Morgunblaðið - 22.02.1994, Page 6

Morgunblaðið - 22.02.1994, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. gEBRUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1994 B 7 VETRAROLYMPIULEIKARNIR ■ KJETIL André Aamodt, helsta von Norðamanna um gull- verðlaun í alpagreinum á leikun- um, sagði um árangur Banda- ríkjamanna á leikunum nú að það jákvæða við þetta væri að nú vita Bandaríkjamenn að Noregur er ekki höfuðborg Svíþjóðar! „Bandaríski draumurinn hefur orð- ið að veruleika hér í Noregi, en nú er komið að okkur heimamönn- um í alpagreinum," sagði Aamodt. ■ SVISSLENDINGAR hafa ávallt átt mjög sterkt lið í bruni kvenna á Ólympíuleikum, en nú er því ekki fyrir að fara. Í bruni kvenna á laugardaginn náði Heidi Ziirbriggen besta árangri þeirra, hafnaði í 22. sæti. Svissnesku karlamir geta heldur ekki státað sig af góðum árangri því besti árangur þeirra hingað til er 10. sæti í risasvigi. „Ég viðurkenni að þessi árangur er slakur, en ég hef trú á því að við náum að vinna til verðlauna hér,“ sagði Erwin Ca- vegns, landsliðsþjálfari Svisslend- inga í bruni. En þess má geta að Sviss hefur unnið til verðlauna í alpagreinum á öllum Ólympíuleik- um frá því 1968. ■ KATARINA Witt skauta- drottning frá Þýskalandi segist ekki komin_ á Ólympíuleikana til að sigra. „Ég veit að ég er ekki nægilega góð til að vinna til gull- verðlauna. Ég er hér til að gera mitt besta og síðan er að sjá hvað það dugar langt,“ sagði Witt. ■ MIKIL aðsókn hefúr verið að skautahlaupinu á leikunum sem % fram fer í Víkingaskipinu í Hamri. Á sunnudaginn fór fram 10.000 metra skautahlaup þar sem hetjan Johann Olav Koss var meðal þátt- takenda. Löngu var orðið uppselt og voru miðaðar seldir á 2.500 krónur norskar (25.000 kr. ísl.) á svartamarkaði, en rétt verð er 400 kr. norskar. ■ 1.800 rútur voru í fólksflutn- ingum í Lillehammer og nágrenni á laugardginn. Um 70.000 manns voru á Birkebeinen þar sem skíða- gangan fór fram og 10.000 i Hvíta- fjalli þar sem brun kvenna var. Áldrei hafa eins margir komið í miðbæ Lillehammer, Storgatan, eins og síðdegis á laugardaginn. ■ GEORGE McNeilly, sem er íþróttafréttamaður á bandarísku NBC sjónvarpsstöðinni, segir að leikarnir í Lillehammer séu þeir bestu sem hann hafi verið á. „Vinnuaðstaðan er frábær og allt skipulag til fyrirmyndar. Ég kem sjálfur frá smábæ og þetta er eins og að vera heima hjá sér og ég held að það sama gildi um flesta starfsbræður mína sem hér eru,“ sagði McNeiIly sem hefur séð um lýsingar frá Super Bowl í Banda- ríkjunum og vérið á mörgum Ólympíuleikum, m.a. í Barcelona. „Þetta eru bestu aðstæður sem fréttamaður getur hugsað sér.“ ■ SVÍUM hefur ekki vegnað vel á leikunum til þessa. Karl Gústav, Svíakonungur og Silvía drottning, komu til Lillehammer á föstudag til að hvetja landa sína til dáða. Karl Gústav mætti á íshokkíleik- inn milli Svía og Bandaríkjanna á laugardagskvöld og gat fagnað sigri; Svíar unnu 6:4. I TÍU þúsund sjálfboðaliðar eru að störfum við leikana. Þeir vinna á vöktum og einu launin eru; ánægjan, fæði og húsnæði og frítt i lyftur. „Það er mikið ævintýri að fá að taka þátt í þessu. Þó vinnu- dagurinn sé oft langur er það þess virði. Ég mun minnast þessa við- burðar alla ævi,“ sagði einn sjálf- boðaliðanna við Morgunblaðið. Besta hlaup mitt - sagði Koss eftir að hafa sett stórglæsilegt heimsmet í 10.000 m skautahlaupi JOHANN Olav Koss, norski skautahlauparinn frábæri, skráði nafn sitt stórum stöfum á spjöld sögunnar á sunnudaginn er hann vann til þriðju gullverðlaunanna, og setti jafnframt þriðja heims- met sitt í Lillehammer — nú í 10.000 m hlaupi. Aldrei fyrr hefur nokkur afrekað að sigra í þremur greinum og setja um leið heims- met í þeim öllum á sömu vetrarleikunum. Bandaríkjamaðurinn Eric Heiden sigraði í öllum fimm hlaupagreinunum á leikunum í Lake Placid árið 1980, en setti ekki heimsmet. Hvað metin varð- ar er það aðeins Jevgení Grishin frá Sovétríkjunum sem kemst nálægt Koss; hann setti heimsmet ítveimur greinum, 500 og 1.500 m haupi, sem hann sigraði í á Vetrarólympíuleikunum í Cortina á ítalfu 1956. Það var ótrúlegt að fylgjast með Koss á svellinu í Víkingaskip- inu í Hamar á sunnudag. Hraðinn á honum var ótrúlegur og þegar upp var staðið hafði hann bætt eigið heimsmet um hvorki meira né minna en 12,99 sekúndur. Þessi 25 ára gamli læknanemi hljóp vegalengdina nú á 13 mínútum, 30,55 sekúndum. Koss byijaði hlaupið með ógnar- hraða og þegar vegalengdin var hálfnuð var hann nærri sjö sekúndum undir millitíma sínum frá því hann setti gamla metið. Og kappinn var ekkert að slá af heldur jók hraðann jafnt og þétt, vel studdur af 12.000 áhorfendum sem fylltu skautahöllina glæsilegu. Koss sannaði svo ekki Fæst ekki lendingarleyfi? Eflaust verður vel tekið á móti flestum ef ekki öllum Ólympíuliðunum þegar þau koma heim frá Lillehammer, en ekki er enn ljóst hvenær Úkraínumenn komast heim. „Við erum búnir að reyna í 14 daga að fá lendingarleyfi,“ var haft eftir Rolf Lövström, talsmanni SAS flugfélagsins, en ætlunin er að félag- ið fljúgi með 100 farþega — þar á meðal 37 manna hóp keppenda og fararstjóra í Lillehammer — til Kiev 1. marz. „Við höfum sent hvert skeytið á fætur öðru til Kiev,“ sagði hann, en enn hefur ekki borist svar. Framtíðiner björt hjá Daníel - segir Bo Eriksson, landsliðsþjálfari „DANÍEL á framtíðina fyrir sér sem göngumaður. Hann er dugleg- ur að æfa, stundum kannski f ullákafur því hann vill sjá árangur strax. Það tekur langan tíma að búa til afreksmann. En ef hann heldur áfram á sömu braut getur hann orðið einn af 20 bestu í heiminum eftir nokkur ár,“ sagði Svíinn Bo Eriksson, þjálfari, aðspurður um framtíðarmöguleika Daníels ígöngubrautinni. Hann segir að Daníel sé einn af þeim efnilegri í Svíþjóð. „Það eru ekki margir sem eru betri á þess- um aldri í Svíþjóð. Hann hefur verið að byggja upp úthaldið, æft mikið þrek síðasta ár, en nú þarf hann að fara að kafa dýpra í tæknina. Næsta ár verður spennandi hjá honum. Hann er mjög hraustur og er sjaldan veikur öfugt við sænska göngumenn sem eru mjög oft veikir. Hann er áhugasamur og tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu. Ég hef mikla trú á honum,“ sagði Eriksson. „Ég er ánægður með árangur hans í 10 og 30 kílómetrunum. Hann var á undan þremur eða fjórum Bandaríkjamönnum, undan Kanada- mönnum og undan öllum Svisslend- ingunum. Við verðum einnig að gá að því að keppnin hér er mjög hörð. Það má ekki eingöngu horfa á sæt- in. Nú hafa nýjar þjóðir frá fyrrum Sovétríkjunum komið inn og þar eru margir góðir göngumenn. Það eru því mun fleiri sem eru að beijast um sætin frá 20 til 60 en áður. Ef frá eru taldir bestu unglingar Norð- manna, Svía og Finna eru ekki svo margir sem eru betri en Daníel," sagði Eriksson. Um gönguna á hjá Daníel á laug- ardaginn sagði Eriksson; „Hann sprengdi sig í byijun með því að fara of hratt af stað. Hann ætlaði sér um of. Þetta var ekki hans dag- ur. Ég held að hann hafi átt góða möguleika á að ganga sig upp um 15 sæti því tímamunurinn var innan við 20 sekúndur," sagði þjálfarinn. verður um villst að hann er besti skautahlaupari sinnar tíðar á lengri vegalengdum. „Ég vonaðist til að bæta heimsmetið en mig dreymdi aldrei um að ná svo góðum tíma. Þetta er besta hlaup mitt frá upp- hafí,“ sagði Koss fljótlega eftir að hann kom í markið. „Menn upplifa ekki nema einu sinni svona andrúms- loft, svona gott svell og eru á sama tíma sjálfir svona vel upplagðir. Svellið var frábært." Þrátt fyrir að menn eigi að geta náð meira hraða á svellinu í Hamar en víðast annars staðar náði Hollend- ingurinn Bart Veldkamp, sem átti Ólympíutitil að veija, einungis tíman- um 13.56,73 mín.; um 26 sekúndum lakari en meistarans, og fékk brons. Það var svo landi Koss og félagi, Kjell Storelid, sem fékk áhorfendur til að rísa úr sætum í lok keppninnar er hann hljóp á tímanum 13.49,26 og nældi sér þar með í önnur silfur- verðlaun sín á leikunum. Var 18,70 sekúndum á eftir Koss, en það dugði. „Ég er ekki viss um að ég geri mér grein fyrir því hvað ég var að afreka. Mér fannst ég ekki taka neitt á fyrstu 12 hringina. Ég bara leið áfram .. . þetta var frábært," sagði Koss, og sagðist raunar hafa óttast það í byijun hve hratt hann færi. Enginn hefur unnið skautahlaup á Ólympíuleikum með svo miklum mun síðan Norðmaðurinn Hjaltar Andersen sigraði í 10.000 m hlaupinu í Ósló 1952 með 24,8 sek. mun. Það var því vel við hæfi að Andersen skyldi afhenda Koss gullverðlaúnin á sunnudaginni Líllehamme.rU'94 \ •op Daníel Jakobsson í göngukeppn- inni í Lillehammer. Hann byijaði mjög vel á laugardag, en fór of geyst af stað og missti taktinn. Ætlaði að þagga niður í neikvæðu fréttunum - sagði Daníel Jakobsson sem fór of geyst af stað í 15 km göngunni DANÍEL Jakobsson varð í 49. sæti í 15 km göngu á Ólympíuleikunum á laugardaginn. Hann var ræstur út númer 50 og byrjaði gönguna mjög vel, var kominn í40. sæti eftir 2 kflómetra enfór of hratt af stað og missti niður taktinn. „Ég ætlaði mér kannski full mikið — vildi reyna að þagga niður í þessum neikvæðu fréttum sem ég hef verið að fá að heiman. En ég var ekki vel upplagð- ur, stifnaði upp eftir fyrstu brekkuna og náði mér ekki á strik eftir það. Hugsaði þá bara um að klára gönguna," sagði Daníel. Rögnvaldur Ingþórsson hafnaði í 69. sæti af 74 keppendum. „Ég var frekar þungur. Nú ætla ég að fara heim til Svíþjóðar og hvfla mig í faðmi fjölskyldunnar fram að 50 kílómetra göngunni á sunnudaginn," sagði Rögnvaldur. Það var frekar þungt hljóðið í göngumönnunum, enda ekki þeirra dagur. Þeir sögðust ekki hafa verið með nægilega gott rennsli. Margir runnu framúr þeim niður brekkurnar, en til að allt gangi upp þurfa skíð- Valur B. Jónatansson skrifar frá Lillehammer Þriðja heimsmetinu fagnað Reuter JOHANN Olav Koss kemur fagnandi í markið eftir að hafa sett þriðja heimsmetið í jafn mörgum greinum; að þessu sinni var um að ræða 10.000 m hlaup þar sem hann bætti eigið met um hvorki meira né minna en 12,99 sekúndur. in að vera góð. Þeir eru þó báðir staðráðnir í að gera betur í 50 km göngunni á sunnudaginn. _ Hvernig upplifir þú að keppa á Ólympíuleikum. Er þetta eins og þú áttir von á fyrirfram? „Það sem kemur mér mest á óvart hér á Ólympíuleikunum er hve stórt þetta er í sniðum og hvað íþróttamennirnir sjálfir skipta litlu máli. Það eru sjón- varpsstöðvarnar sem ráða ferðinni því þar eru peningarnir. Eins og þegar 30 km gangan fór fram var farið fram á að fresta göngunni vegna kulda, en það var ekki hægt því ekki mátti breyta sjónvarps- dagskránni. Við erum bara lítil peð á taflborðinu hér,“ sagði Daníel. Mjög ánægður „Ertu ánægður með frammi- stöðuna sem af er? „Ég er mjög ánægður með 30 og 10 kílómetra göngurnar, en ekki með lð km gönguna á laugar- daginn. Ég var því svekktur eftir að hafa gengið tvær mjög góðar göngur. Tíu kílómetra gangan er sú langbesta hjá mér á ferlinum. Sætið segir ekki allt því það er alls ekki slæmt að vera 2,4 mínút- ur á eftir Birni Dæhlie og sá sem var í 20. sæti var aðeins 40 sek- úndum á undan mér.“ Er árangurinn þá eins og þú reiknaðir sjálfur með? „Já, það má segja það. Eftir miklar framfarir síðustu þijú árin mátti alveg búast við að þetta ár yrði erfitt ár fyrir mig. Ekki síst vegna þess að ég flutti mig frá skólanum í Jerpen til Östersund. í Jerpen fékk ég allt upp í hendurn- ar og þurfti ekki að sjá um mat- seld og húsverkin. Nú er ég einn og þarf alfarið að sjá um mig sjálf- ur og það er meira en að segja það. Ég hef þó æft mjög mikið, einu sinni til tvisvar á dag, og var kannski kominn í ofþjálfun í jan- úar. En ég tel mig þó í toppæfingu núna, það sýna tvær fyrstu göng- urnar.“ Leiður í vetur Verður þú aldrei langþreyttur af þessu mikla æfmgaálagi? „Jú, ég hef verið frekar leiður í vetur eða allt fram að sænska meistaramótinu um miðjan janúar. Mér fannst æfingarnar ekki ganga nægilega vel í október og^ nóvem- ber enda á nýjum stað. Ég gerði mér kannski of miklar væntingar strax í haust, en ég er á ákveðnum tímamótum núna.“ Hver eru framtíðaráformin á skíðunum, stefnir þú að því að verða á meðal fremstu göngu- manna heims? „Já, hugurinn stefnir þangað. Ég trúi því sjálfur að ég geti ver- ið betri og finnst ég vera á réttri leið — en geri mér grein fyrir því að ég á margt eftir ólærf enn. Ég æfði 570 tíma á síðasta ári og á eftir að bæta æfingamagnið um 200 tíma áður en ég get farið að vera á meðal þeirra bestu. Eftir þijú ár er heimsmeistaramótið í Þrándheimi og síðan Ólymjiíuleik- ar árið eftir í Nagano. Ég held að ég hafi möguleika á að vera á meðal tíu bestu þar. En það þarf líka stefnubreytingu og markvissa stefnumörkum hjá ÍSÍ til gera íþróttamönnum mögulegt að stunda æfingar. Þetta er allt svo laust í reipunum hjá okkur íslend- ingum. Við erum of gamaldags, vinnum sem áhugamenn en erum að keppa við atvinnumenn. Hvern- ig er hægt að búast við toppár- angri?“ Erfitt að æfa einn „Það er mjög erfitt fyrir mig að æfa svona einn og það verður að finna lausn á því í framtíðinni. Annað hvort verður að halda úti landsliði eða koma mér inn hjá einhveiju öðru landsliði. Þetta er alltaf spurning um peninga. Það er ekki skilningur fyrir afreks- mönnum í íþróttum á íslandi. Ég tel að góður íþróttamaður og kannski tónlistamaður sé besta landkynning sem til er. Ef þú spyrð Svía hvaða íslendinga hann þekkir, þá veit hann að við eigum konu sem forseta, Björk Guð- mundsdóttir söngkonu, Einar Vil- hjálmsson spjótkastara og gott handboltalið. Yngra fólk hefur ekki humynd um Halldór Laxnes og ekki heldur hver Davíð Oddsson er,“ sagði Daníel. Koss og gullregnið — Norðmenn kunna að gleðjast LILLEHAMMERBREF „KOSS, Koss,“ hljómar hér á götum í Lillehammer. Norðmenn kunna sér ekki læti yfir frábærri frammistöðu Johanns Olavs Koss í skautahöllinni í Hamri. Hann er þjóðhetja eftir að hafa unnið þrenn gullverðlaun og sett jafnmörg heimsmet. Sigurganga Norðmanna á leik- unum heldur áfram og ekkert lát virðist á gullregninu. Það er jafnvel þannig að útlendingamir eru farnir að örvænta og segja þessa leika ekki spennandi lengur því heimamenn steli algjör- lega senunni. Það er aðeins umræð- Valur B. Jónatansson skrifar frá Lillehammer an um skautadrottninguna Tonyu Harding sem fær einhveija umfjöll- un fjölmiðla. Islendingarnir hafa nú lokið keppni í þremur göngugreinum af ljórum og er árangur Daníels Jak- obssonar vel viðunandi. Rögnvald- ur Ingþórsson hefur hins vegar verið með seinni skipunum að landi. Það er ekki hægt annað en smit- ast af sigurgleði Norðmanna. Þeir kunna að gleðjast yfir glæstum sigrum og allir sem verða vitni af þessum glæsilegu íþróttamönnum sem þeir tefla fram verða hug- fangnir. Það er hreint ótrúlegt hve þeir hafa staðið vel að öllu, fram- kvæmd leikanna og umgjörðin er nánast fullkomin. Meira að segja veðrið er eins og það hefði verið pantað sérstaklega hjá almættinu; logn, heiðskírt og 15 stiga frost alla keppnisdagana. Það var aðeins á opnunarhátíðinni sem smá snjó- drífa féll til jarðar svona rétt til að fullkomna vetrarmyndina. Við blaðamenn búum 20 kíló- metra fyrir utan Lillehammer, uppi á toppi Háfjalls í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Rútuferðir eru á 15 mínútna fresti allan sólarhring- inn að fréttamannamiðstöðinni í Lillehammer, sem eru reyndar tvær, önnur fyrir sjónvarp og hin fyrir blaðamenn. Eins eru tíðar rútuferðir frá fréttamannamiðstöð- inni á hina ýmsu keppnisstaði; Hamar, Gjövík, Hvítfjall, Háfjall, Birkebenen og að ólympíustökk- pallinum. Aðstaða fréttamanna er til fyrirmyndar í alla staði. Hægt er að kalia fram allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar á tölvu- skjá og prenta þær út að vild. Efni er hægt að senda á tölvum beint í gegnum síma, maður rennir bara Visa-kortinu í gegnum rauf á sí- manum og sambandið er komið á. Sjónvarpsskjáir eru upp um alla veggi þar sem hægt er að fylgjast með öllum viðburðum beint. Eins er sérstök miðstöð fréttamanna á hveijum keppnisstað. Eftir rúmlega eitt ár ætlum við Islendingar að halda heimsmeist- arakeppni í handknattleik. Skipu- leggjendur HM á íslandi ættu að geta lært mikið af Norðmönnum en til þess þyrftu þeir að vera á staðnum til að nema. Það er mikil- vægt að vinnuaðstaða fréttamanna sé góð á svona stórmótum. Þó svo að ég sé ekki að líkja Vetrarólymp- íuleikunum við HM í handbolta á íslandi eiga þessar íþróttahátíðir það sameiginlegt að það þarf gott skipulag og góða vinnuaðstöðu fyr- ir fréttamenn. Ég á erfitt með að sjá það í fljótu bragði að við íslend- ingar getum boðið fréttamönnum uppá þá aðstöðu sem til þarf. Stemmning Ég sá íshokkíleik rnilli Svía og Bandaríkjamanna í Hákonarhöll á laugardagskvöldið. Hingað til hef ég ekki haft mikinn áhuga á ís- hokkí, en skemmti mér konunglega og á örugglega eftir að fara aftur. Uppselt var á leikinn, um 10.000 manns, og stemmningin var gríðar- leg. Þakið ætlaði nánast að lyftast af höllinni, slíkur var hávaðinn þeg- ar hamagangurinn var hvað mestur við að koma pökknum í markið. Svíar sigruðu 6:4 og það verðskuld- að. Ekki var minni stemmning í kringum göngubrautina í 15 km göngunni fyrr um daginn. Um 70 þúsund manns voru á svæðinu, flestir að sjálfsögðu Norðmenn. Ég hefði ekki trúað því að það væri svona gaman að fylgjast með göngu. Á svæðinu þar sem markið er var búið að koma upp fjölmörg- um sölutjöldum þar sem hægt var að fá ýmsan varning sem tilheyrir Ólympíuleikunum, barmmerki og alls konar minjagripi. Hljómsveit hélt upp stemmningunni fyrir gesti og „tröll" og „álfar“ voru á svæð- inu. Norðmenn eru snillingar i að setja upp aðstöðu fyrir áhorfendur og gera þeim þannig mögulegt að taka þátt í gleðinni, enda er skíða- ganga þjóðaríþrótt þeirra. Fólk var nánast með allri göngubrautinni í skóginum. Það hafði með sér nesti í bakpokanum sínum og naut úti- verunnar og fegurðarinnar í ós- nortinni náttúrunni. Um leið og göngumennirnir fóru framhjá veif- aði fólkið norska fánanum og söng „Sigurinn er okkar“ svona rétt til að undirstrika hvaðan það væri. Sigurdur þjónar kóngafölkinu íslendingurinn Sigurður Garðarsson er veitingastjóri á stærsta og fínasta hótelinu í Lillehammer, Hótel Lillehammer þar seni margt fyrirmennið gistir nú, en Sigurður segir að það sé ekki nýtt fyrir sig að þjóna háttsettu fólki. Hjá honum búa m.a. Al- bert prins af Mónakó, spænsku konungs- hjónin, Belgíukonungur auk norsku kon- ungshjónanna. Á hótelinu búa einnig full- trúar Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, með Juan Antonio Samaranch, forseta IOC, í fararbroddi. Girðing er umhverfís hótelið og ströng öryggisgæsla þar sem enginn óviðkomandi fær aðgang. Nóttin í eins manns herbergi á hótelinu kostar um 40 þúsund krónur íslenskar. Sigurður sagði að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, hefði pantað 17 herbergi fyrir sig og fylgdarlið, en því miður; hótelið var orðið full bókað. Anna Björk aðstoðar íslenska hópinn Anna Björk Bjarnadóttir, sera býr I Ósló, er túlkur og aðstoðarmaður íslenska ólympíuliðsins. Eiginmaður Önnu Bjarkar er Tómas Holton körfuknattleiksmaður sem lék áður með Val. Hann leikur með Amerud í norsku 1. deiidinni og á dögunum tryggði liðið sér áframhaldandi veru í deild- inni með því að sigra Asker 88:84 í fallbar- áttuleik. Þjálfarinn refsaði Daníei og Rögnvaldi Bo Eriksson, þjálfari íslensku göngu- mannanna, var ekki ánægður með frammi- stöðu Daníels og Rögnvalds í 15 km göngunni á laugardaginn. Hann lét þá taka út fyrirfram ákveðna reísingu — lét þá ganga 5 kílómetra eftir keppnina. „Bo er ákveðinn; hann refsaði okkur fyrir slaka frammistöðu og það er ekkert við því að segja. Hann veit það eins vel og við sjálfír að við áttum að geta gert betur. Það eru ekki alltaf jólin í þessu sporti," sagði Daní- el. Atvinnuleysisbætur konunnar komu sér vel Rögnvaldur Ingþórsson, sem býr í Sví- þjóð, hefur ekki fengið eina einustu krónu i styrk frá Skíðasambandi íslands eða Ólympíunend íslands vegna undirbúnings fyrir leikana. „Ég ijármagnaði æfingarnar með atvinnuleysisstyrk eiginkonunnar. Ég hef ekki fengið krónu af þeim peningum sem Ólympíunefnd íslands hefur styrkt Skíðasambandið vegna þátttöku í Ólymp- íuleikunum. Strákarnir í alpagreinunum fengu þó 250 þúsund á mann, þó svo að sumir þeirra væru ekki einu sinni í landslið- inu,“ sagði Rögnvaldur. Bremsumaðurinn var aðeins of þungur Keppendur frá Jamaika vöktu mikla athygli á leikunum í Calgary fyrir sex árum er þeir veltu bobsleða sínum í rennunni og þeyttust niður hana. Bobsleðasveit Jamaíka var aftur dæmd úr leik á laugar- dag en nú af annarri ástæðu; bremsumað- urinn var of þungur. Keppendumir tveir og sleðinn voru samtals 393,6 kg., en mega ekki vega nema 390. Talsmaður Jamaíkamanna sagði að þyngd bremsu- mannsins væri mjög mismunandi; sveiflað- ist til og frá um að allt að fimm kíló. Öðruvísi gull Ard Schenk, fararstjóri hollenska ólymp- íuhópsins, færði Koss óvanaleg „gullverð- laun“ eftir 10.000 m hlaupið á sunnudag: gullbryddaða þverslaufu að gjöf. IMorður-Kóreumenn létu ekki sjá sig Keppendur frá Norður Kóreu hafa ekki látið sjá sig í Lillehammer en enginn veit hvers vegna. Reiknað var með keppendum þaðan í sprett-skautahlaupin, en einu verð- laun landsins á Vetrarólympíuleikum unn- ust einmitt í 500 m skautahlaupi kvenna í Albertville fyrir tveimur árum, er Hwang Ok-sil varð þriðja og fékk bronsið. Engar ástæðar hafa verið gefnar fyrir því hvers vegna Norður Kórea á ekki keppanda á leikunum, en menn leiddu getum að því að bágt efnahagsástand þjóðarinnar ætti eflaust stóran þátt í því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.