Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994
Hans Guðmundsson rauf
1.000 marka murinn! ©
Skoraði þúsundasta mark sitt í 1. deild, gegn Stjörnunni í Kaplakrika
16. febrúarsl. Hans hefur skorað 1.006 mörk í1. deild en sá sem
hefur skorað flest mörk er Valdimar Grímsson, 1.172 mörk
■©
(67)
©
Q.
c/O
'■=C
'Uj
—J
©
Marka-
,kóngur
»1. deildar
Q.
<*)
'Uj
~J
Markakóngur
1. deiidar
-
1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994
wwwwwww <§>áá
■ EYJÓLFUR Sverrisson, lands-
liðsmaður í knattspymu hjá Stutt-
gart, sem hefur verið frá vegna
meiðsla í hné frá því í byijun janúar,
er byrjaður að æfa á ný. Eyjólfur
var í tvær vikur í meðferð hjá sjúkra-
þjálfara_ í grennd við Mttnehen.
■ FJÓRIR borðtennismenn taka
þátt í Evrópukeppni landsliða á
Möltu 4.-7. mars. Það eru þeir Kjart-
an Briem, Guðmudnur E. Stephen-
sen, sem er ellefu ára, Ingólfur Ing-
ólfsson og Aðalbjörg Björgvins-
dóttir.
■ GLENN Hoddle, framkvæmda-
stjóri Chelsea, hélt upp á bikarsigur,
2:1, gegn Oxford, um helgina með
því að fara með leikmenn sína til
Portúgal í gær, þar sem þeir verða
í fjcra daga — hvílast og undirbúa
sig íyrir deildarleik gegn Tottenahm
um næstu helgi. __
U VIGDÍS Ásgeirsdóttír og
Tryggvi Nielsen, léku í fyrsta skipti
með landsliðinu í badminton á sunnu-
daginn í Glasgow. Landsliðin léku
gegn Spánveijum í heimsmeistara-
keppni landsliða. Vigdís er 16 ára,
en Tryggvi 17 ára.
■ DUISBURG hefur komið á óvart
í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
— félagið er í efsta sæti, en er með
eitt mark í mínus. Hefur skorað 29
mörk, en fengið á sig 30. Duisburg,
sem lék í 2. deild sl. keppnistímabil,
var síðast í efsta sæti í úrvalsdeild-
inni fyrir tuttugu árum, 1974.
■ LOKADAGUR á félagaskipti í
NBA-deildinni í vetur er á fimmtu-
daginn. Ljóst er að félög halda að sér
höndum og lítið verður um félaga-
skipti leikmanna. Karl Malone er
afar óhress hjá Utah Jazz; segir það
óþolandi að forráðamenn félagsins
styrki ekki liðið. Þær sögusagnir eru
á kreiki að Chicago hafi hug á að
fá kappann til liðs við sig og sé til-
búið að láta tvo leikmenn til Utah í
skiptum, þá Scott Williams og Stac-
ey King.
■ FÉLAG frá Toronto í Kanada
kemur inn í NBA-deildina haustið
1995, en þá verður fjölgað um eitt lið
í deildjnni.
■ ÞÁ hefur verið ákveðið að átta
NBA-leikir fari fram utan Bandaríkj-
anna — fyrir næsta keppnistímabil.
Leikimir _ fara fram í Barcelona,
París, á Ítalíu, í Mexíkó og í Porto
Rico. Aðalleikurinn verður í París,
þar sem Charlotte og Golden State
leika.
■ BRUCE Grobbelar, markvörður
Liverpool, meiddist í læri í leik gegn
Leeds á laugardaginn og verður frá
keppni í þijár vikur. Liverpool hefur
hug á að fá Brad Fiedel, landsliðs-
markvörð Bandaríkjanna, til liðs við
sig. Hann er 22 ára og hefur leikið
20 landsleiki.
■ MANCHESTER City bauð
Liverpool 1,3 millj. punda í Ian
Rush á föstudaginn. Liverpool neit-
aði boðinu, en City hefur ekki hækk-
að boðið.
VEGGUR
Alþjóða handknattleikssam-
bandið, IHF, braut odd af
oflæti sínu í Vínarborg um helg-
ina með því að viðurkenna mistök
framkvæmdastjómar í gerðum
samningum vegna sölu sjón-
varpsréttar á heimsmeistara-
keppninni 1995. Hins vegar var
stjórnin ekki tilbúin að taka alfar-
ið á sig óhjákvæmileg-
an kostnað, sem mis-
tökunum fylgja, en
bauð hluta af um 58
milljónum króna, sem
um ræðir. Ef Island
tekur ekki þessu loka-
tilboði framkvæmda-
stjórnar IHF fyrir 28. febrúar,
verður keppnin tekin af Islend-
ingum.
Þetta sjónvarpsmál er allt hið
furðulegasta eins og rakið hefur
verið í Morgunblaðinu. í marga
mánuði hefur hver vísað á annan,
þegar komið hefur verið að
ákvarðanatöku, og þess vegna
hefur ákvörðun um mótsstað ver-
ið frestað þrisvar síðan í sept-
ember.
Framámenn í íslenskum hand-
kaattleik hafa sagt að æðstu
menn IHF væru mótfallnir HM á
íslandi 1995. Umræddir áhrifa-
menn þjá IHF hafa neitað þessu,
en sagt að íslendingar geti ekki
haldið keppnina, nema þeir standi
við öll sett skilyrði. Þeir sömdu.
leikreglumar, en útspil íslend-
inga hafa komið þeim í opna
skjöldu. Hingað til virðist sem
stjóm IHF hafi verið ríki í ríkinu,
en allt í einu rís einhver upp og
stendur á rétti sínum. Það hefur
greinilega fallið í grýttan farveg.
Eins og málið horfir við Íslend-
ingum hefur IHF gert væntanleg-
um framkvæmdaraðilum HM
1995 erfitt fyrir með því að draga
að ganga frá samningum. Hins
vegar hefur viðkvæði IHF verið
að ekki sé hægt að ákveða ísland
sem mótsstað fyrr en gengið hef-
ur verið frá öllum málum. Þannig
hefur þetta gengið fyrir sig und-
anfarna mánuði, boltanum kastað
á milli manna og enginn viljað
grípa.
Af mörgu furðulegu er einna
undarlegast að IHF setti ofan í
við íslensku HM-nefndina í októ-
ber sem leið, þegar fram kom í
bréfi að nefndin ætti ekki að vera
að skipta sér af sjónvarpsmálun-
um. Skömmu siðar veitti fram-
kvæmdastjómarfundur IHF for-
seta sambandsins umboð til að
taka keppnina af íslendingum,
yrði sjónvarpsmálið ekki leyst
fyrir janúarlok. Með öðrum orð-
um gat forsetinn virt samþykktir
þinga IHF frá 1988 og 1992 að
vettugi.
Þó ekki væri nema þetta er
ljóst að æðstu menn IHF starfa
ekki í anda allra aðildarsam-
banda. IHF hefur ekki sýnt sam-
starfsvilja varðandi HM 1995 og
er í raun umhugsunarefni hvernig
æðstu samtök alþjóða handknatt-
leiks geta leyft sér að koma fram
gagnvart sambandi, sem hefur
ekki aðeins einu sinni heldur
tvisvar verið kjörið til að sjá um
framkvæmd heimsmeistara-
keppninnar 1995.
í haust var greint frá óviss-
unni. Nú hafa öll spil loks verið
lögð á borðið. Ætli íslendingar
að halda keppnina verða þeir að
borga milljónatugi, þó þeir hafi
sýnt framá að þeim beri ekki að
greiða umræddan kostnað. Þeir
unnu Pyrrhosarsigur í Vínarborg,
en taki þeir tilboði IHF, eins og
vilji stendur til, hlýtur málinu að
verða fylgt eftir þó síðar verði.
IHF á ekki að komast upp svona
framkomu.
Steinþór
G.uðbjartsson
íslendingar verða ad
borga milljónatugi fyr-
irHMáíslandi 1995
Hefur nýkrýndur bikarmeistari RAYMOIMD FOSTER alltaf haft áhuga á körfuknattleik?
Reyndi margt á
undan körfunni
BANDARÍKJAMAÐURINN Raymond Foster, sem lék með
Tindastóli um tíma í fyrra, varð landsfrægurmeðal iþróttaá-
hugamanna á einum degi þegar hann varð bikarmeistari í
körfuknattleik með Keflvíkingum á dögunum. Foster var f úr-
slitaleiknum að leika sinn fyrsta leik með íslands- og bikar-
meisturum Keflvíkinga og mönnum lék forvitni á að vita hvern-
ig honum myndi vegna gegn nágrönnunum og erkifjendunum,
Njarðvíkingum.
Eftir
Björn
Blöndal
Raymond Foster er 28 ára gam-
all, fæddur í borginni Cleve-
land í Ohiofylki og var eina barn
_____________ foreldra sinna.
Hugur Fosters,
sem er 2,04 m á
hæð og 106 kg
beindist ekki að
körfuknattleik í fyrstu og það var
raunar ekki fyrr en hann hafði
fullreynt getu sína í öðrum grein-
um íþrótta að hann snéri sér að
körfuboltanum. „Það verður að
segjast eins og er að ég hafði
ekki mikinn áhuga fyrir körfubolta
sem strákur,“ sagði Foster í sam-
tali við Morgunblaðið. j.Fyrsta
íþróttagreinin sem ég stundaði að
einhveiju marki var hornabolti.
Fljótlega fann ég að ekki var
frama að finna í þeirri grein og
sneri ég mér næst að ameríska
fótboltanum. Það gekk heldur ekki
upp og þá varð körfuboltinn fyrir
valinu. Þá var ég orðinn 17 ára,
en gekk mjög vel þrátt fyrir það
og var fljótlega valinn í skólaliðið
sem síðar sigraði í sinni mótaröð.“
Vissir þú eitthvað um ísland
þegar þú ákvaðst að koma hingað
í fyrra?
„Ég vissi ekki mikið um Island
og mér leist satt að segja ekki á
þetta en þar sem ég hafði ekki
samning ákvað ég að slá til. í
fyrstu leist mér ekki vel á landið
og þar réðu veðráttan og kuldinn
miklu. En þetta breyttist fljótlega
og ég tala ekki um eftir að ég fór
að kynnast fólkinu sem hér býr.
En dvölin á Sauðárkróki var stutt,
ég lék aðeins hálft keppnistímabil
með þeim þannig að ég náði aldr-
ei að festa almennilega rætur.“
Það hefur ekkert vafist fyrir
þér að koma aftur þegar Keflvík-
ingar höfðu samband?
Nei, ég þurfti ekki að hugsa
Morgunblafllð/Björn Blöndal
Raymond Foster byijaði ekki að leika körfubolta fyrr en hann var orðinn
17 ára og hafði fullreynt getu sína í öðrum íþróttum.
mig um tvisvar, og betri byijun,
en bikarúrslitaleikinn, er varla
hægt að hugsa sér. Þetta var einn
skemmtilegasti leikur sem ég hef
upplifað og þar lögðust á eitt,
gott hús, frábærir áhorfendur,
góðir dómarar og síðast, en ekki
síst, tvö góð lið sem léku bæði vel
og drengilega. En talandi um dóm-
ara þá finnst mér margir íslensku
dómaranna vera alltof strangir.
Þeir dæma nánast á allar snerting-
ar og það er hlutur sem ég á ekki
að venjast. Með ^líkri dómgæslu
missir leikurinn hraða, spennu og
íslenskir körfuboltamenn ná aldrei
þeim líkamsstyrk sem þarf til að
standa í þeim bestu.“
Kom geta íslendinga þér á
óvait?
„Já geta íslensku körfuknatt-
leiksmanna kom mér talsvert á
óvart og það eru margir góðir hér
á landi. Guðmundur Bragason í
Grindavík er erfiður mótheiji og
félagar mínir í ÍBK, Guðjón Skúla-
son og Kristinn Friðriksson eru
afburðaskyttur og að hafa svo
sterka samherja gerir allt miklu
auðveldara."
Hvaða lið leika til úrslita í ís-
landsmótinu?
„Slagurinn mun væntanlega
standa á milli Suðurnesjaliðanna,
ÍBK, Njárðvíkur og Grindavíkur.
Við töpuðum fyrir Grindvíkingum
með nokkrum mun um daginn og
það segir sína sögu. Ætli ég veðji
ekki frekar á þá sem mótheija
okkar í úrslitaleiknum," sagði
Raymond Foster.