Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 3

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 B 3 SKIÐAMOT ISLANDS ísfirðingar og Ólafsfirðingar unnu öll gull- verðlaunin ÍSFIRÐINGAR og Ólafsfirð- ingar unnu öll 16 gullverð- launin sem í boði voru á 56. Skíðamóti íslands sem fram fór við frekar erfið veðurskil- yrði á Siglufirði um páskana. Þrátt fyrir slæmt veður tókst heimamönnum að Ijúka við fyrirhugaðar greinar mótsins nema samhliðasvig. Ásta S. Halldórsdóttir og Daníel Jak- obsson fóru fremst íflokki ísfirðinga sem unnu 10 gull- verðlaun og bræðurnir Krist- inn og Ólafur BjörnSsynir unnu fimm gullverðlaun fyrir Ólafsfjörð. Urslitin í alpagreinum voru al- veg eftir bókinni. Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði hafði mikla yfirburði í kvenna- ■■■■■ flokki. Það var að- ValurB. eins Harpa Hauks- Jónatansson dóttir sem náði að skirfar ógna sigri hennar. Kristinn Bjðrnsson frá Ólafs- firði var sterkastur í karlaflokki eins og búist var við. Hann sann- aði það enn einu sinni, eins og Ásta, að hann er okkar besti skíða- maður. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri veitti honum þó harða keppni, sérstaklega í stórsviginu þar sem hann náði nánast sama tíma í síðari umferð. Arnór Gunn- arsson frá Ísafirði var öruggur með bronsverðlaunin í báðum greinum. Ólympíufarinn Haukur Arnórs- son frá Reykjavík náði sér ekki á strik — fór útúr í síðari umferð svigsins eftir að hafa náð fjórða besta tímanum í fyrri umferð og hafnaði í 6. sæti í stórsvigi. Ungur Dalvíkingur, Sveinn Brynjólfsson, stóð sig vel í stórsviginu — náði þriðja besta tímanum í síðari um- ferð og hafnaði í 4. sæti. Ganga Það sem helst vakti athygli í göngugreinunum var að Ólafsfirð- ingurinn Sigurgeir Svavarsson sigraði ólympiufarana Daníel Jak- obsson og Rögnvald Ingþórsson í fyrstu göngugrein mótsins, 15 km. „Ég vildi sanna að ég átti fullt erindi á Ólympíuleikana,“ sagði Sigurgeir. Daníel varð ekki fóta- skortur í hinum tveimur göngun- um, 30 km og boðgöngunni — sýndi þá sitt rétta andlit. Rögn- valdur náði einnig að rétta hlut sinn frá því í 15 km með því að ná öðru sæti í 30 km göngunni. í piltaflokknum voru óvænt úr- slit er Árni Freyr Elíasson frá ísafirði kom fyrstur í mark í 15 km göngunni. Gísli Einar Árnasyni og Kristján Hauksson frá Ólafs- firði hafa verið nær einráðir í þess- um flokki. Gísli Einar sigraði í 10 km göngunni og varð annar á eft- ir Arna Frey í 15 km göngunni, en báðir voru þeir í sigursveit ísa- fjarðar í boðgöngunni með Daníel. Auður Ebenezerdóttir frá ísafiðri sigraði enn eina ferðina í 5 km göngu kvenna og Ólafur Björnsson sigraði í sjötta sinn í norrænni tvíkeppni og stökki. íftémR FOLK I KRISTJÁN R. Guðmundsson frá Isafirði keppti í 15 km göngu og var þetta 25. landsmót hans. „Eg byrjaði á Siglufirði og því varð ég að loka hringnum. Þetta er búið að vera takmarkið lengi. Ég ætlaði að keppa fyrir fjórum árum, en þá komst ég ekki vegna ófærðar," sagði Krist- ján göngukappi sem keppti í Vasa- göngunni sænsku í síðasta mánuði. „Ég er búinn að skrá mig í Vasa- gönguna næsta vetur.“ ■ ÁSTA S. Halldórsdóttir frá Isafirði hefur verið sigursæl á lands- mótum. Hún varð þrefaldur íslands- meistari um helgina og eru meistara- titlar hennar nú orðnir 16 talsins; 3 í stórsvigi og samhliðasvigi, 5 í svigi og 5 í alpatvíkeppni. Hún varð fyrst íslandsmeistari 1987, í samhliðas- v'gi- .. H BJÓRN Þór Ólafsson frá Ólafs- firði keppti fyrst á Skíðamóti ís- lands 1957 og hefur aðeins misst þijú mót úr síðan. Hann fór ekki tómhentur heim frekar en áður — vann silfurverðlaun í norrænni tví- keppni og brons í stökki. „Ég verð með svo lengi sem ég þori fram af stökkpallinum. Ég viðurkenni að ég fann fyrir hræðslu núna,“ sagði Björn Þór, sem er 53 ára. Morgunblaðið/Golli GÖNGUMENNIRNIR létu veðrið ekki aftra sér frá keppni á Skíðamóti íslands á Siglufirði. Hér er það ísfirðingurinn Gísli Einar Árnason sem gengur til sigurs í 10 km göngu pilta 17 19 ára á fyrsta keppnisdegi mótsins. Gísli vann þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á mótinu. Veðurbarinn Sigurður hættir sem formaður Sigurður Einarsson, formaður SKÍ, lýsti því formlega yfir í mótslok á Siglufirði að hann myndi hætta sem formaður Skíðasambandsins á ársþinginu í maí. Hann hefur verið formaður í sex ár og verið tíu ár í stjórn. Hann sagði framtíð skíðaíþróttar- innar bjarta og að nú ættum ís- iendingar fleiri frambærilegra keppendur en áður. Hans Kristjánsson, varafor- maður SKÍ, gefur heldur ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn- ina. Benedikt Geirsson, gjaldkeri SKÍ, hefur verið orðaður við formannsembættið. Morgunblaðið/Golli Asta S. Halldórsdóttir hafði mikla yfírburði í alpagreinum kvenna eins og vænta mátti. Hér er hún á fullri ferð LstórsagiiUL_____________________________________________________________________________________________ Leikandi iétt hjá Ástu ÁSTA S. Halldórsdóttir fra ísafirði sýndi yfirburði sína í alpagrein- um kvenna á Skíðamóti íslands sem lauk á Siglufirði á páskadag. Hún vann öruggan sigur í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og má segja að keppnin um sigurinn hafi aldrei verið spennandi. „Eg kom til þess að sigra og þó svo að aðstæður hentuðu mér ekki vel, náði ég markmiðinu auðveldlega," sagði Ásta. Harpa Hauksdóttir frá Akureyri varð önnur bæði í svigi og stórsvigi. Asta sagði að það væri alltaf gaman að koma heim og keppa á landsmóti. „Veðrið hefði mátt vera betra en við búum á ís- landi og ráðum ekki við það. Við megum alltaf gera ráð fyrir þessu,“ sagði hún. Ásta var tæplega þremur sek- úndum á undan Hörpu Hauksdóttur í sviginu og 3,73 sek. á undan henni í stórsvigi þó svo að Ásta hafi ver- ið sett í annan ráshóp. Harpa var reyndar sú eina sem hafði roð við Ástu. Hinar stúlkurnar, sem flestar eru enn í unglingaflokki, eiga tölu- vert langt í land. „Ég held að mun- urinn hefði verið enn meiri ef skíða- færið hefði verið harðara eins og það gerist best erlendis," sagði Ásta. „Það var ekki hægt að taka mikið á þessu því snjórinn var svo mjúkur." Um framhaldið sagðist Ásta reikna með að verða áfram í háskól- anum í Östersund í Svíþjóð næsta vetur þar sem hún stundar nám í sænskum bókmentum. Þar hefur hún mjög góða aðstöðu til æfinga og nýtur leiðsagnar Hans Ottoson- ar, þjálfara skólaliðsins. Ásta hefur bætt sig það mikið stigalega séð í vetur að hún er nú komin með þátt- tökurétt í fyrsta ráshópi í Evrópu- bikarmótum. Sem þýðir að hún fær greiddan ferðastyrk og uppihald frá mótshaldara' fyrir sig og þjálfara eða aðstoðarmann. Næsta skref hjá henni er þátttaka í heimsbikar- keppninni. „Nú er bara að stíga skrefið alla leið,“ sagði Ásta. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.