum á þessum bæ þar sem menn standa sveittir við að gera góðverk alla daga,“ segir Sævar. Á tímabili kom til greina að láta leikinn gerast á Akureyri, en frá því var horfið og rækilega skrifað inn í leikritið að það gerist ekki þar í bæ. Þá svetja þeir líka af sér heimavöllinn Húsavík; leik- urinn gerist í bænum Gjaldeyri við Ystunöf. Meinfyndin vitleysa „Þetta er yndisleg vitleysa og alveg meinfyndin,“ segir Þorgeir sem ásamt félögum sínum sat sjálfsstyrkingarnámskeið hjá Við- ari leíkhússtjóra þar sem feimninni var sagt stríð á hendur. Leikritið er uppfullt af orðaleikjum, sem er höfundareinkenni piltanna sem all- ir hafa brennandi áhuga á ís- lenskri tungu. „Fólk hefur auðvitað mismunandi kímnigáfu og sjálf- sagt eru einhveijir til sem ekki hafa gaman af nákvæmlega því sem við erum að skrifa um,“ bæt- ir hann við og á síður von á að þeir sem kallaðir hafa verið til góðverka í þjóðfélaginu, þeir sem safna fé til líknarmála, taki verk- inu illa. „Ef menn hafa húmor fyr- ir sjálfum sér þá held ég þeir eigi eftir að skemmta sér ágætlega. Við áttum allt eins von á holskeflu vandlætingar eftir frumsýningu Stútunga-sögu, þar sem verið er að krukka í Islendingasögunar, en Árnastofnun virtist skemmta sér hið besta á sýningunni." Alvarleg ágreiningsmál hafa ekki komið upp hjá þremenningun- um við skriftirnar, enda allir að eigin sögn annáluð ljúfmenni. „Það Morgúnblaðið/Rúnar Þór hafa ekki komið upp neinir stórá- rekstrar, auðvitað eru á stundum deildar meiningar um hvað sé fyndið, það sem einum þykir spaugileg finnst öðrum kannski alls ekki fyndið, en við höfum allt- af fundið lausnir sem allir sætta sig við,“ segir Sævar. Leikritið er sérstaklega samið fyrir leikarana sem fara með hlut- verkin, en þeir eru Sigurður Hall- marsson, Saga Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir, Dofri Hermannsson, Sigurþór Al- bert Heimisson, Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Skúli Gautason. Auk þeirra koma fram Oddur Bjarni Þorkelsson og Reynir Schiöth píanóleikari. Þeir Sævar og Þorgeir sögðu það hafa verið gaman að skrifa verkið vitandi um hveijir myndu leika það fólk sem þeir voru að búa til. Heyra raddirnar og sjá persónurnar fyrir sér á sviðinu, en einstöku sinnum hefði það verið truflandi. En verkið hefði eflaust orðið annað ef þeir ekki hefðu haft leikarana í huga við ritsmíð- ina. Allt gerist utandyra Leikstjóri er sem fyrr segir Hlín Agnarsdóttir, leikmynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson og að venju hannar Ingvar Björnsson lýsingu. „Það er margt óvanalegt við þessa sýningu, þetta er ekki hefðbundin sýning og að mörgu leyti eru farnar í henni nýjar leið- ir,“ segir Ingvar ljósamaður. AUt leikritið gerist utandyra, sem fát- títt verður að teljast og Ingvar hefur því síðustu vikur verið í óða- önn að búa til sjó, „og svo er heil- mikill djöflagangur í sambandi við himininn,“ segir hann. „Það er gamla sagan í þessu leikriti eins og öðrum, að það gerist ekkert nema ljósin séu í lagi og í þessari sýningu er óvenjumikið um ljósa- breytingar." Fjórar sýningar verða á leikrit- inu um jólin, frumsýning verður þriðja dag jóla, 27. desember, önn- ur sýning 28. desember, sú þriðja 29. desember og fjórða 30. desem- ber og hefjast þær allar kl. 20.30. „Höfundarnir verða á meðal frum- sýningargesta. „Við sitjum bara eins og dauðadæmdir úti í sal, það er eiginlega verra að vera höfund- ur en leikari ef illa gengur, leikar- inn hefur möguleika á að bæta sig á næstu sýningu, en hvað okkur varðar verður engu breytt úr þessu.“ Texti: Margrét Þóra +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.