Morgunblaðið - 19.03.1994, Page 3

Morgunblaðið - 19.03.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARZ 1994 C 3 Þeir eru líklega fáir sem velkjast í ein- hverjum vafa um þau miklu áhrif, sem Kammersveit Reykjavíkur hefur haft á tón- listarlíf okkar á síðustu tuttugu árum. Þau skipta orðið þó nokkrum tugum verkin úr kammertónbókmenntunum, sem sveitin hefur frumflutt, auk þess sem ný fslensk verk hafa verið frumflutt á vegum hennar. Og flestir hljóðfæraleikarar sem hafa mætt frá námi til leiks á þessum árum, hafa spilað á tónleikum Kammersveitarinnar. ♦ Alokatónleikum 20. starfsársins, í Áskirkju á sunnudaginn kemur fram stór hópur af okkar bestu hljóðfæraleikurum og spilar kammerverk sem eru hreint ekki af verri end- anum. Fyrsta verkið á tónleikunum, sem hefj- ast klukkan 17, verður Sextett fyrir strengi í B-dúr eftir J. Brahms. Þá verður leikin Seren- aða eftir Casella og að lokum er Oktett fyrir blásara eftir I. Stravinsky, þar sem Bernharð- ur Wilkinson stjórnar. Hljóðfæraleikarar á þessum tónleikum verða: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Rut Ingólfs- dóttir, fiðla, Ásdís Valdimarsdóttir, víóla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Einar Jó- hannesson, klarinett, Hafsteinn Guðmunds- son, fagott, Rúnar H. Vilbergsson, fagott, Eiríkur Örn Pálsson, trompett, Ásgeir H. Steingrímsson, trompett, Oddur Björnsson, básúna og Sigurður Þorgbergsson, básúna. Rut Ingólfsdóttir er sá hljóðfæraleikari sem þekkir starfsemi Kammersveitar Reykjavíkur hvað best. Hún hefur verið með frá upphafi og seinustu árin hefur hún haft veg og vanda að skipulagi og starfsemi sveitarinnar. Hún tók því Ijúflega að rifja upp með okkur ýmsa þætti úr starfi sveitarinnar og svara því hvers vegna flutt eru verk sem áður hafa verið á efnisskrá hennar í vetur. „Það var nú bara til gamans gert,“ svaraði Rut. „Sjálfri finnst mér þetta hafa verið mjög skemmtileg upprifjun, því sum verkanna hafa bara verið flutt einu sinni. Önnur höfum við spilað í þriðja eða fjórða skipti í vetur. Við vorum auðvitað spenntari fyrir því að spila verk sem voru á efnisskránni hjá okkur fyrir löngu, heldur en verk sem við höfum leikið nýlega." Hvað hefur komið mest á óvart við þessa upprifjun? „Það sem mér hefur þótt forvitnilegast við þessa upprifjun, voru íslensku tónleikarnir í Listasafni íslands í febrúar, því flest verkin sem við lékum þar höfðu bara verið frum- flutt og ekki heyrst síðan. Það höfðu liðið allt upp í tuttugu ár frá því sum þeirra höfðu verið flutt. Og það vill oft verða þannig með ný verk að þau eru bara frumflutt. Að því leyti held ég að íslensk tónskáld þurfi ekki að kvarta, því flest þeirra verk eru flutt um leið og þau hafa verið samin. En síðan líður jafnvel langur tími þar til þau eru spiluð aftur og sum þeirra eru aldrei spiluð aftur.“ Fimm-bíla verkiö „Verkin sem við fluttum á tónleikunum í Listasafninu hafa elst misvel en það sem kom okkur skemmtilega á óvart var að flest þeirra höfðu elst mjög vel. Þau voru eins fersk nú og við frumflutninginn. Ég hafði sjálf mest gaman að verki Atla Heimis „I call it," sem sló í gegn 1974 og stendur alveg fyrir sínu í dag, þótt tímarnir séu breyttir. Mér finnst það vera verk sem ætti ekki að heyrast of sjaldan. Það er að vísu dálítið erfitt í framkvæmd því að Atli notar meðal annars allt slagverk sem til er. Þegar það var frumflutt 1974 var það kallað fimm bíla verkið, því það þurfti fimm sendiferðabíla bara til að flytja slag- verkshljóðfærin." Þeir sem hlýtt hafa á það verk, kannast vafalaust við slagkraftinn - síður en svo lá- gróma ákallið - en á tónleikunum í Áskirkju bregður við annan tón. Fyrsta verkið er yndislegur og nokkuð hljóðlátari strengjasextett, sá fyrri af tveimur strengjasextettum sem Johannes Brahms samdi. Sextettinn hefur tvisvar sinnum áður verið á efnisskrá Kammersveitarinnar, 1980 og 1984 og verið spilaðir af hinum ýmsu strengjahljóðfæraleikurum. Að þessu sinni verður hann leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Rut Ingólfsdóttur á fiðlum, Ásdísi Valdi- marsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur, sem leika á víólur og á sellóunum verða Bryndís Halla Gylfadóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir. Ásdís er okkur líklega minna kunn en stöllur hennar fimm. Hún er búsett og starfandi í Þýskalandi og er komin sérstaklega heim til að leika með Kammersveitinni á þessum tón- leikum. „í hléinu á tónleikunum ætlum við að bjóða upp á afmæliskaffi í safnaðarheimili kirkjunn- ar,“ segir Rut, og á veggjunum munu hanga til sýnis myndir og efnisskrár úr 20 ára sögu Kammersveitarinnar. Ég hef verið að vinna að því undanfarnar vikur og mánuði að safna gömlum myndum. Þetta er mjög skemmti- legt, því maður sér best þarna hversu marg- ir hafa komið við sögu Kammersveitarinnar á þessum tuttugu árum. Það hafa eðlilega orðið kynslóðaskipti. Ég var til dæmis yngst í hópi þeirra sem stofnuðu Kammersveitina 1974 og er ein af örfáum úr þeim hópi sem spilar enn með - og núna er ég með þeim elstu.“ Eftir hlé verður slegið á léttari strengi og leikin Serenaða eftir ítalska tónskáldið Cas- ella. „Þetta verk er í serenöðu stíl, í sex köfl- um," segir Rut, „og þarna er víða ítalska stemmningu að finna: Næturljóð frá Napólí og manni dettur í hug katakombur inn á milli. Svo er það sönglag, cavantina sem strengirn- ir spila og verkið endar á hraðri tarantellu. Verkið er skrifað fyrir klarinett, fagott, trompett, fiðlu og selló. Hún var flutt hjá okkur haustið 1974 á öðrum tónleikunum sem við héldum, sem voru jafnframt fyrstu áskriftartónleikarnir okkar." Ashkenazy segir brandara „Síðast á efnisskránni verður svo oktett fyrir blásara eftir Igor Stravinsky. Þessu verki stjórnar Bernharður Wilkinson að þessu sinni. Þegar það var frumflutt hjá okkur árið 1975, var stjórnandinn Vladimir Ashkenazy. Hann stjórnaði tveimur verkum á þessum tónleikum og lék einleik með tveimur öðrum og stjórnaði frá píanóinu. Það var stórkost- legt fyrir Kammersveitina, sem var svo að segja að stíga sín fyrstu spor að fá svo stór- kostlegan listamann sem Ashkenazy til liðs við sig. A þessum tónleikum gerðist dálítið skemmtilegt. Við héldum tónleika okkar í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sunnudög- um klukkan fjögur og um þetta leyti var ver- ið að sýna barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu, þar sem nokkrir hljóðfæraleikarar voru að spila. Þegar tónleikarnir áttu að byrja, voru þess- ir hljóðfæraleikarar ekki komnir og það var byrjað að bíða. Eftir nokkra bið steig As- hkenazy fram á sviðið og sagði áheyrendum brandara. Þannig leið tíminn þartil hljóðfæra- leikararnir voru komnir. Þetta kom mjög flatt upp á fólk. Það sem kom sumum mest á óvart var hversu Ijúfur og skemmtilegur þessi mikli listamaður er og blátt áfram; að hann skyldi standa þarna og reita af sér brandara. Og allir skemmtu sér konunglega." Brahms eg islenskt óveöur „Það er líka saga á bak við Brahms sextett- inn, sem við flytjum. Hann var á efnisskránni hjá okkur 1984. Á efnisskránni vorum við með tvo strengjasextetta þennan dag. Auk Brahms vorum við með Verklarte Nacht eftir Schönberg. Tónleikarnir áttu að vera í Reykja- vík á þriðjudagskvöldi, en við höfðum verið fengin til að halda tónleika á ísafirði, með sömu efnisskrá, laugardeginum á undan. Þetta gekk allt vel og við héldum tónleikana - en þegar við ætluðum í bæinn á sunnudegin- um var orðið ófært og við komumst ekki til baka fyrr en um hádegi á miðvikudeginum. Það varð því að fresta tónleikunum í Reykja- vík. En það sem var verra, var að við gátum ekki mætt í okkar föstu vinnu hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands, þar sem við sátum öll í fremstu sætum. Það liðu mörg ár þangað til Kammersveit- in fór aftur út á land. Það var til Akureyrar og við urðum aftur veðurteppt." Nemendur mœttir til leiks „Það sem mér finnst sérlega gaman núna er að Sigrún, Ásdís og Svava, sem leika sext- ettinn með okkur, voru allar nemendur mínir. Mér finnst alveg sérlega gaman að spila með þeim öllum. Ég hef rhargoft spilað með þeim í sitthvoru lagi, en aldrei saman.“ En hvað finnst þér eftirminnilegast þegar þú lítur yfir þessi tuttugu ár? „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta starf er einmitt að spila kammermúsík, því það er allt öðruvísi en að spila í hljóm- sveit. Markmið Kammersveitarinnar í upp- hafi var að gefa áheyrendum tækifæri til að heyra kammermúsík og að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila hana. Það hefur verið skemmtilegast að kynnast þeim verkum, sem við höfum flutt, með því að spila þau og vera í þessari samvinnu með góðum vinum. Þegar upp er staðið, held ég að allir hafi haft gagn og gaman af, bæði tónlistarmenn og áheyrendur." Og undir það geta örugglega margir tekið, því án Kammersveitar Reykjavíkur væri tón- listarlíf okkar mun fátækara. Sveitin hefur verið brautryðjandi að flutningi margra góðra kammerverka og nú er tækifæri til að hlýða á þrjú þeirra á tónleikunum í Áskirkju, sem hefjast, eins og áður segir, klukkan 17. ssv Lokatónleikar Kammersveitar Reykjavikur á 20. starfsárinu SKÓLAT ÓNSKÁLDIÐ UM þessar mundir eru hundruð skólabarna í Garðabæ og Hafnarfirði að æfa í kórum, hljómsveitum og dansflokk- um til að undirbúa tónleika sem haldnir verða í apríi þar sem flutt verða verk eftir Ólaf B. Ólafsson, sem einnig er höfundur söngtexta. Ólafur er kennari, sneri sér að tónmenntakennslu eftir að hafa sinnt almennri kennslu í 20 ár, og tónverk sín semur hann sem kennsluefni; ætlar þeim að efla listuppeldi og auka fjölbreytni i skólastarfinu. I verkunum tveimur, Töfratónum, sem er f fjórum þáttum og fjallar um árstíðirnar, og Verum vinir, þar sem þættirn- ir eru þrír og fjallað er um friðar- og umhverfismál, er blandað saman sönglögum og leikinni tónlist með dansatr- iðum. Verum vinir verður frumflutt á tónleikum í Hafnar- borg um miðjan apríl f útsetningu Guðna Þ. Guðmundsson- ar, flutningi hljómsveitar frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og kórs 150 hafnfirskra skólabarna og dansflokks frá Fim- leikafélaginu Björk. Töfratónar verða hins vegar fluttir öðru sinni í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í lok apríl við undir- leik nemenda úr tónlistarskóla bæjarins. egar hafa nokkur hundr- uð börn og unglingar æft og flutt Töfratóna Ólafs, sem frumfluttir voru í Hafn- arfirði fyrir tveimur árum, en óhætt er þó að segja að úm- fjöllun um verk tónskáldsins hafi ekki verið fyrirferðarmikil á opinberum vettvangi til þessa; ef til vill vegna æsku flytjendanna. Hvað varð til þess að grunnskólakennari sneri sér að tónsmíðum og textagerð? „Ég hafði verið almennur kennari í um 20 ár þegar ég fékk ársleyfi árið 1987 og fór í framhaldsnám til Kaup- mannahafnar, í tónlistarshá- skólann í Endrup. Ég hafði ágætan almennan tónlistar- bakgrunn en þegar ég kom í þetta listaumhvefi í skólanum var eins og ég færi í gang og þar samdi ég meðal annars skólasöng sem var mikið sunginn og var kveikjan að því að ég fann að ég gæti samið svolítið. Þegar ég kom úr þessu námi ákvað ég að snúa mér að tónlistarkennslu, fyrst í grunnskólum en síðan í Öskjuhlíðarskóla þar sem ég starfa núna. Þetta byrjaði fyr- Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur B. Ólafsson. Hundruó skólabarna i Garóabæ og Haff narffirói æffa nú tónverk efftir Ólaff B. Ólaffsson kennara ir alvöru eitt haustið þegar til mín kom samkennari minn sem var að fara að vinna með árstíðirnar en fann ekki í fljótu bragði söngva sem hentuðu fyrir þann aldur sem hún var að vinna með. Hún spurði mig hvort ég gæti ekki hjálpað og samið lag um haustið. Þá fann ég að ég var með þetta tilbúið og lagið leið tilbúið úr pennanum. Síðan varfarið að vinna með þetta víðar og ég virtist alltaf eiga bæði lög og texta tilbúna. Lögin komu til mín jafnt og þægilega eins og gamlir, góðir vinir án þess að ég yrði var við með- gönguna. Seinna verkið, Verum vinir braust svo fram í einni svipan þegar ég settist niður og fór að skrifa og fann að verkið var til fullskapað. Það tekur upp undir klukkutíma í flutn- ingi en ég þurfti ekki annað en að tína lögin upp. Þá gerði ég mér grein fyrir því að verk- in höfðu átt sína meðgöngu á einhverju vitundarstigi þar sem ég hafði verið að semja þau bæði í svefni og vöku." Hvernig verk eru þetta? „í Töfratónum er forleikur, tvö sönglög um hverja árstíð og árstíðirnar tengdar saman með hljómsveitarverk- um, sem dansað er við. Það er kannski teygjanlegt hvern- ig eigi að flokka þetta. Það hefur verið sagt við mig að margt í þessu sé líkt þessari mjúku þýsku Ijóðatónlist en hljómsveitarverkin sem koma á milli eru kannski eins og litl- ar balletsvítur og hugsaðar þannig. Verkið Verum vinir er kannski viðameira, þrjú söng- lög og tvö leikin verk í hverjum þætti. Flytjendur verða hljóm- sveit Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og kór barna úr 6 skól- um í bænum og dansarar úr Fimleikafélaginu Björk. Eyþór Þorláksson útsetti upphaflega tónlistina við Töfratóna og með þá útsetn- ingu var unnið á frumsýning- unni í Hafnarborg fyrir tveim- ur árum. ( Hofsstaðaskóla er unnið með allt annarri hljóð- færaskipan, fleiri blásturs- hljóðfærum, og með nýjum dönsum og útsetningum. Það má segja að þetta sé nýr frumflutningur. Þá vinnur fjöldi barna og unglinga í grunnskólum Hafnarfjarðar og Hofsstaðaskóla með texta verkanna í almennu skóla- starfi." Við tónsmíðar sínar hefur hefur Ólafur meðal annars notið styrkja frá Kennarasam- bandi Islands og mennta- málaráðuneytinu vegna ný- sköpunar í námsefnisgerð og aðspurður segir Ólafur að fyr- ir sér vaki fyrst og fremst að búa til námsefni fyrir skólana. „Ég vil efla þennan listræna þátt í skólunum og fara með tónmenntakennsluna út úr söngstofunni og tengja hana við aðra vinnu í skólunum. Ég er á heimavelli þegar ég er að skrifa fyrir krakkana, eftir meira en 20 ár í kennslu þá veit ég hvað textarnir mega verið erfiðir og þekki hvað þau geta. Ég þekki barnshjartað og það er gaman að sjá hvað krakkar sem kannski standa ekki framarlega í íþróttum eða leikjum blómstra oft í tónlist, Ijóðalestri eða dönsum og mér finnst skipta máli að auka þennan þátt í skólastarfinu," segir Ólafur. Ólafur segist þegar vera með nýtt verkefni í burðarliðn- um og hefur hlotið til þess úr þróunarsjóði grunnskóla. Aðspurður um útgáfu á verk- um sínum, segir hann að Námsgagnastofnun hafi ósk- að eftir að fá Töfratóna til skoðunar með útgáfu í huga en sjálfur eigi hann verkin og miðli þeim til þeirra sem áhuga hafa á að flytja þau, þar á meðal fyrir eitt píanó. „Hljómsveitir eru ekki nauð- synlegar og það þarf enginn að láta það stoppa sig að hafa ekki aðgang að hljóm- sveit þótt þær lyfti þessu mik- ið." Hann hefur lítið leitt hug- ann að hljóðritun og útgáfu í því formi þótt sífellt fleiri börn og unglingar í landinu þekki tónlistina og hafi tileinkað sér hana en segir að það hafi verið afskaplega ánægjuleg tilfinning sem hann varð fyrir í fyrsta skipti um það leyti sem Töfratónar voru frum- fluttir að heyra að krakkarnir höfðu tileinkað sér tónlistina og voru farin að syngja lögin hans utan skóla. „Þá fannst mér að nú ætti ég þetta ekki lengur einn,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.