Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 12

Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 12
Höfðar til -fólksíöllum starfsgreinum! VIÐSKIPn ÆVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! Gjafavöruverslun Opnaði verslun í kjölfar námskeiðs SMÍÐAR og skart er nafn á gjafavöruverslun sem opnuð var í vikunni á Suðurlandsbraut 52. Eigandi verslunarinnar er Ása María Björnsdóttir og segir hún að hugmyndin hafi kviknað á námskeiði sem hún tók þátt í á vegum Stjórnunarfélags ís- lands. Námskeiðið sem um ræð- ir heitir Frá viðskiptahugmynd til framkvænidar og er ætlað til að aðstoða konur í atvinnulíf- inu. Ása María er menntuð í hótel- rekstri en var nýlega orðin at- vinnulaus þegar hún rakst á aug- lýsingu síðastliðið haust þar sem óskað var eftir þátttakendum í námskeiðið „Viðskiptahugmynd til framkvæmdar. „Þetta hefur verið mjög gagnlegt. Kennslan stóð yfir í 12 vikur og var mjög markviss. Þetta var allt frekar uppbyggjandi og í raun hvati til þess að leggja út f eigin atvinnu- starfsemi. Námskeiðið stóð til 11. mars sl. og af okkur 14 konum sem tóku þátt eru nú tvær komn- ar af stað með eigin atvinnurekst- ur.“ Ása María segist upphaflega hafa haft gistiheimilisrekstur í huga, en að vel athuguðu máli ákveðið að bíða með það. „Allar aðstæður eru þannig að það er betra að fara sér hægt í þessum málum. Það er gott að byija í svona smá versiunarrekstri, hitt er mun þyngra dæmi.“ Ása María hóf að vinna með hugmyndina um gjafavöruverslunina fljótlega upp úr áramótum. Undirbúningurinn tengdist að miklu leyti verkefni sem hún skilaði á námskeiðinu og var í formi viðskiptaáætlunar skv. eigin hugmynd. í versluninni er boðið upp á ýmsa gjafavöru, helst handunna, og skartgripi. Áhersla er lögð á innlenda framleiðslu. Sýningar Morgunblaðið/Sverrir BUÐIIM — Á myndinni má sjá Ásu Maríu Björnsdóttur eiganda verslunarinnar Smíðar og skart og Rögnu S. Óskarsdóttur verkefnis- stjóra hjá Stjórnunarfélagi íslands. Myndin var tekin við opnun verslun- arinnar en hugmyndin að henni varð til á námskeiði hjá Stjórnunarfé- laginu. A uglýsingateiknarar taka á umhverfismálum UMHVERFIÐ er yfirskrift þnðju syningarinnar sem Felag islenskra teiknara (FIT) stendur fyrir. Ossur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, opnaði sýninguna í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sl. sunnudag, en hún stendur fram að mánaðarmótum. Á sýningunni eru 36 veggspjöld eftir auglýsingateiknara, þar sem tekið er á umhverfismálum. „Félögum var í sjálfsvald sett hvernig þeir tóku á efninu og er út- koman afar ólík verk,“ sagði Hilmar Sigurðsson, formaður FIT. Hinar tvær sýningar FÍT, „Auglýst fyrir almættið" og „Já- auglýst eftir bjart- sýni“, hafa farið víða, m.a. hefur „Auglýst fyrir almættið" verið sýnd á Norðurlöndunum og í Eystasalt- slöndunum. Segir Hiimar að með sýn- ingunum vilji félagið leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn öriítið. Þess má geta að FÍT hefur verið boðið að senda veggspjöld á Tvíæring- inn í Chicago Athenaeum Museum of Architecture and Design, sem stendur frá maí og fram í júlí. Fyrir- myndin er tvíæringurinn í Feneyjum og er FÍT boðið að vera með skandin- avíu-skálanum. Fólk Einar Hjalti Nýirmenn hjáHP á Islandi UEINAR Jóhannesson hefur verið ráðinn til starfa í þjónustu- deild HP á íslandi. Hann mun annast þjónustu við Unix-kerfi og sinna ýmsum ráðgjafarverkefnum tengdum Unix. Einar lauk námi í vélaverkfræði frá Háskóla Is- lands og stundaði framhaldsnám um fimm ára skeið við Stevens Institute of Technolgy í Banda- ríkjunum. Hann hefur starfað hjá Nýherja og IBM á íslandi undan- farin 10 ár. Einar er kvæntur Ásdísi Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn. UHJALTI Ævarsson, rafeinda- virki hefur verið ráðinn til starfa í þjónustudeild HP á íslandi og mun þar sinna uppsetningum á netkerfum og almennri viðhalds- vinnu. Hann hefur starfað hjá Örtölvutækni frá árinu 1986 og þar áður hjá Pósti og síma í 11 ár. Sambýliskona Hjalta er Krist- ín Ásgeirsdóttir. Tilboð sem ekki varhægt að hafna! UStjórnunarfélag Islands er nú framkvæmdastjóralaust eftir að Árni Sigfús- son varð óvænt borgarstjóri í Reykjavík. Ekki er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna fyrr en með vorinu. Á stjómarfundi Stjórnunarfé- lagsins þegar Árni skýrði frá þessari ákvörð- un sinni var fært til bókar að fram- kvæmdastjóri hefði sagt starfi sínu lausu „þar sem hann hefði fengið tilboð sem hann gæti ekki hafnað.“ Árni Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sýning— Össur Skarphéðinsson umhverfismálaráðherra opnaði sýningu FIT um umhverfið í Ráðhúsinu á sunnudag. Til hægri stend- ur Hilmar Sigurðsson, formaður FIT. T o r g i ð Laun samkvæmt árangri Árangurstengd liytiökilji viárU kynnt á ráðstefnu ráðgjafarþjón- ustunnar Hannars fyrr í þessum mánuði. Þar kom fram að þetta er meðal þeirra stjórnunarkerfa sem talin eru árangursríkust í nú- tímastjórnun þar sem gott launa- kerfi byggist á þvi að laun séu ákveðin með tilliti til þeirrar áþyrgðar sem viðkomandi starfi fylgir, kunnáttu og hæfni annars vegar og hæfileikum viðkomandi starfsmanns að uppfylla þessar kröfur hins vegar. Launin hækki síðan með auknum kröfum sem gerðar eru á þessum þáttum og með auknum afköstum og dugnaði viðkomandi starfsmanns. Reynslan sýnir að þótt starf- maður uppfylli kröfur sem gerðar eru í starfsmati eða starfslýsingu er ekki þar með tryggt að menntun hans og aðrir eiginleikar nýtist starfseminni. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, s.s. almennt ahugáibýgi gtarismaHH§iH§ m umhverfi sem á einhvern hátt hindrar hann í að njóta sín. Með- mælendur árangurstengdra launa- kerfa telja að þessu megi þreyta með tengingu launa við árangur í starfi. Sú tenging hvetji starfs- manninn til að gera þær breytingar á umhverfi sínu sem þarf til að ná árangri, ef það er ástæðan, eða til annarra breytinga sem hafi áhrif á starfsemina og auki samtímis möguleika starfsmannsins á að ná auknum tekjum. Um miðja þessa öld var launa- fyrirkomulag sem byggðist á auka- greiðslum fyrir aukin afköst mjög algengt hér á landi sem annars staðar. Þar voru þátttakendur þó eðlilega takmarkaðir við þá sem unnu þannig vinnu að auðvelt var að mæla afköstin út frá vinnufram- lagi. Með tengingu við aðra ávinn- ingsþætti starfseminnar eru nú komnir inn nýir þátttakendur, t.d. §kllf§töfUíölk, t&khÍftlöHH §| fölk sem vinnur ýmis þjónustustörf. Með öðrum orðum þeir starfshóp- ar þar sem fjölgunin er hlutfalls- lega mest í tæknivæddum þjóðfé- lögum. Erlendis hefur aukin útbreiðsla á árangurstengdum launakerfum leitt til þess að sífellt fleiri viður- kenna það sem staðreynd að af- koma og laun séu háð hvort öðru. Hér á landi hefur áhugi á þessu stjórnunarkerfi aukist verulega og á ráðstefnu Hrannarr komust færri að en vildu. Þar voru meðal ann- ars gefin dæmi frá nágrannalönd- um okkar þar sem kom t.d. fram að í Svíþjóð sé algengt að árang- urstengd launakerfi gefi möguleika á 5-15% tekjuauka og að kerfin skili bætti afkomu upp á 30%. Hver eru markmiðin? Á síðari tímum hafa launa- gfélðslUr hl-eait Ut f áð véra greiðslur fyrir námsárangur, reynslu og síðast en ekki síst við- veru. Á sama tíma hefur verið minna um tengingu launa við færni og afköst og fyrirtæki sitja því oft uppi með misverðmæta starfs- menn á sömu launum. Þetta er einn af þeim þáttum sem verið er að reyna að vinna á með því að tengja hluta launanna við færni og afköst. Eldri afkastalaunakerfi sem menn þekkja tóku eingöngu mið af afköstum í starfi, en þau árang- urstengdu launakerfi sem nú eru að ryðja sér til rúms víðast hvað í hinum vestræna heimi eru meira tengd fjárhagslegri afkomu við- komandi starfsemi. Markmiðið með árangurs- tengdu launakerfi er fyrst og fremst árangursríkari starfsemi. Svona kerfi gerir meðal annars að verkum að nauðsynlegt er fyrir stjórnendur að setja starfseminni markmiá sem hlýtur ( sjálfu sér að leiða til árangurs í starfseminni. Á fyrrgreindri ráðstefnu kom fram að þó hér á landi væri útbreiðslan lítil enn sem komið er væri þetta þó ein af þeim stjórnunarleiðum sem menn litu til sem framtíðar- skipanar í launamálum. Árangurs- tengt launakerfi væri notað í vax- andi mæli í löndunum í kringum okkur og vissulega væri hér fylgst með framvindu þeirra mála. Næsta skref verður væntanlega kynning á opinberri stofnun sem hefur orðið fyrir valinu sem nokk- urs konar „tilraunadýr" fyrir árang- ursríkt launakerfi. í þessari stofnun er verið að koma slíku kerfi á og þar verður það tekið í gagnið á næstu vikum eða mánuðum. Stjórnendur stofnana og fyrirtækja munu ef að líkum lætur fylgjast vel með því sem fram vindur þar og taka síðan mið af því við ákvörðun á vali á launakerfum. HKF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.