Morgunblaðið - 19.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.1994, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARZ 1994 YFIRLITSSÝNING á verkum Jóns Gunnars Árnasonar verð- ur opnuð í Listasafni íslands í dag. Val verka og hönnun sýn- ingar hafa þau Bera Nordal og Aðalsteinn Ingólfsson annast. Listasafnið gefur jafnframt út veglegt rit um Jón Gunnar af þessu tilefni. Það nefnist Hug- arorka og sólstafir og er rit- stjóri þess Aðalsteinn Ingólfs- son. í Nýlistasafninu sýna 23 listamenn verk til heiðurs Jóni Gunnari, félagar, vinir og nem- endur, meðal þeirra Jóhann Eyfells, Hreinn Friðfinnsson, Magnús Pálsson, Sigurðurog Kristján Guðmundssynir, Guð- bergur Bergsson og Einar Guð- mundsson. Jón Gunnar Árnason var vélvirki sem sneri baki við borgara- legu lífi og kröfum þess, kastaði öllu frá sér listarinnar vegna eins og hann sagði sjálfur. Undir- ritaður man fyrst eftir honum sem varkárum manni og dálítið hik- andi. Það átti eftir að breytast þegar listin hafði náð þeim tökum á honum að „löglegt líf“ var ekki á dagskrá. Ekki uppörvandi andrúmsloft Andrúmsloft listarinnar í Reykjavík í lok sjötta áratugar og í upphafi sjöunda var ekki beinlín- is uppörvandi. Afstraktlistin hafði náð hámarki sínu og var orðin fastmótuð og bauð ekki lengur upp á mörg tækifæri til endurnýj- unar. Vissrar uppreisnar var þó farið að gæta. Til voru ungir mynd- listarmenn sem teiknuðu og mál- uðu fígúratíft og þá í óþökk eldri félaga sinna. Úti í heimi var brydd- að upp á nýju, sumt af því þótti galgopaháttur. Hreyfilistin með Alexander Calder og Jean Tingu- ely varð áberandi. Daniel Spoerri kom með nýtt raunsæi. Hug- myndalega listin var á leiðinni. Byltingarmaður og eldhugi, Di- eter Roth, settist að hér á landi og átti eftir að hafa mikil áhrif. Meðal þeirra sem fylgdu fordæmi hans voru Magnús Pálsson og Jón Gunnar Árnason. Hinn fyrrnefndi var reyndar áður byrjaður á ýmsu í líkum anda og Dieter Roth. Areiti í págu betra lífs, betra umhverfis Gagnger breyting Gagngera breytingu á lífi og túlkun Jóns Gunnars Árnasonar má að vissu marki rekja til Diet- ers Roths sem Aðalsteinn Ingólfs- son kallar lærimeistara hans og fóstbróður. Þeir unnu mikið sam- an, bæði að list og hönnun. Diet- er Roth kom Jóni Gunnari á fram- færi erlendis. Síðar kom SÚM þar sem Jón Gunnar var meðal frum- kvöðla, hugmyndalega listin fór að setja mark sitt á listsköpun ungra manna. ísland var síður en svo einangrað í listum. Alls ekld stöónun Fjölbreytni, ekki stöðnun, er nauðsynleg fyrir listina. Jón Gunn- ar Árnason var áræðinn og frjór. Hann fór ýmsar leiðir í list sinni, hélt áfram að reyna á þanþol efnisins, orku hugmyndanna. Óminn, ofsann og mildina kall- ar Guðbergur Bergsson umfjöllun sína um Jón Gunnar Árnason í bókarkafla í íslenskri list (1981). Guðbergur leggur áherslu á að Jón Gunnar kanni af framsækni víðáttur hins óþekkta: „Líkt og kynlegir fálmarar teygjast sumar höggmyndir hans út í tómið, þreifa fyrir sér í spurn um hvort þar sé nokkuð að finna. Síðan ummyndast fálmararnir í krækl- Jón Gunnar Arnason i Listasafni íslands óttar rætur, en sjálft blómið springur út í huga áhorfandans; og áhorfandinn ber með sér blóm- ið og finnur ilm af eðli þess, óm af mildi og ofsa.“ Guðbergur, sem þekkti Jón Gunnar vel og starfaði með hon- um, telur að Jóni Gunnari hafi verið hugleikið að „höggmyndin er skopleikur í afkáralegum heirni", þ.e.a.s. með leikhúsblæ. í þessu samhengi má skoða Hjart- að eftir hann, Egó og fleiri högg- myndir. Eins konar leikrit Kannski eru höggmyndir fljót- andi á sjó, speglar hins stund- lega, líka eins konar leikrit. Án efa eru hnífamyndirnar einnig við- brögð sem í boðun sinni nálgast hið leikræna. í Hugarorku og sólstöfum minnir Bera Nordal á hugmynd Jóns Gunnars að fanga sólarork- una sem varð uppspretta margra athyglisverðra verka að hennar dómi: „Á einfaldan og skýran hátt sjóngerir hann grundvallarfyrir- bæri eins og sólina og aðdráttar- aflið og býr þannig til myndmál sem er í senn afar persónulegt og kynngimagnað." Áreiti gagnvart áhorfandanum Verk Jóns Gunnars eru eins og Bera orðar það „óvenju hugvitssamlega útfærð og fáguð í handbragði. En þau búa líka yfir miklu áreiti gagn- vart áhorfandanum og nán- asta umhvefinu. Þau verða því ekki aðeins hluti af rýminu heldur einnig ógnun við það.“ Úr þessu verður ekki dregið og eflaust voru hnífarnir ekki síst kröftug mótmæli gegn stríði og valdi. Síðustu verkin aftur á móti, til dæmis Sólf- ar, vísa til landnáms og ævin- týra. Sama gera ýmis hreyfi- myndaverk hans frá fyrra tímabili. Hann sagði sjálfur í við- tali 1988 að hann tryði á listina og framgang hennar í heiminum „sem afl til að gera lífið og umhverfið betra". Listin og almenningur Aðalsteinn Ingólfsson segir í Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hugarorku og sólstöfum að hugarflug Jóns Gunnars hafi verið „nokkrum árum á undan fram- kværhdinni, sjálfsagt vegna þess að ytri skilyrði, það er vöntun á vinnuað- stöðu, áhuga- leysi almenn- ings og brauðstrit, gerðu honum tæpast kleift að fylgja því eftir í verki". I framhaldi má íhuga orð Jóns Gunnars í blaðaviðtali frá 1986: „Maður á bara að gera nákvæm- lega það sem hann vill. Aðalatrið- ið er að gera list. Það er aukaatr- iði að lifa af henni. Ef ég vildi lifa af listinni og hafa það gott þá myndi ég gera verk eins og al- menningur vill, nú eða ríkjandi öfl." Sé Jón Gunnar að einhverju leyti trúarlegur listamaður, eins og Ólafur Gíslason heldur fram í margnefndu riti, og sem slíkur dýrkandi sólar fyrst og fremst, minnir það okkur á að listina er unnt að skoða sem eins konar særingu. Þá er hlutverk hennar að leiða í Ijós samhengi alls í náttúrunni og mannlegu lífi, hörku jafnt sem blíðu. Samantekt: Jóhann Hjálmarsson. Hjartaó á sýn- ingu verka Jóns Gunnars Árna- sonar ■ Listasaf ni íslands. ORT UM STflOI ER STAÐUR AÐEINS STAÐUR? EftirJóhann Hjálmarsson LJÓÐ staóanna, landsvæðanna, Ijóó um staði, svæði eða kannslci staóbundin Ijóð (sem slík stundum átthagaljóð) eru valkostir þegar þýða skal það fyrirbrigði í Ijóðlist sem meóal ensku- mælandi þjóða er kallað The Poetry of Place. Það að yrkja um staði er þó síst af öllu nýjung, hefur þekkst frá fyrstu tíð. Ljóðlist af þessu tagi eða réttara sagt yrkisefni varð mjög umrædd á síðari hluta níunda áratugar, en skaut upp kollin- um fyrr og hefur ekki verið lögð niður. Einkum voru það skáld sem yrkja á ensku, með- al þeirra kunnustu írinn Sea- mus Heaney og Vestur-lnd- íumaðurinn Derek Walcott sem ortu um staðina. Ljóð um ferðir tengjast staðaljóð- unum, þau eru stundum eins konar ferðaljóð. Sameigin- legt þeim flestum er að ein- hver staður verður yrkisefni, oft birtist hann í heiti Ijoðs- ins, en Ijóðið getur síðan fjall- að um allt annað en staðina, enda snúast flest Ijóð einkum um skáldið sjálft. Sfaúur er ekki alltaf aóeins staóur Mikill lærdómsmaður og skáld, Svíinn Göran Printz- Páhlson (eftirmáli Ijóðasafns- ins Fardvág, 1990), minnir á allt þetta með því að rifja upp erindi eftir T.S. Eliot: Af því að ég veit að tími er alltaf tími Og staður er alltaf og aðeins staður Og það sem er brýnt er aðeins brýnt í eitt skipti Og aðeins á einum stað. Af þessari tilvitnun dregur Printz-Páhlson þá ályktun að hún geti varla lengur gengið upp: „Tími er ekki alltaf tími og umfram allt er staður ekki alltaf aðeins staður." Með þetta í huga hafa mörg skáld ort um stundir og staði. Skáld frá Englandi, Wales, Skotlandi, írlandi og Bandaríkjunum hafa verið áberandi í fjölmennum hópi staðaskáldanna. Má nefna A.R. Ammons, Gillian Clarke, lain Crichton Smith, W.S. Graham, Derek Mahon, Paul Muldoon, Craig Raine og John Matthias. Sá síðast- nefndi er Bandaríkjamaður sem hefur búið lengi á Eng- landi og skrifað fræðilega um efnið. Ein Ijóðabóka hans er Poems, Places; hann yrkir mjög opið og umbúðalaust og neitar sér ekki um að segja frá í Ijóði. Aður var nefndur Seamus Heaney sem 1972 sendi frá sér Wintering Out, en það ár kvöddu mörg staðaskáld sér hljóðs. Nokkrum árum seinna, eða 1975, festu þessi skáld sig í sessi, framlag Seantus Heaney Heaneys það ár var North. í The Sense of Place, fyrir- lestri sem Heaney hélt 1977 íThe Ulster Museum, er gerð grein fyrir því sem skáldin eiga sameiginlegt, stefnu þeirra í Ijóðiistinni. Aódráttarafl Ljóðabækur íslenskra höf- unda, eldri og yngri, bera þess merki að Ijóðum um staði hefur frekar fjölgað en fækkað. Þetta má stundum telja til marks um hefðbundn- ar tilhneigingar í skáldskap, en alls ekki alltaf. Ung skáld sem leita nýrra leiða virðast dragast að ýmsum stöðum, helst afskiptum. Þessu er til dæmis unnt að kynnast með því að lesa Ijóðatímaritið Ský séu menn ekki nógu duglegir við að kynna sér efni nýrra Ijóðabóka. Ferðaljóð eru sérstakur heimur, oft skemmtilegur. Hætta slíkra Ijóða er aftur á móti sú að Ijóðin geta orðið yfirborðsleg, góð eða slæm blaðamennska eftir atvikum. Sama er vissulega hægt að segja um Ijóðin um staðina,. ekki síst þegar þau falla um of í gryfju átthaga- og tæki- færisljóða. Þá verða þau yfir- lýsingar eða játningar, spegla fyrst og fremst það sem skáldið vill endilega koma á framfæri án þess að sýna það að gagni. Það er skelfilega mikið til af þessum innantómu Ijóðum. Klukka i fornum eyöidal Hannes Pétursson er eitt þeirra mörgu íslensku skálda sem ort hafa um staði og mörg Ijóða hans sækja líka yrkisefni í ferðir. Nýjasta bók Hannesar, Eldhylur, er til marks um þetta þótt aðrar bækur eftir hann komi ekki síður í hugann. Grettisskyrta og Norðursetumenn eru Ijóð í nýju bókinni sem kalla má Ijóð um staði, í senn tilvistar- leg og bundin minningum. Klukkukvæði, eitt helsta Ijóð bókarinnar, segir frá klukku sem gæti ef hún fynd- ist „hrakið Myrkrahöfðingj- ann á burt". Slíkrar klukku er ástæða til að leita og grafa úr jörð. Það sem gerir Klukku- kvæði að staðarljóði er Ábending skáldsins í bókar- lok þegar það tekur af vafa um uppruna klukkunnar, fær- ir hana til Skagafjarðardala: „Hraunþúfuklaustur heitir dalsplássið þar sem klukkan fannst. Það liggur langt frá byggðum bólum, fram við öræfi. Þar mun aldrei hafa verið neins konar helgisetur, en bóndabær í fornöld. Síð- ar, um einhvern tíma, var plássið e.t.v. nytjað af byggð- armönnum. Og löngum fóru þar um gangnamenn." Staóir eg feróir Þegar gluggað er í fleiri Ijóðabækur ársins 1993 er ekki skortur á stöðum og ferðum. Sigurður Pálsson bregður að venju upp ýmsum ferðamyndum í Ljóðlínudansi og sama gerirtil dæmis Bragi Ólafsson í Ytri höfninni. Ljóð þessara skálda nærast bein- línis á tengslum þeirra við staði og þeirri breytingu, hreyfingu sem einkenna ferð- ir. Óskar Árni Óskarsson er einnig skáld ferðaljóða eins og heiti bókar hans, Norður- leið, segir til um. Geirlaugur Magnússon persónugerir náttúruna í bók sinni Safn- borg, meðal annars i Ijóði um Siglufjörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.