Morgunblaðið - 22.02.1994, Side 3

Morgunblaðið - 22.02.1994, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 B 3 VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR í LILLEHAMMER Lundberg vann tvíkeppnina FRED Börre Lundberg frá Nor- egi hlaut gullverðlaun í norrænni tvíkeppni. Lundberg, sem er góður göngumaður, sigraði óvænt í stökk- inu á föstudag og fékk 23 sekúndna forskot í 15 km göngunni á laugar- dag. Fyrirfram var búist að Japan- irnir Takanori Kono og Kenji Ogiw- ara myndu bítast um sigurinn. Kono varð annar og Bjarte Engen Vik, enn einn Norðmaðurinn sem hlýtur verðlaun, varð þriðji. Gott veður áfram Veðurfræðingar spá því að hið frábæra veður sem leikið hefur um gesti og gangandi í Lillehammer undanfarið haldist óbreytt a.m.k. fram á miðvikudag. Svo gæti farið að örlítið myndi snjóa á fimmtudag. Lee-Gartner hættir keppni í vor Kanadíska stúlkan Kerrin Lee- Gartner, sem átti titil að veija í brunkeppninni, ákvað ekki að vera með fyrr en sólarhring fyrir keppn- ina og náði aðeins 19. sæti. Hún var góð vinkona Ulriku Meier heit- innar og dauði hennar var Lee- Gartner þungbær. Hún sagðist þó hafa haft gaman af keppninni, en tilkynnti á eftir að hún myndi hætta keppni í vor. „Ég sé talsvert golf og eitthvað af börnum fyrir mér í framtíðinni." Idag Dagskrá Ólympiuleikanna er þannig í dag; íslenskir tímar: Skíðaganga: 9.30 - 4x10 km boðganga karla. Skíðastökk: 11.30 - Liðakeppni af háum palli (120 m palli) Skautahlaup: 18.00 - 1.000 m hlaup karla og 3.000 boðhlaup kvenna. Íshokkí: Átta liða úrslit; útsláttarkeppni: Slóvakía-Rússland, Kanada- Tékkland, Þýskaland-Svíþjóð, Finnland-Bandaríkin. Loks sænskt gull Reuter PERNILLA Wiberg brosti breitt eftir sigurinn í alpatvíkeppnini. Hún er hér, fyrir miðju, ásamt Vreni Schneider, t.v. sem fékk silfur, og Alenku Dovzan, sem hlaut bronzið — það eru fyrstu verðlaun Slóveníu á Vetrarólympíuleikum. Svíar geta sigrað! „ÉG sat á kaffihúsinu við rás- markið þegar ég frétti að kóng- urinn og drottningin væru með- al áhorfenda og ég ákvað að gera allt sem ég gæti til að færa Svíþjóð gull,“ sagði Pern- illa Wiberg eftir að hún sigraði í alpatvíkeppni kvenna í gær. Þá var keppt í svigi, en brunið fór fram á sunnudag. Svíum hefur ekki gengið vel það sem af er leikunum og því voru gullverðlaun Wiberg kærkom- in en fyrir alpatvíkeppnina hafði Svíðþjóð ekki unnið til verðlauna í Lillehammer og leiddist Norðmönn- um lítið við að minna frændur sína á það. Wiberg sigraði í stórsvigi í Albertvjlle fyrir tveimur árum og þá var Karl Gústav, konungur Svía viðstaddur. Hann var einnig við- staddur núna ásamt Silvíu drottn- ingu og voru þau að vonum ánægð með sigur Wiberg og fögnuðu vel og léngi þegar úrslitin voru ljós. Karl Gústaf virðist hafa góð áhrif á þegna sína því í Albertville klapp- aði hann Wiberg á bakið áður en hún fór síðari ferðina. Það klapp hvatti hana til dáða og svo var einn- ig nú. Henni tókst að skjóta svig- meistaranum Vreni Schneider ref fyrir rass. Wiberg hefur verið meidd og fáir áttu von á að hún næði að sigra á Ólympíuleikunum í Lillehammer. „Sigurinn hefur margvíslega þýð- ingu fýrir mig. Ef einhver hefði sagt mér í fyrra að ég myndi vinna, hefði ég hlegið, en ég hef æft vel eftir að ég náði mér af meiðslunum. Alpagreinarnar eru fjórar og ég held að menn verði að geta keppt í þeim öllum. Þess vegna stefni ég að heimsmeistaratitli,“ sagði gull- stúlka Svía. - Baráttan um heimsmeistaratitil- inn stendur á milli Wiberg og Schneider, en önnur hvor þeirra gæti á næstu dögum orðið fyrst kvenna til að vinna þrenn gullverð- laun í alpagreinagreinakeppni Ólympíuleika. Keppt verður í stór- svigi á morgun og svigi á laugar- dag. Rcuter Fyrsta gull Austurríkis EMESE Hunyady, sem er á myndinni hér að ofan í Víkingaskips- höllinni í Hamri, sigraði í 1.500 m skautahlaupi kvenna í gær og Austurríkismenn fengu þar með fyrstu gullverðlaun sín á leikunum nú, og í þessari grein frá upphafi. Hún fékk tímann 2 mínútur, 2,19 sekúndur. Önnur varð rússneska stúlkan Svetlana Fedotkina, sem kom mjög á óvart og Gunda Niemann frá Þýska- landi, sem talin var sigurstranglegust, varð að láta sér lynda þriðja sætið. Hunyady, sem fékk silfurverðlaun í 3.000 m hlaupinu í síðustu viku, er borinn og barnfæddur Ungvetji en fluttist til Austurríkis fyrir 10 árum ásamt þjálf- ! ara sinum. Hún er 27 ára.___________________;_____________ Jegorova; Rússneska göngukonan Ljubov Jegorova skráði nafn sitt á spjöld ólympíusögunnar i gær þegar hún hreppti sjötta ólympíugull sitt en það hefur aðeins einn keppandi gert áður; sovéski skautahlauparinn Lídía Skoblikova á leikunum árið 1960 og 1964. Jegorova hafði fengið fimm gull- peninga á Ólympíuleikum áður en kom að 4x5 km boðgöngu kvenna í gær. Þar gekk hún siðasta spölinn fyrir Rússa og gerði það með slíkum glæsibrag að óhætt er að segja að hún hafi hlaupið kílómetrana fimm en ekki gengið þá. Norðmenn höfðu hálfrar mínútu forystu þegar Jeg- orova lagði af stað og í fyrstu brekkunni stakk hún norsku stúlk- una Anitu Moen hreinlega af. Það var sama hvernig blaðamenn reyndu að fá Jegorovu til að ræða um metjöfnun hennar, gullpening- ana sex, hún var ekkert nema lítil- lætið. „Ég hleyp ekki á eftir metum og þau skipta mig engu máli. Ég æfi bara eins vel og ég get,“ sagði hún ánægð með sigur rússneksu sveitarinnar. Jegorova hefur keppt í níu grein- um á ólympíuleikum og alltaf hlotið gull eða silfur. Hún á því níu verð- launapeninga og getur jafnað met sovésku göngustúlkunnar Raisu Smetanínu en hún fékk tíu verð- launapeninga á sínum tíma. Jeg- orova getur jafnað metið þegar hún tekur þátt í 30 km göngu á fimmtu- daginn og það er mikið í húfi. Jegorova, sem vann til þrennra gullverðlauna í Albertville, er í mik- illi keppni við Norðmanninn Björn Dæhlie um að verða sigursælasti keppandinn á vetrarólympíuleikum. Jegorova keppir alltaf degi á undan Dæhlie en þar sem Norðmaðurinn á aðeins eftir að keppa í tveimur gi-ein- um verður hann að bíða í fjögur ár til að ná tíunda verðlaunapeningnum. Jegorova getur hins vegar náð hon- um á morgun. „Það eru allir að tala um met, en þau hafa enga þýðingu fyrir mig. Ég tel að ég eigi ekki mikla möguleika á að ná í verðlaun í 30 kílómetra göngunni, en ég mun gera mitt besta. Þetta verður trú- lega síðasta greinin sem ég keppi í á Ólympíuleikum og það er erfitt að ganga svona langt. Sálfræðilega verður þetta mjög erfitt fyrir mig,“ sagði Jegorova._______________ Fulltmar mennta- málarádherra í Lillehammer ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sem jafnframt er íþróttamálaráðherra, hafði hugsað sér að heimsækja Lillehammer í boði norska mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, en komst ekki vegna anna. I hans stað fóru Guðríður Sig- urðardóttir, ráðuneytisstjóri og Reynir Karlsson, íþróttafuiltrúi ríkis- ins. Þau komu til Lillehammer í gær og verða fram á fimmtudag. J íslenska alpalidið komið aftur til Lillehammer ÁSTA Halldóradóttir. kom til Lille- hammer aftur í gær eftir að hafa æft í Östersund og Are frá því fyrir helgi. Hún ætlaði sér að keppa í svigi i Are en því var frestað. Kristinn og Haukur fóru til Geilo sl. fimmtudag og æfðu svig og stórsvig. Þeir komu einnig í ólympíuþorpið i gær. Kristinn keppir í stórsvigi á morgun og Ásta í sömu grein á fimmtudag. Daníel fékk ferð á Ólympíuleikana í afmælisgjöf DANÍEL Hilmarsson frá Dalvík, sem keppti á Ólympíuleikunum í Caígary 1988, er hér i Lillehammer til að fylgjast með leikunum. Hann fékk utanlandsferðina í afmælisgjöf, en hann varð þrítugur á dögunum. Daníel er nú skíðaþjálfari á Dalvík og hyggst notfæra sér þessa heim- sókn m.a. til að sjá þá allra bestu í keppni. Anderson fimm hringjum á eftir „Supermann“ HJALMAR „Hjallis" Anderson, sem vann þrenn gullverðlaun fyrir Norð- menn í skautahlaupi á Ólympíuleik- unum í Ósló 1952, afhenti Johanni Olav Koss „Supermann", eins og hann er nú kallaður, gullverðlaunin fyrir sigurinn 10.000 metra hlaupinu á sunnudaginn. Anderson, sem er 70 ára, tók einn hring í skautahöll- inni áður en keppnin hófst í Hamar á sunnudaginn við mikla hrifningú áhorfenda. Þegar Anderson vann 10.000 metra hlaupið 1952 (16.45,8 mín.) hefði hann verið fimm hringjum á eftir Koss (13.30,55 mín.). í 10.000 metrunum eru hlaupnir 25 hringir. Pernilla fékk koss frá kónginum Karl Gústav Svíakonungur og Silvia drottning voru á meðal áhorfenda i Háfjalli í gær og sáu Pernillu Wiberg vinna fyrstu gullverðlaun Svía á leik- unum. Konungshjónin fóru með sig- urbros á vör upp að endamarkinu strax eftir keppnina og óskuðu Pern- illu til hamingju með kossi. Kóngur- inn var einnig viðstaddur er hún varð Ólympíumeistari í stórsvigi í Albert- ville fyrir tveimur árum. Margir Svíar í NHL-deildinni TUTTUGU og níu sænskir íshokkí- leikmenn spila í bandarísku NHL- ) deildinni. Þeirra á meðal eru; Peter Anderson (New York Ragners), Ulf og Kjell Samuelsson (Pittsburgh), Pelle Eklund og Tommy Döderström (Los Angeles Kings), Mats Sundin (Quebec) og Ulf Dahlen (Dalls). Einn- ig eru sænskir þjálfarar hjá mörgum þjóðum. Bengt „Fisken“ Ohlson er með Norðmenn, Curt Lindström þjálf- ar Finna, Kjell Larsson Frakka og Hans Lindberg þjálfar Svisslendinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.