Morgunblaðið - 19.03.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 19.03.1994, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARZ 1994 Morgunblaðið/RAX Haldió upp á þrjátiu ára afmæli Tónskóla Sigursveins meó tónleikum og heimsóknum á vinnustaói Sífellt nýr af nálinni ÚTGEISLUN - hún er mikilvæg. Tónlistarskóli ætti að hafa áhrif á umhverfið, hann gegnir fjölbreyttu hlutverki. Vissulega getur hann gengið eins og vel smurð vél en það finnst okkur ekki nóg. Skólinn á að vera lifandi og sveigjast bæði að nýjum hugmyndum og þörfum hvers og eins. Hann á að vera öllum opinn og meira að segja leita út á við. Það ætlum við ein- mitt að gera ítilefni þrítugsafmæl- isins; við ætlum út á vinnustaði og efnum til tónleika að auki í . Langholtskirkju, Norræna húsinu og Operunni. Tónlistin er nefni- lega almenningseign og það hafa frá upphafi verið einkunnarorð skólans. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar hefur dafnað vel þau þrjátíu ár sem liðin eru frá stofnun hans. Sigursveinn Magnússon, sem hér er tekinn tali, tók fyrir níu árum við stjórninni af móðurbróður sínum, stofnanda skólans. Nem- endur eru nú 650 talsins, sá yngsti 3ja ára og elsti 77 ára. Fjöldi þeirra hefur tífaldast frá upphafsárinu og starfsemin breiðst út frá einka- heimilum kennara í húsnæði við Hellusund, Hraunberg og Árbæjar- skóla. Áfram verður kennt í Breið- holti en flutt úr Þingholtunum haustið 1996 í Engjateig 1, sem nú er balletthús. Lika dans „Ég var einmitt að ræða þetta við kennara um daginn,“ segir skólastjórinn glaðbeittur, „við bæt- um bara námsgrein við í nýja hús- inu. Kennum líka dans. Dans og tónlist eru greinar sem fara Ijóm- andi vel saman. Við sem leikum á hljóðfæri hefðum gott af því að dansa og hinum sem kunna það gætu nýst vel kraftar okkar og inn- sýn í tónlistina." Svo hristir Sigursveinn af sér draumana til að tala um það sem þegar er orðið og atburði næstu daga. Fyrst um þá og aftur til upp- hafsins því þaðan kemur hugmynd- in að hátíðahöldunum. „Að brúa bilið milli lærðra og leikra," segir Sigursveinn, „það var eitt af mark- miðum frænda míns við stofnun Tónskólans. Grunnhugsunin um tónlist sem almenningseign er enn í gildi. í tilefni af afmælinu ákváðum við að fara út úr skólanum og spila þar sem sjaldan heyrist músík. Það gildir um velflesta vinnustaði og við spurðum foreldra nemenda hér hvort þeir vildu fá okkur í heimsókn í vinnuna. Úr varð að við förum í næstu viku á ríflega tuttugu vinnu- staði, flesta mannmarga, og spilum fyrir starfsfólkið. Bæði til upplyft- ingar og til að kynna starf skólans. Vekja athygli á uppeldisgildi tónlist- ar.“ Gerum þaó sem vid viljum Uppeldisgildi segirðu, er ekki líka fullorðið fólk í Tónskólanum? „Jú, mikil ósköp, hér er fólk á ýmsum aldri. Forskólinn fyrir 5-11 ára er fjölmennastur og raunar taka allir sem ekkert hafa lært einhvern undirbúning. Kennslunni er svolítið öðruvísi háttað fyrir stálpaða ung- linga og fullorðið fólk. Svo dugar sumum stuttur undirbúningstími og aðrir þurfa meira, þetta gildir um alla aldursflokka. Við getum gert það sem við viljum, þurfum ekki að beygja okkur undir fastar reglur um tilhögun kennslunnar, og sníðum þess vegna námið eftir þörfum og löngunum hvers og eins. Einhverjir koma til að læra að syngja eftir nótum og aðrir vilja verða flautu- kennarar eða geta spilað á gítar sér til skemmtunar. Markmiðin eru náttúrlega skýrari hjá fullorðnu fólki en útkoman verð- ur vonandi alltaf aukin lífsfylling og ánægja af tónlistinni. Fólk á að geta nýtt tónlistarnám við margvís- legar aðstæður, ekki aðeins með sitt hljóðfæri í stofunni heima eða jafnvel tónleikasal. Ég vil að nem- endur skólans geti sungið og tekið þátt í hópstarfi og spilað á manna- mótum. Þá njóta þeir virkilega tón- listarinnar." En áfram með afmælið, hvað gerið þið fleira en fara á vinnustaði? „Við höldum vitanlega tónleika og þar kemur aftur hugsunin um að opna, leita út til almennings. Innan skólans eru reglulegir tón- fundir þar sem nemendur koma fram en auðvitað er vert að leyfa fleirum að heyra. Fyrstu afmælis- tónleikarnir voru á miðvikudaginn í Langholtskirkju og þar hefur ábyggilega eitthvert metið verið slegið þegar sjötíu gítarleikarar spil- uðu saman." Helsl ollir ú afmælistónleikum Á morgun klukkan fjögur verða tónleikar forskólans í Langholts- kirkju. „Krakkarnir flytja Hátíð dýr- anna eftir Saint-Saéns með öllu til- heyrandi,“ segir Sigursveinn, „bún- ingum og dönsum. Við viljum helst að allir nemendur skólans komi fram þessa afmælisdaga, ekki að- eins úrval þeirra sem lengst hafa lært. Mér telst til að yfir 500 nem- endur taki þátt í afmælishaldinu. Okkur langaði til dæmis að virkja píanónemendur sem oft sitja hjá á tónleikum og báðum tónskáldið John Speight, sem starfar við skól- ann, að semja verk fyrir lokatónleik- ana. Þar fær píanófólkið verkefni og minnir á að tónlistin býr ekki í hljóðfærunum heldur okkur sjálf- um." Næstu tónleikar eftir morgun- daginn verða á miðvikudagskvöld í Norræna húsinu. Þar spila danskir tónlistarnemar með nemendum Tónskólans og mest ber á píanói, gítar og strengjum. Á fimmtudags- kvöld verða tónleikar í islensku óperunni og þar verða líka haldnir lokatónleikarnir laugardaginn 26. Þeir hefjast klukkan fimm síðdegis og flutt verður íslensk tónlist. Hugsjón Sigursveinn hefur á klukkutíman- um eða tveim sem við tölum saman ítrekað komið að setningunni um tónlistina sem almenningseign. Hvers vegna lagði frændi hans heit- inn svona mikið upp úr henni frá upphafi? „Hann taldi að allir ættu að fá tækifæri til að læra á hljóðfæri og vildi breyta ríkjandi viðhorfi til tón- listarnáms. Á þessum tíma var gjarna litið svo á að tónlistarmennt- un væri fyrir útvalinn hóp, einungis efnameiri foreldrar sendu börn sín ítónlistarnám. Sigursveinn D. Krist- insson orðaði það svo að þá fyrst yrðum við músíkþjóð þegar hver maður gæti spilað sína rödd. Skólinn hefur frá upphafi verið öllum opinn, án tillits til aldurs eða kunnáttu. Hann hefur keypt hljóð- færi til að lána nemendum og reynt er að hafa skólagjöld viðráðanleg. Þau halda uppi kostnaði af öðru en launum kennara, sem Reykjavíkur- borg annast. í upphafi beitti Tónskólinn sér fyrir kennslu á svonefnd alþýðleg hljóðfæri sem oft voru sett skör lægra en önnur, gítar og harmon- ikku til dæmis. Nú er hér öflug gítar- deild og fyrrverandi nemendur hafa tekið við kennslunni." Saxófónstelpur Nú er kennt á fjölmörg hljóðfæri hjá Sigursveini, einsöng er hægt að læra þar og kennaranám er í boði. Píanó er vinsælast og streng- ir og þverflauta hefur í nokkur ár þótt eftirsóknarverð líka. Fáir læra hins vegar á hljóðfæri eins og óbó og fagott, ef til vill vegna þess að þau eru dýr. Tíska skiptir máli í tón- list eins og víðar og skólastjórinn segir saxófón virðast í uppáhaldi hjá stelpum þessa dagana. Samstarf tónlistarskóla við grunnskóla er nýbreytni sem Sigur- sveinn lætur vel af. Nemendur Ár- bæjarskóla eiga kost á hljóðfæra- námi í skólanum, hjá kennurum Sig- ursveins. „Þeir sækja tvo skóla í einni ferð,“ segir hann, „og foreldr- ar hafa ekki síður verið ánægðir með það. Fleiri grunnskólar hafa sýnt þessu áhuga en við önnum ekki að óbreyttu öllu meiru.“ Leióinlegu fögin Af samtalinu virðist mér fastar skorður ekki vera ær og kýr skóla- stjórans. Hann segir raunar ákveðin atriði gilda almennt, þó reynt sé að laga kennslu að hverjum og ein- um. Til að mynda forskólann sem áður er getið og stoðgreinarnar tónfræði, tónheyrn og hlustun. Eru þetta ekki leiðinlegu fögin? Nú hlær Sigursveinn og segir kennslu þeirra sem betur fer hafa breyst. „Hún var líkast til skilin um of frá hljóðfæraleiknum, heldur þurr fyrir unga nemendur. Nú höfum við tekið tónfræðina inn í sjálfa spila- tímana og höfum hóptíma í hlustun og hreyfingu. Þú sérð að danshug- myndin er ekki út í bláinn. Lagleysi er ekki til Skóli á að vera sólginn í framfar- ir og taka breytingum. Ég nefni sem dæmi að í gamla daga þótti vont að spila utanbókar, þá var slegið á fingurna. Nú hefur þetta snúist við og tónlistarnemar hvattir til að leika af fingrum fram. Mörgum er það eðlilegt og aðrir geta tileinkað sér hæfnina. Svipað og lagleysi er ekki til, aðeins lagvilla sem stafar af æfingaleysi. Við erum að byrja í píanódeildinni að kenna fólki að impróvísera eins og það heitir á útlensku. Það er svo skemmtilegt að menn hafa uppgötvað að menningin er ekki frá síðustu öld. Við höfum áhrif á hana. Breytingar eru ekki einung- is leyfilegar, heldur geta þær verið æskilegar. Líka í tónlist." Þórunn ÞórcdóHir MENNING OG LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Sýn. á verkum Jóhannesar Kjarval, Sólveigar Aðalsteinsd. og Ragnheið- ar Jónsd. til.27. mars. Norræna húsið Sýn. ísl. grafík 25 og sýn. Finland - Författare - kvinnor til 20. mars. Listasafn Islands Yfirlitssýn. á myndv. Jóns Gunnars til 8. maí. Safn Ásgríms Jónssonar Skólasýn. í 30 ár fram í maí. Gallerí Borg Guðni Harðarson sýnir til 22. mars. Gallerí Onnur hæð Karin Sander sýnir til 30. apr. Hafnarborg Baltasar og Kristjana, Kristbergur Péturss. til 20. mars. Einar Hákon- arson til 28. mars. Listasafn ASI Anna Gunnl. sýnir til 27. mars. Nýlistasafnið Sýning til heiðurs Jóni Gunnari Ámasyni til 27. mars. Geysishús Sýning á Reykjavíkurmyndum. Gaileri 11 Ása Hauksdóttir sýnir til 2. apríl. Listmunahúsið Tryggvagötu Sýn. í tilefni 50 ára afm. Barðstrend- ingafélagsins til 20. mars. Gallerí Greip Sigríður Ólafsdóttir sýnir til 6. apríl. Ráðhús Reykjavíkur Sýn. FÍT til 31. mars. Gerðuberg Guðjón Ketilsson sýnir til 20. mars. Listasafn Sigurjóns Hugmynd-Höggmynd til 1. maí. Gallerí „Hjá þeim“ Anna Ingólfsd. sýnir til 26. mars. Gallerí Sævars Karls Tumi Magnússon sýnir til 30. mars. Stöðlakot Áslaug Hpskuldsd. sýnirtil 27. mars. Galleri Úmbra r Sigríður Kristinsd. til 30. mars. Portið Gunnar G. Gunnarss. og Rut Rebekka sýna til 27. mars. Listasafn AKureyrar Portrett Kjarvals til 30. mars. Gallerí Listinn Ninný sýnir til 20. mars. Gallerí Fold Lun Hong sýnir til 26. mars._____ TONLIST Laugardagur 19. mars Kór Kórsk. Langholtskirkju og Unglingakór Selfosskirkju halda tónleika I Langholtskirkju kl. 17. Hljómsveitartónl. Tónmenntask. Rvk. kl. 2. Kór Menntask. á Laugar- vatni tónl. í Borgarneskirkju kl. 16. Sunnudagur 20. mars Kór Kórskóla Langholtskirkju og Unglingakór Selfosskirkju halda tónleika í Selfosskirkju kl. 17. Kammersveit Rvk. í Áskirkju kl. 17. Hátíðartónl. í Grafarvogskirkju kl. 17. Kór Menntask. á Laugarvatni m. tónl. í Fjölbrsk. Vesturl. Akra- nesi kl. 15. Karlakór Rvk. í Lang- holtskirkju kl. 20. Álafosskórinn í Bæjarleikhúsinu kl. 16. Kór FB m. tónl. í Seljakirkju kl. 20. Jónas Ingi- mundars. m. tónl. f Tónlistarsk. Sauðárkróki kl. 16. Salford College Jazz í Norræna húsinu kl. 17. Mánudagur 21. mars Karlakór Rvk. í Víðistaðakirkju kl. 20. Franskt vísnakvöld í Leikhúskj. kl. 20.30. Salford College Jazz í Norræna húsinu kl. 20.30. Þriðjudagur 22. mars Guðrún Birgisd. og Anna Guðný á tónl. í sal Fél. ísl. hljóðfæraleikara Rut Rebekka sýnir teikningar i Portinu i Hafnarffiró AÐ HUGSA ekki, leyfa gátt að Morgunblaðið/Sverrir Rul Rebekka er komin úr mólverki eg grafik i teikninger opnast, vinna hratt og hömlu- laust. Það gefur myndlistarkon- unni Rut Rebekku mest. Þá liggur tilfinningin beint í Ifnuna og linan verður að mynd. Mynd af konu að dansa, konu í sveiflu, konu með þunna slæðu. ♦ Asýningu í Portinu er líka ófrísk kona, kona á bekk og kona að lesa. „Bara ókunnar konur," segir Rut Rebekka, „en ég kannast við þær. Ég get verið þær og þær ég, við skiljum hver aðra. Annars hef alltaf horft svo mikið á fólk. Þegar ég teikna það teikna ég tilfinningu og túlka það sem ég sé. Auðvitað get ég aðeins gengið út frá sjálfri mér.“ Sýning Rutar stendur í viku enn og á henni eru tvenns konar mynd- ir. í minna herbergi eru kolateikning- ar unnar af vitrænni hyggju eins og hún orðar það, vandlega gerðar eft- ir skissum af stúlkum í almennings- Best að sleppa sér garði. í stærri sal eru léttari túss- myndir og meiri hreyfing. Þar eru dansarar sem Rut rissaði upp á sýningu til minningar um Isadoru Duncan og ófrísk stúlka með ýms- um blæ. Myndirnar af henni heita Væntingar og Rut segist skynja sjálfa sig í þeim. „Ég hef eitthvað í myndlistinni sem var ekki áður, morgundagurinn felur í sér sköpun. . . Ég finn líka til frelsis, á þessum tíma í lífinu, því nú er ég að gera það sem mig lang- aði alltaf. Einu sinni sá ég bíómynd um Isadoru Duncan sem kastaði tá- skónum og dansaði í síðum hvítum kjólum. Hennar frelsi heillaði mig þá. Ég var orðin 37 ára þegar mynd- listarnáminu lauk og síðan hef ég unnið næstum sleitulaust. Nú sé ég ekki lengur eftir árunum fram að námi, þau kenndu mér margt. Það er gott að geta horft til baka frá mynd- unum; á barnæsku, unglingsár, sjálf- stæða tilveru í mót- un, giftingu, barn- eignir, uppeldi. Reynslan býr í manni og getur stundum komið á óvart. Við skiljum ekki alltaf sjálf okkur og ég get ekki skýrt allar myndirnar mínar. Það er heldur ekki eftirsókn- arvert. Hitt skiptir meiru; að skynja, túlka, finna. Þá ertu á lífi." Þ.Þ. kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Gleðigjafamir kl. 20; sun. 20. mars, mið., lau. Eva Luna kl. 20; lau. 19. mars, fim., fös. Þjóðleikhúsið Gauragangur kl. 20; mið. 23. mars, fim., lau. Allir synir mínir kl. 20; fös. 25. mars. Skilaboðaskjóðan sun. 20. mars kl. 20., lau. kl. 14. Blóðbrullaup kl. 20; lau. 19. mars, sun., fös. Seiður skugganna kl. 20.30; sun. 20. mars. íslenski dansfl; sun. 20. mars kl. 20., lau. klr 14. íslenska leikhúsið - Hitt húsið Vörulyftan kl. 20; lau. 19. mars., sun. Skjallbandalagið - Frú Emilía „Dónalega dúkkan"; lau. 19. mars., sun. kl. 20.30., sun. kl. 20.30. Nemendaleikhúsið Sumargestir þri. 22. mars kl. 20. KVIKMYNDIR MIR Pétur mikli - upþhaf valdaferils sun. 20. mars kl. 16. þ 1 I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.