Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 36

Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Landsmótsundirbúningur í fullum gangi Arsþing Ungmenna- sambands Skagafjarðar Sauðárkróki. FJÖLMENNI var í Félagsheimili Skarðshrepps, Ljósheimum, þar sem Ungmennasamband Skaga- fjarðar hélt ársþing sitt nýlega í boði Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki. Mikil gróska ér i starfi félaganna inn- an Ungmennasambands Skaga- fjarðar og er markið sett hátt á landsmótsári. Stefnt er að þátt- töku í sem flestum keppnisgrein- um og er undirbúningur í fullum gangi. A ársþinginu var kosið í nefndir og ráð á vegum sambandsins og einnig voru fjölmörg mál á dag- skrá. Þá voru veittar viðurkenning- ar fyrir ýmis afrek og kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, sem að þessu sinni var Inga Dóra Magnús- dóttir, sautján ára knattspyrnu- og körfuknattleikskona sem þegar er í fremstu röð og hefur leikið með landsliði íslands í sínum aldurs- flokki í báðum greinum. Þá var Inga Dóra íslands- og bikarmeist- ari í unglingaflokki í körfuknattleik, og kjörinn besti leikmaður í 2. flokki kvenna_ og meistaraflokki árið 1993. Í öðru sæti varð Jón Arnar Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson íþróttamaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar, Inga Dóra Magnúsdóttir. Magnússon fijálsíþróttamaður. Þá vakti athygli viðurkenning sem kornung sundkona, Sunna Ingimundardóttir, hlaut, en fram kom við afhendinguna að á árinu setti Sunna 11 héraðsmet og átti aðild að 5 boðsundsmetum. Sigrún Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri UMSS sagði mikinn hug í skagfirsku íþróttafólki á landsmótsárinu og að stefnt væri að því að taka þátt í sem flestum keppnisgreinum á mótinu. Sagði hún frjálsíþróttafólk hafa æft mjög vel að undanförnu undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sambandsþjálfara og væri liðið nú búið að fara tvisvar í æfingabúðir og einu sinni yrði farið enn fyrir iandsmót. Einnig mundu félagar úr Grósku, íþróttafélagi fatlaðra, taka þátt í nokkrum greinum, og ætluð þeir Gróskufélagar sér að gera góða hluti á landsmóti. Þá benti hún á að sundlið Skag- firðinga væri mjög ungt og væri mikils af því að vænta í framtíð- inni, ef svo héldi fram sem horfði. Á þinginu var kjörinn nýr for- maður, Ragna Hjartardóttir, fyrr- verandi sund- og f'rjálsíþróttakona, en með henni í stjórn eru Sigrún Angantýsdóttir, Helga Þórðardótt- ir, Unnar Pétursson og Edda Lúð- víksdóttir. - BB. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Frá Siglufirði, Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þátttakendur í snjóflóðaleitarnámskeiðinu. Jökuldalur Námskeið í snjóflóðaleit Vaðbrekku í Jökuldal. SLYSAVARNASVEITIN Jökull gekkst nýverið fyrir námskeiði í snjóflóðaleit og var leiðbeinandi Helgi Ómar Bragason. í fyrsta hluta námskeiðsins var fjallað um hvar snjóflpð falla helst og við hvaða skilyrði. í öðrum hluta var íjallað um hvað fólk ætti að gera ef það lenti í snjóflóði. Sá þriðji og langstærsti var að sjálfsögðu um björgun úr snjóflóði. Þar kom m.a. fram að viðbragðsflýtir skiptir öllu máli, þó að 80% fólks sem lend- ir í snjóflóði lifi flóðið af eru aðeins 10% á lífi eftir þrjá klukkutíma frá að flóðið féll samkvæmt meðaltals- tölum. Sýndi Helgi Ómar meðal annars litskyggnur frá snjóflóða- svæðum hér eystra. Eftir námskeiðið var haldinn al- mennur fundur í slysavarnasveit- inni þar sem starfið var rætt og ákveðið var að stofna unglingasveit við Slysavarnasveitina Jökul, en þarna voru mættir 9 unglingar sem gjaldgengir eru í hana. Formaður Slysavarnasveitarinn- ar Jökuls er Jón Hávarður Jónsson, Sellandi. - Sig.Að. Ástæða til bjartsýni í atvinnumálum á Siglufirði Bæjarbúum fjölgar og meðaltekjur hækka Si^lufirði. FJARHAGSÁÆTLUN Siglufjarðarkaupstaðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu. Helstu framkvæmdir á árinu verða við gatnagerð og gangstéttalagnir fyrir 18,6 millj. kr., til lokaáfanga dvalarheimilis fyrir aldraða verður varið 9,1 millj. kr., til endurbygg- ingar á skólahúsnæði 8 millj. kr. Alls er áætlað að vinna að hafnar- framkvæmdum fyrir 13 millj. kr. og verður kostnaðarhlutdeild bæj- arins í þeim um 4,5 millj. kr. Gatnaframkvæmdir á vegum bæj- arins felast m.a. í því að ljúka við þær framkvæmdir sem hafist var handa við á sl. sumri og halda áfram með gangstéttagerð. Víða verður jarðvegsskipt og lagnir endurnýjaðar og undirbúið undir næsta malbikun- arátak. Ljúka á við byggingú dvalarheim- ilis aldraðra, Skálahlíð, með því að ljúka við og taka í notkun íjórar ein- staklingsíbúðir og þjónusturými. Unnið verður fyrir alls 14 millj. kr. við dvalarheimilið, en hlutur bæjarins er 9,1 millj. kr., síðan kemur til mótframlag úr framkvæmdasjóði aldraðra upp á 5 milljónir. Framlag bæjarins til endurbygg- ingar á skólahúsnæði, 8 miilj. kr., fer að langmestu leyti í framkvæmd- ir við neðra skólahús við Norðurgötu. Áætlað er að vinna að hafnarfram- kvæmdum fyrir 13 milljónir kr. en bæjarsjóður mun greiða um 4,5 millj- ónir í þeim framkvæmdum. Þær felst m.a. í því að ganga frá lögnum og lýeingu við Ingarsbryggju, nýjan við- legukant, og steypa þekju. Einnig á að ganga frá lýsingu við innri höfn. Fyrsta framlag bæjarins til end- urbyggingar á Roaldsbrakka er 2,5 milljónir kr. og framlag Siglufjarð- arkaupstaðar í bóknámshús Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki er 2,5 millj. Að sögn Björns Valdimarssonar bæjarstjóra á Siglufirði var peninga- leg staða bæjarins um síðustu ára- mót 20% betri en meðaltal hjá kaup- stöðum utan Reykjavikur. Heildartekjur bæjarins og hafnar verða 220 millj. kr. á árinu, rekstr- argjöld 161,8 millj. kr., ijármagns- kostnaður 700 þúsund kr. og til framkvæmda og ijárfestinga verður varið alls 48,3 millj. kr. Rekstrarnið- urstaða verður því jákvæð um 9,3 millj. kr. I síðustu viku voru ársreikningar Siglufjarðarkaupstaðar 1993 einnig lagðir fram. Heildartekjur bæjarsjóðs og hafnar voru 218 millj. kr., rekstr- argjöld 165 millj. kr., ijármagns- kostnaður 203 þúsund kr. og fram- kvæmdir og fjárfestingar alls 67 millj. kr. Framkvæmdir og gjöld umfram tekjur voru því 13,8 millj. kr. Birni Valdimarssyni bæjarstjóra líst vel á framtíð bæjarins. Hann segir að ekki sé hægt annað en vera bjartsýnn miðað við atvinnuástand. Bæjarbúum fjölgar, meðaltekjur aukast og atvinnuleysi minnkar. „Það stendur allt og fellur með undir- stöðuatvinnugreinum og hér í bæ hafa fyrirtæki í þessum greinum spjarað sig vel.“ - S.I. I Lítið inn og spyrjið eftir Kolbrúnu. Rdðgjöf um jurtir og vítamín Kolbrún Björnsdóttir hefur útskrifast með dip. phyt. frá School of Herbal Medicine í Sussex í Englandi og er félagi í bresku jurtalækningasamtökunum (Member of the National Institute of Medical Herbalists). Kolbrún verður til ráðgjafar um næringu, jurtir og bætiefni í Heilsuhúsinu Skólavörðustíg á mánudögum frá kl. 13-18 og Heilsuhúsinu Kringlunni á föstudögum frá kl. 13-19. eilsuhúsið Kriglunni sími 689266. Skólavörðustíg sími 22966 Tveir bjóða sig fram í embætti allsherjargoða RUNNINN er út frestur til fram- boðs í embætti allsherjargoða Ásatrúarfélagsins. Tveir gáfu kost á sér, þeir Jörmundur Ingi Hansen, Reykjavíkurgoði, skip- aður forstöðumaður félagsins, og Haukur Halldórsson, myndlistar- maður. Samkvæmt reglum um kjör alls- heijargoða sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi félagsins skal kos- ið bréflega með leynilegri póstkosn- ingu. Kjörgögn verða send félags- mönnum fyrir 1. maí nk. Atkvæða- seðlar þurfa að berast fyrir 21. maí en þann dag fer talning fram að frambjóðendum viðstöddum. Kjöri verður síðan lýst á Þingvöll- um á Þórsdag í tíundu viku sum- ars, 23. júní. -----»-»-4----- ■ ÍSLANDSMEISTARAMÓT í vélsleðaakstri verður haldið helg- ina 8.-9. apríl í Bláfjöllum á veg- um Pólarisklúbbsins. Á laugar- deginum hefst keppni í fjallaralli kl. 10 og síðan verður keppt í tví- hliða braut kl. 14. Á sunnudag hefst spyrnukeppni kl. 10 og kl. 14 verð- ur hápunktur mótsins, snjókross, en nú er keppt í fyrsta sinn til ís- landsmeistara í þessari grein. Að- gangseyrir er 400 kr., frítt fyrir börn undir 12 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.