Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 B 3 KNATTSPYRNA Reuter Bakfallsspyrna CAVIN Peacock tryggði Chelsea sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar, en hér snýr hann á Mike Stowell, markvörð Wolves, með bakfallsspymu. Bayem skrefi nær titlinum Getum farið allaleið - sagði Peacock eftir sigur Chelsea MANCHESTER United vann Charlton 3:1 og er komið í und- anúrslit ensku bikarkeppninn- ar, mætir þar Oldham á úti- velli. Liðið er sem fyrr efst í deildinni og leikurtil úrslita í deildarbikarnum 27. mars, en Peter Schmeichel, markvörð- ur, verður þá hugsanlega í banni, þar sem hann fékk að sjá rauða spjaldið á laugardag- inn. Chelsea vann Wolves 1:0 „og við getum farið alla leið,“ sagði Gavin Peacock, sem gerði eina mark leiksins. Andrei Kanchelskis frá Úkraínu gerði tvö mörk á fjórum mín- útum, en Mark Hughes gaf tóninn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Schmeichel var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks fyrir að ræna Kim Grant marktækifæri, hljóp útúr teignum og tók boltann með hendi. Les Sealey fór í markið og Paul Parker settist á bekkinn. Darren Beckford tryggði Oldham sæti í undanúrslitum með marki gegn Bolton sex mínútum fyrir leiks- lok. Bolton, sem sló út Everton, meistara Arsenal og Aston Villa, átti leikinn en tókst ekki að skora. Mark Patterson gerði síðan afdrifa- rík mistök, Beckford komst inní sendingu hans og gerði útum leikinn. Gavin Peacock hélt viðtekinni venju — að skora þegar mikið liggur við. Hann tryggði Chelsea. sigur gegn Manchester United í deildinni í september, endurtók leikinn fyrir rúmri viku og skoraði á 58. mínútu í bikarnum gegn Wolves í fyrradag, fjórða mark hans í keppninni. Samkvæmt veðbönkum eru möguleikar Chelsea á sigri í bikar- keppninni einn á móti fjórum, en United stendur þar betur að vígi, einn á móti tveimur. Glenn Hoddle lék með Chelsea í fyrsta sinn síðan í nóvember, skipti sér inná á 19. mínútu og stýrði liði félagsins í und- anúrslit. Það gerðist síðast 1970, þegar Chelsea vann Watford og síð- an Leeds í aukaleik í úrslitum. BAYERN Munchen er með tveggja stiga forystu í þýsku deildinni, en iiðið vann Watt- enscheid 3:1 á útivelli um helg- ina. „Við vissum að þetta yrði erfitt, en við erum skrefi nær meistaratitlinum," sagði Franz Beckenbauer, yfirþjálfari Bay- ern. Fyrri hálfleikur var markalaus, en Adolfo Valencia frá Kólombíu, sem hefur skorað í þremur síðustu leikjum, braut ísinn á 51. mínútu. Lothar Matthaús bætti öðru við á 65. mínútu og Dieter Frey gerði þriðja markið fimm mínútum síðar, en Jörg Bach minnkaði muninn und- ir lokin. Barcelona þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum og var 3:2 undir í hléi, en Romario gerði tvö mörk um miðjan seinni hálfleik og tryggði sigurinn. Hann hefur gert 26 mörk á tímabilinu. Deportivo, sem var sex stigum á undan Barcelona fyrir þremur vikum, hefur aðeins gert eitt mark í síðustu þremur leikjum. Roberto Santamar- ia, markvörður Osasuna, varði víta- spyrnu frá Donato á 53. mínútu. Real Madrid náði sér á strik á ný Frankfurt vann Leverkusen 2:0 og er í 2. sæti, en Thomas Doll og Anthony Yeboah gerðu mörkin. Kais- erslautern, Karlsruhe, Hamburg og Duisburg, sem tapaði 2:1 gegn Dort- mund, eru stigi á eftir Frankfurt. Meistarar Werder Bremen töpuðu 2:0 heima fyrir Karlsruhe og eru um miðja deild sex stigum á eftir Bay- ern. Manfred Bender gerði bæði mörk gestanna í seinni háifleik eftir að Norðmaðurinn Rune Bratseth hafði skorað fyrir heimamenn. Brem- en hefur ekki náð að sigra í síðustu fjórum leikjum. „Við gerðum þau mistök að hanga á boltanum í stað þess að láta spilið ganga,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari. og vann Rayo Vallecano 5:2 í ná- grannaslagnum. Vicente del Bosque, sem tók við stjóm liðsins, gerði nokkrar breytingar. Hann setti Rob- ert Prosinecki frá Króatíu I fremstu röð og lét Rafael Martin Vazquez einnig í byijunarliðið, en þeir höfðu vermt varamannabekkina í nokkra mánuði. Emilio Butragueno, sem hafði verið frá í sex vikur vegna meiðsla, kom aftur inn og vamar- maðurinn Jesus Velasco lék í fyrsta sinn. Romario með þrennu BARCELONA gefur ekkert eftir í baráttunni um spænska meist- aratitilinn og er aðeins tveimur stigum á eftir Deportivo, sem gerði markalaust jafntefli við botnlið Osasuna. A laugardaginn sigraði Barcelona ífimmta leiknum í röð, vann Atletico Madrid 5:3, og var Romario frá Brasilíu með þrennu, en Hristo Stoic- hkov frá Búlgaríu, sem fékk að sjá rauða spjaldið eins og þrír aðrir leikmenn, gerði tvö mörk. ÍÞRÚmR FOLK ■ MEISTARINN Ian Rush og arftaki hans, Robbie Fowler, skor- uðu fyrir Liverpool í 150. ná- grannaslagnum gegn Everton í deildinni um helg- ina. Rush hefur Hennessy leikið 32 Þessara i Englandi leikja og gert 25 mörk í þeim. ■ NIGEL Clough var settur út úr liði Liverpool fyrir Fowler og tók því illa — lét sig hverfa áður en leikurinn hófst. ■ NEWCASTLE gerði vonir Swindon um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni nánast að engu með 7:1 sigri. Newcastle hefur ekki gert svo mörg mörk í sama leik í efstu deild í 34 ár. ■ PETER Beardsley gerði tvö mörk og er þar með kominn með 200 mörk í ensku knattspyrnunni. ■ NORWICH hefur leikið níu leiki síðan stjórinn Mike Walker fór til Everton í janúar s.l. án þess að fagna sigri. ■ TORE Pedersen meiddist á hné í leik Oldham og Bolton og verður norski landsliðsmaðurinn frá næstu mánuði. „Liðböndin æru farin og hann missir af heimsmeist- arakeppninni," sagði Joe Royle, stjóri Oldham. „Gunnar Halle þurfti einnig að fara í uppskurð svo við erum ekki vinsælir í Noregi," bætti hann við. ■ GLASGOW Rangers á mikla möguleika á að vinna þrefalt í Skot- landi í ár eins og í fyrra. Liðið hefur þegar sigrað í deildarbikarn- um, er í undanúrslitum í bikarnum og með fjögurra stiga forystu í deildinni. Vildi að jörðin gleypti mig - sagði Mark Patterson eftir afdrifarík mistök gegn Oldham ALLA knattspyrnumenn í Englandi dreymir um að leika til úrsiita í bikarkeppninni á Wembley, en einstakt atvik getur látið drauminn rætast eða verða að engu. Mark Patterson, varnarmaður Bolton, gerði mistök, sem urðu tíl þess að Old- ham komst í undanúrslit. „Ég vildi að jörðin opnaðist og gleypti mig, sagði hann eftir 1:0 tapið. „Ég var með boltann, en hitt- ’ann illa. Ég óskaði þess að ég fengi tækifæri til að bæta fyrir mistökin, en vissi að það kæmi ekki. Þetta var það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum." Atvikið gerðist sex mínútum Beckford hefur gert þijú mörk fyrir leikslok og Bruce Rioch fyrir Oldham í bikamum og vonar tók varnarmanninn þegar af velli, en sagðist ekki hafa gert það vegna mistakanna. Darren Beckford komst inní sendingu Pattersons og gerði eina mark leiksins í kjölfarið. Hefði hann farið eftir því sem Joe Royle, þjálfari, hafði sagt honum að gera, er ekki víst að svona hefði farið. „Ég reyndi að segja honum að færa sig á vellinum," sagði Royle. „Hann sagði mér á eftir að ef hann hefði farið að mínum ráðum hefði hann ekki átt möguleika á að komast inn( sendinguna." að heppnin, sem hafi ekki fylgt sér hjá Norwich, verði áfram til stað- ar. „Ég var í liði Norwich, sem komst í undanúrslit fyrir tveimur ámm, en var í banni í tapleiknum gegn Sunderland. Ég fékk að sjá rauða spjaldið í leik með varaliðinu eftir að hafa gert þijú mörk.“ Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, sagði að félagið sætti sig ekki við brottrekstur Peters Schmeichels og myndi veija mál sitt. „Við höfum skoðað atvikið á myndbandi og okkur finnst að Peter komi út og ætli að sparka boitanum. Boltinn fór í hönd hans og við nýtum rétt okkar til að áfrýja brottrekstrinum. Ég minnist þess að Ian Wright hjá Arsenal var bókaður í þriðju umferð, en áfrýjunin var tekin til greina og við vonum að réttlætið nái fram að ganga.“ Mark Hughes gaf United tóninn eftir brottreksturinn, en litlu mun- aði að hann yrði tekinn af velli. Ferguson tók sér góðan tíma til að ákveða hver yrði að fara af velli fyrir varamarkvörðinn. Hann ætlaði að kalla á Hughes, en skipti um skoðun og tók varnarmanninn Paul Parker útaf. „Þegar þarf að gera breytingar við þessar kring- umstæður er eðlilegast að skipta framheija útaf. Ég hélt að það yrði ég en er ánægður með að hafa fengið að vera áfram með. Rauða spjaldið kom á óvart, en ef til vill hjálpaði það okkur meira en Charlton." ÍÞR&mR FOLK ■ RÚSSNESKA knattspyrnusam- bandið gerir sér vonir um að ná samkomulagi við bestu leikmenn þjóðarinnar, en þeir hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna þess að þeir vilja Anatoly Byshovets aftur sem landsliðsþjálfara, hærri laun og bættar æfingaaðstæður. ■ VYACHESLAV Koloskov, for- maður, sagði að Byshovets væri sérlegur ráðgjafi Knattspyrnusam- bands Suður-Kóreu og því ekki á lausu, „en fyrir næsta leik [gegn írlandi 29. marsj bjóðum við öllum leikmönnunum að koma og ræða hin atriðin." ■ VIKTOR Onopko, fyrirliði Spartak Moscow og knattspyrnu- maður síðasta árs, sagðist ekki hafa neitt á móti núverandi þjálfara, „en ég spila ef allir þeir bestu gera það. Ég sagði strax að málið snerist ekki um þjálfarann heldur peninga. Pen- inga, peninga, peninga." AC Milan með átta stiga forskot AC Milan er á góðri leið með að verða ítalskur meistari í knattspyrnu þriðja árið í röð. í fyrradag vann liði Sampdoria 1:0 og er nú með átta stiga forystu á toppnum, en sjö um- ferðir eru eftir í deildinni. Daniele Massaro gerði eina mark leiksins með skalla um miðjan fyrri hálfleik, áttunda mark hans á tímabilinu. Sampdoria, sem er eina liðið sem hefur sigrað Milan á tíma- bilinu, var nálægt því að skora á fyrstu mínútu, þegar Ruud Gullit, fyrrum leikmaður Milan, opnaði fyr- ir Roberto Mancino, en fyrirliðinn hikaði og Paolo Maldini náði að kom- ast fyrir skotið. „Munurinn á Milan og öðrum er sá að liðið eyðileggur svona færi,“ sagði Gullit. Milan átti leikinn og var Dejan Savicevic í aðalhlutverki, en tvisvar á fyrsta hálftímanum kom Pagliuca í veg fyrir að hann skoraði með góðri markvörslu. Fabio Capello, þjálfari, stjórnaði Milan í 100. sinn í deildinni, en hann sagði að keppn- inni væri ekki lokið. „Við tölum ekki um þriðja titilinn í röð fyrr en ekk- ert lið getur náð okkur að stigum," sagði þjálfarinn. „Við höldum okkur við jörðina." Juventus gerði aðeins 1:1 jafn- tefli við Genúa. Alessandro Del Pi- ero, sem lék níunda leik sinn fyrir Juve, skoraði 10 mínútum fyrir hlé eftir gott spil Robertos Baggios og Giancarlos Marocchis. Hann var síð- an rekinn af velli í seinni hálfleik og Fabio Galante náði að jafna gegn 10 mönnum Juve. Parma hitaði upp fyrir Evrópu- leikinn gegn Ajax annaðkvöld og vann Inter 4:1. Gianfranco Zola gerði tvö fyretu mörkin og er marka- hæstur í deildinni með 16 mörk eins og Baggio, en síðan skoraði Faustino Asprilla frá Kólombíu og Svíinn Tomas Brolin bætti fjórða markinu við áður en Ruben Sosa minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Andrea Silenzi, sem hafði ekki skorað í rúma tvo mánuði, gerði bæði mörk Tórínó í 2:1 sigri gegn Cagliari, en Tórínó mætir Arsenal í Evrópukeppni bikarhafa á Highbury í kvöld. Roma gerði markalaust jafntefli við Reggiana og er í fallhættu. Liðið hefur ekki sigrað í síðustu 14 leikj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.