Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 1
 1 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 ■ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL BLAD adidas i Deildarmeistarar KA í blaki leika í Adidas r [ir Morgunblaðið/Golli Skíðafjölskyldan sigursæla frá Ólafsfirði SKÍÐAFJÖLSKYLDA Bjöm Þórs Ólafssonar frá Ólafsfirði hefur látið mikið að sér kveða á undanförnum árum á Skíðamóti íslands. Fjölskyldan vann fimm gullverðlaun, ein silfui-verðlaun og ein bronsverðlaun að þessu sinni. Börnin halda hér á pabbanum sem hefur safnað að sér fleiri verðlaunum á Skíðamóti íslands en nokkur.annar. ■ Sjá nánar / B3, B4 og B5 KNATTSPYRNA Stuttgart býður EyJóHl áframhaldandi samning KNATTSPYRNA Eiður best- ur á Möltu Strákarnir í þriðja sæti Eiður Guðjohnsen var valinn besti leikmaður æfingamóts fjögurra landsliða skipuðum leikmönnum undir 16 ára sem fram fór á Möltu um pásk- ana. íslenska liðið lék þijá leiki, tapaði 5:3 fyrir Rússum, vann Möltu 4:1 og gerði síðan 2:2 jafntefli við Austurríki. íslensku pilatarnir lentu í þriðja sæti með þrjú stig, en Rússar hlutu fímm stig í fyrsta sæti og Austurríkismenn fengu fjögur stig. Heimamenn fengu ekkert stig. Gegn Rússum skoruðu Valur Gísla- son, Ivar Ingimarsson og Eiður Guðjo- hnsen, gegn Möltu gerði Þorbjörn Sveinsson tvö mörk og þeir Eiður og Árni Ingi Pjetursson eitt mark hvor. Atli Kristjánsson gerði eitt mark gegn Austurríki og hitt markið var sjálfs- mark. SUND Þijú ís- landsmet í Edinborg rjú íslandsmet voru sett á opnu sundmóti sem fram fór í Skptlandi um páskana, en þar voru nokkrir íslend- ingar meðal keppenda. Eydís Konráðs- dóttir setti met í 50 metra baksundi er hún synti á 32,31 sekúndu. Hún varð í 15. sæti af 56 keppendum. Bróðir hennar, Magnús, setti met í 50 metra bringusundi, en hann synti á 31,92 sekúndum og varð í 18. sæti af 40 keppendum. Magnús Már Ólafsson setti met í 50 metra flugsundi, þar sem hann varð í 8. sæti í B-úrslitum, en hann synti á 26,77 sekúndum. Elín Sigurðardóttir náði því að kom- ast í A-úrslit í 50 metra skriðsundi og varð þar í 6. sæti á tímanum 27,88. Hún komst einnig í B-úrslit í 100 m flugsundi og varð þar í 6. sæti. Eydís komst í B-úrslit í 100 og 200 m baksundi og varð síðust í báðum greinum. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir komst í B-úrsIit í 200 m flugsundi og varð þar í 7. sæti. Forráðamenn Stuttgart hafa boðið Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, nýjan eins árs samning, en samningur Eyjólfs við félagið rennur út í sumar. Félagið vill greinilega hafa Eyjólf áfram í herbúðum sínum, frekar en leikmenn eins og Axel Kruse, sem var keyptur frá Frankfurt fyr- ir 1,7 millj. marka fyrir þetta keppnistímabil. Hann hefur verið lánaður til Basel í Sviss. Þó nokkrar breytingar verða hjá Stuttgart eftir þetta keppnistímabil. Fyrirliðinn Guido Buchwald fer til Japans og þá eru miklar líkur á að vamarleik- maðurinn Michael Frontzeck verði látinn fara. Landsliðsmiðvörðurinn Júrgen Kohler hjá Juventus, sagði fyrir helgina að hann væri til- búinn að leika með Stuttgart. Eyjólfur Svemisson lék sinn fyrsta leik með liðinu á árinu, eða eftir meiðsli sem liann hlaut í janúar. Hann kom inná sem varamaður fyrir Fritz Walter á 72. mín., þegar Stuttgart gerði jafntefli, 1:1, við Kaiserslautern sl. laugardag. Aftur á móti gerði liðið ekki góða ferð til Núrnberg í gærkvöldi, þar sem það mátti þola tap, 0:1. Eyjólfur kom þá einnig inná sem varamaður. Bayern Múnchen var með fjögurra stiga forskot fyrir leiki í gærkvöldi, en úrvalsdeildin opnaðist á ný þegar Bayern tapaði á útivelli, 0:2, fyrir Mönchengladbach, þar sem Bæjarar hafa aðeins unnið einu sinni sl. tólf ár. Frank- furt, sem tapaði óvænt fyrir Leipzig sl. laugar- dag, getur minnkað forskot Bayern í tvö stig í kvöld og Bayern Leverkusen, sem hefur leik- ið mjög vel að undanförnu, með Bernd Sehust- er sem aðalmann, er ekki langt undan ásamt nokkrum öðrum félögum. Spennan er mikil í Þýskalandi. ■ Úrslit / B7 EINVIGIMAIMCHESTER UNITED OG BLACKBURN HARNAR / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.