Morgunblaðið - 07.04.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.04.1994, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Landsmótsundirbúningur í fullum gangi Arsþing Ungmenna- sambands Skagafjarðar Sauðárkróki. FJÖLMENNI var í Félagsheimili Skarðshrepps, Ljósheimum, þar sem Ungmennasamband Skaga- fjarðar hélt ársþing sitt nýlega í boði Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki. Mikil gróska ér i starfi félaganna inn- an Ungmennasambands Skaga- fjarðar og er markið sett hátt á landsmótsári. Stefnt er að þátt- töku í sem flestum keppnisgrein- um og er undirbúningur í fullum gangi. A ársþinginu var kosið í nefndir og ráð á vegum sambandsins og einnig voru fjölmörg mál á dag- skrá. Þá voru veittar viðurkenning- ar fyrir ýmis afrek og kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, sem að þessu sinni var Inga Dóra Magnús- dóttir, sautján ára knattspyrnu- og körfuknattleikskona sem þegar er í fremstu röð og hefur leikið með landsliði íslands í sínum aldurs- flokki í báðum greinum. Þá var Inga Dóra íslands- og bikarmeist- ari í unglingaflokki í körfuknattleik, og kjörinn besti leikmaður í 2. flokki kvenna_ og meistaraflokki árið 1993. Í öðru sæti varð Jón Arnar Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson íþróttamaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar, Inga Dóra Magnúsdóttir. Magnússon fijálsíþróttamaður. Þá vakti athygli viðurkenning sem kornung sundkona, Sunna Ingimundardóttir, hlaut, en fram kom við afhendinguna að á árinu setti Sunna 11 héraðsmet og átti aðild að 5 boðsundsmetum. Sigrún Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri UMSS sagði mikinn hug í skagfirsku íþróttafólki á landsmótsárinu og að stefnt væri að því að taka þátt í sem flestum keppnisgreinum á mótinu. Sagði hún frjálsíþróttafólk hafa æft mjög vel að undanförnu undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sambandsþjálfara og væri liðið nú búið að fara tvisvar í æfingabúðir og einu sinni yrði farið enn fyrir iandsmót. Einnig mundu félagar úr Grósku, íþróttafélagi fatlaðra, taka þátt í nokkrum greinum, og ætluð þeir Gróskufélagar sér að gera góða hluti á landsmóti. Þá benti hún á að sundlið Skag- firðinga væri mjög ungt og væri mikils af því að vænta í framtíð- inni, ef svo héldi fram sem horfði. Á þinginu var kjörinn nýr for- maður, Ragna Hjartardóttir, fyrr- verandi sund- og f'rjálsíþróttakona, en með henni í stjórn eru Sigrún Angantýsdóttir, Helga Þórðardótt- ir, Unnar Pétursson og Edda Lúð- víksdóttir. - BB. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Frá Siglufirði, Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þátttakendur í snjóflóðaleitarnámskeiðinu. Jökuldalur Námskeið í snjóflóðaleit Vaðbrekku í Jökuldal. SLYSAVARNASVEITIN Jökull gekkst nýverið fyrir námskeiði í snjóflóðaleit og var leiðbeinandi Helgi Ómar Bragason. í fyrsta hluta námskeiðsins var fjallað um hvar snjóflpð falla helst og við hvaða skilyrði. í öðrum hluta var íjallað um hvað fólk ætti að gera ef það lenti í snjóflóði. Sá þriðji og langstærsti var að sjálfsögðu um björgun úr snjóflóði. Þar kom m.a. fram að viðbragðsflýtir skiptir öllu máli, þó að 80% fólks sem lend- ir í snjóflóði lifi flóðið af eru aðeins 10% á lífi eftir þrjá klukkutíma frá að flóðið féll samkvæmt meðaltals- tölum. Sýndi Helgi Ómar meðal annars litskyggnur frá snjóflóða- svæðum hér eystra. Eftir námskeiðið var haldinn al- mennur fundur í slysavarnasveit- inni þar sem starfið var rætt og ákveðið var að stofna unglingasveit við Slysavarnasveitina Jökul, en þarna voru mættir 9 unglingar sem gjaldgengir eru í hana. Formaður Slysavarnasveitarinn- ar Jökuls er Jón Hávarður Jónsson, Sellandi. - Sig.Að. Ástæða til bjartsýni í atvinnumálum á Siglufirði Bæjarbúum fjölgar og meðaltekjur hækka Si^lufirði. FJARHAGSÁÆTLUN Siglufjarðarkaupstaðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu. Helstu framkvæmdir á árinu verða við gatnagerð og gangstéttalagnir fyrir 18,6 millj. kr., til lokaáfanga dvalarheimilis fyrir aldraða verður varið 9,1 millj. kr., til endurbygg- ingar á skólahúsnæði 8 millj. kr. Alls er áætlað að vinna að hafnar- framkvæmdum fyrir 13 millj. kr. og verður kostnaðarhlutdeild bæj- arins í þeim um 4,5 millj. kr. Gatnaframkvæmdir á vegum bæj- arins felast m.a. í því að ljúka við þær framkvæmdir sem hafist var handa við á sl. sumri og halda áfram með gangstéttagerð. Víða verður jarðvegsskipt og lagnir endurnýjaðar og undirbúið undir næsta malbikun- arátak. Ljúka á við byggingú dvalarheim- ilis aldraðra, Skálahlíð, með því að ljúka við og taka í notkun íjórar ein- staklingsíbúðir og þjónusturými. Unnið verður fyrir alls 14 millj. kr. við dvalarheimilið, en hlutur bæjarins er 9,1 millj. kr., síðan kemur til mótframlag úr framkvæmdasjóði aldraðra upp á 5 milljónir. Framlag bæjarins til endurbygg- ingar á skólahúsnæði, 8 miilj. kr., fer að langmestu leyti í framkvæmd- ir við neðra skólahús við Norðurgötu. Áætlað er að vinna að hafnarfram- kvæmdum fyrir 13 milljónir kr. en bæjarsjóður mun greiða um 4,5 millj- ónir í þeim framkvæmdum. Þær felst m.a. í því að ganga frá lögnum og lýeingu við Ingarsbryggju, nýjan við- legukant, og steypa þekju. Einnig á að ganga frá lýsingu við innri höfn. Fyrsta framlag bæjarins til end- urbyggingar á Roaldsbrakka er 2,5 milljónir kr. og framlag Siglufjarð- arkaupstaðar í bóknámshús Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki er 2,5 millj. Að sögn Björns Valdimarssonar bæjarstjóra á Siglufirði var peninga- leg staða bæjarins um síðustu ára- mót 20% betri en meðaltal hjá kaup- stöðum utan Reykjavikur. Heildartekjur bæjarins og hafnar verða 220 millj. kr. á árinu, rekstr- argjöld 161,8 millj. kr., ijármagns- kostnaður 700 þúsund kr. og til framkvæmda og ijárfestinga verður varið alls 48,3 millj. kr. Rekstrarnið- urstaða verður því jákvæð um 9,3 millj. kr. I síðustu viku voru ársreikningar Siglufjarðarkaupstaðar 1993 einnig lagðir fram. Heildartekjur bæjarsjóðs og hafnar voru 218 millj. kr., rekstr- argjöld 165 millj. kr., ijármagns- kostnaður 203 þúsund kr. og fram- kvæmdir og fjárfestingar alls 67 millj. kr. Framkvæmdir og gjöld umfram tekjur voru því 13,8 millj. kr. Birni Valdimarssyni bæjarstjóra líst vel á framtíð bæjarins. Hann segir að ekki sé hægt annað en vera bjartsýnn miðað við atvinnuástand. Bæjarbúum fjölgar, meðaltekjur aukast og atvinnuleysi minnkar. „Það stendur allt og fellur með undir- stöðuatvinnugreinum og hér í bæ hafa fyrirtæki í þessum greinum spjarað sig vel.“ - S.I. I Lítið inn og spyrjið eftir Kolbrúnu. Rdðgjöf um jurtir og vítamín Kolbrún Björnsdóttir hefur útskrifast með dip. phyt. frá School of Herbal Medicine í Sussex í Englandi og er félagi í bresku jurtalækningasamtökunum (Member of the National Institute of Medical Herbalists). Kolbrún verður til ráðgjafar um næringu, jurtir og bætiefni í Heilsuhúsinu Skólavörðustíg á mánudögum frá kl. 13-18 og Heilsuhúsinu Kringlunni á föstudögum frá kl. 13-19. eilsuhúsið Kriglunni sími 689266. Skólavörðustíg sími 22966 Tveir bjóða sig fram í embætti allsherjargoða RUNNINN er út frestur til fram- boðs í embætti allsherjargoða Ásatrúarfélagsins. Tveir gáfu kost á sér, þeir Jörmundur Ingi Hansen, Reykjavíkurgoði, skip- aður forstöðumaður félagsins, og Haukur Halldórsson, myndlistar- maður. Samkvæmt reglum um kjör alls- heijargoða sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi félagsins skal kos- ið bréflega með leynilegri póstkosn- ingu. Kjörgögn verða send félags- mönnum fyrir 1. maí nk. Atkvæða- seðlar þurfa að berast fyrir 21. maí en þann dag fer talning fram að frambjóðendum viðstöddum. Kjöri verður síðan lýst á Þingvöll- um á Þórsdag í tíundu viku sum- ars, 23. júní. -----»-»-4----- ■ ÍSLANDSMEISTARAMÓT í vélsleðaakstri verður haldið helg- ina 8.-9. apríl í Bláfjöllum á veg- um Pólarisklúbbsins. Á laugar- deginum hefst keppni í fjallaralli kl. 10 og síðan verður keppt í tví- hliða braut kl. 14. Á sunnudag hefst spyrnukeppni kl. 10 og kl. 14 verð- ur hápunktur mótsins, snjókross, en nú er keppt í fyrsta sinn til ís- landsmeistara í þessari grein. Að- gangseyrir er 400 kr., frítt fyrir börn undir 12 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.