Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ BLAD B adidas : Norðurlandameistarar í handknattleik heyrnarlausra leika í Adidas. KNATTSPYRNA Helgi Sigurðsson undir smá- sjánni hjá Stuttgart og Dresden Helgi Sigurðsson, hinn ungi sókrarleikmaður Framara, er undir smásjánni hjá þýsku 1. deildarliðunum Stuttgart og Dynamo Dresden. Helgi vakti mikla athygli þegar hann var 'hjá Stuttgart á dögunum og skoraði þrjú mörk í einum leik. Þá var rætt við Helga og hafa forráða- menn félagsins áhuga á að fá hann til sín næsta keppnistímabil — á áhugamannasamning eins og Eyjólfur Sverrisson byijaði á hjá félaginu. Dynamo Dresden, liðið sem Siegfried Held, fyrrum landsliðs- þjálfari íslands þjálfar, hefur einnig áhuga á að fá Helga til sín. „Við höfum ekki fengið form- legt tilboð frá Dresden, en félag- ið hefur haft samband við okkur — og sýnt mikinn áhuga á að fá Helga og það strax í sumar. Helgi er frábær knattspyrnumaður, sem á framtíðina fyrir sér. Það er því eðlilegt að félög hafi auga- stað á honum. En hvorki við hjá Fram og Helgi komum til með að ana að neinu. Helgi er ungur og það_ er nægur tími til stefnu,“ sagði Ólafur Helgi Árnason, for- maður knattspyrnudeildar Fram, í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. BLAK Bikarinn í sídasta sinn! Morgunblaðið/Bjarni LEIFUR Harðarson, fyrirliði Þróttar, virðir hér fyrir sér Ljómabikarinn sem Þróttur vann í tíunda sinn um helgina. Bikarinn verður nú tekinn úr umferð og líklegt er að Leifur hætti eftir þetta tímabil þannig að þetta voru síðustu forvöð fyrir fyrirliðann að fá að halda á honum. Jón Árnason hefur átta sinnum lyft bikarnum en Valur Guðjón Valsson, sem er lengst til hægri á myndinni, er einn af ungu mönnunum hjá Þrótti, var að verða bikarmeistari í fyrsta sinn. ■ „Hefð Þróttar rík“ / B5 OLYMPIUMOT FATLAÐRA Svanur í sjötta sæti Svanur Ingvarsson frá Selfossi hafnaði í 6. sæti í 100 og 500 metra sleðastjaki á Vetrarólympíu- móti fatlaðra í Lillehammer í gær. Svanur er eini íslenski keppandinn á mótinu sem var sett 10. mars og stendur til 20. mars. Svanur keppti fyrst í 100 metra sleð- astjaki í gær og varð í sjötta sæti af 14 keppendum. Tími hans var 15,42 sekúndur, en sigurvegarinn KNATTSPYRNA sem var Norðmaður rann vegalengd- ina á 14,32 sekúndum. Í 500 metrun- um varð hann einnig í sjötta sæti af 14 á 1.14,05 mín., en sigurvegarinn sem var Norðmaður fékk tímann 1.06,20 mín. Keppnin í sleðastjaki fór fram í Víkingahöllinni í Hamri. Svanur, sem er fyrstur íslendinga til að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra, keppir í 1.000 metra sleðast- jaki á morgun og 1.500 m á föstudag. Guðni hefur valið Ítalíufaranna Íslenska unglingalandsliðið, sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri, tekur þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti á Ítalíu dagana 26. mars til 4 apríl. Guðni Kjartans- son, þjálfari, valdi í gær 16 leik- menn til fararinnar. Þeir eru: Markverðir: Ólafur Kristjánsson, Fram og Gunnar Sigurðsson, ÍBV. Aðrir leikmenn: Kjartan Antons- son, UBK, Bjarki Stefánsson, Val, Vilhjálmur Vilhjálmsson, KR, Ragnar Árnason, Stjörnunni, Sigur- björn Hreiðarsson, Val, Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, Bjamólfur Lár- usson, ÍBV, Guðni Rúnar Helgason, Sunderland, Brynjar Gunnarsson, KR, Jóhannes Harðarson, íA, Guð- mundur Brynjólfsson, Val, Ólafur Stígsson, Fylki, Andri Sigþórsson, Bayern Munchen og Björgvin Magnússon, Werder Bremen. Island er í A-riðli ásamt Sviss, Ítalíu og Kína. í B-riðli leika Belg- ía, Tékkland, Alsír og San Marínó. í C-riðli leika Spánn, Rúmenía, Sló- vakía og ísrael. í D-riðli leika Nor- egur, Grikkland, Ungveijaland og Túnis. Jafnt hjá West Ham West Ham og Luton gerðu markalaust jafntefli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Liðin þurfa því að mætast aftur á Kenilworth Road 23. mars. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Chelsea í undanúrslitum á Wembley 9 apríl. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Manchester United og Oldham á Wembley daginn eftir, 10 apríl. iii'iHlnVnrgie SKIÐI: ASTA OG KRISTINIM A VERÐLAUNAPALLISVIÞJÓÐ / B8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.