Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 B 5 KORFUKNATTLEIKUR KR-ingar voru rass- skelltir í Grindavík HANDKNATTLEIKUR GRINDVÍKINGAR unnu KR mjög sannfærandi 112:94 í Grindavík í úrvalsdeildinni i Grindavík á sunnudagskvöld. Mikill hraði var í leiknum ífyrri hálfleik og léku bæði liðin hraðan og skemmtileg- an körfuknattleik. Frímann Ólafsson skrífar Heimamenn náðu yfirhöndinni í byrjun og voru yfir 25:17 um miðjan hálfleikinn. Þá fékk Mirko Nicolic KR sína 4. villu og kippti Lazlo Nemeth þjálfari hon- um útaf. KR tók þá góðan kipp og skor- aði 12 stig í röð og komst yfir 29:25. Þeir voru yfir 43:32 þegar 3 mínútur voru til hlés en Grindvíkingar skor- uðu þá 12 stig án svars og voru yfir í hálfleik 44:43. Nýttum hæðar- muninn - sagði Birgir Mika- elsson eftir sigur Skallagríms á Val „VIÐ komum ákveðnir til leiks, áttum góða byrjun og nýttum okkur vel hæðarmuninn sem er á liðunum1', sagði Birgir Mika- elsson þjálfari og leikmaður Skaliagrims eftir að lið hans sigraði Val í úrvalsdeildinni í Borgarnesi á sunnudaginn, 92:71. „Við vorum ákveðnir í að rífa okkur upp og það tókst, þetta var sigur liðsheildarinnar og við höfðum gaman af þessu," sagði Birgir. Liðsmenn Skallagríms byrjuðu þennan Ieik af miklum krafti og skoruðu fyrstu 7 stigin. Þeir héldu síðan yfirhöndinni en Valsmenn náðu að jafna undir lok fyrri- hálfleiks 30:30 en lengra komust þeir ekki. Mestu munaði um góða vöm hjá Skallagrími sem tókst að slá Franc Booker út af laginu. Einnig tókst Borgnesingunum að ná flest- um varnar- og sóknarfráköstunum og þó að hittnin hafi ekki verið upp á það allra besta hjá liðinu þá kom það ekki að sök. Mikil barátta einkenndi upphaf seinni hálfleiksins en fljótlega gerðu liðsmenn Skallagríms út um leikinn með öguðum leik og mikilli snerpu. Leikur Valsmanna leystist upp í ör- væntingu þegar á leið. Borgnesing- arnir juku forskot sitt og komust í 20 stiga forskot og lokatölur urðu 92:71 sem verður að teljast sann- gjarn sigur. Hjá Skallagrími voru þeir Alex- ander Ermolinskij og Ari Gunnarson áberandi góðir en þetta var sigur liðsheildarinnar. Hjá Val voru þeir Franc Booker og Brynjar Sigurðsson bestir þó Booker hafi verið langt frá sínu besta. „Þeir söltuðu okkur í fráköstun- um, það var ekkert flóknara," sagði Svali Björgvinsson þjálfari Vals- manna eftir leikinn. „Við erum með frekar smávaxið lið en þetta á ekki að geta gengið svona fyrir sig. Ef leikmenn Skallagríms skoruðu ekki í fyrsta eða öðru skoti þá gátu þeir reynt í þriðja sinn því þeir náðu allt- af boltanum. Annars var þetta mun betra hjá okkur í fyrri hálfleiknum en við náðum okkur ekki á strik í þeim seinni,“ sagði Svali. Theodór Kr. Þóröarson skrifar Byijunin í seinni hálfleik benti til þess að sama spenna héldist út leik- inn. Liðin skiptust á um að hafa for- ystuna fram á 7. mínútu. Þá var KR yfír 58:57 en þá urðu kaflaskipti í leiknum. Grindvíkingar skoruðu 23 stig í röð á 6 mínútna kafla og gerðu nánast út um leikinn. KR tók þá upp sína sérstæðu leikaðferða að pressa undir körfu andstæðinganna og bijóta á leikmönnum Grindvíkinga. Þetta varð til þess að þeir týndust út af einn af öðrum og botninn datt úr leiknum. Grindvíkingar fengu skotrétt og þurfti því að stöðva leik- inn og ganga yfir völlinn til að taka skot. Vítahittnin var góð þannig að leikaðferð KR gekk ekki upp. Hjá Grindavík áttu þeir Guðmund- ur og Casey mjög góðan leik ásamt Pétri og Nökkva. Annars fengu allir að spreyta sig og ungur nýliði Helgi Bragason skoraði sín fyrstu úrvals- deildarstig. Hjá KR átti David Gris- son mjög góðan leik í fyrri hálfleik en hvarf í þeim síðari. Nicolic var óheppinn að lenda í villuvandræðum og gat lítið beitt sér en gerði margt gott. Ólafur Jon Ormsson stóð vel fyrir sínu. IMjarðvíking- ar mjög sterkir NJARÐVÍKINGAR áttu ekki íteljandi erfiðleikum með að innbyrða stigin í viðureigninni við Tindastól frá Sauðárkróki í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 90:74, en í hálfleik var staðan 50:35. Norðanmenn veittu heimamönn- um þó mótspyrnu framan af fyrri hálfleik en þá breyttu Njarðvík- ingar um vörn og fóru að pressa meira. Við þetfa riðlaðist leikur norðanmanna sem þá voru yfir 33:31, þeir fengu á sig 14 stig í röð og komust aldrei inn í leikinn eftir það. Njarðvíkingar náðu síðan 28 stiga forskoti um miðjan í síðari hálfleik 78:50, og Björn Blöndal skrífar frá Keflavík þeir gátu leyft sér að láta varamenn sína ljúka leiknum. „Við lékum ekki vel þrátt fyrir sigurinn í leiknum og ég held að menn hafi verið komnir með hugann í úrslitaleikinn í bikarkeppninni á laugardaginn,“ sagði Valur Ing- imudarson, þjálfari og Ieikmaður Njarðvíkinga, eftir leikinn. Rondey Robinson, Rúnar Árnason og Teitur Örlygsson voru bestu menn Njarðvíkinga en Páll Kolbeinsson og Robert Buntic hjá norðanmönnum. Glæsileg til- þrif í Hólminum SNÆFELL sýndi f rábær tilþrif f fyrri hálfleik á heimavelli sín- um þar sem allir leikmenn liðs- ins fóru á kostum. Hver glæsi- karfan af annarri leit dagsins Ijós og sáu Skagamenn aldrei til sólar og sigraði Snæfeli 95:81 eftir að staðan f hálfleik hafði verið 50:25. Fyrri hálfleikurinn var sannarlega glæsilegur hjá heimamönnum. Þeir byijuðu með látum og komu Skagamönnum í opna skjöldu með góðum varnarleik og frábærum sóknar- leik þar sem bak- verðir Snæfells, Bárður og Sverrir, fóru á kostum. Eddie Collins var sterkur í vörn og hélt nýja Banda- María Guönadóttir skrifar ríkjamanninum í liði ÍA í skefjum. Þegar 15 mín. voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan 41:16 fyrir heimamenn og hélst sá munur út hálfleikinn. Snæfellingar byijuðu seinni hálf- leikinn af sama krafti, juku forskot- ið í 33 stig og voru þá nánast búnir að gera út um leikinn. Um miðjan seinni hálfleik gátu þeir leyft sér að nota alla varamenn sína, en Skaga- maðurinn Einar Einarsson var ekki á því að gefast upp og skoraði þrjár þriggja stiga körfur í lok leiksins og þá síðustu frá miðju á lokasek- úndunum. Bestu menn Snæfells voru Bárður og Sverrir og aðrir leikmenn í liðinu áttu mjög góðan dag. Besti leikmað- ur Skagamanna og sá eini sem eitt- hvað reyndi var Einar Einarsson. BADMINTON / EM UNGLINGA ísland varði í 3. sæti Islenska unglingalandsliðið í bad- minton, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hafnaði í þriðja sæti í Evrópukeppni B-þjóða um helgina og tryggði sér þar með þátttökurétt í keppni þeirra bestu, A-þjóða. Keppnin fór fram í Kladno í Tékk- landi og lauk á sunnudaginn. ísland lék þá við Finna um 2. sætið en tap- aði 1:4, en áður hafði Búlgaría tryggt sér fyrsta sætið. ísland vann Kýpur 4:1, Eistland 5:0 og Ungveijaland 4:1 í riðlakeppn- inni og varð efst. Síðan var leikið í úrslitariðli gegn Finnlandi, Búlgaríu og Sviss. Fyrst var leikið gegn Bú lg- aríu og tapaðist sá leikur 1:4. ísland vann síðan Sviss 3:2 en leikurinn gegn Finnum tapaðist 1:4. Arangur íslenska liðsins verður að teljast góður þar sem Iiðið er ungt og munu ijórir leikmenn af sex eiga rétt til að keppa í U-18 ára aftur á nsæta árr, allar stúlkurnar og Tryggvi Nielsen. I liðinu voru: Tryggvi, Hjalti Harðarson, Njörður Ludvigsson, Vig- dís Ásgeirsdóttir, Brynja Pétursdóttir og Margrét Þórisdóttir. Petr Baumruk átti enn einn stórleikinn með Haukum; var öflugur í vörn og ákveðinn í sókn, en hér gerir hann eitt fimm marka sinna gegn FH. Morgunblaðið/Bjami Haukar aftur í topp- sætið meðsigri á FH HAUKAR hafa sýnt töluverðan stöðugleika á íslandsmótinu í vetur og endurheimtu efsta sætið í fyrrakvöld með fjögurra marka sigri, 24:20, gegn ná- grönnunum í FH. Stuðnings- menn Haukanna hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og voru vel með á nótunum í Kaplakrika, en heimamenn náðu ekki sama takti hvorki innan sem utan vallar. Haukar höfðu yfirburði á öllum sviðum. í fyrsta lagi varði Magnús Árnason mjög vel, en Berg- sveinn landsliðs- markvörður Berg- sveinsson var langt frá sínu besta í FH- markinu og Rós- mundur Magnússon tók við í von- Steinþór Guðbjartsson skrifar lausri stöðu, 22:16, og 12 mínútur til leiksloka. í öðru lagi lokaði vörn gestanna miðjunni og Pétur Vilberg_ Guðna- son sá til þess að Guðjón Árnason, leikstjórnandi FH, fékk engan frið til athafna. Spil FH-inga gekk því illa upp og Guðjón gerði aðeins tvö mörk — bæði meðan fyrirliði Hauk- anna tók út tveggja mínútna refs- ingu vegna rangrar innáskiptingar. Hins vegar var vörn FH-inga illa á verði og aðeins Kristján Arason sýndi réttu tökin, þó meiddur væri. Hann var ekki með fyrstu 10 mínút- urnar, en þá náðu Haukar sjö marka forystu, sem var of mikið fyrir heimamenn. I þriðja lagi voru Haukar mjög vel vakandi fyrir sóknarmistökum mótheijanna og nýttu sér þau auk þess sem þeir komust oft inní send- ingar og þá var ekki að sökum að spyija. Sjö sinnum skoruðu þeir eftir hraðaupphlaup, en FH-ingar aðeins þrisvar. í fjórða lagi var sóknarleikur gest- anna markviss og fjölbreyttur, en sama var ekki uppá teningnum hjá heimamönnum. Haukar voru með 100% nýtingu úr vítaköstum, en FH-ingar létu veija þijú slík frá sér. í fimmta lagi léku Haukar eins og sá sem valdið hefur og léku af skynsemi undir lokin, héldu boltan- um og létu tímann líða, en FH-ing- ar gátu ekki leyft sér þann munað og því voru sóknir þeirra oft stuttar og ómarkvissar. Með öðrum orðum, þá vann liðs- heild Hauka saman að settu marki, en einstaklingar FH náðu ekki nógu vel saman til að geta ógnað efsta liði deildarinnar að ráði. Revine hetja KR-inga Lokaði markinu og varði m.a. af línu þegar ein sekúnda var eftir ALEXANDER Revine mark- vörður var hetja KR-inga er þeir unnu Aftureldingu 24:23 í æsispennandi leik fLaugar- dalshöll á sunnudagskvöld. Hann lokaði markinu síðustu minútur leiksins og varði m.a. skot af línu þegar ein sekúnda var eftir. Afturelding hafði frumkvæðið allt þar til KR-ingar náðu að jafna í fyrsta sinn 20:20 þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hilmar Þórlindsson komKRÍ 22:21 þeg- ar sex mínútur voru eftir og bætti síðan öðru við úr vítakasti, 23:21, Valur B. Jónatansson skrifar þegar tvær mín. voru eftir. Þá komu tvö mörk í röð frá Aftureldingu, fyrst Þorkell og síðan Páll úr hrað- aupphlaupi, eftir mistök í sókn KR. Einar B. Ámason kom KR í 24:23 þegar 16 sekúndur voru eftir. Aft- urelding hóf sókn, sem endaði með aukakasti þegar 4 sekúndur voru eftir og upp úr því fékk Róbert Sighvatsson boltann inn á línuna, en Revine náði að veija frítt skot hans og KR fagnaði langþráðum sigri. Olafur Lárusson þjálfari er á réttri leið með KR, sem er skipað ungum og efnilegum strákum sem hafa mettnað og vilja til leggja sig fram. Vörnin var góð og markvarsl- an einnig í lokin eftir að Revine kom inná. Hilmar og Einar voru bestu menn liðsins ásamt Magnúsi á lín- unni eins var Bjarni Ólafsson sterk- ur í vöminni. Hjá Aftureldingu voru Gunnar Andrésson og Ingimundur allt í öllu, aðrir náðu sér ekki á strik og spurnin hvort um vanmat hafi verið að ræða. „Þetta var langþráður sigur. Við unnum ÍR-inga síðast í byijun des- ember,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari KR-inga. „Þessi leikur var framför frá því í síðustu þremur leikjum á undan. Nú vorum við að spila eins og við gerðum best fyrir jólin. Þessi sigur sýnir að þessir vegir eru okkur færir. Við þurfum að trúa því sjálfir og leggja okkur fram. Vörnin var góð, en sóknin var ekki markviss í lokin, en Revine bjargaði því fyrir okkur.“ Skúli Unnar Sveinsson skrífar Jafntefli í stórleik í Garðabæ Það var sannkallaður stórleikur í Ásgarði á sunnudaginn þegar Stjarnan tók á móti Víkingum. Liðin skildu jöfn, 24:24, og verða það að teljast sanngjörn úrslit. Bæði lið gátu þó sigrað og fengu tækifæri til þess en urðu um síðir að sættast á jafntefli. „Það var sárt að ná ekki að sigra en ég held að jafntefli sé sanngjarnt," sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Víkings eftir leikinn. „Við náðum þriggja marka forystu og fengum nokkur tækifæri til að auka það en frekar en það tókst ekki. Stjarn- an var líka komin með góða stöðu í síðari hálfleik þannig að þetta gat farið alla vega.“ Bæði lið léku gríðarlega sterka vörn, sérstak- lega í fyrri hálfleik og má sem dæmi nefna að markverðir Stjörnunnar vörðu þá aðeins þijú skot en liðið fékk á sig 9 mörk. Víkingar léku flata vörn en Stjarnan 3-2-1 mjög aftar- lega. Stjörnumaðurinn Einar Einarsson átti stjörnuleik í vörninni. Jafnræði var í fyrri hálfleik en í þeim síðari fór að draga til tíðjnda. Bjarki Sigurðsson fór þá á kostum og gerði fimm fyrstu mörk Vík- ings á meðan Stjarnan læddi inn einu marki; staðan orðin 11:14. Munurinn hélst þar til 12 mínútur voru eftir en þá komu fjögur mörk í röð hjá Stjörnunni og heimamenn allt í einu komnir einu marki yfir. Lokakaflinn var æsispennandi, eins og raun ar allur leikurinn. Bjarki jafnaði 23:23 og Magnús varði skot Stjörnunnar úr hraðaupp- hlaupi. Bjarki kom Víkingum 23:24 yfir er hálf mínúta var eftir. Magnús Sigurðsson renndi sér síðan í gegnum vörn Víkings er 8 sekúndur voru eftir og jafnaði. Hjá Stjörnunni var Einar gríðarlega sterkur, sérstaklega í vörninni. Hann varð reyndar að yfirgefa völlinn í sex mínútur í síðari hálfleik þegar sprakk fyrir á augabrún hans. Konráð, Magnús og Hafsteinn voru einnig áberandi og Gunnar kom sterkur í markið í síðari hálfleikn- um, Hjá Víkingum varði Magnús mjög vel, þáttur Bjarka var mikilvægur og í vörninni voru Birgir, Gunnar og Ingi mjög hreyfanlegir og virkir. Slavisa Cvijovic átti ágæta kafla. „Strákamir em reiðir og sárir^' - segir Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, sem töpuðu með tólf marka mun, 18:30, fyrir Pick Szeged í Ungverjalandi „ROÐURINN verður erfiður hjá okkur. Það verður allt að ganga upp í seinni leiknum, ef við eigum að geta unnið upp tólf marka sigur Pick Szeged," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyss- inga, sem fengu skell í Ungverjalandi í Evrópukeppni bikarhafa á laugardaginn, 18:30. „Það er stutt í kvikuna hjá mínum mönn- um, sem eru reiðir og sárir vegna látanna í Szeged. Við verðum að gæta þess að láta skapið ekki hlaupa með okkur í gönur." Þegar leikurinn var að renna út, réðust fjórir leikmenn á Sigur- jón Bjarnason, lömdu og spörkuðu hann, að sögn Einars. Þá var Grími Elíassyni kastað í gólfið. Sig- urjón fór í læknisskoðun í dag, en hann var illa marinn á hné og hálsi. Oliver Pálmason var aumur í kjálka, eftir kjaftshögg,“ sagði Einar í gær. „Öll umgjörðin í kringum leikinn hafði áhrif á okkur, en það var allt vitlaust í höllinni í Szeged, þar sem tvöþúsund og fimmhundruð áhorf- endur létu vel í sér heyra. Ofan á þetta bættust dómarar frá Rúmen- íu, sem voru á bandi heimamanna. Þeir dæmdu ekki eftir neinni línu, heldur dæmdu eins og þeim datt í hug hveiju sinni. Ég hef aldrei kynnst öðru eins á mínum ferli sem handknattleiksmaður og hef áður leikið í Ungveijalandi, en þá var framganga dómara ekki í líkingu við þetta. Það er verið að skemma Sigurjón Bjarnason Evrópukeppnina og eiga austur- Evrópuþjóðirnar stóran þátt í því. Þar viðgengst ýmislegt sukk, sem þekkist ekki í vestur-Evrópu. Dómararnir vísuðu okkur átta sinnum af leikvelli, en Ungveijum aðeins einu sinni. Það gekk því erf- iðlega að manna vörnina í seinni hálfleik. Ungverjar léku fast og voru þeir afar klókir að bijóta á okkur — lemja á hendur minna manna, eða þá rífa aftan í þá.“ „Strákamir æstust upp“ Ungveijarnir tóku Sigurð Sveins- son úr umferð, þannig að við náðum aldrei upp góðu tempói í leiknum. Við misstum Ungveijana framúr okkur og þeir náðu átta marka for- skoti, 17:9, fyrir leikhlé. Seinni hálfleikurinn var nokkuð góður hjá okkur og við náðum að minnka muninn í fimm mörk, 22:17, þegar fimmtán mín. voru til leiksloka. Þá æstust strákarnir upp í öllum þess- um látum og fóru illa með mörg gullin marktækifæri. Það hefði ver- ið gott að geta haldið leiknum niður í sex til sjö marka mun. Tólf marka tap var of mikið,“ sagði Einar. Þeir sem skoruðu mörk Selfyss- inga, voru: Sigurður Sveinsson 6, Jón Þórir Jónsson 4, Gústaf Bjarna- son 4, Grímur Hergeirsson 2, Sigur- jón Bjarnason 1 og Einar Gunnar Sigurðsson 1. Selfyssingar leika seinni leik sinn gegn Pick Szeged í Kaplakrika á laugardaginn kemur. Dýrmæt stigKA í keppninni við ÍR KA-menn náðu í dýrmæt stig af ÍR-ingum er þeir lögðu þá að velli 23:22 á Akureyri á laugardag- inn. Eftir þessa umferð er KA í 8. sæti (sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni) og hafa Reynir þriggja stiga forskot á IR sem er í.því Eiríksson níunda og því ekki inní í úrslitakeppn- skrífar inni eins staðan er. 'KA-menn höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og fram í miðjan síðari hálfleik er ÍR-ingar jöfnuðu 17:17. Eftir það var jafnt á öllum tölum þar til staðan var 21:21 og fimm mínútur til leiksloka og óhætt að segja að spennan hafi verið mikil. KA gerði tvö næstu mörk og tryggði sér þar með sigurinn því ÍR náði ekki að jafna. Leikurinn var í heildina ekki vel spilaður og mikið um mistök á báða bóga. Það sem helst gladdi augað var markvarslan hjá þeim Sigmari Þresti, sem var bestur KA-manna og Magnúsi sem var bestur ÍR- inga. Af útileikmönnum má nefna Valdimar Grímsson sem átti ágætan leik fyrir KA og Dimitrivitsch hjá ÍR. BLAK / ISLANDSMOTIÐ ÍBV hafði betur í botnslag við Þór Lið Þórsara frá Akureyri sótti ekki gull í greipar Eyjamanna á laugardaginn. ÍBV sigraði með þriggja marka mun, 26:23. Sigurinn var mjög öruggur allan tímann. Þórsarar náðu einu sinni að jafna og var það í stöðunni 1:1. I fyrri hálfleik léku Eyjamenn nokkuð vel; ágætan varnarleik og markvarslan var góð. Þeir fóru hægt og örugglega framúr og var staðan í hálfieik 13:7. Smá kraftur var í liði Þórs í síðari hálfleik og þeir náðu að minnka muninn en þó aldrei nægilega til að ógna sigri IBV. Eftir þennan leik eru Eyjamenn með sjö stig, en lið Þórs á Ákureyri situr nú eitt á botninum með 2 stig og við liðinu blasir nú beinn og breiður vegur niður í 2. deild. Björgvin Þór Rúnarsson lék vel í liði ÍBV og er í góðri æfingu þessa dagana þrátt fyrir að vera nýstig- inn upp úr meiðslum. í iiði Þórs var Jóhann Samúels- son bestur. Haldi Eyjamenn áfram að leika eins og þeir hafa gert í síðustu umferðum ættu þeir fljótlega að geta rifið sig uppúr fallsæti og haldið sér í deildinni. Sigfús Gunnar Guömundsson skrifar Þróttarstúlkur á toppinn KVENNALIÐ Þróttar í Nes- kaupstað vann báða útileiki sína á íslandsmótinu íblaki um helgina, gegn Stúdfnum og HK. Sigrarnir tryggðu liðinu efsta sætið í kvennadeildinni. Eftir leiki helgarinnar kom greinilega í ljós að Norðfjarð- arliðið er á góðri leið með að skrifa nýjan kapítula í sögu kvennablaks- ins hérlendis. Þróttarastúlkur skelltu liði HK á föstudagskvöldið í þremur hrinum gegn einni en á laugardaginn gerðu þær enn betur þegar Stúdínur voru ofurliðnir bornar af frísku gestaliði. Stúdínur voru fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar en strax í upphafi leiksins gáfu Þróttarstúlkur tóninn Guömundur Helgi Þorsteinsson skrifar af því sem koma skyldi. Þær höfðu tögl á hagldir á leiknum í fyrstu tveim hrinunum, unnu 15:9 og 15:10. Stúdínur hrukku svo í gang í þriðju hrinunni með þær Þóreyju Haraldssdóttur og Úrsúlu June- mann sterkar í smassinu, en hrinan endaði 15:3. í fjórðu hrinunni leiddu Stúdínur 13:9, þegar sóknarskellir þeirra brugðust og það voru Þrótta- rastúlkur ekki lengi að nýta sér. Þær fóru hreinlega á kostum á loka- kaflanum og tryggðu sér sigurinn á eftirminnilegan hátt. Leikur Norðfjarðarliðsins var mun betri og lágvörnin hirti marg- sinnis upp sóknir Stúdína sem náðu ekki að klára sóknir sínar þegar mest reið á. í liði Þróttar voru Berg- rós Guðmundsdóttir uppspilari, Jóna Harpa Viggósdóttir og Þor- björg Jónsdóttir bestar. KA vann Þrótt R. Þróttarar mættu grimmu KA liði á Akureyri á laugardaginn, en KA-menn féllu út úr bikarkeppninni á dögunum og því liðinu nauðsyn að tryggja sig í úrslitakepnninni. KA vann tvær fyrstu hrinurnar létt, 15:10 og 15:6 og leikur liðsins gekk hnökralaust fram í þriðju hrinuna þegar Þróttarar náðu sinni bestu rispu í leiknum og kræktu sér í dýrmætt stig. Fjórða hrinan var í járnum en lið KA var ákveðnara og tryggði sér sigur í leiknum með góðum endaspretti í lokin. Hrinan endaði 15:13 en litlu munaði að Þrótturum tækist að krækja í úr- slitahrinu. Hjá KA stóðu þeir Áki Thoroddsen og Hafsteinn Jakobson upp úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.